Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 41 DAGBÓK Íþróttasamband fatlaðra, Challenge Aspenog Vetraríþróttamiðstöð Íslands standafyrir námskeiðum og fyrirlestrum umvetraríþróttir fatlaðra á Akureyri og í Reykjavík 27. febrúar til 5. mars. Hörður Elís Finnbogason skíðakennari er einn af skipuleggjendum dagskrárinnar: „Segja má að vetraríþróttir fatlaðra á Íslandi hafi fyrst byrjað 1995 þegar keypt voru sérsmíðuð skíði til Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík. Hins vegar komst starfsemin ekki á flug fyrr en Vetrar- íþróttamiðstöðin hélt ráðstefnu hér á landi 1998, og var Paul Spade meðal ræðumanna og fjallaði um vetraríþróttir fatlaðra. Í kjölfarið fór Þröstur Guðjónsson, íþrótta- kennari á Akureyri, til Aspen í Colorado og hlaut þar þjálfun í skíðakennslu fyrir fatlaða hjá Challenge Aspen-samtökunum. Við komuna aft- ur til Íslands hélt hann síðan námskeið og aftur að árið 2000 en þá kom hópur frá Challenge Aspen og hélt stórt námskeið í Hlíðarfjalli,“ seg- ir Hörður og bætir við að síðan þá hafi verið leit- ast við að halda námskeið í vetraríþróttum fatl- aðra árlega, þó stundum hafi veðurfar sett strik í reikninginn. „Markmið okkar er að kynna Íslendingum nýja vídd í afþreyingu fatlaðra og sýna fram á að fatlaðir geta stundað ýmiss konar útiveru og af- þreyingu allan ársins hring. Ekki er aðeins kennt á skíði, heldur fjöllum við almennt um möguleika fjölskyldunnar til að stunda útiveru með fötluðum fjölskyldumeðlimum.“ Kennara Challenge Aspen segir Hörður hafa mikla reynslu í útivist og afþreyingu fatlaðra og eru þeir mikill fengur fyrir dagskrána, en haldn- ir verða þrír fyrirlestrar og tvö námskeið. Fyrsti fyrirlesturinn er í Reykjavík 27. febr- úar kl. 20 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal en síðari tveir fyrirlestrarnir verða 1. og 3. mars í Brekkuskóla á Akureyri og hefjast kl. 18. Eru fyrirlestrarnir ókeypis og öllum opnir en fjallað verður um starfsemi Challenge Aspen og um nýjungar á sviði útivistar fyrir fatlaða. Námskeiðin, sem fara fram í Hlíðarfjalli, eru tvenns konar: Það fyrra, dagana 1. til 3. mars, er ætlað fagfólki, s.s. íþróttakennurum, þroska- þjálfum og iðjuþjálfum, en seinna námskeiðið, 3. til 5. mars, er ætlað fötluðum, aðstandendum þeirra og öllum öðrum sem áhuga hafa. Nám- skeiðið hentar öllum fötlunarhópum, hvort held- ur er fjölfötluðum eða þroskaheftum, sjón- skertum og blindum eða þeim sem fatlast hafa við útlimamissi. Námskeiðsgjaldi er stillt í hóf og allur bún- aður er til staðar en þátttakendur þurfa sjálfir að skipuleggja gistingu og fæði á Akureyri á meðan námskeiðið stendur yfir. Skrá má þátttöku sem fyrst á annak@- isisport.is eða hlidarfjall@hlidarfjall.is. Íþróttir | Námskeið og fyrirlestrar um möguleika fatlaðra til útiveru og íþrótta að vetri til Vetraríþróttir fatlaðra  Hörður Elís Finn- bogason fæddist 1979 á Akureyri. Hörður lærði skíðakennslu fyrir fatl- aða árin 2000–2001 í Aspen og stundar nám í ferðamálafræði að Hól- um í Hjaltadal. Hörður situr í vetrar- íþróttanefnd Íþrótta- félags fatlaðra og stjórn Siglingaklúbbs- ins Nökkva á Akureyri. Sambýliskona Harðar er Freydís Heba Kon- ráðsdóttir. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Glæpir og góðverk og Ort í ull ÞAÐ er mér einkar ljúft að vekja athygli lesenda á ljómandi leiksýn- ingu í Iðnó, þessu forna musteri leiklistarinnar, á sunnudögum og miðvikudögum. Þar sýnir leikfélagið Snúður og Snælda mjög skemmtilegt leikrit: Glæpir og góðverk skal það heita í leikgerð Sigrúnar Valbergsdóttur undir leikstjórn Bjarna Ingvars- sonar. Hér eru eldri borgarar á ferð en engin ellimörk á sýningunni, prýðilega vel farið með öll hlutverk og skemmtileg tilþrif í gáskafullu verki. Skýr framsögn og ágæt leik- ræn tjáning einkenna sýninguna og þarna sannast vissulega að hlátur- inn lengir lífið því bráðsmellin til- svör og skemmtileg en furðuleg at- burðarás leggjast á eitt með að gera sýninguna svo vel heppnaða. Leikstjórinn kann greinilega þá list að laða það bezta fram hjá öllum en efniviðurinn er líka góður þar sem leikgleðin er í fyrirrúmi og allir leggja sig fram. Kærar þakkir, káti hópur. Svo langar mig að vekja nokkra athygli á sýningunni hennar Sigrún- ar Björgvinsdóttur frá Egilsstöðum í Gerðubergi sem heitir því ljómandi nafni: Ort í ull og eru orð að sönnu, falleg og stílhrein myndverk úr þæfðri ull. Sýningin stendur til 19. mars svo ég hvet ykkur til að fara og sjá. Helgi Seljan. Góðgerðarvika NOKKRIR krakkar úr nemenda- félagi Grunnskólans á Ísafirði eru þessa vikuna að halda svokallaða góðgerðarviku sem snýst um að það verða 3 viðburðir í einni viku og all- ur ágóði þessara viðburða rennur til veikra barna í Afríku. Á miðvikudaginn var menning- arkvöld sem var opið almenningi. Á hinum viðburðunum verða veit- ingar og tónlistaratriði og margt fleira. Á föstudaginn verður „drag- show“ og i-Pod/mp3 spilara ball. Þar koma allir með sinn eigin i-Pod eða mp3 spilara og eru að skemmta sér með honum, i-Podinn og mp3 spilarinn mun koma í staðinn fyrir DJ. Á mánudaginn var bíókvöld, þar var horft á kvikmynd og haft það „kósí“. Allur ágóði þessara viðburða og styrkir frá hinum ýmsu fyrir- tækjum svo sem: Langa Manga. Jóni og Gunnu, Thai Koon, Hár- kompaníi, Íslandsbanka og mörgum fleiri munu renna til veikra og fá- tækra barna í Afríku. Marthen Elvar Veigarsson Olsen. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Bridshátíð. Norður ♠109 ♥ÁG83 ♦D3 ♣KDG62 Vestur Austur ♠643 ♠G752 ♥D72 ♥104 ♦1097642 ♦G85 ♣8 ♣Á1093 Suður ♠ÁKD8 ♥K965 ♦ÁK ♣754 „Hvað ertu að rifja þetta upp – ég svaf ekki í nótt út af þessu spili.“ Einn af keppendum í Flugleiðamót- inu var óánægður með frammistöðu sína í spili dagsins, sem kom upp í sjöttu umferð á laugardagskvöldinu. Þegar spilið bar á góma í kaffispjalli á sunnudagsmorgun kom í ljós að við- komandi hafði keyrt í sex hjörtu, sem snarlega fóru niður eftir lauf út og stungu. „Auðvitað átti ég að reyna sex grönd, enda 4-4-fittið er stórlega of- metið í slemmum.“ Það er nokkuð til í því. Ekki er betra að spila sex lauf, en þeir örfáu spilarar sem reyndu sex grönd uppskáru ríku- lega, því sex grönd vinnast með þving- un í svörtu litunum. Skoðum málið. Út kemur tígull og sagnhafi spilar strax litlu laufi að hjón- unum. Ef austur dúkkar, fer suður heim á hjartakóng til að spila aftur laufi. Legan sýnir sig og sennilega drepur austur og skiptir yfir í spaða. Sagnhafi tekur hátt og svínar hjarta- gosa. Hirðir svo slagina á rauðu litina og neyðir austur til að fækka við sig spöðum, svo gosinn í spaða fellur sjálf- krafa í lokin og spaðaáttan verður úr- slitaslagurinn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. Rf3 d5 2. d4 Rf6 3. c4 dxc4 4. e3 e6 5. Bxc4 a6 6. a4 c5 7. 0-0 Rc6 8. De2 Dc7 9. Rc3 Bd6 10. Hd1 0-0 11. h3 b6 12. d5 exd5 13. Rxd5 Rxd5 14. Bxd5 Bb7 15. b4 Had8 16. bxc5 Bxc5 17. Bb2 De7 18. Dc4 Hd6 19. Dg4 Hg6 20. Dh4 Ba8 21. Hac1 He8 22. Df4 Bd6 23. Df5 Bc5 24. h4 Rb4 25. Bxa8 Hxa8 26. Rg5 Bd6 Staðan kom upp í C-flokki Corus- skákhátíðarinnar sem lauk fyrir skömmu í Wijk aan Zee í Hollandi. Hollenski alþjóðlegi meistarinn Jan Werle (2.514) hafði hvítt gegn landa sínum Harmen Jonkman (2.470). 27. Hxd6! Dxd6 27. … Hxd6 hefði rakleið- is leitt til máts eftir 28. Dxh7+. 