Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 18
TEPPI Á STIGAHÚS - got t verð - komum og gerum verðtilboð Sædýraskinn og sjórekin lík www.sjominjasafn.is SAFNANÓTT Á GRANDANUM 20:00 & 21:00 Sædýraskinn Tískusýning 22:00 Sjórekin lík Terry Gunnel þjóðfræðingur Safnið er opið til kl. 01:00 Sjómin jasafn ið í Reyk jav ík Ósk alö g s jóm ann a Hrunamannahreppur | Bænd- urnir í Birtingaholti I í Hruna- mannahreppi, Marta Jónsdóttir og Ragnar Magnússon, buðu gestum í svokallað „opið fjós“ um helgina. Þau reka eitt af nýju hátæknifjósunum sem byggð voru í hreppnum á síð- asta ári, fjós sem tekur 120 kýr og er með tvo mjaltaþjóna. Fjöldi fólks kom til að skoða. Meðal þeirra var Matthías Veig- ar Ólafsson sem lét fara vel um sig í kálfastíunni á meðan full- orðna fólkið skoðaði tæknina. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Rólegt í kálfastíunni Fjós Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmunds- dóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi- @mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Nýr formaður Heimis | Jón Sigurðs- son frá Reynistað var kjörinn formaður Karlakórsins Heimis í Skagafirði á aðal- fundi kórsins. Páll Dagbjartsson, skóla- stjóri í Varmahlíð, gaf ekki kost á sér áfram. Kemur þetta fram á skagafjordur.com. Aðrir í stjórn Heimis voru kjörnir Ingi- mundur Guðjónsson, Jón Hallur Ingólfs- son, Gunnar Sandholt og Gísli Árnason en þeir eru allir búsettir á Sauðárkróki. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Virkjun eða verndun | Skjálfandafljót, Suðurá, Svartá: Náttúra, verndun, virkjun, er yfirskrift ráðstefnu sem efnt verður til í Kiðagili í Bárðardal nú á sunnudag, kl. 14. SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norð- urlandi, efna til ráðstefnunnar. Markmið ráðstefnunnar er að ræða um náttúru á þessum slóðum og kynntar verða hugmyndir um þjóðgarð norðan Vatnajök- uls og virkjun í Skjálfandafljóti. Fyrirlestra flytja Árni Hjartarson, jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum, um jarðfræði og vatnafar á slóðum Skjálfandafljóts og Suðurár; Sigurður Á. Þráinsson, deildar- stjóri í umhverfisráðuneytinu, um áform stjórnvalda um þjóðgarð norðan Vatnajök- uls og áhrif í Bárðardal og fulltrúi félagsins Hrafnabjargavirkjun hf. um áform um virkjun í Skjálfandafljóti. Listahátíð í Ozon | Lista- og menning- arhátíð unglinga í félagsmiðstöðinni Ozon verður haldin í félagsheimilinu á Hólmavík næstkomandi laugardag klukkan 20. Þetta er orðin árlegur viðburður í menningarlíf- inu á Ströndum og er um leið ein helsta fjáröflun félagsmiðstöðvarinnar. Einar Már Guðmundsson rithöfundur verður aðalgestur kvöldsins. Mun hann lesa úr verkum sínum og spjalla við gesti. Fjöldi annarra listamanna kemur fram. Lónsflæðum og sér yfir til Tjörnes- fjalla sem Keldhverfingar kalla Vest- urfjöll. Ekki þarf að minna á að í hinum enda sveitarinnar er Þjóðgarðurinn í Jökulsársgljúfrum með sínum fjöl- breyttu náttúrufyrirbærum eins og Ásbyrgi, Hljóðaklettum og Dettifossi. JÓNMUNDUR Guðmarsson, bæj- arstjóri á Seltjarnarnesi, lýsti fegurð- inni við Víkingavatn í viðtali við Morgunblaðið nýlega. Myndin sem blaðið fékk senda úr Kelduhverfi ætti að staðfesta