Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 31 MINNINGAR ✝ Hansína ÞóraGísladóttir, til heimilis á Hring- braut 94 í Keflavík, fæddist á Kleifár- völlum í Miklaholts- hreppi á Snæfells- nesi 29. október 1926. Hún andaðist að morgni 19. febr- úar síðastliðins eftir stutta legu á sjúkra- húsinu í Keflavík. Hansína var einka- barn þeirra hjóna Sigurborgar Þor- gilsdóttur og Gísla Guðmundsson- ar á Kleifárvöllum og ólst hún þar upp. Árið 1952 réðst Hansína sem matráðskona til mötuneytis fisk- vinnsluhússins FH í Keflavík. Þar kynntist hún tilvonandi eigimanni sínum, Þorkeli Guðmundssyni, f. 5.1. 1927, d. 17.4. 1983, og hóf fljót- lega með honum sambúð á Kleif- árvöllum en þau voru gefin saman 18. maí 1958. Þann sama dag flutt- ust þau búferlum til Keflavíkur, að Hringbraut 94, sem varð heimili þeirra beggja til æviloka. Hansína eignaðist níu börn með manni sín- um. Þau eru: 1) Sigurborg, f. 1952, gift Gunnari Alberti Arnórssyni. Börn þeirra eru Arnór Þorkell, maki Theodóra Mathiesen; Jóhann Bæring, maki Sædís M. Jónatans- dóttir; Hansína Þóra; og Guðrún Hulda. Barnabörn Sigurborgar og Gunnars eru Gunnar Jónas, Thelma Rut, Dagbjört Ósk og Lilja Borg. 2) Svan- ur Gísli, f. 1954. 3) Guðmundur Þorgils, f. 1955, kvæntur Ingibjörgu Guð- mundsdóttur. Börn þeirra eru Harpa Rós Guðmundsdóttir og Sigurrós Eir Guð- mundsdóttir. 4) Þór- unn Ingibjörg Mull- er, f. 1960, gift Steve Allen Muller. Börn þeirra eru Sonja Hanna Muller og Ava Lovísa Muller. 5) Páll Þór, f. 1962, kvæntur Guðrúnu B. Hall- dórsdóttur. Börn þeirra eru Sylvía Dögg og Helga Pálína. 6) Sæmund- ur, f. 1963, kvæntur Sesselju G. Svansdóttur. Börn þeirra eru Aníta Ósk og Svandís Þóra. 7) Þur- íður Árdís, f. 1965, gift Þórði Þor- björnssyni. Börn þeirra eru Guðný, Björg Ásta, Þorbjörn Þ. og Árdís I. 8) Þorkell Hans Þorkels- son, f. 1966, kvæntur May-Lill Þor- kelsson. Börn þeirra eru Ilmur Eir, Benjamín Ýmir og Ylfa Sól. 9) Ól- ína Fjóla, f. 1969, gift Heimi Snorrasyni. Barn þeirra er Tara Ársól. Útför Hansínu verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Jarðsett verður í Fáskrúðsfjarðarkirkjugarði sama dag klukkan 17. Mamma var eins og velflestar mömmur eru og voru, besti bakari í heimi. Randalínur og kleinur, pönnu- kökur og jólakökur, allt bakað eftir dásamlegum uppskriftum sem eng- inn annar kunni og ekki var nokkur leið fyrir aðra að herma eftir. Eina gamla uppskrift – að hamingjuköku – skrifaði hún samt niður. Hún fannst meðal skáldskapar og fróðleiks sem hún hafði skrifað og geymdi í rauðri lausblaðamöppu og er svona: Tveir sléttfullir bollar af þolin- mæði. Ein hjartafylli af kærleika. Slatti af hlátri. Höfuðfylli af skilningi. Vætið örlátlega með góðvild. Látið nóg af trú og blandið vel. Breiðið yfir heila mannsævi. Borið á borð fyrir alla sem þú mætir. Þessa köku var mamma manna best í að baka og þeir voru ófáir sem fengu sneið af henni. Eftirbragðið af henni er stórt bros þegar Hansínu er minnst. Mamma var að upplagi fábrotin sveitastúlka. Hún gekk þrjá vetur í skóla og sýtti það alla tíð að hafa ekki fengið tækifæri til frekari náms. Al- menn sveitastörf, saumaskapur og matseld voru hennar raungreinar. Náttúru- og landafræði voru lærðar eða öllu heldur skynjaðar beint úr umhverfinu og landslaginu á æsku- slóðum hennar. Frá Snæfellsjökli að Hafursfelli og frá Ljósufjöllum niður að Kleifárósum og opnu hafi var kennslustofan hennar. Fagurfræðin var numin beint af vörum Gísla afa sem var vel hagmæltur og um margt fróður og Sigurborgar ömmu sem var annáluð fyrir frábærar hannyrðir. Umönnun og uppeldi og það hjartans tungutak sem því fylgir varð hennar helsta málanám því þó hún væri ein- birni voru Kleifárvellir á þeim tíma sjaldan barnlaus bær.