Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Flestir hafa nú áttað sig á þvíað skattbyrði hefur aukistmikið á Íslandi á síðustuárum, en ekki lækkað eins og stjórnvöld hafa haldið fram. Þó er fjármálaráðherra landsins enn að fullyrða að skattar hafi lækkað, meðal annars í fréttatilkynningum frá ráðuneytinu undir fyrirsögninni „Skattar hafa lækkað“ (dags. 27. janúar sl. og aftur 6. febrúar). Öll venjuleg gögn um skattbyrði sýna mikla aukningu á síðustu árum. Öll fyrri met í skattbyrði hafa í reynd verið slegin síð- an 1996. Þessa sögu segja hagskýrslur frá Hagstofu Íslands, Þjóðhagsstofnun (með- an hennar naut við), OECD, Alþjóðabank- anum og jafnvel tölur í ritinu „Þjóðarbúskap- urinn“ sem fjár- málaráðuneytið sjálft gefur út. Gegn öllum þessum aðilum stefnir ráðuneytið, í ofangreindum frétta- tilkynningum, skálduðum reikni- dæmum, sem eiga að sýna að skatt- ar hafi lækkað í einhverjum tilvikum. Þar beitir ráðuneytið talnabrellum og hagræðir for- sendum til að snúa veruleikanum á haus. Ráðuneytið skáldar þannig „niðurstöður“, m.a. með því að bera saman skattbyrði ólíkra ára án tillits til verðlags- eða tekjubreytinga. Horft er einnig framhjá áhrifum af rýrnun skattleysismarka á skatt- byrðina. Þó einstaka dæmi um lækkun skatta megi finna þegar meðalskattbyrði fjöldans hækkar virðist þetta vera vísvitandi tilraun til blekkinga hjá ráðuneytinu (sjá nánar grein Ólafs Ólafssonar, Pét- urs Guðmundssonar og Einars Árnasonar í Mbl. 7. febrúar). Til að halda til haga staðreyndum um skattamál verður sýnt hér yfirlit um þróun heildarskattheimtu á Ís- landi á mynd 1. Einnig er sýndur samanburður á þróun skattheimtu á Íslandi og í OECD-ríkjunum á myndum 2 og 3. Gögnin koma frá viðurkenndum innlendum og erlendum hagsýslustofnunum og endurspegla einungis alþjóðlega viðurkennda mælikvarða á heild- arskattbyrði eins og hún er í reynd. Á mynd 1 má sjá með skýrum hætti hvernig heildarskattheimtan hefur aukist á síðustu árum. Hvert ár frá og með 1997 er metár í heild- arskattbyrði frá stofnun lýðveld- isins árið 1944. Ef frá er talið árið 1988, sem kom í kjölfar „skattlausa ársins“ svokallaða, þá er árið 1999 metár hvað snertir mesta aukningu skattbyrðar á einu ári, allar götur frá 1965. Árið 2004 var einnig mikil aukning. Aukningin er bæði hjá ríki og sveit- arfélögum, meiri þó hjá sveitarfélög- unum, enda hafa stór verkefni (eins og rekstur grunnskól- ans) verið færð til þeirra. Ríkisstjórn hvers tíma setur ramma um skattheimtuna og ber á henni alla ábyrgð. Þegar Davíð Oddsson yfirgaf stjórnmálin á seinni hluta síðasta árs leit hann til baka og rifjaði upp feril sinn og mat árangur í lands- málunum, meðal annars í Morg- unblaðinu. Sagðist hann við það tækifæri vera hvað ánægðastur með skattalækkanir þær sem rík- isstjórnir hans hefðu framkvæmt. Allir viðurkenndir mælikvarðar á skattbyrði sýna þvert á móti að rík- isstjórnir hans frá 1995 hafa slegið öll met í aukningu skattbyrð- arinnar. Lækkun skattaálagningar sem ríkisstjórnin framkvæmdi með annarri höndinni