Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 54. TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Takt u en ga áhæ ttu v ið v erk lega r fra mkv æm dir Þar finn ur þ ú m eist ara og fagm enn til v erk sins Samtök iðnaðarins Bolla og aftur bolla Sígildar uppskriftir fyrir bolludaginn | Daglegt líf Bílar og Íþróttir í dag MIKIÐ var um dýrðir á Austurvelli í gær- kvöldi þegar Vetrarhátíðin í Reykjavík var sett þar með pomp og prakt. Þeim fjölmörgu sem mættu á staðinn var boðið upp á suðupott með leik, dansi og tónlist og ljós í öllum regn- bogans litum lýstu upp skammdegið. Atriði hátíðarinnar skipta hundruðum og sérstök áhersla er lögð á Laugardalinn. Hátíðinni lýk- ur á sunnudag. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Vetrarhátíðin sett ALÞJÓÐA matsfyrirtækið Moody’s staðfesti fyrir þremur vikum láns- hæfismat ríkissjóðs, AAA, sem er hæsta einkunn fyrirtækisins. Krist- in Lindow, annar af sérfræðingum Moody’s sem sjá um lánshæfismatið fyrir Ísland, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að fyrirtækið hefði ekki séð ástæðu til að breyta horfum á lánshæfismati ríkissjóðs þá og væri enn þeirrar skoðunar. „Við erum með hærra lánshæfismat fyrir ríkissjóð Íslands en matsfyr- irtækið Fitch, og við sjáum enga ástæðu til að breyta horfum á því,“ sagði Lindow. Lindow segir að skuldir ríkissjóðs séu mjög litlar um þessar mundir og staðan sé því sterk til að takast á við hugsanleg skakkaföll. Ríkissjóður stæði til að mynda mun betur að vígi en árið 1999, þegar tímabundnir erf- iðleikar steðjuðu að. „Við teljum harla litlar líkur á því að ábyrgðir muni falla á ríkissjóð vegna skulda bankanna, því þeir standa það vel að vígi,“ segir Lindow. Stöðugar horfur fyrir bankana Matsfyrirtækið Fitch Ratings staðfesti í gær lánshæfismat sitt á íslensku viðskiptabönkunum þrem- ur, Kaupþingi banka, Landsbanka og Íslandsbanka og svo Straumi- Burðarási. Segir í tilkynningu frá Fitch að horfur á lánshæfismati bankanna séu stöðugar þrátt fyrir að lánshæfismat ríkissjóðs vegna skuldbindinga í innlendri og er- lendri mynt hafi verið staðfest með breyttum horfum, úr stöðugum í neikvæðar, síðastliðinn þriðjudag. Mikil umfjöllun var um veikingu íslensku krónunnar í erlendum fjöl- miðlum í gær í kjölfar tilkynningar Fitch frá því á þriðjudag. „Gjaldeyr- isórói á Íslandi breiðist út“ stóð í fyrirsögn á vef Berlingske Tidende. „Gengiserfiðleikar á Íslandi hafa víðtæk áhrif,“ sagði á vef norska sjónvarpsins og „Hrun krónunnar hefur áhrif á heimsvísu,“ sagði í fyr- irsögn Financial Times. Sumir fjölmiðlar gengu mun lengra í fyrirsögnum sínum; „Ís- landsskipið laskast, öll rauð viðvör- unarljós blikka á Íslandi,“ sagði norska Dagbladet og „Ísland á barmi kreppu,“ stóð í fyrirsögn á forsíðu Dagens Næringsliv. Gengi krónunnar styrktist um 1,0% í gær, eftir að það lækkaði um tæp 2% í fyrradag og tæp 4,5% dag- inn þar áður. Hlutabréf hækkuðu einnig í gær. Úrvalsvísitalan hækk- aði um 3,0% en hún lækkaði um 1,9% í fyrradag og um 3,3% á þriðjudag. Moody’s ósamstiga Fitch                                            ! !"               #$%& # Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is  Moody’s stendur við | 6  Fitch Ratings staðfestir | 14 Onitsha, Lagos. AP, AFP. | Fullyrt er að kristnir menn í borginni Onitsha í suðausturhluta Nígeríu hafi drepið að minnsta kosti áttatíu manns und- anfarna tvo daga og ræðir þar fyrst og fremst um múslíma. Ofbeldið tengist birtingu skopmynda af Mú- hameð í dagblöðum á Vesturlöndum en morðin í Onitsha koma í kjölfar þess að á fjórða tug kristinna manna týndi lífi er múslímar í norðurhluta Nígeríu efndu til óeirða vegna skop- myndanna um síðustu helgi. Tals- menn Borgararéttindasamtakanna, CLO, sem aðsetur hafa í Lagos, greindu frá því að þeir hefðu talið a.m.k. áttatíu lík á götum Onitsha. „Þetta var mikið blóðbað og allir réttsýnir menn hljóta að fordæma það. Lík manna lágu á víð og dreif um götur Onitsha,“ sagði Emeka Umeh, fulltrúi CLO. Sagði hann að hinir látnu hefðu verið brytjaðir niður með sveðjum og hnífum, verið barðir til óbóta með kylfum og í sumum tilfellum skotnir til bana. Heilt íbúðarhverfi múslíma mun hafa verið brennt til grunna. Blóðbaðið í Onitsha hófst á þriðju- dag en þá mun orðrómur hafa borist um bæinn eins og eldur í sinu að tveir flutningabílar fullir af líkum kristinna manna, sem drepnir hefðu verið í óeirðunum sem brutust út meðal múslíma norðar í landinu, væru komnir til bæjarins. Blóðug átök í Nígeríu Skopmyndamálið hefur leitt til morðbylgju í landinu Bagdad. AP. AFP. | Á annað hundrað manns hefur látið lífið í óöldinni í Írak eftir að Gullna moskan, einn mesti helgistaður sjíta, var stórskemmd í sprengingu. Jalal Talab- ani, forseti landsins, skoraði í gær á lands- menn að halda friðinn og sagði, að brytist út borgarastyrjöld milli sjíta og súnníta, myndi sá eldur eng- um eira. Viðræður um myndun nýrrar ríkis- stjórnar helstu fylk- inganna, sjíta, súnn- íta og Kúrda, eru farnar út um þúfur en helstu stjórnmála- samtök súnníta hafa hætt þátttöku í þeim vegna ástandsins í landinu. Tóku súnnítar heldur ekki þátt í neyðarfundi, sem Talabani boðaði til í gær, en á honum var óttinn við borgarastríð í Írak helsta umræðuefnið. „Ástandið er ískyggilegt og um annað var ekki talað á fundinum. Kviðu margir því, sem kynni að gerast á morgun,“ sagði Mah- mud Othman, einn kúrdísku fulltrúanna. Átti hann þá við föstudagsbænirnar en oft hefur soðið upp úr að þeim loknum. Nokkru síðar var tilkynnt, að útgöngubannið, sem verið hefur í Bagdad á nóttunni, myndi gilda í dag og fram undir kvöld. Það þótti góðs viti er sjítaklerkurinn Muqtada al-Sadr skoraði í gær á sjíta og súnníta að hætta hjaðningavígum en á hinn bóginn hótuðu sjö skæruliðasamtök súnníta að svara árásum sjíta í sömu mynt. Á annað hundrað liggur í valnum Tölur um mannfall eru mjög á reiki en í gær var það að minnsta kosti komið vel á annað hundraðið. Meðal þeirra voru 47 súnnítar, sem fundust skotnir innan um 10 brennandi bíla fyrir suðaustan Bagdad, og þrír fréttamenn Al-Arabiya-sjónvarps- stöðvarinnar. Ástandið í Írak veldur áhyggjum víða og Bandaríkjastjórn, Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar leggja hart að írösk- um leiðtogum að stilla til friðar. Útgöngu- bann í Bagdad Stjórnvöld óttuðust að upp úr syði eftir föstudagsbænir  Árás á sjíta | 16 Ungur sjíti með gullið sitt, byssu úr plasti. Bílar | Kia Rio er aflmesti dísilsmábíllinn  Yamaha spilar út trompum  Nýr Porsche 911 frumsýndur Íþróttir | Heiðar bestur í janúar  Þórey Edda skoðar ýmsa kosti  Njarðvík skoraði aðeins 51 stig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.