Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ALÞJÓÐAMATSFYRIRTÆKIÐ Moody’s staðfesti fyrir þremur vik- um lánshæfismat ríkissjóðs, AAA, sem er hæsta einkunn fyrirtækisins. Kristin Lindow, annar af sérfræð- ingum Moody’s sem sér um lánshæf- ismatið fyrir Ísland, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að fyrirtæk- ið hefði ekki séð ástæðu til að breyta horfum á lánshæfismati ríkissjóðs þá og sé enn þeirrar skoðunar. „Við erum með hærra lánshæfis- mat fyrir ríkissjóð Íslands en mats- fyrirtækið Fitch, og við sjáum enga ástæðu til að breyta horfum á því,“ sagði Lindow. Hún hefur verið sér- fræðingur í lánshæfismati hjá Mood- y’s fyrir Ísland í 12 ár. Lindow sagði að vinnan við að meta lánshæfi ríkissjóðs sé verkefni sem sé stöðugt í gangi. Fyrir þrem- ur vikum hefðu sérfræðingar fyrir- tækisins þó tilkynnt Seðlabankanum að Moody’s sæi ekki ástæðu til að gera nokkrar breytingar á matinu. Ekki hefði heldur þótt ástæða til að senda út fréttatilkynningu vegna þessa. Mjög litlar skuldir Lindow sagði að Moody’s hefði áð- ur bent á að ýmsar hættur væru framundan í íslensku efnahagslífi, meðal annars vegna mikils við- skiptahalla og skuldsetningar ís- lenskra heimila og fyrirtækja og að þörf væri á aðhaldi í fjármálastjórn hins opinbera. „Við teljum þó að það sé ekki hætta á því að lánskjör rík- isins versni né að gæði bankanna sem skuldara muni versna,“ sagði hún. Hún sagði að skuldir ríkissjóðs væru mjög litlar um þessar mundir og staðan væri því sterk til að takast á við hugsanleg skakkaföll. Ríkis- sjóður stæði til að mynda mun betur að vígi nú en árið 1999 þegar tíma- bundnir erfiðleikar steðjuðu að, sem tekist hefði þá að leysa með farsæl- um hætti. „Við teljum harla litlar líkur á því að ábyrgðir muni falla á ríkissjóð vegna skulda bankanna, því þeir standa það vel að vígi. En jafnvel þótt það myndi koma til, þá teljum við að það myndi ekki hafa áhrif á lánshæfismat ríkissjóðs, meðal ann- ar vegna þess hve skuldir ríkissjóðs hafa lækkað mikið og vaxtabyrðin þar með minnkað og vegna ýmissa fleiri atriða.“ Lindow sagðist ekki vilja tjá sig um þá ákvörðun matsfyrirtækisins Fitch Ratings, að breyta horfum á lánshæfismati ríkissjóðs vegna skuldbindinga í innlendri og erlendri mynt úr stöðugum í neikvæðar, sem greint var frá fyrr í þessari viku. Moody’s stendur við hæsta lánshæfismat ríkissjóðs Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is NÝSKÖPUNARVERÐLAUN for- seta Íslands voru veitt í gær við athöfn á Bessastöðum. Fjögur verkefni voru tilnefnd í þetta skiptið en það var verkefnið Sport- Cool – Ný tækni til að lina þján- ingar við íþróttameiðsl sem hlaut verðlaunin í ár. Að verkefninu standa Jón Steinar Garðarsson Mýrdal eðlisfræðinemi og Sig- urður Örn Aðalgeirsson rafmagns- verkfræðinemi. Í rökstuðningi dómnefnar kom fram að mjög erfitt hefði verið að velja á milli verkefnanna fjögurra en þegar upp var staðið hefði valið byggst á nýsköpunargildi verkefn- isins og hagnýtingarmöguleikum þess. Taldi dómnefndin Sport-Cool verkefnið uppfylla þessi skilyrði best en horft sé mjög mikið til ný- sköpunargildisins og taldi dóm- nefndin Sport-Cool verkefnið vera líklegra til að ná víðari útbreiðslu en hin verkefnin. Tæknin gæti mögulega komið í stað kælipoka til að lina sársauka við