orð hans. Myndin er tekin steinsnar vestan við Víkingavatn, frá svokölluðum Ljósmynd/Óli Halldórsson Vetrarfegurð í Kelduhverfi Hallmundur Krist-insson var á sjö-unda áratug síð- ustu aldar er hann var á ferð niður með Jökulsá og leit ógnarlegan Dettifoss augum: Vofir háski yfir oss ennþá gerast dramar. Þeir sem detta í Dettifoss detta aldrei framar. Á þessum árum tók hann þátt í uppfærslu Leikfélags Akureyrar á Munkunum á Möðruvöll- um og gerði sér að leik að yrkja um alla í sýning- unni. Síðasta vísan var svona: Þá er bara eftir einn innan úr Leirunum; náungi sem nefnist Hreinn nema í eyrunum. Þá kemur ein eftir Dav- íð Hjálmar Haraldsson limrusmið: Þótt bjartsýni best sé í hófi ég bráðum lýk embættisprófi og helst kýs þá starf er hagleiks við þarf, á höggstokknum mælti Jón bófi. Að detta í Dettifoss pebl@mbl.is Siglufjörður | Gísli Rúnar Jónsson hjá Suðurleiðum sagði, í samtali við Morgun- blaðið, það vera alrangt að fyrirtæki hans hafi fengið aukastyrk frá ríkinu til að nið- urgreiða rútuverð á leiðinni Siglufjörður– Sauðárkrókur þegar flug til Siglufjarðar hafi verið lagt af á sínum tíma. Fram hefur komið í Morgunblaðinu að miðaverð á þessari leið hafi hækkað um 260% eftir að nýr sérleyfishafi tók við leið- inni en hann rakti hækkunina til þess að Suðurleiðir hafi fengið umræddan styrk. Gísli segir að eftir útboðið hafi nýr leyf- ishafi fengið leyfið á þeim forsendum að hann teldi sig þurfa lægstu greiðsluna frá ríkinu, greiðslu sem væri ekkert annað en styrkur. Hann sagði að núverandi leyfis- hafi væri að slá ryki í augu neytenda með því að segja að engin raunveruleg hækkun hafi verið á miðaverði. Fengu ekki aukastyrk til niðurgreiðslna Fljótsdalshérað | Níu gefa kost á sér í opnu prófkjöri Framsóknarflokksins á Fljótsdalshéraði sem haldið verður 11. mars nk., segir í fréttatilkynningu. Það eru Anna Sigríður Karlsdóttir í 2.–4. sæti, Arngrímur Viðar Ásgeirsson í 1.–3. sæti, Björn Ármann Ólafsson í 1. sæti, Elva Dröfn Sveinsdóttir í 4.–6., Gunnhildur Ingvarsdóttir í 2.–4. sæti, Helga Þórarins- dóttir í 5.–6. sæti, Jónas Guðmundsson í 3.–4. sæti, Páll Sigvaldason í 1.–3. sæti og Unnur Inga Dagsdóttir í 2.–4. sæti. Prófkjörið fer fram í sal framsóknar- félaganna á Egilsstöðum og geta fé- lagsmenn kosið, ásamt stuðningsmönnum. Framsóknar- menn halda prófkjör ♦♦♦ Hafnarfjörður | Samningur Verkalýðs- félagsins Hlífar í Hafnarfirði og Launa- nefndar sveitarfélaga fyrir hönd Hafnar- fjarðarbæjar hefur verið samþykktur í almennri atkvæðagreiðslu. Atkvæði greiddu 162 félagsmenn sem eru 42% af þeim sem eru á kjörskrá. Já sögu 146 eða liðlega 80%, en 15 sögðu nei. Hlíf samþykk- ir samninga ♦♦♦       Dýrin í Árskóla | Tíundi bekkur Árskóla á Sauðárkróki sýnir um þessar mundir leik- ritið Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjorn Egner. Það hefur heyrst að sýningin sé í alla staði glæsileg og sennilega allra flott- asta skólasýningin til þessa, segir á frétta- vefnum skagafjordur.com. Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson leikstýrir. Frumsýning var fyrr í vikunni en verkið verður sýnt áfram, sýning er í kvöld og næstkomandi sunnudag.   

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.