Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 13
*     %+   ,  % - ./ 0        0  !1%+   ,  % 2 -   1  .     % $             "' " 3 / %                  4 6 6 !(5 4 6!"5 4''!(5 4!"5 AFLAVERÐMÆTI íslenskra skipa af öllum miðum var 62,9 milljarðar króna á tímabilinu janúar-nóvember 2005, samkvæmt tölum sem Hag- stofa Íslands birti í gær. Á sama tímabili árið 2004 nam aflaverðmæt- ið 63 milljörðum króna og hefur það því dregist saman um 0,2% milli ára. Ástæðan fyrir samdrættinum er að heildaraflinn minnkaði árið 2005, auk þess sem styrking krónunnar á nýliðnu ári hefur dregið úr verð- mætum aflans. Áhrif gengisþróun- arinnar koma m.a. fram í því að afli sem var fluttur út óunninn í gámum jókst um 8% á tímabilinu. Hins veg- ar dróst aflaverðmæti til vinnslu innanlands saman um 12%. Greiningardeild Íslandsbanka segir að sterk staða krónunnar hafi m.a. valdið þessu og gert land- vinnslu erfitt fyrir. Afurðaverð á sjófrystum botnfiskafurðum hafi hækkað mun meira en verð land- frystra afurða á síðasta ári. Þessi þróun og sterk króna hafi gert það að verkum að verðmæti sjófrystra afurða jókst um 16% milli ára. Þá sé landvinnslan næmari fyrir gengis- breytingum en útgerð frystiskipa þar sem hluti af gjöldum útgerð- arinnar, s.s. laun og olíukostnaður, eru beintengd við gengisþróun krónunnar hverju sinni. Verðmæti botnfiskaflans var 43,4 milljarðar sem er tæpum 400 millj- ónum minna en árið 2004. Munar þar mest um að aflaverðmæti þorsks dróst saman um 12%, en verðmæti hans nam 22,7 milljörðum króna samanborið við 25,9 milljarða árið 2004. Einnig minnkaði verð- mæti úthafaskarfaaflans umtalsvert eða úr 2,6 milljörðum í 1,6 milljarða sem er tæplega 37% samdráttur. Verðmæti ýsuaflans jókst á móti um 19%, úr 6,9 milljörðum í 8,2 millj- arða, og verðmæti karfaaflans jókst um helming. Verðmæti uppsjávaraflans jókst um 21,3% milli ára, úr 11 milljörð- um í 12,4 milljarða, og munar þar mest um að verðmæti síldaraflans jókst um 73,2% á tímabilinu. Þá jókst verðmæti loðnuaflans um 21,3%, en verðmæti kolmunna dróst saman um 47,4%. Mest aflaverðmæti var unnið á höfuðborgarsvæðinu eða 11,3 millj- arðar, sem er 15% aukning frá 2004. Mestur samdráttur var hins vegar á verðmætum sem tekin voru til vinnslu á Vesturlandi eða um 38%, en þar hefur verðmæti til vinnslu dregist saman í öllum aflaflokkum nema skel- og krabbadýrum. Einnig var samdráttur á Vestfjörðum eða 11,4%, 17,6% á Austurlandi og 9,7% á Norðurlandi vestra. 18,8% aukn- ing var á Suðurlandi, 2,3% á Suð- urnesjum og 8,9% á Norðurlandi eystra. Aflaverðmæti dregst saman um 0,2% MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 13 FRÉTTIR Opel Astra er gjörbreytt bifreið eftir að hafa verið endurhugsuð frá grunni. Þrátt fyrir að vera sjálfskipt, með stærri vél og hlaðin auka- búnaði er Opel Astra 1.8 með ódýrustu bílunum á götunni. Kynntu þér alveg nýja Opel Astra í dag. Nýr, fallegri og miklu betri Opel. Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 ih.is Mánaðargreiðsla 21.033,-* ÞESSI ER HLAÐIN AUKABÚNAÐI: ESP skriðvörn, útvarpsfjarstýring í stýri, samlitur og loftkæling. 7 hátalarar, spilar mp3, hiti í sætum, aksturstölva og margt, margt fleira. NCAP eru leiðandi í öryggis- og árekstrarprófum í Evrópu. Opel Astra fékk hæstu mögulegu einkunn. Sjálfskipt og allt allt öðruvísi * Bílasamningur miðað við 20% innborgun og eftirstöðvar í 84 mánuði – Aukabúnaður á mynd: álfelgur. 