var mun minni en hækkunin sem hún framkvæmdi með hinni (rýrnun skattleysismarka og barna- og vaxtabóta). Á valda- tíma núverandi ríkisstjórnar hefur nettó heildarskattbyrði farið úr um 33% af landsframleiðslu í rúmlega 41%. Þetta er hækkun sem leggst einkum á heimilin því skattar á fyr- irtæki voru vissulega lækkaðir. Davíð Oddsson og hjálpark hans eru því stórtækustu sk heimtukóngar lýðveldisins. Hægri ríkisstjórn jók skattbyrði meira en alla vinstri stjórnir Í þjóðmálaumræðu hér á oft haft á orði að vinstri rík- isstjórnir hneigist meira til skattbyrði almennings en h stjórnir og er þá oftast átt v vinstri stjórnir séu stjórnir töku Sjálfstæðisflokksins. T vinstri stjórnir eru hvað na aðastar frá tímabilinu eftir þ.e. ríkisstjórn Ólafs Jóhan essonar sem sat frá 1971 til stjórn Steingríms Hermann er sat frá 1988 til 1991. Eins og sjá má af mynd 1 skattbyrði í stað (um 32%) f til 1975 (þ.e. þann tíma sem vinstri stjórnarinnar á skat una gætti mest), eftir að ha að nokkur frá 1971 til 1972. unum 1989 til 1991 jókst skattbyrðin nokkuð (um tæ %-stig) er áhrifa stjórnar S gríms Hermannssonar gæt aukning var þó ekkert í líki aukninguna sem varð á stjó artíma Davíðs Oddssonar, t 1996 til 1999 (aukning um 5 Frá 1991 til 1995 lækkaði sk byrðin lítillega. Árið 1988 var staðgreiðsl skatta tekið upp í kjölfar „s lausa ársins“ og er því ekki bera mikla aukningu sem þ saman við önnur „venjulegr hún hlýtur hins vegar að te ábyrgð ríkisstjórnar Þorste Pálssonar sem sat frá 1987 hluta árs 1988. Ríkisstjórn Gunnars Tho Heimsmet í hækkun s ’Niðurstaða OECDsú, að skattbyrði á Íslandi hafi aukist m meira en í nokkru öðru vestrænu ríki frá 1995 til 2004.‘ Stefán Ólafsson Eftir Stefán Ólafsson SAMSKIPTIN VIÐ BRETLAND Samskipti Íslands við Bretland,sem Halldór Ásgrímsson for-sætisráðherra ræktar nú með opinberri heimsókn sinni þangað, standa á gömlum merg. Bretland er eitt af okkar næstu nágrönnum, við- skipti landanna hafa alla tíð verið mikil og Ísland var um aldaskeið á brezku áhrifasvæði, þrátt fyrir dönsk yfirráð. Ísland naut fyrr á öld- um óbeinnar verndar brezka flotans á stríðstímum og fáum blandast hug- ur um að brezka hernámið í seinna stríði var margfalt betri kostur en að Hitler legði Ísland undir sig. Þessar nágrannaþjóðir hafa þó líka eldað grátt silfur saman, ekki sízt í þorskastríðunum á síðustu öld. Þeim átökum lauk með friðsamlegu samkomulagi, þar sem hagsmunir Íslands voru tryggðir. Í dag eru fá deilumál í samskiptum Íslands og Bretlands nema ef vera skyldi friðsamleg þjóðréttardeila um yfirráð á Rockall-svæðinu. Bret- land er áfram eitt af okkar helztu viðskiptaríkjum og Bretar eru meðal þeirra þjóða, sem eru fjölmennastar í hópi erlendra ferðamanna hér á landi. Síðast en ekki sízt er Bretland nú vettvangur umfangsmestu er- lendu fjárfestinga íslenzks við- skiptalífs. Íslenzk fyrirtæki, Baugur Group þar fremstur í flokki en jafn- framt t.d. bankar, skipafélög, flug- félög, útgerðarfyrirtæki og mat- vælaframleiðslufyrirtæki hafa gert sig gildandi í