Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 33 MINNINGAR ✝ Jón Garðar Sig-jónsson fæddist í Vestmannaeyjum 18. október 1916. Hann andaðist á gjörgæsludeild Landspítala í Foss- vogi aðfaranótt 15. febrúar síðastliðins. Hann var sonur hjónanna Sigrúnar Runólfsdóttur úr Rangárvallasýslu, f. 26.5. 1889, d. 18.11. 1991, og Sigjóns Halldórssonar frá Stórabóli á Mýrum, f. 31.7. 1888, d. 19.4. 1931. Systkini Garðars voru Þórunn, f. 26.2. 1913, d. 25.7. 1998, Bragi, f. 27.6. 1914, d. 25.9. 1985, Tryggvi, f. 10.4. 1918, d. 26.1. 2000, Þórhallur, f. 11.5. 1919, d. 17.7. 1993, Friðrik, f. 22.10. 1920, d. 24.12. 1944, Halldór, f. 1922, d. 1930, Guðríður, f. 26.12. 1924, d. 31.8. 1987, Kristbjörg, f. 26.5. 1925, Gústaf, f. 4.1. 1927, og Guðmundur, f. 22.3. 1928. Þegar Garðar var tveggja ára geisaði spænska veikin í Vestmannaeyjum og veiktist faðir hans. Þá voru fjögur systkini send í fóstur á fjóra bæi á Mýrum í Aust- ur-Skaftafellssýslu. Garðar var sendur í Flatey á Mýrum og ólst þar upp við ástríki fósturforeldra sinna, þeirra Guðrúnar Sigurðar- dóttur, f. 25.3. 1879, d. 11.3. 1966, og Jóns Jónssonar, f. 31.10. 1875, d. 2.9. 1940. Uppeldissystkini Garðars voru Guðný Sigurbjörg, f. 8.10. 1903, d. 30.6. 1970, Steinunn Sigríð- ur, f. 2.8. 1905, d. 20.5. 1966, Lovísa, f. 1.8. 1905, d. 30.10. 2003, Sigurð- ur, f. 19.8. 1906, d. 30.9. 1982, og Guðjón, f. 11.8. 1912, d. 27.7. 1996. Garðar var alltaf í sambandi við foreldra sína og systkini, jafnvel þótt hann hafi verið sendur í fóstur. Hinn 30. október 1943 kvæntist þeirra eru Hilmar Þór, f. 18.6. 1981, Guðfinna, f. 16.11. 1983, og Kjartan Már, f. 10.2. 1989. 4) Steinar, f. 8.1. 1966, kvæntur Ólafíu Ingibjörgu Þorvaldsdóttur. Börn þeirra eru Guðfinna Birta, f. 30.6. 1998, og Stefán Ingi, f. 16.9. 2003. Garðar ólst upp við hefðbundin sveitastörf í Flatey á Mýrum og tal- aði oft um það hve uppeldisforeldr- ar hans hefðu reynst honum vel. Garðar fór í fyrsta sinn á vertíð ár- ið 1932 og var þá landmaður hjá Sigurði Ólafssyni við Björvin SF. Árið 1933 reri Garðar með Guð- laugi föðurbróður sínum frá Vest- mannaeyjum. Garðar stundaði næstu ár sjómennsku frá Vest- mannaeyjum, Keflavík og Akra- nesi. Garðar lauk vélstjórnarprófi frá Vélskólanum í Vestmannaeyj- um 1938 og prófi frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík 1943. Garðar stundaði sjómennsku og siglingar á stríðsárunum og var á togurunum Surprise RE, Baldri frá Bíldudal, Reykjaborginni og Geir. Garðar stundaði útgerð á Ásu SF-52 ásamt Eiríki Þorleifssyni frá 1942–1944. Einnig gerði hann út ásamt Eiríki og Aðalsteini Aðalsteinssyni Brynj- ar SF-53 á árunum 1945–1947. Garðar var einn af stofnendum Borgeyjar árið 1946 sem gerði út Borgey SF-57 og síðar Hvanney SF-51. Garðar var skipaskoðunar- maður í fjöldamörg ár á Horna- firði. Síðasta útgerð Garðars var þegar hann gerði út bátinn Ver SF-64 frá Hornafirði frá 1963–1969 er hann kom í land og gerðist hafn- arvörður ásamt því að vera á hafn- sögubátnum og leysa hafnsögu- mann af til ársins 1987. Árið 1987 fluttust Garðar og Guðfinna til Reykjavíkur. Eftir andlát Guðfinnu fluttist Garðar í íbúð fyrir eldri borgara í Hraunbæ 103, þar sem hann bjó til ársins 2005 er hann fluttist á Hrafnistu í Hafnarfirði. Garðar verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag, og hefst at- höfnin klukkan 15. