Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 21 MINNSTAÐUR Sandgerði | Einstaklingur hefur sótt um og fengið vilyrði bæjaryf- irvalda fyrir lóð fyrir gistihús í Sandgerði. Það verður byggt upp í áföngum og stefnt að opnun á næsta ári. „Þetta hefur verið draumur minn í nokkur ár, eða alveg frá því ég var þátttakandi í rekstri hvalaskoð- unarskipsins Moby Dick. Þá vorum við með hugmyndir um uppbygg- ingu í Keflavík en þær þóttu of stór- tækar. Nú hef ég fengið byr í seglin og byggi upp í Sandgerði,“ segir Davíð Þór Ólafsson vélstjóri sem vinnur að undirbúningi byggingar gistihússins. Lóðin er við Sandgerð- isveg, við aðkomuna til bæjarins. „Ég hef tröllatrú á þessari stað- setningu í Sandgerði. Þarna er margt að gerast og menn hafa trú á þessu verkefni. Plássið er aðlaðandi og þar er gott að búa,“ segir Davíð Þór. Hann býr í Keflavík en þekkir vel til í Sandgerði þar sem hann bjó um árabil auk þess sem stór hluti af fjölskyldu hans býr þar enn. Davíð Þór lítur til viðskipta við er- lendra ferðamenn á sumrin og segir að staðsetning svona nálægt flug- vellinum skapi tækifæri. Síðan hefur hann áhuga á að höfða allt árið til Ís- lendinga sem eru að fara til útlanda eða koma heim og mun bjóða þeim upp á ferðir til og frá flugstöðinni. Ferðaþjónusta hefur aukist á Suð- urnesjum undanfarin ár og segir Davíð Þór spennandi að taka þátt í þeirri uppbyggingu. Með opnun Stafnesvegar opnast ný hringleið frá Reykjanesvita og Höfnum með ströndinni til Sandgerðis og þaðan í Garðinn eða á Reykjanesbraut. Dav- íð Þór segir að þessi leið verði skemmtileg fyrir ferðafólk og geti skapað ákveðin tækifæri. Hann hyggst reisa gistiheimilið í áföngum og bæta við nokkrum smá- hýsum. Fullbyggt á heimilið að geta tekið 60 til 70 manns í gistingu. Stefnt er að opnun á árinu 2007 en Davíð segir að vel þurfi að halda á spilum til að það megi takast. Nýr þáttur í atvinnulífinu Bæjaryfirvöld í Sandgerði eru ánægð með framtak Davíðs Þórs. Aðalskipulagi svæðisins hefur verið breytt svo unnt sé að koma þessari starfsemi þarna fyrir. „Þetta er stór- kostlegt, það bætir nýjum þætti við í rekstri og atvinnulífi bæjarins og eykur vinnu,“ segir Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri. Einstaklingur undirbýr byggingu gistiheimilis í Sandgerði „Hef tröllatrú á þessum stað“ Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Álög Nýtt gistiheimili í Sandgerði verður skammt frá Álögum, listaverki Steinunnar Þórarinsdóttur, sem stendur við innkeyrsluna til bæjarins. Áform Davíð Þór Ólafssyni ásamt 2ja ára syni sínum, Benjamín Þór. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ SUÐURNES Kontrapunktur | Tónlistarskóli Reykjanesbæjar stendur fyrir keppni meðal nemenda sinna næstkomandi laugardag sem er árlegur Dagur tón- listarskólanna í landinu. Keppnin er kölluð Kontrapunktur og er keppt tónfræðiþekkingu ásamt þekkingu á hljóðfærum og almennri tónlist. Löng hefð er orðin fyrir því að tileinka íslenskum tónlistarskólum síð- asta laugardag febrúarmánaðar og er tilgangurinn að vekja athygli á starfsemi skólanna. Í keppninni verður tekið í notkun nýtt, sérsmíðað fjölborða bjöllukerfi til að nota í bjölluspurningunum. Kontrapunktur er liðakeppni og er hvert lið skipað nemendum hvers tónfræðabekks í skólanum. Keppnin fer fram á sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja frá kl.13 til 18. FARÞEGUM Strætó fjölgaði um 6,9% í jan- úar miðað við sama mánuð í fyrra, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Strætó bs. Fjölgunin nam alls 50.346 farþegum, sem er andstætt þróun undanfarin misseri þegar farþegum Strætó hefur fækkað. Í janúar á síðasta ári ferðuðust alls 728.887 farþegar með Strætó en nú í ár voru farþeg- arnir 779.233. Í tilkynningunni segir að fjölg- unin hafi verið mest hjá þeim sem noti far- gjaldakort, enda hafi notkun þess umtals- verðan sparnað í för með sér. Frá því í júlí á síðasta ári, þegar nýtt leiðakerfi Strætó var tekið í notkun, hafa stjórnendur Strætó unnið úr ábendingum frá viðskiptavinum sínum og vagnstjórum um þætti sem betur mega fara í leiðakerfinu. „Þeirri vinnu er nú lokið og munu breytingar á leiðakerfinu taka gildi í byrjun mars,“ segir í tilkynningunni. Farþegum Strætó fjölgaði Reykjavík | Borgarskjalasafn tekur nú þátt í safnanótt í fyrsta