brezku viðskiptalífi. Ís- lenzkir listamenn, einkum og sér í lagi tónlistarmenn og leikarar, hafa enn fremur numið land í brezku menningarlífi. Íslenzkir knatt- spyrnumenn leika með brezkum fé- lagsliðum. Fjöldi Íslendinga býr því og starfar í Bretlandi. Þessi þróun hefur enn eflt tengsl ríkjanna. Í utanríkismálum eiga Ísland og Bretland samleið. Ríkin starfa sam- an í Atlantshafsbandalaginu og eiga þar að ýmsu leyti svipaðra hags- muna að gæta. Í samtölum þeirra Halldórs Ásgrímssonar og Tonys Blair kom fram að brezki forsætis- ráðherrann styddi það að varnir á Norður-Atlantshafi væru traustar og með svipuðum hætti og í öðrum NATO-ríkjum. Bretar eru mikil- vægur bandamaður í varnarmálum, ekki sízt vegna náinna tengsla sinna við Bandaríkin og svipaðra skoðana á þróun NATO og íslenzk stjórnvöld hafa. Í Evrópumálum eiga Ísland og Bretland að ýmsu leyti líka samleið. Þótt ríkin hafi valið þar ólíkar leiðir; Bretland gengið í Evrópusambandið en Ísland láti sér samninginn um Evrópska efnahagssvæðið duga, hafa löndin svipaðar skoðanir á þró- un Evrópusamstarfsins og kjósa að þar sé miðstýring sem minnst, en sjálfræði einstakra ríkja sem mest. Bretar eru því mikilvægir banda- menn innan Evrópusambandsins, í samskiptum Íslands við það, og lík- legir til að sýna íslenzkum sjónar- miðum skilning. Af öllum þessum ástæðum er mik- ilvægt að rækta samskiptin við Bret- land og að íslenzkir stjórnmálamenn eigi sem nánust samskipti við starfs- systkini sín þar í landi. GILDI NÝSKÖPUNAR Nýsköpunarverðlaun forseta Ís-lands voru veitt í gær. Mark- mið þeirra er að útvega nemendum sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni og stuðla að nýsköpun eins og nafn þeirra gefur til kynna. Nýsköpun er mikilvæg í hverju þjóðfélagi ætli það sér að standa í fremstu röð. Fyrirtæki á borð við Marel, Össur og Íslenska erfðagreiningu byggja á þeim krafti, sem býr í nýsköpun, hvert á sínu sviði. Undirstaða þeirra og viðgangur er fólginn í því að ungt fólk sé hvatt til dáða. Nýsköpunarverðlaunin fengu að þessu sinni Jón Steinar Garðarsson Mýrdal og Sigurður Örn Aðalgeirs- son fyrir nýja tækni sem þeir hafa þróað til að lina þjáningar við íþróttameiðsl. Þeir stunda báðir nám við Háskóla Íslands, Sigurður Örn í rafmagnsverkfræði en Jón Steinar í eðlisfræði. Alls voru fjögur verkefni tilnefnd til verðlaunanna. Reynir Scheving, nemi í lyfjafræði við Háskóla Ís- lands, var tilnefndur fyrir verkefnið Silíkon sem burðarkerfi fyrir lífvirk efni, Bjarki Már Karlsson, MA- nemi í íslenskum fræðum við Há- skóla Íslands, fyrir verkefnið Uni- code tölvuletur fyrir íslensk og fær- eysk fræði og Andri Mar Jónsson og Ágúst Hlynur Hólmgeirsson, sem báðir stunda nám í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík, fyrir verkefnið Eve-Mobile – Fjaðurvigt- arviðmót á leikinn EVE-online. Eins og kemur fram í frétt í Morgunblaðinu í dag segir í rök- stuðningi dómnefndar að mjög erf- itt hafi verið að velja á milli verk- efnanna fjögurra en þegar upp var staðið hefði valið byggst á