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Garðar Guðfinnu Bjarnadóttur frá Nes- kaupstað, f. 23.12. 1922, d. 21.2. 1997. Foreldrar hennar voru Guðrún Hall- dórsdóttir frá Eyrar- bakka, f. 7.6. 1891, d. 21.1. 1979, og Bjarni Vilhelmsson frá Nes- kaupstað, f. 12.4. 1882, d. 5.10. 1942. Garðar og Guðfinna eignuðust fjóra syni. Þeir eru: 1) Bjarni Friðrik, f. 22.11. 1944, kvæntur Þorgerði Steinþórsdóttur. Synir þeirra eru: a) Jón Garðar, f. 30.12. 1970, kvæntur Huldu Valdísi Gunnarsdóttur, börn þeirra eru Bjarni Friðrik, f. 22.9. 1993, Elísa Ösp, f. 28.2. 1995, og Daníel Snær, f. 3.6. 2003. b) Steinþór Viggó, f. 23.12. 1972, sambýliskona Berg- þóra Björg Karlsdóttir, dóttir þeirra er Dagbjört Ósk, f. 21.12. 1997. c) Rúnar Þór, f. 12.9. 1979, sambýliskona Svanhvít Eggerts- dóttir, sonur þeirra er Eggert Hrafn, f. 29.3. 2005. 2) Páll Örvar, f. 18.12. 1947, kvæntist Önnu Agnars- dóttur, þau skildu. Sonur þeirra er Helgi Hrafn, f. 5.11. 1974. Fyrir átti Páll; a) Guðfinnu, f. 24.9. 1970, gift Inga Henriksen, dóttir þeirra er Tinna, f. 29.4. 2000. Fyrir átti Guð- finna soninn Pál Andreas, f. 11.6. 1993. b) Svanur Þór, f. 25.5. 1971, kvæntist Eddu Björk Arnardóttur, þau skildu, synir þeirra eru Örn Blævarr, f. 2.1. 1997, og Theodór Breki, f. 28.9. 1999. Uppeldisbörn Páls og börn Önnu Agnarsdóttur eru Anna Margrét Jóhannsdóttir og Einar Örn Jóhannsson. Sam- býliskona Páls er Jóhanna Erlings- dóttir. 3) Stefán Rúnar, f. 20.6. 1954, kvæntur Öddu Sigríði Arn- þórsdóttur, d. 3.10. 2002. Börn Elsku pabbi. Okkur bræður langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Á stundu sem þessari koma fram minningar sem eru okkur kærar. Við minnumst þín sem mikils fjölskyldu- föður og vinar. Einnig kemur upp í huga okkar hjálpsemi þín við alla. Við áttum því láni að fagna að alast upp á heimili hjá ykkur mömmu við mikið öryggi og hlýju. Við eigum eftir að minnast þín um ókomin ár og rifja upp alla þá góðu tíma sem við áttum með þér. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku pabbi, Guð geymi þig. Kveðja, þínir synir. Mig langar að minnast tengdaföð- ur míns, Garðars Sigjónssonar, með nokkrum orðum. Ég þekkti Garðar sem einstaklega ljúfan mann, fé- lagslyndan og vinnusaman. Alltaf var hann að skera út í tré, klukku, gesta- bók, eða annað sem hann hafði gam- an af að gefa öðrum, og var ekki bú- inn með verkið þegar það næsta var komið í fulla vinnslu. Garðar hafði gaman af því að spjalla, hvort sem var um gamla tímann og sögur að austan eða það sem var að gerast í þjóðfélaginu á hverjum tíma og fylgdist sérlega vel með öllu, þó sér- staklega fréttum af sjónum og afla- tölum báta. Garðar naut sín þó allra best í sumarbústaðnum í Grímsnesi sem hann byggði, var svo stoltur af og átti svo góðar minningar frá. Heimsóknir hans til okkar eru eft- irminnilegar, sérstaklega fyrir það hvað börnin hændust að afa sínum enda fundu þau einlægnina og hlýjuna frá honum og sátu iðulega í fangi hans. Ég mun aldrei gleyma, stuttu eftir að Guðfinna Birta fædd- ist, hve gaman var alltaf þegar Garð- ar kom keyrandi á Volvonum úr Ár- bænum að heimsækja