Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 25 UMRÆÐAN EINN af rauðu þráðunum í ræðum framsögumanna á Við- skiptaþingi 2006, sem haldið var fyrir sneisafullu húsi gesta, þann 8. febrúar, var mik- ilvægi menntunar fyr- ir framtíð og velferð þjóðar. Þannig sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra að Íslendingum bæri að stefna að því að menntun á öllum skólastigum yrði með því besta sem þekkist í heiminum, og að skólar og vísinda- starfsemi ættu í auknum mæli að starfa í samkeppn- isumhverfi. Þetta er þörf framtíðarsýn og við hæfi að hún skuli lögð fram með svo skýr- um hætti af forsætisráðherra landsins á samkomu sem hafði að megininntaki að leggja línurnar fyrir djarfa framtíðarsýn fyrir Ís- land fram til ársins 2015. Bestu háskólar í heimi Ágúst Guðmundsson, stjórn- arformaður Bakkavarar Group, var ekki síður upplitsdjarfur. Hann sagði að Íslendingum bæri að stefna að því að eiga háskóla innan tíu ára sem væru á lista yfir bestu háskóla í heimi. Hann benti á að fyrir áratug hefðu fáir búist við að Íslendingar ættu fjölda al- þjóðlega samkeppnishæfra fyr- irtækja, eins og raunin hefði orðið, og spurði því að gefnu tilefni: „Af hverju getum við ekki átt al- þjóðlega samkeppnishæfa há- skóla?“ Og svarið er einfalt, ef metnaður og áræði ráða för: Auð- vitað getum við það. Framtíðarsýn HR Væntingar þessara áhrifamanna eru í takt við framtíðarsýn dr. Guðfinnu S. Bjarnadóttur, rektors Háskólans í Reykjavík: Að HR verði alþjóðlegur, viðurkenndur fyrir framúrskarandi kennslu, öfl- ugar rannsóknir og sterk tengsl við atvinnulíf og samfélag. Nú þegar hefur skólinn kraft og metn- að til að bera sig saman við bestu háskóla heims, hvort sem litið er til kennslu eða rannsókna og það er óhætt að fullyrða að glæst framtíðarsýn rektors hefur smitað út frá sér í hvern krók og kima skólans og í raun langt út fyrir raðir hans. Fjölgun háskólanema Sá eldmóður sem íslenskt há- skólafélag hefur fyllst á síðustu árum fer ekki fram hjá neinum sem fylg- ist með mennta- málum. Háskólanem- um í íslenskum háskólum hefur fjölg- að um meira en 50% á síðasta hálfa áratug. Spá Viðskiptaráðs er að árið 2015 muni um 35.000 nemendur stunda nám á há- skólastigi hér á landi, en nú eru þeir í kringum 18.000. Þessa miklu fjölgun síðustu ára má að miklu leyti þakka auknu námsframboði á há- skólastigi, en hlutfall háskóla- menntaðra einstaklinga á Íslandi er nú svipað og þekkist í lönd- unum í kringum okkur, en var töluvert lægra en meðaltal OECD- landanna fyrir aldamót. Aukið námsframboð hefur hins vegar ekki komið af sjálfu sér. Það er tilkomið m.a. vegna stefnu stjórn- valda um fjölbreytni og samkeppni á háskólastigi, vegna aukinnar að- komu einkaaðila að háskólanámi og síðast en ekki síst vegna vit- undarvakningar um gildi háskóla- náms í atvinnulífinu, sem þar með stuðlar að aukinni hagsæld þjóð- arinnar. Menntun er nefnilega auðlind, og kannski sú óþrjótandi auðlind sem til lengri er tíma er hægt að byggja mest á. Jákvæð samkeppni Á síðustu árum hefur komið fram á sjónarsviðið heill her há- skólafólks sem hefur gríðarlega djarfa framtíðarsýn fyrir hönd ís- lensks samfélags og íslensks há- skólasamfélags. Þessir eldhugar, sem eru víða í háskólasamfélaginu, hafa ekki síðri drauma og áræði en þeir framsýnu og djörfu fjár- málamenn sem á síðustu árum hafa komið