nýsköp- unargildi verkefnisins og hagnýt- ingarmöguleikum þess. Taldi dóm- nefndin Jón Steinar og Sigurð Örn hafa þróað verkefni, sem uppfyllti þessi skilyrði best en mikið væri horft til nýsköpunargildisins. Sú tækni, sem verkefnið byggist á, væri líklegri til að ná víðari út- breiðslu en hin verkefnin. Tæknin gæti mögulega komið í stað kæli- poka til að lina sársauka við íþrótta- meiðsl. Viðurkenningar á borð við ný- sköpunarverðlaunin eru góðs viti, en það þarf einnig að hafa í huga að góða hugmynd getur dagað uppi á torfærri leið á markaðinn. Í Þýska- landi hefur verið fjallað um að þar verði til margar hugmyndir, en iðu- lega séu þær útfærðar annars stað- ar. Það er nauðsynlegt að hlúa að nýsköpun, en einnig þarf að búa til umhverfi, sem auðveldar ungum of- urhugum að koma hugmyndum sín- um í verk. Veittar verða 87 milljónir króna íaukið umferðareftirlit lögreglu áþjóðvegum landsins í ár. Þettakemur fram í samningi sem fulltrúar samgönguráðuneytis, Umferðar- stofu og Ríkislögreglustjóra undirrituðu á blaðamannafundi á Reykjalundi í gær. Í samningnum er m.a. kveðið á um aukið eft- irlit lögreglu með hraðakstri, bílbeltanotkun, akstri undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Mun aukið umferðareftirlit lögreglunnar verða á þjóðvegum landsins og ná yfir tíma- bilið frá maí fram í september, en áfengiseft- irlitið mun fara fram allt árið, hvar sem er á landinu, Í fyrrasumar var gerður samskonar samn- ingur milli Umferðarstofu og Ríkislögreglu- stjóra sem þótt hefur gefa það góða raun að ástæða sé til að halda samstarfinu áfram. Þannig kom á fundinum t.a.m. fram í máli Einars Magnúsar Magnússonar, upplýsinga- fulltrúa Umferðarstofu, að samkvæmt tölum slysaskráningar Umferðarstofu varð tölu- verð fækkun slysa á þjóðvegum á þeim þremur mánuðum sem eftirlitið var aukið í fyrra í samanburði við meðaltal fimm ára á undan. „Það er alveg ljóst að hversu mikið sem við bætum vegakerfið, sem við erum að gera, þá eru það ökumennirnir sjálfir sem við þurfum að beina sjónum okkar að. Aðstoða ökumenn, unga sem eldri, við það að fara að lögum í umferðinni,“ sagði Sturla Böðvars- son, samgönguráðherra, og minnti á að sú nýbreytni var tekin upp í samgönguáætlun 2005 sem gildir til 2008 að í henni felst einnig umferðaröryggisáætlun. Benti hann á að á gildistíma samgönguáætlunarinnar mundi samgönguráðuneytið verja ríflega einum og hálfum milljarði króna til eflingar á umferð- aröryggi eða 385 milljónum kr. á ári. Við undirritun samningsins afhenti sam- gönguráðherra Haraldi Johannessen, ríkis- lögreglustjóra, tvo öndunarsýnamæla og tölvubúnað sem gerir lögreglu kleift að mæla á staðnum áfengismagn í öndunarlofti öku- manna sem grunaðir eru um ölvun við akst- ur. Á þessu ári er gert ráð fyrir kaupum á fjórum slíkum öndunarsýnamælum til við- bótar v framt g á sex r nefndu lögregl keypt v Hara sagðist sýna á hann g myndi 87 milljónum krón í aukið umferðare Sturla Böðvarsson afhendir Haraldi Johannessen tvo n Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.