Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SUNNUDAGINN 26. febrúar næstkomandi verður grunn- og fram- haldsnám við Háskóla Íslands kynnt með veglegum hætti í skólanum. Ein- stakt tækifæri gefst til að kynnast því grósku- mikla og fjölbreytta námi sem í boði er við skólann. Fjölmargar nýjar námsleiðir bjóð- ast ekki síst á vettvangi framhaldsnámsins sem hefur vaxið hvað hrað- ast á síðustu árum. Í fé- lagsfræðinni er boðið upp á meistara- og doktorsnám og hefur fjöldi nemenda útskrif- ast með meistarapróf á síðustu misserum. Á hausti komandi verður í fyrsta sinn mögulegt að taka sjálfstætt dipl- ómanám í félagsfræði til 15 eininga að loknu BA-prófi eða sambærilegu háskólaprófi. Námið er einkum ætlað þeim sem ekki eru tilbúnir að fara í fullt meistaranám en vilja bæta við sig styttra námi á tilteknum sviðum. Námið gegnir einnig hlutverki end- urmenntunar fyrir þá sem þegar eru á vinnumarkaði. Hægt er að fá námið metið að fullu inn í meistaranám í fé- lagsfræði. Námsleiðirnar endur- spegla áherslur félagsfræðinnar í bæði grunn- og framhaldsnáminu en þær samanstanda af þremur nám- skeiðum á tilskildum efnissviðum. Boðið verður upp á diplómanám í af- brotafræði, atvinnulífsfræði, fjöl- miðlafræði og rannsóknaraðferðum félagsvísinda. Miðað er við að náminu ljúki á einu skólaári. Markmið diplómanáms í afbrota- fræði er að veita nemendum fræði- lega og hagnýta þekkingu á sviði af- brota og frávikshegðunar. Námið er einkum ætlað þeim sem vinna við eða hafa áhuga á að starfa á þessum vett- vangi. Fræðilegar skýringar á eðli og umfangi afbrota eru greindar og sjónum beint að þeim aðilum sem hafa með meðferð og af- greiðslu hegningar- lagabrota í stjórnkerf- inu sjálfu að gera, s.s lögreglu, ákæruvaldi og viðurlagakerfi. Atvinnulífsfræði Markmið diplóm- anáms í atvinnulífs- fræði er að veita nem- endum fræðilega og hagnýta þekkingu á sviði vinnumarkaðs- og vinnuumhverfismála. Námið veitir nem- endum innsýn í það sem ber hæst í umræðu um þróun, skipulag og stjórnun vinnu. Fjallað er um stað- bundinn og hnattrænan vinnumark- að, alþjóðavæðingu vinnuaflsins, „góða“ og „slæma“ vinnustaði og tengsl vinnu og lýðheilsu. Námið gagnast m.a. nemendum sem hafa áhuga á stjórnun, starfsmanna- heilsuvernd og almennri stefnumót- un á sviði vinnuumhverfis- og vinnu- markaðsmála. Fjölmiðlafræði Markmið diplómanáms í fjölmiðla- fræði er að veita nemendum fræði- lega og sögulega innsýn í hlutverk og eðli boðskipta og fjölmiðla í nútíma- þjóðfélagi. Námið á að höfða til allra sem vilja auka skilning sinn á hlut- verki fjölmiðla í þjóðfélaginu. Ekki síst er námið ætlað starfandi blaða- og fréttamönnum sem hér býðst að fást við rannsóknaniðurstöður og fræðilegar kenningar um starfsvett- vang sinn. Rannsóknaraðferðir félagsvísinda Markmið diplómanáms í rannsókn- araðferðum félagsvísinda er að veita nemendum fræðilega og hagnýta þekkingu á sviði rannsóknaraðferða og aðferðafræði félagsvísinda. Námið er einkum ætlað þeim sem áhuga hafa á að efla færni sína í vinnubrögð- um sem gilda í rannsóknarstarfi og hagnýtum störfum. Tilgangur diplómanámsins Tilgangur diplómanámsins er að auka fjölbreytni námsleiða á fram- haldsstigi í félagsfræði. Mikil spurn hefur verið eftir framhaldsnámi á þeim sviðum sem diplómanámið tek- ur til. Áhuginn kemur bæði frá nem- endum sem lokið hafa BA-námi í fé- lagsfræði og nemendum úr öðrum greinum. Er það von okkar að dipl- ómanámið komi til móts við sívaxandi þörf á sérhæfðu og sveigjanlegu námi sem nútímasamfélagið óneitanlega kallar á. Nánari upplýsingar um námið er hægt að nálgast á heimasíðu félagsfræðiskorar. Nýtt diplómanám í félagsfræði á meistarastigi Helgi Gunnlaugsson fjallar um diplómanám við félagsfræðiskor HÍ ’Á hausti komandi verð-ur í fyrsta sinn mögulegt að taka sjálfstætt diplómanám í félagsfræði til 15 eininga að loknu BA-prófi eða sambæri- legu háskólaprófi.