litlu Birtuna sína. Elsku Garðar minn, takk fyrir all- ar góðu stundirnar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín tengdadóttir, Ólafía Ingibjörg Þorvaldsdóttir. Minn kæri afi, Jón Garðar Sigjóns- son, er nú fallinn frá eftir stutta sjúkrahúslegu. Minningar tengdar afa mínum eru margar og ríkar af kærleik og þakklæti. Hann var mæt- ur maður, hlýr og vingjarnlegur og allir sem þekktu til hugsa til hans með hlýhug. Hvar sem hann steig niður fæti eignaðist hann vini og samferðafólk hans til allra þessara ára minnist hans sem góðs vinar, sem ekki mátti neitt aumt sjá. Afi var mikill fjölskyldumaður og margar voru ferðir okkar bræðra með ömmu og afa í bústað í Stafa- fellsfjöllum, þar sem ævintýri réðu ríkjum. Sól og sumar í undraverðu umhverfi. Kleinur, ísköld mjólk á borðum, slöngusiglingar á vötnum og veiðiferðir. Fast klapp á kollinn og góðlegt bros voru einkenni afa í huga barnsins. Þá var afi einstaklega duglegur maður. Alltaf að og sívinnandi að ein- hverjum upplífgandi verkefnum, hvort sem um var að ræða sumarbú- staði eða minni verk. Tók hann sér ýmislegt fyrir hendur og eiga ófáir falleg tréverk eftir þennan dugmikla handverksmann og hrausta sjómann. Á efri árum sínum fluttu afi og amma síðan til Reykjavíkur frá Höfn, og alltaf var gott að koma til þeirra, gista eða í stuttum heimsóknum þiggja mat og helst ljúffengar klein- ur ömmu; sem héldu frá barnæsku til fullorðinsára, efsta sæti yfir það sem á borðum var. Barnabörnin þeirra fjölmörgu skipuðu háan sess hjá þessum fallegu og virðulegu hjónum, og ávallt gaman fyrir börnin að heim- sækja afa og ömmu í Hraunbæinn. Eftir að amma féll frá, flutti afi í þjónustuíbúð, skammt frá fyrra heimili sínu í Reykjavík og var ekki farin bæjarferð með fjölskylduna án þess að heimsækja afa auk þess sem við vorum reglulega í símasambandi. Hélt afi uppteknum hætti, duglegur að finna sér verkefni og fylgjast með sínu fólki. Alveg sama hvað bjátaði á, hvort sem væri söknuður liðinna tíma eða veikindi, alltaf hélt afi minn reisn sinni og horfði björtum augum fram á við. Undir það síðasta var afi með rúmgott herbergi á dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði, umkringdur myndum og hugljúfum minningum, og kunni hann ákaflega vel við sig þar. Ég á eftir að sakna þín mikið, afi, en er um leið afskaplega þakklátur fyrir þann tíma sem ég og fjölskylda mín höfum átt með þér. Og ég veit að elsku amma tekur fallega á móti þér í þinni hinstu vegferð. Þú getur verið þess fullviss að þú lifir áfram í minn- ingunni um aldur og ævi, í huga mín- um, eiginkonu minnar og barna. Það er ekki lítið sem þú skilur eftir þig að lokinni viðburðaríkri ævi, mætir syn- ir þínir og niðjar, og síðast en ekki síst kæra minningu um góðan mann. Þinn nafni, Jón Garðar Bjarnason. Hafið, bláa hafið, hugann dregur. Hvað er bak við ystu sjónarrönd? Þanngað liggur beinn og breiður vegur. Bíða mín þar æskudrauma lönd. Beggja skauta byr bauðst mér aldrei fyrr. Bruna þú nú, bátur minn. Svífðu seglum þöndum, svífðu burt frá ströndum. Fyrir stafni haf og himinninn. Ég minnist afa míns Garðars með kvæðinu Sigling eftir Örn Arnarson. Hugur afa var bundinn hafinu, sjórinn var hans líf og þar lá hans lífs- starf á meðan