1.750.000,- Sjálfskipt - 1.8 l. vél Rem Koolhaas í Reykjavík á morgun ÍSLENDINGAR eru gjarnari en aðrar Evrópuþjóðir á að túlka drauma sína sem skilaboð um eitt- hvað utanaðkom- andi heldur en persónuleg skila- boð úr sálarlífinu. Þannig telja Ís- lendingar sig dreyma fyrir veðri, atburðum eða félagslegum samböndum en aðrir Evrópubúar túlka drauma sína sem einhvers konar ávísanir á innri átök sálarinnar. Þetta er meðal þess sem fram hef- ur komið í rannsóknum dr. Adriënne Heijnen, mannfræðings og verk- efnastjóra hjá Den Danske Forsker- skole i Antropologi og Etnografi, en hún kynnti niðurstöður sínar á fyr- irlestri á vegum Félags þjóðfræð- inga á Íslandi í vikunni. Dr. Heijnen, sem er hollensk að uppruna, kom hingað til lands fyrst árið 1994 og nam m.a. íslensku fyrir erlenda stúdenta í HÍ. Þá stundaði hún rannsóknir hér á landi, en fram- kvæmdi vettvangsrannsóknir á draumförum, táknum í draumum og túlkun á þeim í Reykjavík og Hruna- mannahreppi á árunum 1997–2002. Tákn breytast gegnum tíðina Heijnen sem kveðst lengi hafa haft áhuga á daglegu lífi fólks og hversdagslegum hlutum. „Ekki bara stórum atburðum, heldur því hvern- ig fólk talar saman, daglegum sam- böndum milli fólks og efni sem eru ekki opinber og formleg,“ segir Heijnen. „Tali maður við fólk í lang- an tíma er hægt að komast að fyr- irbærum sem eru falin í samfélag- inu.“ Niðurstöður Heijnen voru viða- miklar, enda ræddi hún í rannsókn sinni ítarlega við um 150 manns og rannsakaði auk þess heimildir langt aftur í tímann. „Ég bar gögn mín saman við það hvernig draumar voru notaðir og sagt frá þeim í Íslend- ingasögunum og heimildum frá 12. öld og fram til nútímans,“ segir Heijnen sem skoðaði m.a. hvað hefði breyst varðandi það hvaða hópar í samfélaginu segja frá draumum, hvort það eru frekar konur eða karl- ar. Einnig þau draumtákn sem koma fram í heimildum og í hvaða sam- hengi fólk talar um drauma. Þá rannsakaði hún hvernig fólk túlkar drauma og hvort þeir eru túlkaðir á sama hátt. „Þá komst ég að því að fólk átti mjög oft sameiginleg draumtákn í samfélaginu. Draumar eru ekki bara persónulegir.“ Heijnen segir draumtákn hafa breyst gegnum aldirnar. Dýr séu al- geng draumtákn í Íslendingasögum og geta tengst fylgjum. Dýr eru enn mikilvæg í draumum, en önnur dýr standi nú sem tákn fyrir mann- eskjur. Ekki lengur úlfar og birnir eins og í Íslendingasögunum, heldur mýs, rottur og önnur smádýr. Draumfólk vitjar nafns Mikill munur er á því á því hvern- ig fólk segir frá draumum í Reykja- vík og í Hrunamannahreppi. Veðrið er enn mjög mikilvægt í sveitinni. T.d. dreymir fólk oft hvítar kindur fyrir snjókomu. Í Reykjavík dreymir fólk hins vegar sjaldnar fyrir veðri. Mjög algengt er að vitjað sé nafns, þ.e. þegar látinn einstaklingur kem- ur til fólks í draumi og vill gefa barni nafn. Oft er sagt að það sé hættulegt fyrir barnið ef það er ekki gert. Til eru sögur af því að nafnvitjun hafi ekki verið sinnt og barnið síðan átt erfitt og hafi jafnvel veikst. Heijnen segir algengt að látnir færi fólki skilaboð í gegnum drauma. Þrátt fyrir að fólk eigi oft sameig- inleg draumtákn eru ótal mismun- andi viðhorf til drauma ríkjandi og ólíkt hvernig fólk túlkar drauma. „T.d. túlka sumir drauma sem eitt- hvað sem hefur gerst í lífinu, en ekki eitthvað sem veit á framtíðina,“ seg- ir dr. Heijnen. „Ég rannsakaði hvernig þessar skoðanir geta verið samhliða hver annarri án þess að takast á. Mikilvæg niðurstaða rann- sóknarverkefnisins er sú að það sé mikilvægt fyrir marga Íslendinga að öðlast þekkingu í draumum.“ Aðspurð hvort eitthvað eitt sér- stakt einkenni íslenska draumheim- inn segir Heijnen það ríkjandi meðal Íslendinga að dreyma fyrir hlutum. „En það er ekki svo algengt í Evr- ópu að dreyma fyrir hlutum, fyrir framtíðinni eða því sem gerist næsta dag,“ segir Heijnen. „Fólk talar ekki á þann hátt um drauma í Hollandi, Frakklandi og Þýskalandi, heldur mun meira á sálfræðilegan hátt. Stór munur er sá að ef maður vitjar dreymanda, þá er hann í Evrópu túlkaður sem hluti af persónuleika dreymandans. Hér á Íslandi er þetta mjög félagslegt, dreymandinn er að ná sambandi við persónuna og fá vís- bendingar um hennar líðan.“ Íslendinga dreymir frekar fyrir atburðum en Evrópubúa Dr. Adriënne Heijnen ÚR VERINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.