Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ BAUGSMÁLIÐ SIGURÐUR Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, hóf málflutning sinn fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun á því að taka fram að enn væri verið að afla frekari gagna vegna þeirra 32ja ákæruliða sem Hæstiréttur vísaði frá dómi í haust, m.a. til að kanna hvort ákæra yrði gefin út að nýju. Sú aðal- meðferð, sem nú stendur yfir í Baugsmálinu, snertir aðeins þá átta ákæruliði sem eftir stóðu af uppruna- legu ákæruliðunum fjörutíu sem rík- islögreglustjóri gaf út á hendur for- svarsmönnum Baugs og annarra sl. sumar. Sigurður Tómas rifjaði upp að- draganda þess að ríkislögreglustjóri gaf út ákæruna. Sagði hann rann- sóknina hafa teygt anga sína víða frá því að hún hófst árið 2002 með húsleit í aðalskrifstofum Baugs Group, m.a. til Lúxemborgar, Bandaríkjanna og Færeyja auk Íslands. Rannsóknin hefði staðið sleitulaust yfir allan þennan tíma ef frá væru taldar nokkrar vikur þegar líkfundarmálið svokallaða tók allan tíma rannsókn- araðila. Tók hann fram að í öllu ferl- inu hefði sjálfstæði rannsóknaraðila verið tryggt. Átta ákæruliðir – sex sakborningar Sigurður gerði næst grein fyrir þeim lögum sem meint brot hinna ákærðu eru talin varða, þ.e. brotum á ársreikningum, almennum hegning- arlögum og tollalögum. Sex af þeim átta ákæruliðum sem eftir standa varða meint brot Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar, forstjóra Baugs, fjórir varða meint brot Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs, og sömuleiðis Stefáns Hilmarssonar, fyrrverandi endurskoðanda Baugs, og tveir varða meint brot Önnu Þórð- ardóttur sem var endurskoðandi Baugs. Þá varðar einn ákæruliður meint brot Jóhannesar Jónssonar, fyrrverandi stjórnarmanns Baugs, og einnig varðar einn ákæruliðanna brot dóttur hans, Kristínar Jóhann- esdóttur, sem var m.a. framkvæmda- stjóri Gaums. Sigurður skipti málflutningi sínum í tvennt; í fyrri hluta fjallaði hann um ákæruliði er snerta brot gegn al- mennum hegningarlögum og lögum um ársreikninga og Jón Ásgeir, Tryggvi, Stefán og Anna eru ákærð fyrir. Felast ákæruatriðin aðallega í meðferð lána til stjórnarmanna, hlut- hafa og framkvæmdastjóra Baugs og tengdra félaga, m.a. Gaums og Fjár- fars, sem ekki eru sundurliðuð og skýrð í ársreikningum fyrir árin 1998–2002. Í síðari hluta málflutn- ings síns fjallaði Sigurður um bílainn- flutning og ætluð brot Jóns Ásgeirs, Jóhannesar og Kristínar, sem talin eru varða tollsvik og rangfærslu skjala. Stjórn Baugs vísvitandi blekkt Í umfjöllun um ársreikninga Baugs minnti Sigurður á að á árun- um 1999–2003 hefði Baugur verið al- menningshlutafélag þar sem rík krafa væri gerð um rétt vinnubrögð stjórnenda og að eftirlit væri gott. Jón Ásgeir og Tryggvi hefðu hins vegar vísvitandi fært lán til félaga tengdra Baugi ranglega í ársreikn- ingi og leynt þeim fyrir stjórn félags- ins. Lánin hefðu verið falin undir liðnum aðrar skammtímakröfur í árs- reikningum, án viðunandi skýringa. Sigurður sagði það hafið yfir allan vafa að mati ákæruvaldsins að um ásetning ákærðu hefði verið að ræða og að stjórn fyrirtækisins hefði verið vísvitandi blekkt. Sagði Sigurður að í raun þyrfti ekki að fjalla um hvort þetta hefðu verið ólögmæt lán skv. 104 gr. laga um hlutafélög, aðeins um hvort um lán væri að ræða yfir höfuð. „Ef það er lán, þá er það ólögmætt. Svo ein- falt er það,“ sagði Sigurður og vísaði til 43. gr. laga um ársreikninga þar sem m.a. segir að tilgreina skuli fjár- hæðir lána í ársreikningum, svo og veðsetningar, ábyrgðir