‘ Helgi Gunnlaugsson Höfundur er formaður félagsfræðiskorar Háskóla Íslands. NÚ SEM aldrei fyrr skiptir máli að þeir sem berjast gegn stytting- aráformunum á námi til stúdents- prófs haldi þræði og lyfti því fram í sínum málflutningi sem eru aðal- atriði þessa máls. Gagnlegt er í því sambandi að fara gegn- um gögn bæði hjá menntamálaráðuneyt- inu og Kennarasam- bandinu. Strax á fyrstu stigum umræðunnar um miðjan 10. áratug síðustu aldar koma fyr- ir tvö meginmarkmið sem einungis að tak- mörkuðu leyti eru sam- rýmanleg. Annars veg- ar voru fagleg mark- mið sem lúta að sam- fellu í námi, sveigjan- leika innan og milli skólastiga og einstaklingsmiðun. Ég þekki engan sem er á móti þessum markmiðum. Hins vegar rekstrarleg markmið sem gera ráð fyrir stytt- ingu og skerðingu sem ekki síðar en árið 2016 ættu að skila okkur fram- haldsskóla sem væri 700 milljónum ódýrari í ársrekstri en sá skóli sem við höfum í dag. Ég þekki marga sem hafa efasemdir um þetta. Öll faglegu atriðin hér að framan kalla á aukna þjónustu skólanna. Það er of- vaxið mínum skilningi hvernig sú aukna þjónusta á að fara fram á skemmri tíma og fást fyrir minna fé en nú tíðkast. Öll fyrirbæri mannlífsins lúta tím- anum. Sjálfur þekki ég ekkert fyr- irbæri sem er jafn rækilega ofurselt tímanum í ógn og dýrð eins og hinir hefðbundnu skólar. Þar er allt tíma- miðað, – skólaár, árgangar, bekkir, annir, mánuðir, vikur, dagar og kennslustundir. Það er engin til- viljun að grunnplaggið sjálft sem allt snýst um í skólum nefnist stunda- skrá. Af þessum ástæðum m.a. er það að þegar einum fjórða hluta af tíma skólans er eytt hefur það áhrif á starfsemi skólanna sem ég við nán- ari umhugsun held að væri rétt að líkja við hamfarir. Aðalreglan verður sú að ef tími íslenskra framhaldsskóla styttist um fjórðung mun öll starfsemi þeirra skerð- ast í svipuðu hlutfalli. Skýrast er þetta hvað varðar nemendafjölda. Ef eitt ár af fjórum er skorið af framhalds- skólum fækkar nem- endum þeirra um sem næst 25%. Um allt land hafa verið byggðir upp öflugir framhalds- skólar á síðustu árum og áratugum. Und- arlega hljóðlátir eru margir þeir sem hart lögðu að sér við þessa uppbygg- ingu nú þegar starfi þeirra er ógnað. Sérstaklega verður mér hugsað til margra hinna fámennari skóla. Ef stytting náms til stúdentsprófs verð- ur að veruleika sýnist mér liggja í augum uppi að dagar þessara skóla eru taldir. Og kannski var leikurinn einmitt til þess gerður. Tvennt var það í fréttum síðustu daga sem tengist umræðunni um styttingu náms til stúdentsprófs og vakti athygli mína. Annars vegar var grein í Morgunblaðinu föstudaginn 17. febrúar þar sem leiddar voru lík- ur að því að slagurinn um stytt- inguna væri tapaður vegna þess að kennarar og forysta þeirra væru ekki samstiga og hins vegar voru þær fréttir að nemendur Mennta- skólans á Akureyri ætluðu að vera fjarverandi frá skóla miðvikudaginn 22. febrúar og nota daginn til að mót- mæla fyrirhugaðri