Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 11 BAUGSMÁLIÐ VERJENDUR allra sakborninga í Baugsmál- inu kröfðust þess við munnlegan málflutning í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að umbjóðendur sínir yrðu sýknaðir af öllum ákærum í málinu. Þeir gagnrýndu harkalega rannsókn efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra á málinu. Verjendurnir fimm skiptu málflutningi í mál- inu með sér, og fjölluðu fyrst um ákærur vegna ársreikninga og síðan um ákærur um undanskot á opinberum gjöldum. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar, forstjóra Baugs, sagði að sér væri ekki kunnugt um að nokkru sinni hefði áður ver- ið jafnmikið haft fyrir því að upplýsa brot á tolla- lögum, t.d. með því að fá bandarískan bílasala hingað til lands vegna innflutnings á þremur bíl- um, og ætluðum undanskotum upp á um 1,5 milljónir króna. Gestur taldi það hafa komið vel fram við vitnaleiðslur og í lögregluskýrslum hvaða hug Jón Gerald bæri til Jóns Ásgeirs, t.d. með tölvupósti sem sendur hefði verið frá Jóni Gerald til Jóns Ásgeirs, þar sem hann segir m.a. „ef einhver er lyginn og ómerkilegur þá ert það þú Jón Ásgeir“. Auk þess hefði Jón Gerald stað- fest við yfirheyrslur hjá lögreglu að hafa hótað Jóni Ásgeiri lífláti, áður en hann sneri sér til efnahagsbrotadeildarinnar. Mikið var haft við til þess að upplýsa málið, og sagði Gestur að aldrei í Íslandssögunni hefði verið eytt jafnmiklu fé til einnar rannsóknar. Og um hvað snýst svo málið? spurði Gestur. Hann sagði þá ákæruliði sem um ræðir fjalla annars vegar um það hvort sérgreina átti við- skiptakröfur til tengdra aðila í ársreikningum, en hins vegar um undanskot á opinberum gjöld- um við innflutning fjögurra bíla. Enginn talið sig hafa orðið fyrir tjóni Gestur benti á að þetta væri sennilega í fyrsta skipti sem menn þyrftu að koma fyrir dóm vegna þess að þeir hefðu ekki sérgreint við- skiptakröfur á réttan hátt í ársreikningum. Sem væri undarlegt í ljósi þess að allar stærðir væru réttar í ársreikningunum, afkoma, hagnaður og annað, og efnahag rétt lýst. Enginn hefði kvart- að eða talið sig hafa orðið fyrir tjóni. Allar kröf- ur hefðu verið greiddar að fullu og Baugur ekki tapað á viðskiptunum. Þessi þáttur málsins fjallaði því um að hátt- ernisreglur hefðu verið brotnar án þess að það hefði haft neinar afleiðingar, eitthvað sem í mesta lagi hefði átt að skamma fyrir og biðja um að þetta yrði haft rétt í framtíðinni. Ákæran hvað varðar ranga ársreikninga er villandi, sagði Gestur. Í raun virtist sem verið væri að kæra fyrir athafnaleysi, og ljóst að verknaðarlýsing væri ófullnægjandi. Hvergi væri sagt hverjar væru hinar villandi eða röngu sérgreiningar, og upphæðirnar hefðu ekki verið sundurliðaðar. Einnig sagði Gestur það mikinn galla á ákær- unni að ekki væri neitt fjallað um hugarástand ákærðu í henni, þ.e.a.s. hvort þeir hefðu brotið af sér af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Miklu skipti að Jón Ásgeir hefði ekki komið sjálfur að gerð ársreikninga, til þess hefði hann ráðið fag- menn. Lykilatriði væri einnig skilgreining á hugtak- inu lán, enda skilgreindi saksóknari það hugtak afar vítt. Gestur sagði hins vegar að ekki væri hægt að líta á allar viðskiptakröfur sem lán, heldur hlyti að vera um að ræða kröfur vegna eiginlegrar lántöku. Viðskiptareikningur Jóns Ásgeirs hefði verið biðreikningur, þangað hefðu öll hans útgjöld farið, og þau síðar verið flokkuð niður í persónuleg