Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING a Komdu í Gerðuberg á Safnanótt föstudaginn 24. febrúar Aðgangur ókeypis á fjölbreytta dagskrá kl. 19 - 22 20:00 - 21:00 Páll á Húsafelli spilar á nýjustu uppfinningu sína, barrokk steinhörpu. Ásamt honum munu þeir Steindór Andersen og Hilmar Örn Hilmarsson flytja tónlistaratriði til heiðurs Thor Vilhjálmssyni, rithöfundi. 20:00 og 21:00 les Thor Vilhjálmsson úr ritverkum sínum. Í Gerðubergi stendur nú yfir yfirlitssýning á myndlistarverkum Thors. Gestum er boðið að skoða hana í nýju ljósi og finna flugfima fugla – vegleg bókaverðlaun eru í boði fyrir fundvísa fuglaskoðendur frá Eddu útgáfu. 20:00 - 22:00 Tónlistarflutningur nemenda úr Tónlistarskóla Reykjavíkur. 19:00 - 22:00 • Opnun sýningar á handverksmunum Judithar Júlíusdóttur og • Sérviskusýning í Félagsstarfi Gerðubergs • Safnamarkaður Borgarbókasafns og Gerðubergs á bókum, bolum og fleiru. • Sýning Sigrúnar Björgvinsdóttur í Boganum á verkum úr þæfðri ull. Munið Safnastrætó frá Þjóðminjasafni kl. 19:20 - 19:40 - 20:00 - 20:20 - 20:40. Sjá nánar á: www.gerduberg.is Sunnudaginn 26. febrúar Söngur og sund byrjar aftur Sungin verða lög og textar eftir Ómar Ragnarsson og Ómar kemur í heimsókn ásamt Hauki Heiðari, píanóleikara. Sönginn leiðir Signý Sæmundsdóttir Gróa Hreinsdóttir leikur undir Sungið í Gerðubergi og synt í Breiðholtslaug Söngurinn hefst stundvíslega kl. 13:00 Heitt te á undan • Verð kr. 500 Menningarmiðstöðin Gerðuberg Sími 5757700 · Gerðubergi 3-5 111 Reykjavík · Strætó S4 og 12 SAFNARÁÐ tilnefndi Þjóðminja- safn Íslands í janúar 2005 til þátt- töku í samkeppni Evrópuráðs safna (European Museum Forum, EMF) um safn Evrópu árið 2006. Í fram- haldi af tilnefningunni heimsóttu fulltrúar EMF safnið og gerðu út- tekt á því í september síðastliðnum. Í kjölfarið hefur nú verið tilkynnt að Þjóðminjasafnið er eitt þeirra evr- ópsku safna sem valin hafa verið til undanúrslita í samkeppninni í ár. Safn ársins verður síðan kynnt á að- alfundi EMF í Lissabon í Portúgal 10.–13. maí nk. og önnur söfn sem komust í úrslit fá þar formlega við- urkenningu fyrir þann árangur. Skilyrði tilnefningar og þátttöku safns í samkeppninni er að safnið hafi lokið umfangsmiklum breyt- ingum eða endurskipulagningu á einhverjum þætti starfseminnar á síðastliðnum tveimur árum, eða að um sé að ræða nýtt safn, stofnað á síðastliðnum tveimur árum. Ástæða tilnefningar Þjóðminjasafnsins til samkeppninnar 2006 er að sögn framkvæmdastjóra Safnaráðs „vel heppnuð endurskipulagning og end- urhönnun sýninga og starfsemi safnsins, en metnaðarfullt starf þessa höfuðsafns og þróun hefur skapað ný, framsýn og mikilvæg við- mið fyrir íslenskt safnastarf í heild“. Síldarminjasafnið á Siglufirði var fyrst íslenskra safna tilnefnt til sam- keppninnar árið 2004 og hlaut safnið Micheletti-verðlaunin það ár. Þess má geta í þessu sambandi að eins og víða hefur komið fram standa söfn í Reykjavík fyrir viða- mikilli dagskrá í kvöld á Safnanótt, sem er hluti af Vetrarhátíð í Reykja- vík. Þar gefst fólki kostur á að heim- sækja söfnin á óvenjulegum tíma og njóta fjölbreyttra sýninga og dag- skráratriða – án þess að greiða að- gangseyri. Þjóðminjasafnið valið í úrslit Morgunblaðið/Golli Þjóðminjasafnið, sem nýverið var opnað eftir viðamiklar breytingar. Í KVÖLD verða opnaðar tvær málverkasýningar í Listasafni Ís- lands, annars vegar á verkum Gunnlaugs Blöndals, Lífsnautn og ljóðræn ásýnd, og hins vegar á verkum Snorra Arinbjarnar, Máttur litarins og spegill tímans. Alls verða um 135 verk í öllum sölum safnsins. Þessir tveir lista- menn eiga það sameiginlegt að vera sprottnir úr evrópska ex- pressjónismanum í upphafi ald- arinnar og voru þeir báðir miklir meistarar listrænnar tjáningar. Að öðru leyti eru þeir um flest ólíkir í listsköpun sinni. Gunnlaugur Blöndal kom inn í íslenska listasögu á þriðja ára- tugnum en Snorri Arinbjarnar áratug seinna. Í verkum Gunn- laugs fer mikið fyrir rómantískri upphafningu og ljóðrænu inntaki. Snorri er aftur á móti hluti af kynslóð sem var að brjótast út úr ráðandi stöðu landslagsmálverks- ins. Hann fór í staðinn að fjalla um veruleika sem var honum nær. „Þeir eiga ólíkt erindi inn í ís- lenska listasögu,“ segir Ólafur Kvaran sýningarstjóri. „Gunn- laugur Blöndal er sá listamaður sem einna fyrstur fjallar um kon- una, nektina og ljóðrænt innihald en hlutverk Snorra Arinbjarnar er að koma með hversdagsleik- ann, manneskjuna, lífið á bryggj- unni og í þorpinu inn í íslenska myndlist. Með því að opna þessar tvær sjálfstæðu sýningar saman skerpist á höfundareinkennum hvors málara um sig.“ Yfirskriftir sýninganna eiga að gefa nokkuð skýra mynd af höf- undareinkennum þeirra. Þannig er lífsnautn og ljóðræn ásýnd ákveðið viðfangsefni í sýningunni á verkum Gunnlaugs, en verið er að fjalla um verk Snorra sem spegil tímans og lögð er áhersla á þróun litarins í listferli hans. Þess ber að geta að fyrir skemmstu var felldur niður að- gangseyrir inn á Listasafn Ís- lands sem er liður í að gera safnið aðgengilegra fyrir almenning. Myndlist | Tvær sýningar opnaðar í Listasafni Íslands í kvöld Litríkir listheimar Morgunblaðið/Ásdís Gunnlaugur Blöndal. Frá Vestmannaeyjum, 1951, olía. Snorri Arinbjarnar. Guli glugginn, 1944, olía. Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Ólafur Kvaran, safnstjóri Listasafns Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.