íþróttameiðsl. Nýsköpunarverðlaun afhent Morgunblaðið/Eggert Sigurður Örn Aðalgeirsson og Jón Steinar Garðarsson Mýrdal taka við verðlaununum úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, en í verkefni þeirra er kynnt ný tækni til að lina þjáningar vegna íþróttameiðsla. BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær tillögu Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borg- arstjóra þar sem áréttaður er ásetningur borgaryfirvalda um að einbýlis- og parhúsalóðir í Úlfarsárdal séu ætlaðar fjöl- skyldum til að byggja sér hús- næði, en ekki verktökum. Til- lagan var samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum. Í greinargerð borgarstjóra sem fylgdi tillögunni kemur fram að gert sé ráð fyrir að bygging- arverktakar standi að uppbygg- ingu fjölbýlis- og raðhúsa en byggingarréttur á einbýlis- og parhúsalóðum gangi til ein- staklinga. „Þeim markmiðum verður náð með því að hver ein- staklingur geti aðeins keypt byggingarrétt á einni lóð undir sérbýli,“ segir í greinargerðinni. Tilefni tillögunnar er nið- urstaða útboðs á lóðum sem fram fór á svæðinu á dögunum en þar átti Benedikt Jósepsson bygg- ingameistari hæsta tilboð í 39 af 40 einbýlishúsalóðum. Benedikt mun fá að velja sér þá lóð sem hann kýs, sá er átti næsthæsta tilboðið hefur þá næsta valkost og svo koll af kolli. Þegar Morgunblaðið náði tali af Benedikt hafði hann ekki ákveðið hvort unað yrði við nið- urstöðu borgaryfirvalda. Hann segir að vel þurfi að fara yfir málið áður en til ákvörðunar komi. Aðeins einni lóð úthlutað á mann í Úlfarsárdal FASTEIGNAVERÐ hefur staðið í stað á undanförnum mánuðum og skýr merki eru um að þær verð- hækkanir, sem einkenndu fast- eignamarkaðinn í upphafi síðasta árs, séu í rénun. Þá hefur velta á markaði á höfuðborgarsvæðinu minnkað sem sýnir að markaður- inn er að róast. Þetta kemur fram í nýju vefriti fjármálaráðuneytisins. Þar er bent á að ef framhald verði á þessari þróun muni það hafa áhrif á vísi- tölu neysluverðs og þar með verð- bólgu en tvo þriðju hækkunar vísi- tölunnar á síðustu tólf mánuðum megi rekja til fasteignaverðsins. Vísitalan hafi hækkað um 4,2% síðustu tólf mánuði, en einungis um 1,5% sé fasteignaverðið undan- skilið. Hækkun á fasteignamarkaði talin í rénun TÍMAMÓT hafa orðið í stúdentapólitíkinni með samstarfi tveggja helstu fylkinganna innan Háskóla Íslands, Vöku og Röskvu. Að loknum kosningum til Stúdentaráðs og Há- skólaráðs 8. og 9. febrúar fékk engin fylking hrein- an meirihluta og varð því að mynda starfhæfan meirihluta. Í gær var Sigurður Örn Hilmarsson, oddviti Vöku, kjörinn formaður Stúdentaráðs í gær og framkvæmdastjóri er Ásgeir Runólfsson, oddviti Röskvu. Að sögn Sigurðar Arnar eru skemmtilegir tímar framundan hjá Stúdentaráði og segist hann hafa trú á glæsilegri hagsmunabaráttu stúdenta. „Við njótum 90% fylgis kjósenda og ættum að geta orðið öflugir málsvarar stúdenta á næsta ári,“ segir hann. „Jafnvel þótt Vöku og Röskvu hafi greint á í ýmsum málum erum við þó sammála um að við vilj- um gera góðan skóla enn betri og það er grundvöll- ur þessa samstarfs.