sinn. Safnið verður opið frá kl. 19 til 01. Gefst fólki tækifæri á að sækja nám- skeið af ýmsu tagi, skoða sýningar, Reykjavík- urkvikmynd og fleira. M.a. verður safnið með sýningu um erlenda ferðamenn í Reykjavík fyrr á tímum. Tengt því verður gömlum Reykjavíkurpóstkortum varpað á tjald og tækifæri gefst að rifja upp gamla tíma með börnum eða barnabörnum þegar kvik- mynd Magnúsar Jóhannessonar um Reykjavík 1957 verður sýnd með reglulegu millibili. Auk þessa býður Borgarskjalasafnið ókeypis upp á eftirtalin námskeið: Kl. 20 Námskeið í skrautritun. Torfi Jónsson fjallar um leturgerðir, penna, pappír og leið- beinir fólki um að fara af stað með fyrstu staf- ina. Kl. 21 Íslendingabók. Sólveig Ólafsdóttir frá Ís- lendingabók, kynnir notkun síðunnar, lýsir því hvernig fólk getur rakið ætt sína og svarar fyr- irspurnum. Kl. 22 Lagt af stað í ættfræðirannsóknir. Guð- finna Ragnarsdóttir ritstjóri Fréttabréfs Ætt- fræðifélagsins fjallar um munnlega og skriflega geymd, sögur og sagnir, erfðir af ýmsu tagi, gáfur og gjörvileik, muni og myndir, en ekki síst um gildi ættfræðinnar og ættartengslanna. Kl. 23 Skjalavarsla heimilanna. Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður leiðbeinir um grunnatriði í skjalavörslu heimilanna.    Borgarskjalasafn á Safnanótt Breiðholt | Kynslóðir öttu kappi í gær þegar tíu nemendur úr átt- unda til tíunda bekk Öldusels- skóla heimsóttu eldri borgara í félags- og þjónustumiðstöðinni Árskógum og kepptu við þá í boccia. Að sögn Kristjáns Sigur- mundssonar, forstöðumanns Ár- skóga, stóðu heldri keppendur unglingunum fullkomlega á sporði, enda byggir bocciaíþrótt- in mjög á útsjónarsemi og hittni frekar en beinum styrk og snerpu. Leiknar voru þrjár um- ferðir og kepptu í hverri umferð þrjú ungmenni móti þremur eldri borgurum. „Eins og unglingarnir sögðu, þá „rústuðu“ eldri borg- ararnir þeim,“ segir Kristján, en eldri borgarar unnu allar um- ferðirnar, með samanlagt tuttugu og einu stigi gegn sjö. „Sannaðist þá hið fornkveðna að æfingin og reynslan skapa meistarann. Það má þó benda á það unglingunum til málsbótar að þeir voru flestir að leika þetta í fyrsta sinn.“ Eldri borgarar stunda boccia í Árskógum tvisvar í viku, æfa sig og keppa innbyrðis. Stundum eru haldin mót á milli félags- og þjónustumiðstöðva eða annarra sem stunda boccia-íþróttina. Það voru því vanir karlar og konur sem mættu unglingunum á boc- ciavellinum í gær. Gagnkvæm ánægja með samstarf Unglingarnir tóku tapinu alls ekki illa og kváðust að sögn Kristjáns afar áhugasamir um að halda sambandinu. „Eitt af markmiðunum með þessari menningarhátíð eldri borgara í Breiðholti er að stefna saman yngri og eldri borgurum,“ segir Kristján. „Við erum t.d. í sam- starfi við leikskóla hér í hverfinu, en börnin hafa komið hér í söng- stund sem við erum með einu sinni í viku með eldri borgurum. Þá hafa komið hópar frá leik- skólum til að taka þátt. Þá syngja hóparnir fyrir hvor annan og svo saman í lokin. Það hefur mælst mjög vel fyrir hjá eldra fólkinu. Þau hafa gaman að fá börnin til sín og það er á döfinni að það verði gagnkvæmt.“ Kristján segir það gríðarlega mikilvægt að leyfa kynslóðum og ólíkum hópum að mætast. „Ég held, eins og við höfum upplifað síðustu árin og áratugina, að allt- af sé verið að draga fólk í dilka, til dæmis eftir aldri,“ segir Krist- ján. Við viljum vinna að því að ná kynslóðunum saman og það hef- ur alveg sýnt sig að báðir hópar hagnast af, bæði eru eldri borg- arar mjög ánægðir að taka á móti bæði börnum og unglingum og sýna þeim hvað þau eru að að- hafast hér í félagsstarfinu og einnig þykir börnum og ungling- um forvitnilegt að kynnast þessu og mynda uppbyggileg tengsl sem allir hagnast á.“ Kristján segir þetta samstarf vissulega vera lið í því að koma í veg fyrir þá neikvæðu þróun að ungt fólki missi af þeirri þekk- ingu og reynslu sem eldri kyn- slóðir hafi að miðla „Við erum að byrja markvissa vinnu í þessu skyni og við erum alveg sann- færð um að það eigi eftir að þróast í ýmsar áttir,“ segir Krist- ján að lokum. Öldungar „rústuðu“ unglingunum í boccia Morgunblaðið/Ásdís Kynslóðir bítast Einbeitingin skein úr hvers manns auga í Árskógum, en unglingarnir lutu á endanum í gras fyrir reynslumeiri heldri borgurum. Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.