og tryggingar sem veittar hafa verið félagsaðilum eða stjórnendum félags eða móður- félags þess vegna tengsla þessara að- ila við félögin, sundurliðað ásamt upplýsingum um vexti, greiðslukjör og aðra helstu skilmála. Eigi þetta einnig við gagnvart einstaklingum, nátengdum þeim sem taldir eru upp að framan. Þessi grein hafi verið margbrotin samkvæmt málflutningi Sigurðar. „Verjendur telja þetta heimila háttsemi og um þetta verður deilt hér í dag,“ sagði Sigurður. Hugtakið lán Benti hann á að verjendur og sak- borningar hefðu talað um umræddar greiðslur sem annaðhvort „beinar lánveitingar“ eða „viðskiptalán“ sem eigi enga stoð í ársreikningslögunum. Sagði Sigurður erfitt að sjá að papp- írslaust, tryggingalaust og ábyrgðar- laust lán án gjalddaga gæti verið við- skiptalán. Því losaralegra og óskil- greindara sem lánið væri því ríkari ástæða væri til að gera grein fyrir því í ársreikningi. Sama í hvaða búning verjendur og sakborningar hafi ákveðið að klæða hugtakið lán, þá falli umræddar greiðslur örugglega undir skilgreininguna um lán. Sig- urður sagði að þó einhverjir héldu því fram að um óverulegar fjárhæðir væri að ræða, (t.d. um 462 milljónir króna í lok reikningsárs 1998 skv. ákæruskjali), yrði að horfa til við- skiptaumhverfisins á þessum árum og skoða upphæðirnar í því sam- hengi. Þá benti hann á að almennir hluthafar í Baugi hefðu ekki haft að- gang að þessu lánsfé, aðeins stjórn- endur og önnur félög tengd Baugi. Einnig að ekki væri getið um lána- starfsemi í starfsreglum Baugs. Þar kæmi m.a. fram að lán skyldu lögð fyrir stjórn en því ákvæði væri sér- staklega stefnt gegn lánum til aðila tengdra Baugi. Við blasi að þessar reglur hafi verið brotnar í tilviki Gaums. Sigurður ítrekaði þá afstöðu ákæruvaldsins að refsivert væri að leyna í ársreikningum lánum til aðila tengdra Baugi. Engum stjórnar- manni hefði verið kunnugt um lán- veitinguna sem tali sínu máli. Gaumur fær lán hjá Baugi sem fær lán hjá Straumi Sigurður sagði að komið hefði fram að Gaumur hefði styrkt Baug með því að fara á undan í fjárfestingum og taka áhættu. Nefndi hann sem dæmi að í maí 2001 hefði Gaumur fengið 100 millj. kr. lán hjá Baugi vegna fjárfestinga í Nordic Restaurant Group. Tók Baugur lán hjá Straumi til að lána Gaumi féð. Gaumur hefði þarna tekið það sem kallað hefi verið upphafsáhætta og svo hefði Baugur fylgt í kjölfarið. Baugur hefði ekki tekið þessa skuld Gaums yfir fyrr en tveimur árum seinna en þá hefði við- komandi fjárfesting verið orðin lítils virði. Sagði Sigurður ekki hafa komið fram nein dæmi um velheppnuð við- skipti þar sem Gaumur fór á undan Baugi önnur en þau eru sneru að Ar- cadia á sínum tíma. En í raun skipta viðskiptin sjálf engu máli, að sögn Sigurðar. Ákæruvaldið væri ekki að fetta fingur út í viðskiptin sjálf heldur út í að Gaumur og einnig Fjárfar borguðu ekki lánin sem voru því áfram inni í bókhaldi Baugs. Það væri athugavert. Sigurður vitnaði m.a. til bréfs Stef- áns Hilmarssonar endurskoðanda til Jóns Ásgeirs þar sem sýnt væri að hann hefði talið umrædd viðskipti í andstöðu við 104. gr. hlutafélagalaga. Þá vitnaði hann einnig í bréf fjár- málastjóra Baugs til Tryggva og Jóns Ásgeirs þar sem hann lýsti áhyggjum af stöðunni. Þá veltu Tryggvi og Jón Ásgeir því fyrir sér í tölvupósti, sem Sigurður skýrði frá, hvort lán til Gaums væru í samræmi við lög. Segir Tryggvi nauðsynlegt að „finna nýjan flöt“ á viðskiptareikn- ingnum. Um brot endurskoðendanna Stef- áns og Önnu sagði Sigurður að þeim hefði borið að gera athugasemdir um að skýringar