kraftar entust. Þótt afi væri kominn í land var hugurinn bundinn sjónum, hann þurfti nær daglega að skreppa niður á bryggju að kjafta við karlana, fá aflafréttir, skoða skipin og finna sjávarlyktina sem var honum í blóð borin. Nú er afi minn farinn í sína hinstu ferð frá þessari jarðvist að hitta ömmu Guðfinnu. Það er trú mín að afi sé nú laus við allan krankleika og sigli á öðrum og enn betri miðum en fyrr. Ég bið afa mínum góðrar ferðar og guðs blessunar. Helgi Hrafn Pálsson. Elsku afi. Við kveðjum þig með sorg í hjarta, en erum umfram allt þakklát fyrir allar góðu minningarnar sem þú skil- ur eftir, minningar sem munu lifa með okkur alla ævi. Minningarnar í Dísarásnum eru mér ofarlega í huga. Þar varst þú daglegur gestur, og gast eytt heilu tímunum úti í bílskúr að smíða alls- kyns dýrgripi, enda varstu afar handlaginn. Það er mér ógleymanleg stund þegar þú smíðaðir skálina góðu undir „body shop“-sápurnar mínar, og leið ekki heill dagur áður en allur vinkonuhópurinn var komin að biðja þig að smíða eins fyrir sig. Að sjálf- sögðu gerðirðu það enda ávallt til í að gera eithvað fyrir aðra og skipti ekki máli hver átti í hlut. Þú varst tíður gestur í kvöldmat í Dísarásnum sem vakti mikla lukku hjá okkur systkinum enda vissum við af „kit-katinu“ sem beið okkar eftir matinn. Já, þú kunnir að meta góðan mat, og hef ég hreinlega aldrei vitað til þess að þér þætti ekki einhver matur góður. Fiskur var að sjálfsögðu þitt uppáhald, og man ég þegar þú spurð- ir vinkonur mínar hvort þær fengju aldrei fisk að borða heima hjá sér, og þótti þér þær eitthvað veiklulegar miðað við sonardóttur þína sem gnæfði yfir vinkonuhópinn. Elsku afi, þín verður sárt saknað, en við vitum að nú líður þér betur í faðmi Guðfinnu ömmu og mömmu, sem þú hefur saknað svo sárt. Hilmar Þór Rúnarsson, Guðfinna Rúnarsdóttir, Kjartan Már Rúnarsson. Leiðir okkar Garðars lágu saman í lok árs 2003 er ég kom fyrst í heim- sókn í Hraunbæinn með honum Rúnari. Þá sá ég strax hversu mikill listamaður var þarna á ferð. Tréút- skurður var hans listgrein og gerði hann marga fallega gripi sem hann að mestu leyti gaf frá sér. Ég var svo einstaklega heppin að eignast hluti eftir hann, og munu þeir ávallt halda minningu hans á lofti í mínum huga. Kynni okkar urðu strax ágæt og átt- um við góðar samverustundir, ýmist heima hjá þér eða heima hjá Rúnari, jú stundum heima hjá mér og ekki má gleyma sunnudagsbíltúrunum. Það er ljúft og gott til þess að vita að síðustu mánuðir í hérvist þinni voru þér afar góðir og þú glaður og sáttur við ný heimkynni á Hrafnistu í Hafnarfirði, þar sem vel var búið að þér, og þú gast stundað listgrein þína og horft út yfir sæinn, lygnan sem úf- inn. En Garðar, sem betur fer þurftir þú ekki að heyja langa baráttu við það sem okkur öllum er óumflýjan- legt, það er að fá hinstu hvíldina. Guð hefur sagt okkur að trúa því að þá taki enn betri vist við. Að endingu vil ég þakka þér ein- staklega góð kynni. Megi góður Guð blessa þig og þitt fólk, og sendi ég ykkur öllum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Kær kveðja Gunnhildur. Fallinn er frá einn af aldamóta- mönnum frá byrjun 19. aldar, Garðar Sigjónsson frá Hornafirði. Hann var sjómaður frá unga aldri og 16 ára