íslenskum fyrirtækjum í fremstu röð á alþjóðavettvangi. Í dag starfa 8 skólar á háskólastigi hér á landi. Auðvitað leiðir það af sér að æ meiri samkeppni ríkir um nemendur. Sú samkeppni er ein- göngu af hinu góða. Hún leiðir til þess að allir leggja sig fram um að bjóða upp á gott nám, gott um- hverfi, frábæra kennara og rann- sóknaraðstöðu. Þrátt fyrir þessa innbyrðis jákvæðu samkeppni þá eiga háskólarnir afar auðvelt með að snúa bökum saman, vegna þess að þegar öllu er á botninn hvolft, þá starfa þeir allir með sama markmið að leiðarljósi; að gera gott háskólanám á Íslandi enn betra og á heimsmælikvarða. Stóri háskóladagurinn Á morgun, laugardaginn 25. febrúar, frá klukkan 11 til 17, gefst almenningi kostur á að fara í Borgarleikhúsið og kynna sér það nám sem 7 af 8 háskólum landsins bjóða upp á; Háskólinn í Reykja- vík, Listaháskóli Íslands, Kenn- araháskóli Íslands, Viðskiptahá- skólinn á Bifröst, Landbúnaðarháskóli Íslands, Hólaskóli og Háskólinn á Ak- ureyri. Við þessa háskóla stunda rúm- lega 8.000 manns nám. Það er tæpur helmingur háskólanema á Íslandi. Við þessa háskóla er boðið upp á u.þ.b. 100 mismunandi námsleiðir. Má þar nefna verk- fræði, tæknifræði, lögfræði, við- skiptafræði, tölvunarfræði, kennslufræði, listnám, hrossarækt, landslagsarkitektúr, fjölmiðla- fræði, hagfræði, kennaranám, sál- fræði, og er þá fátt eitt upp talið. Við skorum á alla sem eru að velta því fyrir sér að hefja háskólanám næsta haust að heimsækja okkur í Borgarleikhúsið á morgun og kynna sér það fjölbreytta náms- framboð sem þessir skólar bjóða. Við bjóðum sömuleiðis alla þá velkomna sem áhuga hafa á menntamálum og síðast en ekki síst bjóðum við alla þá sem deila með okkur þeirri metnaðarfullu framtíðarsýn að koma háskólanámi á Íslandi í fremstu röð á al- þjóðavettvangi hjartanlega vel- komna. Háskólanám á Íslandi – nám á heimsmælikvarða Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar í tilefni af stóra háskóladeginum ’Við skorum á allasem eru að velta því fyrir sér að hefja háskólanám næsta haust að heimsækja okkur í Borgarleikhúsið á morgun.‘ Jóhann Hlíðar Harðarson Höfundur er markaðsstjóri. ORKUVEITA Reykjavíkur hef- ur nú hug á orkuvinnslu í Kerling- arfjöllum en þekking á orkubú- skap svæðisins er fremur takmörkuð. Ráðist Orkuveita Reykjavíkur í borun á einni eða fleiri til- raunaborholum í Kerlingarfjöllum þurfa þær fram- kvæmdir að sæta mati á umhverfis- áhrifum enda fælu slíkar rannsóknir í sér margs konar rask í óspilltri nátt- úru Kerlingarfjalla. Nú hefur stjórn Landverndar lýst þeirri skoðun sinni að ,,hafna beri umsókn um tilraunaborholur vegna hugs- anlegrar jarðvarmavirkjunar í Kerlingarfjöllum þar sem hætt er á að þeim fylgi óafturkræf nátt- úruspjöll“. Reyndar ganga sam- tökin ekki lengra en að benda á að ,,… skynsamlegt [sé] að bíða með ákvarðanir um rannsóknaboranir á háhitasvæðum þar sem ekki hefur verið borað áður þar til vinnu við 2. áfanga rammaáætlunar er lokið og fram eru komnar upplýsingar um hvaða landsvæði séu sérlega verðmæt vegna náttúrufars og landslags. Engir brýn- ir hagsmunir kalla á skjótar ákvarðanir vegna rannsóknabor- ana eða virkjunar há- hita á hálendinu“. Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur og borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, brást við með ofsa- fullum hætti í fréttum Stöðvar 2 sunnudaginn 19. febrúar og líkir Landvernd við um- hverfisverndarsamtök sem ekki einasta berjist gegn hvalveiðum hér við land heldur þorskveiðum líka. Svo miklar segir Alfreð öfg- arnar vera í þessari ályktun stjórnar Landverndar. Alfreð gat þó ekki um hvaða samtök hann ætti við eða hvort þau væru yf- irleitt til. Segjast verður að framkoma Al- freðs Þorsteinssonar gagnvart Landvernd í þessu máli var í hæsta máta ómálefnaleg. Er það með þessum hætti sem Orkuveita Reykjavíkur vill vinna gagnvart almenningi? Talar Alfreð fyrir R- listann sáluga eða Framsóknar- flokkinn? Það er sanngjörn krafa og hóg- vær að beðið verði með allar fram- kvæmdir á miðhálendi Íslands þar til niðurstöður 2. áfanga Ramma- áætlunar liggja fyrir. Reyndar er hálendi Íslands svo dýrmætt í auðn sinni og ósnertanleik að leggjast ber gegn öllum jarð- varmavirkjunum á því svæði. Nefni ég þar sérstaklega Kerling- arfjöll og Torfajökulssvæðið. Alfreð ræðst á Landvernd Árni Finnsson fjallar um hugs- anlegar tilraunaborholur í Kerlingarfjöllum ’… framkoma AlfreðsÞorsteinssonar gagnvart Landvernd í þessu máli var í hæsta máta ómál- efnaleg.‘ Árni Finnsson Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. DAGUR B. Eggertsson, borg- arstjóraefni Samfylkingarinnar, sagði í viðtali á fréttastöðinni NFS fyrir skömmu að hann teldi að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn ættu ekki samleið í borgarstjórn. Sú skoðun Dags er hans mál en rök hans eru þess eðlis að ekki er hægt að láta þeim ósvarað, þ.e. að í sveitarfélögum þar sem sjálfstæðismenn séu við völd sé ekki lögð áhersla á velferð og draga hafi þurft flokkinn í eðlileg þjónustuverkefni gagnvart fjöl- skyldum, ungu fólki og yngstu kynslóð- inni. Fjölskyldan í Garðabæ Sjálfstæðismenn hafa farið með stjórn bæjarmála í Garðabæ frá upphafi. Garða- bær er og hefur verið í forystu íslenskra sveitarfélaga í fjöl- mörgum málaflokk- um sem snerta vel- ferð og lífsgæði fjölskyldufólks. Sama gjald hjá dagforeldrum og á leikskólum Garðabær niðurgreiðir dagvist- un barna hjá dagforeldrum frá 12 mánaða aldri. Niðurgreiðslan mið- ar að því að gjaldið sem foreldrar greiða sé það sama hvort sem barn er vistað hjá dagforeldri eða er í leikskóla. Þannig geta for- eldrar valið hvar þeir fá dagvistun fyrir barn sitt án tillits til kostn- aðar. Veittur er systkinaafsláttur ef barn hjá dagforeldri á systkin í leikskóla. Dagforeldrar hafa lýst ánægju sinni með fyrirkomulagið í Garðabæ og bent á hann sem fyr- irmynd fyrir önnur sveitarfélög. Öll 18 mánaða börn eiga kost á leikskóla Öll börn sem eru orðin 18 mán- aða 1. september ár hvert eiga kost á leikskóladvöl í Garðabæ, sem þýðir að enginn biðlisti er í leikskóla. Garðabær hefur verið í fararbroddi hvað varðar leik- skólaþjónustu fyrir yngstu börnin. Jafnframt er lögð áhersla á að styðja við rekstur einkarekinna leikskóla í bænum með það að markmiði að auka fjölbreytni í þjónustu og rekstri leikskóla. Í forystu í málefnum grunnskólans Heildstæð skólastefna Garða- bæjar nær til leikskóla, grunn- skóla og tónlistarskóla bæjarins. Hugmyndafræðin einkennist fyrst og fremst af áherslu á að koma til móts við hvern einstakling. Bæj- aryfirvöld hafa hvatt til aukinnar fjölbreytni í rekstrarformi, hug- myndafræði og áherslum grunn- skóla og hvatt foreldra til að velja þann skóla