Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 22
E f að líkum lætur verða Íslendingar drjúgir við bolluát á næstu dögum því hinn ár- vissi bolludagur er í nánd næstkomandi mánudag. Bak- arar treysta sér ekki til að áætla hve mörgum bollum landinn mun sporðrenna, en samkvæmt könnun, sem gerð var á bolluáti landsmanna fyrir fáeinum árum, má ætla að hvert mannsbarn gleypi í sig þrjár boll- ur að meðaltali. Karl- peningurinn virðist mun iðnari við bollu- átið en kvenkynið því um 10% karla kváðust fá sér tíu bollur eða fleiri en 4% kvenna sögðust neyta sama magns. Venja er að taka smáforskot á sæluna enda má gera ráð fyrir að bollukaffi verði víða á borð- um landsmanna um helgina. Þá er eins gott að hafa haldgóðar uppskriftir við höndina og leyfa börnunum að taka þátt í bollu- gerðinni. Daglegt líf leitaði á náðir Margrétar Sigfúsdóttur, skóla- stýru Húsmæðraskólans í Reykjavík, þar sem rúmlega tuttugu stúlkur stunda nú nám. Auk uppskrifta að gerdeigs- og vatnsdeigsbollum fylgja uppskriftir að fiskbollum og kjötbollum fyrir þá sem vilja spreyta sig á þeim. Fiskbollur 800 g ýsa, roðlaus og beinhreinsuð 1–1½ tsk salt ¼ tsk. pipar 1 laukur 5–6 msk. hveiti 3 msk. kartöflumjöl 1 egg 3–4 dl mjólk Skerið fiskinn í bita ásamt lauk og setjið í mat- vinnsluvél. Hrærið snöggt í sundur. Þurrefnin sett út í og blandað saman við. Egginu bætt saman við og hrært vel. Mjólkinni hellt rólega út í. Sumir vilja meira krydd og gott getur verið að saxa papriku smátt og bæta út í fiskdeigið. Boll- ur mótaðar úr deiginu með súpuskeið og steiktar í ol- íu á pönnu. Kjötbollur ½ kg kjöthakk, t.d. nauta- og svína- hakk blandað saman 1½ dl hveiti 1 smátt saxaður laukur 1 tsk. salt ¼ tsk. pipar 1 egg 2–4 dl mjólk eða kjötsoð og mjólk Setjið hakk, hveiti, lauk og krydd saman í matvinnsluvél og hrærið. Bætið egginu út í og blandið síðan mjólkinni rólega saman við. Mótið bollur og steikið á pönnu í olíu. Gerdeigsbollur (12–16 stykki) 2½ dl mjólk 2½ tsk. ger 75 g smjör 1 egg ½ dl flórsykur 6–7 dl hveiti Lagið gerdeig á venjulegan hátt og látið lyfta sér. Deigið sett á borð og tveimur teskeiðum af lyftidufti hnoðað saman við. Deigið er haft frekar mjúkt, mótað í bollur og sett á plötu klædda bökunarpappír. Bakið við 220°C í 6–8 mínútur. Vatnsdeigsbollur (20–24 stykki) 160 g smjörlíki 4 dl vatn 200 g hveiti 5 egg ¼ tsk. salt Sjóðið saman vatn og smjörlíki. Hveiti og salti hrært saman við. Kælt í nokkrar mínútur og sett í hrærivélarskál. Eggin sett út í eitt og eitt í einu og hrært á milli. Ef eggin eru stór duga kannski fjögur stykki, en deigið á ekki vera of lint. Setjið bökunarpappír á ofnplötu. Deigið sett með skeið á plötuna með góðu millibili, en einnig má sprauta því á með sprautupoka. Bakið boll- urnar í miðjum ofni við 200°C í 20– 30 mínútur án þess að opna ofninn fyrstu 15–20 mínúturnar. Fylling í bollurnar ræðst af hug- myndaauðgi og smekk hvers og eins, en hefðin er að fylla bollurnar með þeyttum rjóma eða vanillu- kremi og bragðbæta má þær á ýms- an hátt, til dæmis með sultu, blá- berjum, jarðarberjum, ananaskurli, ávaxtamauki, líkjörum, súkku- laðibitum, búðingi og fleiru. Bræddu súkkulaði, glassúr eða öðr- um afbrigðum af súkkulaðikremi er svo smurt á toppinn.  MATARKISTAN | Fiskbollur, kjötbollur, vatnsdeigsbollur og gerdeigsbollur Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Þau Hjördís Bára Hjartardóttir, Andri Þór Grétarsson, Guðrún Diljá Ketilsdóttir, Andrea Rán Ragnarsdóttir, Agla Þórunn Hjartardóttir og Sandra Rún Grétarsdóttir, nemendur í Snælandsskóla, tóku forskot á sæluna. Bolla, bolla, bolla, bolla Pönnusteiktar fiskibollur ásamt kartöflum. febrúar Daglegtlíf „ÉG HELD á honum í hendinni, hann er svo lítill,“ segir Edda Möller í Kirkjuhúsinu við Laugaveg, þegar hún er spurð um hlut sem henni er kær. „Þetta er lítill steinn, slípaður og alveg sléttur öðrum megin og á hann er límdur lítill silfurkross. Steininn er afskaplega gott að nudda milli fingranna um leið og maður er að velta ein- hverju fyrir sér. Hann er mjög góður við stressi því hann er svo mjúkur með ávölum hliðum nema á þeirri hlið, sem strokið er yfir krossinn. Þar er hann hrjúfari. Steinninn er eins og tvær hlið- ar á lífinu. Það sem er mjúkt og gott og reynir ekki mikið á mann og hin þegar þumallinn strýkst yfir krossinn finnst fyrir honum. Fyrir mig er það heilmikil hjálp að handfjatla steininn.“ Steininn fékk Edda að gjöf þegar hún var stödd í Finnlandi á fundi útgef- enda kirkna á Norðurlöndum en þar eru steinar eins og þessi seldir í litlum pokum og spakmæli látin fylgja með. Stundum röndótt „Steinninn liggur alltaf við tölvuna mína í vinunni,“ segir hún. „Og ég gríp hann oft án þess að taka eftir því þegar ég þarf að taka einhverjar ákvarðanir.“ Edda segist vera alin upp við mjúka litla steina. „Pabbi safnaði svona steinum og þegar við skiptum til dæmis um bíl þá hefur hann rétt okkur stein og sagt, „… hafðu hann í bílnum og taktu hann í lófann þegar á þarf að halda eða renndu fingurgómunum yfir hann ef það er eitthvað sem þarf að gera betur …“,“ segir hún. „Það er jú þannig að lífið er stundum röndótt og þá er gott að grípa í eitthvað eins og þennan stein. Hann er svo róandi. Svo horfi ég á kross- inn því hann er ekki eingöngu tákn dauðans, heldur fyrst og fremst tákn lífsins í kristinni trú og getur hjálpað á svo margan hátt.“  HLUTUR MEÐ SÖGU | Edda Möller á lukkustein Eins og tvær hliðar lífsins Eftir: Kristínu Gunnarsdóttur krgu@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Edda Möller í Kirkjuhúsinu á lítinn lukkustein. Hrjúfa hliðin er með silfurkrossi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.