fór hann fyrst í siglingu til Englands. Síðan þegar aldur leyfði tók hann að sér skipstjórn á fiskibátum og gekk þar allt áfallalaust. Einnig var hann hafnarvörður í ein 20 ár í Hornafjarð- arhöfn sem var og er ein óróamesta höfn landsins, þar sem stórfljót og haf mætast, þarf ekki mikið hugar- flug til að sjá þann ógnarkraft. Í gegnum þetta stýrði Garðar skipum öll þau ár sem hann starfaði sem hafnarvörður án áfalla. Ég kynntist Garðari fyrir 10 árum í Gerðubergi þar sem hann stundaði tréskurð á listilegan hátt og liggja eftir hann margir fagrir gripir, sem sjálfsagt prýða mörg heimili barna hans og vina. Garðar var mikill áhugamaður á öllum þeim sviðum sem hann tók sér fyrir hendur, og þurftu oft hlutirnir að ganga hratt fyrir sig. Garðar var ákaflega hrein- lyndur maður og sagði sínar skoðanir hispurslaust. Aldrei heyrði ég hann hallmæla eða lasta nokkurn mann, það var gaman og lærdómsríkt að kynnast honum. Hann byggði sér sumarhús í Grímsnesinu fyrir nokkr- um árum og þótti honum vænt um húsið og talaði um staðinn sem mik- inn sælureit. Datt honum í hug sl. sumar að stækka húsið og byggja gestahús, fór ég með honum í bygg- ingarvöruverslun og var þar selt lítið hús sem honum leist mjög vel á, taldi ég fullvíst að hann væri ákveðinn í að kaupa það. En eitthvað kom í veg fyr- ir það, trúlega var það aldurinn, hann orðinn 89 ára. Kannski í fyrsta skipti sem hann viðurkenndi aldur sinn, því mikil var framkvæmdagleðin hjá Garðari og áræðið. Honum datt í hug að smíða líkan af bát, súðbyrðingi 80– 90 cm. Þetta þoldi enga bið og þar sem ég hafði próf upp á kunnáttu í bátasmíði komst ég ekki undan því að aðstoða hann við þetta verkefni. Við fórum því saman að leita að teikningu sem hentað gæti, fundum eina af gömlum bát, ca 200 ára gömlum, sem hét Þorskur og var frá Æðey við Ísa- fjarðardjúp. Síðan keyptum við efni og hófumst handa. Þar sem ég hafði prófið var ég hans leiðbeinandi við verkið en fljótlega sá ég að Garðar kunni vel til verksins og hvað allir hlutir hétu, þannig að brátt snerust hlutverkin við og ég orðinn neminn. Bátasmíðinni lauk en ekki var Garð- ar alveg ánægður með verkið svo að hann byrjaði á öðrum bát og að mestu leyti einn og kláraði með mikl- um sóma enda í góðri æfingu eftir þann fyrri. Ég held að ég tali fyrir munn allra sem voru samtíða Garðari í handavinnu í Hraunbæ 105 og eins þeirra er þar búa, bera honum allir sömu söguna. Garðar var sannur heiðursmaður og söknuður að fráfalli hans. Að lokum votta ég öllum hans að- standendum samúð okkar Kristínar og þakklæti fyrir góð kynni. Ingvar. GARÐAR SIGJÓNSSON Elsku afi, þú sem varst alltaf svo góður við mig. Ég sakna þín alveg rosalega mikið og við vorum alltaf bestu vinir og við verðum það um alla ei- lífð. Það var svo gaman þeg- ar þú komst í heimsókn til okkar og borðaðir hjá okkur. Guð geymi þig og veri með þér alla eilífð. Þín Guðfinna Birta. HINSTA KVEÐJA Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÞRÁINN JÓNSSON, Ekrusíðu 9, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðviku- daginn 22. febrúar. Halla Gunnlaugsdóttir, Ásta Þórunn Þráinsdóttir, Gunnlaugur Þráinsson, Erla Margrét Haraldsdóttir, afa- og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.