útgjöld og kostnað vegna fyr- irtækisins. Gestur sagði ríkislögreglustjóra hafa hafnað því að greina viðskiptareikning Jóns Ásgeirs niður eftir því hvort um væri að ræða persónu- leg útgjöld eða kostnað vegna starfa hans fyrir Baug. Því hefðu verjendur þurft að fá sérfróða aðila til þess að rannsaka það, og því fengið end- urskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers til að vinna skýrslu um það. Niðurstaða PricewaterhouseCoopers hefði verið sú að Jón Ásgeir hefði aldrei verið í skuld við Baug, hann hefði alltaf átt í það minnsta jafn mikið inni hjá Baugi og hann skuldaði á við- skiptareikningi. Þar voru einnig lánveitingar skilgreindar nákvæmlega, og niðurstaðan hefði verið sú að á þeim tímapunkti sem ársreikn- ingar voru gerðir á þessum árum hefði Gaumur aðeins einu sinni skuldað Baugi. Þar hefði verið um að ræða samtals 4,5 milljónir króna, sem teljist óveruleg upphæð, eða um 0,5% af öðrum óinnheimtum skuldum Baugs á þeim tíma. Jón Ásgeir, Kristín Jóhannesdóttir og Fjárfar hefðu aldrei verið í skuld þegar ársreikningar voru gerðir. Í þessu áliti sérfróðra manna um endurskoð- un væri á hreinu að enginn grundvöllur væri fyrir því að álykta að lög hefðu verið brotin. Í það minnsta sýndi það fram á vafa á sekt í þessu tilviki, sem ætti að leiða til sýknu í þessum ákæruliðum. Jakob R. Möller, verjandi Tryggva Jónsson- ar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, sagði að ekki mætti betur sjá en að Tryggvi væri ákærður um aðild að málinu, enda hefði hann enga ábyrgð borið á ársreikningum Baugs. Hvergi í ákærunum væri tiltekið hvaða athöfn, eða athafnaleysi það hefði verið sem leiddi til þess að ákveðið hefði verið að ákæra í málinu, og ekkert í ræðu sækjanda hefði beinst að ákæru gegn Tryggva. Ákæra yrði að lýsa athöfn eða athafnaleysi, og taldi Jakob að ákæru væri þar ábótavant. Hann spurði því hvernig sakborningur sem ekki vissi nákvæmlega hvað væri verið að ásaka hann um ætti möguleika á að verjast ásökunum. Þó sýndist sem ákært væri fyrir athafnaleysi, að sundurgreina ekki viðskiptareikninga. Erfitt væri að sjá hvernig væri hægt að ákæra fyrir að- ild að athafnaleysi, nema menn teldu að Tryggvi hefði hvatt Jón Ásgeir til að aðhafast ekkert, sem enginn hefði haldið fram við réttarhöldin. Hann sagði það vekja athygli að ákært væri í fjórum liðum í þeim hluta málsins er snýr að ársreikningum, einum fyrir hvert ár sem gerð væri athugasemd við ársreikninga. Sagði hann greinilegt að með því hefði ákæruvaldið verið að „belgja ákæruna út“ svo hún liti sem verst út fyrir ákærðu. Ákæruvaldið reiddi stórt til höggs gegn Tryggva Jónssyni eins og öðrum ákærðu, og eftir stendur ákæra fyrir „hlutdeild að at- hafnaleysi“, sem engin áhrif hafði, sagði Jakob. „Fjallið tók jóðsótt og fæddist lítil mús. Mjög lít- il mús,“ sagði hann að lokum. Segir ýmsa galla vera á ákæru Tveir endurskoðendur voru ákærðir í málinu, þau Stefán Hilmarsson og Anna Þórðardóttir, sem bæði störfuðu hjá KPMG endurskoðun á þeim árum sem ákærurnar ná til. Þau eru ákærð fyrir að árita án fyrirvara ársreikn- ingana, og eru ýmsir gallar á þeirri ákæru, sagði Þórunn Guðmundsdóttir, lögmaður Önnu og Stefáns. Þar væri í raun ætlað athafnaleysi þeirra tengt ábyrgð á rekstri fyrirtækisins, og að auki ekki fjallað neitt um huglæga afstöðu þeirra, ásetning eða stórfellt gáleysi. Máli sínu til stuðnings vísaði Þórunn í skýrslu Pricewater- houseCoopers, sem og skilgreiningar á hugtök- um í endurskoðun, svo