styttingu náms til stúdentsprófs. Seinni fréttin svarar þeirri fyrri. Stytting náms til stúd- entsprófs verður aldrei nema um hana skapist ákveðin lágmarks sátt, – þ.e. að meirihluti nemenda og kennara sé samþykkur grunn- hugmyndinni og hvernig hún verður útfærð. Það er hægt að leggja niður íslenska framhaldsskóla án sam- þykkis nemenda eða kennara. Þar dugar vilji valdhafa. En framhalds- skólanum verður ekki breytt í grundvallaratriðum öðru vísi en að þeir sem eiga að vinna verkið séu við það sáttir. Tímabært er að þessi aug- ljósu sannindi verði viðurkennd. Að lokum þetta. Við sem í þessari baráttu stöndum megum ekki tapa sjónar á því sem skiptir máli. Það er að slá vörð um og sækja fram fyrir framhaldsskóla íslenskra ung- menna. Sú hætta er til staðar að bar- áttan snúist í innihaldslaust karp og meting um hvað hægt sé að hafa óendanlega rétt fyrir sér. Það er í raun hégómi og í þessa gryfju skul- um við ekki falla. Málstaðurinn á betra skilið. Enn um styttingu náms – nokkur aðalatriði Björn Vigfússon fjallar um styttingu náms til stúdentsprófs ’Við sem í þessari bar-áttu stöndum megum ekki tapa sjónar á því sem skiptir máli. Það er að slá vörð um og sækja fram fyrir framhalds- skóla íslenskra ungmenna.‘ Björn Vigfússon Höfundur er kennari við Menntaskólann á Akureyri. NEMENDUR, sem langar að starfa við upplýsingatækni, hafa fjölmörg tækifæri til náms við Há- skóla Íslands. Upp- lýsingatækni sem há- tækniatvinnugrein innifelur þróun og þjónustu hugbún- aðar, vélbúnaðar og fjarskipta. Við viljum byrja á að nefna tvær námsbrautir í upplýsingatækni, rafmagns- og tölvu- verkfræði og hug- búnaðarverkfræði. Verkfræðideild hýsir báðar þessar náms- brautir. Nám í raf- magns- og tölvuverk- fræði miðar meðal annars að því að veita góða undir- stöðuþekkingu í hönnun vélbúnaðar og hugbúnaðar. Hönnun og smíði sér- hæfðs jaðarbúnaðar við tölvur ásamt greining gagna og þróun úrvinnsluað- ferða er einnig stór þáttur í náminu. Með tilkomu nýrrar þekk- ingar á upplýs- ingatækni hefur skör- un hennar við fjarskiptatækni komið æ betur í ljós. Verk- fræðideild hefur kom- ið til móts við þessar breyttu þarfir með því að leggja áherslu á undirstöðuþekkingu í fjarskiptatækni sem nemendur geta sam- tvinnað við upplýs- ingatækni með fjöl- breyttu nám- skeiðsvali. Nám í hugbún- aðarverkfræði eykur þekkingu nemenda á hönnun, for- ritun og prófun hugbúnaðar. Stjórnun hugbúnaðarverkefna er einnig veigamikill þáttur og snýst um að áætla og stjórna mannauði, tíma, fjármagni, greina áhættu og meta afurðir m.t.t. áreiðanleika, ör- yggis, verndar, nytsemi, afkasta- getu o.s.frv. Tölvunarfræði er einnig kennd í verkfræðideild og þriggja ára nám veitir brautskráðum réttindi til að kalla sig tölvunarfræðing. Nám í tölvunarfræði gefur nemendum tækifæri til að kynnast völdum sér- sviðum með valnámskeiðum t.d. í viðskiptafræði, reiknifræði og gagnvirkni. Þannig getur nemandi í tölvunarfræði við verkfræðideild HÍ nýtt sér þann styrk sem skól- inn býr yfir með námsframboði í ellefu deildum. Mikil skörun er á störfum rafmagns- og tölvuverk- fræðinga og tölvunarfræðinga. Við- fangsefni þessara tveggja hópa er um margt líkt. Námsbrautirnar, tölvunarfræði, hugbúnaðarverk- fræði og rafmagns- og tölvuverk- fræði njóta góðs af nábýli við hver aðra í verkfræðideild og bjóða nemendum fjölbreytt nám- skeiðsval. Auk verkfræðideildar bjóða fjór- ar aðrar deildir Háskóla Íslands