28. Dxf7+ Kh8 29. Dc4 Hxg5 30. hxg5 Rd3 31. Dc8+! Df8 32. Bxg7+! Kxg7 33. Dd7+ Kg8 34. Dxd3 hvítur er nú tveim peðum yfir og með léttunnið tafl. 34. … Df7 35. Hc6 Hf8 36. Hf6 Da2 37. Hxf8+ Kxf8 38. Dxh7 Da1+ 39. Kh2 Dxa4 40. g6 Ke8 41. g7 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. 70 ÁRA afmæli. 28. febrúar nk. ersjötugur Ólafur Jónsson, Jaðarsbraut 25, Akranesi. Hann tekur á móti gestum sunnudaginn 26. febr- úar í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akra- nesi milli kl. 16 og 19. EINBÝLISHÚS Á SELTJARNARNESI ÓSKAST - STAÐGREIÐSLA Óskum eftir 400-500 fm einbýlishúsi á Seltjarnar- nesi. Staðgreiðsla í boði. Nánari upplýsingar veita Sverrir og Óskar Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Réttir kvöldsins Verð fyrir einrétta: Verð fyrir þrírétta: Forréttir Humarsúpa með rjómatoppi og hvítlauksbrauði 990.- Aðalréttir Smjörsteiktur skötuselur með hvívínssósu, grænmeti og bakaðri kartöflu 3.390.- 4.390.- Kjúklingabringa með ítalskri basilbættri tómatsósu, sellerí/gulrótarstrimlum og bakaðri kartöflu 2.950.- 3.890.- Lambafillet með sherrybættri sveppasósu, grænmeti og bakaðri kartöflu 3.390.- 4.390.- Nautalundir með chateaubriandsósu, grænmeti og bakaðri kartöflu 3.700.- 4.690.- Eftirréttir Súkkulaðifrauð 790.- Veitingahúsið Madonna, Rauðarárstíg 27-29. Borðapantanir eru í síma 5621988. LISTA- og menningarhátíð sem undirbúin er og skipulögð af ung- lingum í félagsmiðstöðinni Ozon er orðin að árlegum viðburði í menn- ingarlífi á Ströndum og er ein stærsta fjáröflun Ozon ár hvert. Að þessu sinni verður hátíðin haldin í félagsheimilinu á Hólmavík 25. febrúar nk. kl. 20. Einar Már Guðmundsson rithöf- undur verður aðalgestur kvöldsins, les úr verkum sínum og spjallar við samkomugesti. Aðrir sem koma fram eru m.a. Stefanía Sigurgeirsdóttir píanó- leikari og Þorbjörg Matthíasdóttir þverflautuleikari, félagar úr Leik- félagi Hólmavíkur, Uppistand með Júlla hinum eina sanna, fjölbreytt atriði frá unglingunum í Ozon, tón- listarmennirnir Hjörtur og Rósi Núma ásamt söngvaranum Lýð Jónssyni. Unglingahljómsveitirnar Dans- band Victors og Micado, Söngva- skáldið Kristján Sigurðsson og Lára G. Agnarsdóttir söngkona, sönghópurinn Bjútí and ðe bíst, Stefán Jónsson píanóleikari, Bjarni Ómar & beibís, kvikmyndagerðar- menn úr Stuntman-hópnum sýna brot af því besta, siguratriðið í vest- fjarðariðli söngvakeppni Samfés o.fl. Miðaverð er 1.500 kr. fyrir full- orðna og 500 kr. fyrir 6–14 ára, frítt fyrir börn yngri en fimm ára. Veitingar, kaffi, djús og bakkelsi er innifalið í aðgangseyri. Lista- og menningar- hátíð ungs fólks á Hólmavík um helgina SUNNUDAGINN 26. febrúar kl. 16 bjóða Suðsuðvestur og Sigríður Ólafsdóttir myndlistarmaður til listamannsspjalls, en þetta er síð- asta helgi sýningar hennar. Sigríður talar um verk sín og sýn- inguna er nefnist „Málaðar myndir af fólki“. Eins og titillinn ber með sér er um að ræða mannamyndir og er vísað til hefðbundins uppruna verkanna í portrett-málverkum. Fyrirmyndirnar eru fólk úr nánasta umhverfi listamannsins, fjölskyldan, vinir og aðrir sem Sigríður hefur samskipti við. Hún vinnur úr hverju viðfangsefni til þrautar og málar hverja fyrirmynd hvað eftir annað til að ná fram ákveðnu ferli þar sem nánd viðfangsefnisins víkur smám saman fyrir yfirborðinu, þeim form- um og litum sem fyrirmyndin fram- kallaði. Við það opnast nýjar víddir og möguleikar í túlkun og framsetn- ingu. Hver mynd leiðir til annarrar, hvert verk sprettur úr öðru. Sigríð- ur býður sýningargestum að taka þátt í þessu ferli með því að mála myndir á staðnum af fyrirfram- gefnum mótífum. Suðsuðvestur er opið fimmtudaga og föstudaga frá klukkan 16–18 og um helgar frá klukkan 14–17. Listamannsspjall í Suðsuðvestur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.