vegna lánanna þyrftu að koma fram samkvæmt ársreiknings- lögum. „Þau eru sérfræðingar og eiga að spyrna við fótum,“ sagði Sig- urður. Þau ættu að endurskoða reikninga félagsins en ekki taka við fyrirmælum frá yfirmönnum þess. Hins vegar hefði upplýsingum vísvit- andi verið haldið leyndum. Endur- skoðendurnir hefðu nánast verið framlenging á bókhaldsdeild Baugs, misst hlutleysi og ef til vill verið háðir vilja stjórnenda. Sigurður sagði að engu varðaði hvort tjón hefði orðið vegna þessara lánaviðskipta, skulda- staða Gaums og Fjárfars hefði verið sveipuð leynd sem væri refsivert. Tók hann fram að refsing vegna brot- anna gæti numið fangelsi allt að sex árum. Rangar upplýsingar í aðflutningsskýrslum Í síðari hluta málflutnings síns ein- beitti saksóknari sér að þeim ákæru- liðum er varða innflutning á fjórum bifreiðum og talinn er varða brot á tollalögum og almennum hegningar- lögum en upphaf rannsóknar á þess- um atriðum má rekja til kæru Jóns Geralds Sullenbergers, fyrrverandi viðskiptafélaga Baugs. Eru ákærðu talin hafa brotið lög með því að hafa við innflutning bifreiðanna gefið rangar upplýsingar í aðflutnings- skýrslur á grundvelli tilhæfulausra reikninga. Aðflutningsgjöld hafi ver- ið reiknuð út frá aðflutningsskýrsl- unum og því hafi ákærðu vikið sér undan því að standa skil á virðisauka- skatti og vörugjaldi að fullu. Jón Gerald og fyrirtæki hans Nor- dica áttu milligöngu um bílaviðskipt- in fyrir hönd Baugsmanna en bílarnir voru innfluttir frá Bandaríkjunum og Kanada. Í öllum tilvikum voru gefnir út fleiri en einn reikningur vegna við- skiptanna með hvern bíl og Baugur, Gaumur og Bónus m.a. greiðendur þeirra. Aðeins einn reikningur fyrir hverja bifbreið var hins vegar lagður til grundvallar aðflutningsskýrslum í hvert sinn. Eins og vel skorið púsluspil Varðandi tvo bíla sem Jón Gerald útvegaði Jóhannesi og Kristínu hefur að sögn Sigurðar komið fram að Jó- hannes bað Jón Gerald að ræða við Kristínu um uppgjörið og ákveðið hefði verið að skipta reikningnum í þrennt, á milli Jóhannesar, Kristínar og Baugs. Síðan hafi hins vegar einn reikninganna verið greiddur af Pönnu pizzum en sá reikningur skil- aði sér aldrei til tollayfirvalda hér á landi og sú upphæð sem bílarnir kostuðu því töluvert lægri í aðflutn- ingsskýrslu en raunkostnaður var. Þannig hafi ákærðu komið sér undan því að standa skil á virðisaukaskatti og vörugjaldi. Fyrrverandi maki Kristínar, Jón Garðar Ögmundsson, framkvæmda- stjóri í Pönnu pizzum, hélt fram fyrir dómi á föstudag að umræddur reikn- ingur, sem Pönnu pizzur greiddu, hefði verið vegna ráðgjafarþjónustu eins og fram kæmi í skýringum á reikningnum en ljóst væri að um- ræddur reikningur hefði verið hluti af kaupverði bifreiðanna. Sagði Sig- urður framburð Jóns Garðars væg- ast sagt ótrúverðugan og að engin gögn styddu frásögn hans af ferða- lagi til Flórída þar sem ráðgjafar- þjónusta frá Nordica hefði átt að vera fengin. Þá kannaðist Jón Gerald ekki við umrædda heimsókn eða störf fyr- ir Pönnu pizzur. „Ef öllum gögnum er raðað saman falla þau vel saman eins og vel skorið púsluspil,“ sagði Sigurður um þennan þátt málsins. Jón Ásgeir lagði á ráðin Þá vék Sigurður að innflutningi tveggja bíla sem Jón Ásgeir stóð að og Jón Gerald hafði milligöngu um á árunum 1998 og 2000. Við annan bíl- inn hefði Jón Gerald óskað eftir því að greiðslan yrði í tvennu lagi að fyr- irmælum Jóns Ásgeirs. Nordica svo gefið út tvo reikninga, annan til Bón- uss að upphæð um 30 þúsund doll- arar og hinn til Jóns Ásgeirs að upp- hæð um 6 þúsund dollarar en í