“ Ásgeir Runólfsson tekur í sama streng og segir 90% stuðning stúdenta gefa Stúdentaráði tækifæri til að vera sterk rödd út á við. „Ræða þarf um fjár- svelti Háskóla Íslands sem allir eru sammála um að sé til staðar en enginn gerir neitt í,“ segir hann. „Við þurfum einnig að beita okkur fyrir fleiri mál- um innan háskólans s.s. endurtektarprófum í jan- úar og júní. Ég bind miklar vonir við öflugra Stúd- entaráð og við viljum efla það til enn meiri virðingar en nú er.“ Vaka og Röskva til samstarfs Morgunblaðið/Ómar Fulltrúar sameinaðs Stúdentaráðs HÍ. Sigurður Örn Hilmarsson og Ásgeir Runólfsson. „Sammála um að við viljum gera góðan skóla enn betri “ TVEIR starfsmenn Enex í El Salva- dor hafa verið kallaðir heim til Ís- lands tímabundið þar sem fundað verður með þeim og farið yfir örygg- ismál. Er það gert í kjölfar þess að Jón Þór Ólafsson, sem starfaði sem staðarverkfræðingur fyrir Enex, fannst látinn á afskekktu svæði rétt fyrir utan San Salvador, höfuðborg landsins, 12. febrúar síðastliðinn. Lárus Elíasson, framkvæmda- stjóri Enex, segir ljóst að staða starfsmanna í El Salvador verði endurmetin ásamt því að rækilega verði farið í gegnum öryggisatriði. Aðspurður hvort starfsmönnum verði settar takmarkanir í frístund- um, segir Lárus að í ljósi liðinna at- burða sé tæpast þörf á því. Hann vildi þó engar yfirlýsingar gefa um hvers lags breytingar yrðu á högum íslensku starfsmannanna, né hve- nær þeir myndu snúa aftur til El Salvador. Enex vinnur við gerð jarð- varmaorkuvers í landinu og að jafn- aði hafa tveir til fjórir Íslendingar starfað á vegum fyrirtækisins þar syðra frá því vorið 2005. Litlar upplýsingar Rannsókn á morðinu á Jóni Þór og Brendu America Salinas, sem fundust skotin til bana, gengur hægt en einnig virðist erfitt að afla upp- lýsinga frá lögreglunni í San Salva- dor. Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra hefur reynt að fylgjast með rann- sókn lögreglunnar og að sögn Smára Sigurðssonar, yfirmanns al- þjóðadeildar ríkislögreglustjóra, hafa fyrirspurnir ítrekað verið send- ar þangað en fá sem engin svör fengist. Ljóst er að enginn liggur undir grun enn og óljóst er um tilefni morðanna. Starfsmenn Enex í El Salvador Meiri varkárni verður gætt KOMIN er ný þýðingartillaga að Nýja testamentinu á heimasíðu Bibl- íufélagsins, www.biblian.is. Í þessari nýju tillögu frá þýðingarnefnd Nýja testamentisins hefur verið tekið tillit til þeirra fjölmörgu athugasemda sem bárust við upphaflegri þýðing- artillögu sem kynnt var sl. vor. Áhugasömum gefst tækifæri til að skoða þessa nýju þýðingartillögu og senda inn athugasemdir og leiðrétt- ingar ef einhverjar eru. Skilafrestur getur þó ekki orðið langur að þessu sinni, allar athugasemdir þurfa að hafa borist í síðasta lagi 15. mars nk., segir í fréttatilkynningu. Ný þýðingartil- laga að Nýja testamentinu HIÐ nýja bílahús á Laugavegi hef- ur hlotið nafnið Stjörnuport. Reykjavíkurborg efndi til nafna- samkeppni og hlutskarpastur var Heimir Bergmann Hauksson, íbúi í Grafarvogi. Verðlaunin voru afhent í gær og fékk Heimir að launum fyrir nafnatillöguna gjafakort Mið- borgarinnar að upphæð 50 þúsund. Hægt var að senda inn tillögur frá því í lok nóvember sl. þegar bílahúsið var opnað og fram að Þor- láksmessu og bárust alls 1000 til- lögur frá um 1800 aðilum. Nafna- nefnd borgarinnar sá svo um að velja úr tvær tillögur sem Fram- kvæmdaráð Reykjavíkurborgar valdi síðan á milli. Bílahúsið Stjörnuport

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.