nemendum tækifæri sem felast í námi í upplýsingatækni. Hjúkr- unarfræðideild býður framhalds- nám í upplýsingatækni í heilbrigð- isvísindum. Viðskiptadeild býður nám til B.S. prófs með áherslu á upplýsingatækni. Hugvísindadeild býður nemendum rannsóknartengt nám í tungutækni og raunvís- indadeild býður nemendum nám í stærðfræði með vali í tölvun- arfræði. Þessar deildir eru allar í samstarfi við verkfræðideild um námið. Starfssvið þeirra sem mennta sig á sviði upplýsingatækni er afar fjölbreytt. Störf geta falist í þróun vírusvarna, leikja, kerfa fyrir fram- leiðslu og verslun, tal- og myndþjónustu, rekstur neta, þróun hugbúnaðar fyrir myndgreiningu til lækninga, þróun raf- eindarása, hönnun vél- búnaðar og jaðarbún- aðar fyrir tölvu og þróun og hönnun fjar- skiptakerfa. Verkefnin eru nánast óþrjótandi, einkum þegar litið er til þess að bæði fyrirtæki og opinber stjórnsýsla gera kröfur um vax- andi ávinning með betri upplýsingamiðlun og þekkingarstjórnun. Við slíkar aðstæður, þar sem þróun tækni, aðferða og umhverfis er ör, má vera ljóst að það nægir engan veg- inn að þjálfa nemendur í einni tækni eða að- ferð. Það má segja að nemendur nýti tímann best í háskóla með því að læra undirstöðu- þekkingu, þjálfa sig í að takast á við breyt- ingar, læra að afla sér þekkingar á sjálf- stæðan hátt, spyrja spurninga, vega og meta valkosti, gagn- rýna o.s.frv. Við í verkfræðideild HÍ bú- um nemendur undir að takast á við fjölbreytt störf í hátæknium- hverfi sem býður ein- staklingum að vaxa og auka við þekkingu sína við sérhvert verkefni. Verkfræði miðar að því að finna hag- kvæmar lausnir á raunverulegum verkefnum. Með lausn raunverulegra verkefna er framtíðarsamfélagi þjónað hvort sem okkur er ætlað að stuðla að bættri heilsu, vakta náttúruna, þjóna verslun, eða efla samskipti. Til viðbótar því að leysa raunveru- leg verkefni, er gerð krafa um að þau séu leyst á hagkvæman hátt. Með einum eða öðrum hætti verð- ur ávinningur lausna, í hvaða gjaldmiðli sem talið er, að vera meiri en kostnaður við gerð þeirra. Verkfræðideild HÍ býður nem- endum samkeppnishæft nám sem veitir góða undirstöðu til að mæta örum breytingum 21. aldarinnar þar sem upplýsingar og hátækni skipa vaxandi sess. Reynsla og þekking sem nemendur afla sér í alþjóðlegu umhverfi verkfræði- deildar HÍ í náinni samvinnu við íslenskt atvinnulíf, gerir þá að eft- irsóttri auðlind. Nánast allar deildir Háskóla Ís- lands bjóða nemendum nám sem samanstendur af þriggja ára grun- námi til B.S/B.A. prófs og tveggja ára framhaldsnámi til meistara- prófs. Stundum er sagt að það taki sprotafyrirtæki 10 ár að sanna sig og 10 ár fyrir einstakling að verða sérfræðingur á einhverju sviði þekkingar. Á sama hátt getum við sagt að það taki nemanda 5 ár að læra í háskóla og síðan 5 ár til við- bótar á vinnumarkaði til að verða góður í sínu fagi. Sunnudaginn 26. febrúar verður námskynning í Háskóla Íslands frá kl. 11–16. Verkfræðideild kynnir námsframboð sitt í Öskju. Nám í upplýsinga- tækni við Háskóla Íslands Ebba Þóra Hvannberg og Jóhannes R. Sveinsson fjalla um nám á háskólastigi Jóhannes R. Sveinsson ’Reynsla ogþekking sem nemendur afla sér í alþjóðlegu umhverfi verk- fræðideildar HÍ í náinni samvinnu við íslenskt at- vinnulíf, gerir þá að eftirsóttri auðlind.‘ Höfundar eru dósentar í verkfræðideild Háskóla Íslands. Ebba Þóra Hvannberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.