skýringum komi fram að upphæðin væri vegna hótels og ferðakostnaðar. Aðeins hærri reikningnum hefði ver- ið framvísað við tollafgreiðslu bílsins hér á landi. Sagði Sigurður að með þessu væri ljóst að Jón Ásgeir hefði lagt á ráðin um að aðflutningsskýrsla yrði gerð á grundvelli annars reikn- ingsins og því um ásetning að ræða. Bifreiðin hefði verið til eigin nota. Sama hefði verið uppi á teningnum varðandi innflutning bifreiðar árið 2000. Í bókhaldi Baugs hefði reikn- ingur, sem fyrirtækið greiddi vegna bílakaupanna, verið færður inn sem aðkeyptar markaðsupplýsingar en svo leiðréttur í bifreið án virðisauka- skatts. Gaumur hefði síðan keypt bíl- inn af Baugi en fram hefði komið að hann var ætlaður eiginkonu Jóns Ás- geirs. Rekinn áfram af réttlætiskennd Þegar hér var komið sögu í mál- flutningi Sigurðar sagði hann að allt sem fram hefði komið í máli Jóns Geralds Sullenbergers samræmdist gögnum sem lögð hefðu verið fram. Hann hefði verið rekinn áfram af réttlætiskennd þó að hefndarhugur kunni að hafa komið þar inn í. Í fram- haldinu sagði Sigurður útilokað að Jón Gerald hefði undirbúið fyrr- greind reikningsviðskipti í þeim til- gangi að koma sök á ákærðu. Á þess- um tíma hefði samband hans og Jóns Ásgeirs verið í góðu lagi. Hann hefði þurft að treysta því að reikningarnir þrír sem út af stóðu í bílamálinu hefðu verið greiddir og einnig á tölu- verða heppni. Ljóst mætti vera að Jón Ásgeir hefði tekið ákvörðun um innflutning bílanna, hefði vitað um kaupverðið og lagt á ráðin um skýrslugerðina. Reikningar í bók- haldi Baugs hefðu ekki haft rétt kaupverð og að Jón Ásgeir hefði fyrir hönd Baugs komið sér undan að fyr- irtækið stæði skil á virðisaukaskatti. Ákærðu hefðu þar með komið í veg fyrir að fyrirtækið greiddi rétt gjöld. Allir bílarnir hefðu verið fluttir inn með svipuðum hætti. „Í raun styður hvert tilvik hin,“ sagði Sigurður. Í lokin sagði Sigurður að efnahags- brot allra ákærðu hefðu verið um- fangsmikil og áframhaldandi. Sak- borningar hefðu ekki sýnt iðrun í málinu og lagt sig fram við að leyna brotum sínum. Hins vegar hefði eng- inn kært fyrirtækið, félagið væri nú komið af markaði og sakborningar ekki gerst sekir um brot áður sem talist geti. Settur saksóknari flutti mál sitt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun Efnahagsbrotin umfangs- mikil og áframhaldandi Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Saksóknari og verjendur búa sig undir málflutninginn í héraðsdómi að loknu hádegishléi í gær. SETTUR saksóknari lagði enn fram gögn við aðalmeðferð Baugs- málsins í gær. Um var að ræða skjalaskrá sem m.a. innihélt gögn sem Arnar Jensen aflaði hjá lög- reglunni í Kanada vegna innflutn- ings bifreiða þaðan til Íslands og frá Skráningarstofu. Sýndu gögnin m.a. fram á að bílarnir þrír sem frá Kanada komu hefðu verið teknir þar af skrá. Verjendur ákærðu mótmæltu því harðlega að gögnin skyldu lögð fram, t.d. væri hluti gagnanna á frönsku og ekki væri kostur á að bera þau undir skjólstæðinga áður en munnlegur málflutningur myndi hefjast. Settur saksóknari, Sig- urður Tómas Magnússon, sagðist vera að leggja gögnin fram þar sem hann vildi ekki liggja á þeim þó hann ætlaði sér ekki að byggja mál- flutning sinn á þeim. Þá hefði hann haldið að verjendur hefðu sambæri- leg gögn þegar undir höndum. Dómurinn gerði 20 mínútna hlé á meðan verjendur báru saman bæk- ur sínar en að því loknu drógu þeir mótmæli sín til baka og skjalaskrá- in var þar með lögð fram í málinu. Skjalaskrá lögð fram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.