Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 17 ERLENT TALIÐ er að a.m.k. 56 hafi látist þeg- ar þak Baumansky-markaðarins í Moskvu hrundi í gærmorgun. Er lík- legt að tala látinna eigi enn eftir að hækka, en alls slösuðust 32. Líklegt er talið að flestir þeirra sem fórust hafi verið frá Aserbaídsjan og öðrum fyrrverandi sovétlýðveldum. „Skyndilega féll allt saman,“ sagði Oktay Salmanov, kaupmaður frá Aserbaídsjan. „Ég stóð nærri aðal- innganginum og það var ástæðan fyr- ir því að mér tókst að komast út í tæka tíð. En þrjár systur mínar lét- ust, eins og samstarfsmaður minn,“ sagði Salmanov grátandi. Björgunarmenn fyrirskipuðu þögn á slysstað á 15 mínútna fresti til að hlusta eftir fórnarlömbum í rústun- um. Nokkrir þeirra sem voru á lífi undir rústunum hringdu í ættingja úr farsímum, en það hjálpaði björgunar- mönnum að staðsetja þá. „Tíminn er að renna út,“ sagði Sergei Shoigú, ráðherra neyðarmála, við blaðamenn í gær. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, reyndi að fullvissa þegna sína um að yfirvöld hefðu brugðist rétt við og sagði að „björgunarmenn gerðu allt sem þeir gætu til að hjálpa fórnar- lömbunum“. Slysið átti sér stað á op- inberum frídegi og er talið að það hafi bjargað því að tala látinna var ekki enn hærri. Snjóþungt hefur verið í Moskvu upp á síðkastið og segja yfirvöld að rannsakendur séu að íhuga hvort skortur á snjólosun af þakinu hafi valdið því að það hrundi. Var burðarvirkið gallað? Nodar Kancheli, arkitektinn sem hannaði bygginguna, var viðstaddur björgunaraðgerðirnar, en hann sagði að „röng notkun“ á burðarvirki henn- ar kunni að hafa verið orsakaþáttur í slysinu. En samkvæmt fyrstu frétt- um fjölmiðla höfðu auka vörupallar verið tengdir við þak byggingarinnar í bága við byggingarreglur. Önnur ástæða fyrir því að yfirvöld eru að rannsaka burðarvirki hússins er sú að fyrir tveimur árum fórust 28 þegar þakið á Transval vatnsgarðin- um í Moskvu, sem var hannaður af sama arkitekt, hrundi. En líkt og nú var þá talið að gallar í burðarvirki hefðu valdið slysinu. Þetta er í þriðja sinn á sl. mánuði sem snjóþyngslum er kennt um að þak hrynur með miklu manntjóni í Evrópu. Fyrsta atvikið átti sér stað í bæversku Ölpunum í Þýskalandi 2. janúar, þegar 15 létust eftir að þak skautahallar hrundi og annað í Suð- ur-Póllandi 28. janúar, þar sem 65 fórust eftir að þak sýningarhallar hrundi. Júrí Lúzhkov, borgarstjóri Moskvu, sagði að svo virtist sem flestir þeirra sem létust hafi verið innflytjendur, en meirihluti kaup- manna á mörkuðum borgarinnar kemur frá fyrrum sovétlýðveldunum á Kákasussvæðinu. Sagði Lúzhkov ekkert benda til að um hermdarverk hefði verið að ræða. AP Björgunarmenn aðstoða konu sem missti son sinn þegar þak markaðarins í Moskvu hrundi í gær. Ljóst að meira en fimmtíu týndu lífi Mikill mannskaði þegar þak markaðar í Moskvu hrundi Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tonbridge. AP. | Breska lögreglan handtók í gær karl og konu í London og eru þau talin tengjast ráninu á einni miðstöð örygg- isþjónustufyrirtækisins Securitas í Kent í fyrrakvöld. Um er að ræða 29 ára gamlan mann og 31 árs gamla konu en auk þess hefur lögreglan lýst eftir rauðum sendibíl. Telur hún, að fimm bílar hafi komið við sögu í ráninu. Hefur tveimur milljónum punda, um 232 millj. ísl. kr., verið heitið fyrir upplýsingar. Talið er að skipulögð glæpa- samtök hafi staðið fyrir ráninu en að sögn talsmanns lögreglunnar, Adrian Leppards aðstoðaryfirlög- regluþjóns, var ránið framkvæmt af „hernaðarlegri nákvæmni“. Ránið hófst með því, að menn- irnir stöðvuðu bíl framkvæmda- stjóra miðstöðvarinnar og sögðu við hann, að hefði hann ekki sam- starf við þá, yrði fjölskyldu hans unnið mein. Á sama tíma komu tveir menn á heimili hans, leiddu burt konu hans og son og höfðu í gíslingu um stund. Þegar á mið- stöðina kom voru 15 starfsmenn hennar bundnir og fénu rænt. Allt að 50 milljónir punda Sérstakt eftirlit hefur verið fyr- irskipað í öllum höfnum Bret- lands, en hugsanlegt er að ræn- ingjarnir reyni að yfirgefa landið. Lögreglan gat þó ekki gefið greinargóða lýsingu á mönn- unum, sumir þeirra voru klæddir sem lögreglumenn og með and- litsgrímur. Ekki hefur verið uppgefið hve stór ránsfengurinn var og mun það raunar ekki liggja fyrir. Leppard sagði hins vegar að um væri að ræða a.m.k. 20 millj. punda en að upphæðin gæti þó verið allt að 50 millj. punda, eða um 5,8 milljarðar íslenskra króna. Handtökur í London í gær Ránið í Bretlandi í fyrrakvöld er talið tengjast skipulagðri glæpastarfsemi Washington. AP. | Ný 228 síðna skýrsla Hvíta hússins um viðbrögð við fellibylnum Katrínu bendir til víðtækra mistaka bandaríska heima- varnaráðuneytisins. Segir höfundur skýrslunnar, Frances Fragos Town- send, heimavarnarnaöryggisráðgjafi Hvíta hússins, að ráðuneytið hafi skort hraðvirk kerfi til að eiga í sam- skiptum, meta skemmdir og sam- ræma björgunarstarfið. Segir Townsend að lærdómurinn af fellibylnum sé sá að stofna þurfi sérstaka aðgerðamiðstöð til að sam- eina viðbrögð við hamförum á öllum stjórnstigum í framtíðinni. Bush fyrirskipaði gerð skýrslunn- ar nokkrum dögum eftir að Katrín afhjúpaði umfangsmikla galla í við- bragðskerfi alríkisstjórnarinnar við hamförum. Alls létust um 1.300 manns vegna Katrínar og hundruð þúsunda þurftu að yfirgefa eyðilögð heimili sín þegar fellibylurinn gekk yfir. „Við höfum lært af lexíum fortíð- arinnar um hvernig betur megi vernda íbúa Bandaríkjanna,“ sagði George W. Bush, forseti Bandaríkj- anna, að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. „Ég var ekki sáttur við við- brögðin á alríkisstigi.“ Harðorð skýrsla um fellibylinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.