sem „góða endurskoð- unarvenju“, og „glögga mynd“. Þórunn mótmælti þeirri túlkun sækjanda í málinu að Anna og Stefán hefðu verið háð vel- vilja stjórnenda Baugs, þau hefðu bæði starfað fyrir óháð endurskoðunarfyrirtæki, og með orð- um sínum hefði sækjandi vegið að þeirra starfs- heiðri, með ósmekklegri athugasemd sem hefði ekki verið honum sæmandi. Einu dæmin um að endurskoðendur hefðu verið sakfelldir fyrir að skrifa fyrirvaralaust upp á ársreikninga væru þegar ársreikningarnir hefðu beinlínis gefið ranga mynd af stöðu fyrirtækisins. Verjendur sakborninga kröfðust sýknu í munnlegum málflutningi Baugsmálsins í héraðsdómi Rannsókn efnahagsbrota- deildar gagnrýnd harkalega Morgunblaðið/Sverrir Þrír af lögmönnum verjenda brugðu sér út úr héraðsdómi í réttarhléi í hádeginu í gær Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is HARÐAR hefur verið gengið að sak- borningum í þessu máli vegna ætl- aðra brota á tollalögum en öðrum sem ætlað er að hafi framið svipuð brot, sagði Kristín Edwald, verjandi Kristínar Jóhannesdóttur, þegar hún hóf málflutning verjenda í þeim þætti málsins sem snýr að meintum brotum á tollalögum. Framburður Jóns Geralds Sullen- berger, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, er svo ótrúverðugur að ekki verður á honum byggt til sakfelling- ar, sagði Kristín. Hún vísaði í um- fjöllun Gests Jónssonar um óvild Jóns Geralds í garð Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar. Í skugga þessarar óvildar komi kæra hans fram, og í því ljósi verði að skoða allt sem frá hon- um komi. Sakaði Kristín Jón Gerald um að hafa reynt að púsla saman líklegum reikningum til þess að geta sakað þá sem ákærðir eru í málinu um glæpi sem þeir ekki frömdu. Hún sagði ljóst að Jón Gerald hefði orðið marg- saga í málinu, og svo virtist sem allt- af þegar ósamræmi eða rangar upp- lýsingar hefðu verið reknar ofan í hann kæmi hann með nýjar skýring- ar. Auðvelt að falsa tölvupósta Dæmi um þetta sagði Kristín vera þann framburð Jóns Geralds hjá lög- reglu að hann hefði ekki tekið þókn- un fyrir að útvega bílana fyrir ákærðu, það hefði verið greiði við þau. Svo þegar væri ljóst að reikn- ingar pössuðu ekki saman, og væru varðandi tvo af bílunum um 4.000 Bandaríkjadölum of háir, hefði hann borið fyrir dómi að hafa tekið þessa 4.000 dali sem þóknun fyrir milli- gönguna. Kristín sagði tölvupóst afar óör- uggan samskiptamáta, og sönnunar- gildi þess konar gagna væri vafasamt í besta falli vegna þess hversu auð- velt væri að falsa þau. Sér í lagi sagði hún það eiga við um tölvupóst sem Jón Gerald lagði fram útprent af og virðist vera frá Kristínu Jóhannes- dóttur kominn, en ekki hefur fundist eintak af póstinum á tölvu Jóns Ger- alds, né á tölvu Kristínar. Enn frem- ur hefðu aðrir tölvupóstar sem sagt væri að hefðu komið frá Kristínu til Jóns Geralds aðeins fundist í tölvu hans, og Kristín Jóhannesdóttir hefði borið fyrir réttinum að hún kannaðist ekki við póstana. Kristín gagnrýndi rannsókn lög- reglu harðlega, og sagði ljóst að ekk- ert hefði verið gert til þess að fá upp- lýsingar frá netþjónustufyrirtækj- um, sem þó hefðu væntanlega getað staðfest að tölvupósturinn hefði verið sendur. Slíkt hefði yfirhöfuð ekkert verið rannsakað. Ósamræmi var í framburði Jóns Geralds og Ivans G. Motta, banda- ríska bílasalans sem bar vitni á þriðjudag, fyrir héraðsdómi, sagði Kristín. Motta neitaði því að hann hefði hitt Jón Gerald og sýnt honum gögnin áður en þau voru lögð