sem hentar barni þeirra best. Val foreldra stendur ekki aðeins um grunnskóla Garða- bæjar heldur einnig um einka- rekna skóla í bænum og annars staðar, þar sem Garðabær greiðir fyrir nám nemenda með sama hætti og í skólum reknum af bæj- arfélaginu. Einkareknir skólar eru því raunverulegur valkostur fyrir alla óháð efnahag. Grunnskólar Garðabæjar eru eftirsóttir bæði af foreldrum og kennurum sem sýnir sig m.a. í því að hvergi hefur verið hærra hlut- fall réttindakennara en í Garðabæ. Hvatapeningar til íþrótta- og æskulýðsstarfs Öll börn í Garðabæ á aldrinum 6–16 ára fá 20 þúsund krónur árlega til að lækka kostnað við skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf. Engu skiptir hvort barnið kýs að stunda starfið í Garðabæ eða í ná- grannasveitarfélög- unum. Sambærilegir styrkir í öðrum sveit- arfélögum eru í flest- um tilfellum bundnir við þrengri aldurshóp og háðir því að börnin stundi íþróttina eða æskulýðsstarfið innan síns sveitarfélags. Garðabær er því einn- ig í forystu í þessum málaflokki. Ánægðir íbúar Garðabær lætur reglulega gera kann- anir á viðhorfi íbúa og notenda einstakra þjónustuþátta í bæn- um. Niðurstöður viða- mikillar viðhorfskönn- unar sem gerð var í Garðabæ á síðasta ári sýna að íbúar Garða- bæjar eru almennt ánægðir með að búa í Garðabæ og með upp- vaxtarskilyrði fyrir börn í bænum. Þjón- ustustofnanir bæjarins, svo sem leik- og grunnskólar fá einnig mjög góða einkunn frá bæj- arbúum. Könnun sem gerð var af Félagsvísindastofnun um land allt árið 2000 sýndi að íbúar Garða- bæjar og Seltjarnarness voru ánægðastir af íbúum allra sveitar- félaga á landinu með þjónustu síns sveitarfélags. Foreldrakannanir sem gerðar eru reglulega í leik- og grunnskólum sýna einnig al- menna ánægju foreldra með starf þessara stofnana. Brautin rudd í Garðabæ Undir forystu Sjálfstæðisflokks- ins hefur verið unnið brautryðj- endastarf í Garðabæ í fjölmörgum málum sem snerta velferð og lífs- gæði fjölskyldna. Í mörgum til- fellum hafa önnur sveitarfélög fylgt á eftir eins og t.d. sést nú í samþykktum annarra sveitarfé- laga um auknar niðurgreiðslur til dagforeldra. Almenn ánægja íbúa sem ítrekað kemur fram í við- horfskönnunum eru bæjarstjórn Garðabæjar hvatning til að halda áfram á sömu braut og halda í for- ystu í málum sem snerta lífsgæði fjölskyldna. Degi B. Eggertssyni er bent á að kynna sér málin betur áður en hann kýs að tjá sig um starf sveit- arstjórna í öðrum sveitarfélögum en Reykjavík. Á vef Garðabæjar www.gardabaer.is, eru t.d. auð- fundnar upplýsingar um þjónustu Garðabæjar við barnafjölskyldur og aðra hópa bæjarbúa. Best færi þó auðvitað á því að Dagur ynni kosningabaráttu sína með því að segja frá eigin afrekum en ekki með staðhæfingum um önnur sveitarfélög sem eiga við engin rök að styðjast. Orðið dagsannur þýðir samkvæmt íslenskri orða- bók, alveg sannur eða skýlaus. Með ummælum Dags um ýmis málefni fer orðið væntanlega að fá á sig allt aðra og nýja merkingu í íslensku máli. Að segja Dagsatt frá eigin verkum og annarra Gunnar Einarsson svarar Degi B. Eggertssyni Gunnar Einarsson ’Orðið dag-sannur þýðir samkvæmt ís- lenskri orðabók, alveg sannur eða skýlaus. Með ummælum Dags um ýmis málefni fer orðið vænt- anlega að fá á sig allt aðra og nýja merkingu í ís- lensku máli.‘ Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.