fram hjá ríkislögreglustjóra, en Jón Ger- ald hefði viðurkennt að hafa farið á skrifstofu Motta í Bandaríkjunum og fengið að líta á gögnin. Drægi það verulega úr trúverðugleika þeirra gagna að mati Kristínar. Hræðileg lögreglurannsókn Einar Þór Sverrisson, verjandi Jó- hannesar Jónssonar, gagnrýndi harkalega rannsókn lögreglu á rann- sóknarstigi málsins, og vegna „hræðilegrar rannsóknar lögreglu“ hefði í raun þurft að gera aðra rann- sókn fyrir rétti við þessa aðalmeð- ferð, og hún því tekið jafn langan tíma og raun bæri vitni. Hann sagði mikið hafa skort á gagnrýna hugsun og heilbrigða skynsemi hjá lögreglu við rannsóknina. Hann sagði það ljóst með fram- burði lögreglumanna sem komu fyrir réttinn að einungis hefði verið byggt á gögnum Jóns Geralds við upphaf málsins, ekki hefði verið svo mikið sem rætt við bílasalann Ivan G. Motta fyrr en til stóð að fá hann hing- að til lands til að bera vitni. Reikn- ingar sem Jón Gerald framvísaði, sem áttu að hafa komið frá fyrirtæki Motta, hefðu einfaldlega verið teknir góðir og gildir í stað þess að kanna hvort þeir væru raunverulegir. Einar sagði að í gær hefðu verið komnir 1.277 dagar – 31⁄2 ár – frá því Jón H. Snorrason sótti Jón Gerald Sullenberger á heimili móður hans, að morgni sunnudags, og ók með hann á skrifstofu efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjóra, þar sem hann gaf skýrslu. Reglur um hraða málsmeðferð hefðu greinilega ekki verið í hávegum hafðar við rannsókn- ina, enda virtist sér að á þessum 1.277 dögum hefði ekkert verið unnið í rannsókninni í 456 daga, þar af í 340 daga samfleytt á tímabili. Segir lögreglu hafa „pukrast“ með gögn Einnig gagnrýndi Einar lögreglu vegna fjögurra tilvika þar sem ekki var skrifuð skýrsla eða unnin önnur gögn vegna rannsóknarinnar. Til dæmis hefði komið fram hjá lög- reglumanni við vitnaleiðslur að gögn- in sem Jón Gerald lagði fram bárust á skrifstofu efnahagsbrotadeildar- innar tæpri viku áður en Jón Gerald kom til að gefa skýrslu, þó ekkert væri minnst á það í gögnum lögreglu. Engu væri líkara en „pukrast“ hefði verið með þessi gögn hjá lögreglu. Einnig hefði lögreglan hringt í fyr- irtæki Ivan G. Motta í Bandaríkjun- um, Automobiles Zona Franca, í þeim tilgangi að ná tali af Motta, og sannreyna að fyrirtækið væri raun- verulegt. Motta hefði ekki verið við, og engin tilraun hefði verið gerð til að ná í hann eftir það. Engin skýrsla hefði verið rituð vegna þessa. Einnig hefðu lögreglumenn borið fyrir dómi að þeir hefðu fengið heim- ild til að taka skýrslu af Jóni Gerald og konu hans á Miami í Bandaríkj- unum árið 2002 eftir símtal við tengi- lið FBI, bandarísku alríkislögregl- unnar, í Kaupmannahöfn. Engin skrifleg heimild virtist til vegna þessa, og lögreglumenn hefðu borið að munnleg heimild hefði fengist frá FBI. Óskiljanlegt væri einnig að Jón Gerald, sem við fjölmörg tækifæri hjá lögreglu hefði játað á sig sak- næmt athæfi, væri ekki ákærður í málinu. Einar fór ekki mörgum orð- um um ástæður þess að sýkna bæri umbjóðanda sinn, Jóhannes. Hann sagði enga sönnun komna fram á því að Jóhannes hefði haft nokkuð með málið að gera, hann hefði í raun bara beðið um að sér yrði útvegaður bíll, tekið svo við lyklunum og keyrt á braut. Hann hefði ekki komið nálægt tollskýrslugerð eða innflutningi og ómögulegt væri að ráða í hvar ásetn- ingur eða stórfellt gáleysi lægi. Harðar gengið fram við að upplýsa þessi brot en önnur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.