(Hún grobbaði sig samt stundum af því að hafa lært dönsku með því að lesa dönsk blöð.) Börn og unglingar, skyld og vanda- laus sem sum hver dvöldust í mörg ár hjá foreldrum hennar, urðu hennar bræður og systur sem henni var gjarnan falið að líta eftir. Þegar aldur leyfði, tók hún virkan þátt í félagslífi sveitarinnar. Hún söng í kirkjukórnum, starfaði með ung- mennafélaginu og fundaði með kven- félaginu á þeim tíma sem slík félög voru helstu máttarstólpar menning- arlífs þjóðarinnar. Sá ómur sem settist að í sál mömmu á barns- og unglingsárunum á Kleifárvöllum, hljómaði í öllu henn- ar fasi, allar götur síðan. Þegar Ís- lendingar héldu upp á 1100 ára af- mæli Íslandsbyggðar með pompi og prakt og skunduðu á Þingvöll, sat mamma heima og orti óð til heima- byggðarinnar: Ó, Snæfellsnes. Ég hylli þig af hjarta þín heiðblá fjöll og gróðurbeltin fríð, silungsár og svanatjarnir bjartar, sundin blá og fiskislóðin víð. Þar hraustir drengir feng í djúpi finna og fúsar hendur gull og hagsæld vinna. Ó, sveitin mín með fjallafaðminn dýra sem fagurt sjávarband við ströndu ber, og jökulinn sem er þitt djásnið dýra, dimmleit holt og heitan varmahver. Af fjallabrúnum fossar sterkir falla á fyrirheit um nýting orku kalla. Ó, hýra byggð, þú hefur margt að geyma sem heldur minning skýrri í brjósti mér. Og því er sælt að segja „svona er heima“ þó sjálf ég hafi farið burt frá þér. Þín myndin skýr í minni voru lifir og mildur drottinn vaki byggð þinni yfir. Í janúar árið 1952 hleypti hún heimdraganum í fyrsta sinn og fór á vertíð til Keflavíkur að afla lausafjár. Hún var 24 ára með eldrautt krullað hár og sterklega vaxin enda ráðin til að elda ofan í og þjóna til borðs skara af vertíðarkörlum sem þarna gengu sömu erinda og hún sjálf, að fá borgað í beinhörðum peningum en ekki með úttekt í kaupfélaginu. Um miðjan febrúar varð hún ást- fangin af pabba. Hlutirnir gengu samt hratt fyrir sig því í desember sama ár fæddist þeim fyrsta barnið, stúlka skírð Sigurborg í höfuðið á ömmu. Í vertíðarlok hófu þau að búa saman á Kleifárvöllum. Næstu sex ár- in gerði pabbi heiðarlegar tilraunir til að gerast bóndi á milli þess sem hann sótti vertíðir til Keflavíkur. Mamma sat sem fastast á Kleifárvöllum og ól af sér hvert afkvæmið af öðru. 1954 fæddist þeim Svanur Gísli og 1955 Guðmundur Þorgils. Snemma árs 1958 festu þau hjónin kaup á íbúð í Keflavík og fluttu þangað. Á leiðinni suður var gert stutt stopp að prest- setrinu í Söðulsholti í Koleinsstaðar- hreppi þar sem séra Þorsteinn Lúth- er pússaði þau saman í hjónaband á meðan bíllinn og börnin biðu úti. Í Keflavík bjuggu þau sér til heimili í lítilli þriggja herberga íbúð á Hring- braut 94. Mörg af systkinum pabba bjuggu í næsta nágrenni og heimilið var fljótt að daglegum viðkomustað margra þeirra. Mamma sá til þess að allir fengu kaffi og með því, á hvaða tíma dags sem var. Á milli þess eldaði hún hádegismat og kvöldmat, útbjó morgunmat og morgunkaffi, síðdeg- iskaffi og kvöldkaffi, þvoði þvotta og stoppaði í sokka, hjálpaði okkur krökkunum sem byrjuð voru í skóla með stautið og reikninginn, strauk og straujaði lín og skúraði gólf bæði heima hjá sér og í mjólkurbúðinni á kvöldin. Auk þess hélt hún áfram upp- teknum hætti og skrapp á spítalann við og við til að ala börn. Árið 1960 kom Þórunn í heiminn, 1962 var það Páll Þór, 1963 Sæmundur, 1965 Þur- íður Árdís, 1966 Þorkell Hans og loks 1969 Ólína Fjóla. Baslið í kringum ómegðina tók sinn toll bæði af heilsu hennar og pabba. Þeim varð fljótlega ljóst að ekki yrði séð fyrir þessari stóru fjölskyldu með verkamanna- launum einum en pabbi vann framan af fyrir henni sem verkstjóri í frysti- húsum bæjarins. Hann brá þá á það ráð, að undirlagi mömmu, að setja á fót fiskbúð. Fiskur og fiskvinnsla var það eina sem hann kunni og hafði mikla reynslu af, sagði hún. Slíkur rekstur lá því beint við. Í viðbót við heimilisstörfin bættist nú á könnu hennar íhlaupa-afgeiðsla í fiskbúðinni ásamt tilheyrandi þrifum og þvotti. Einhvern veginn fann hún samt tíma, venjulega seint á kvöldin, til að taka á móti vinkonum sínum, oft ungum stúlkum, sem vildu láta spá í bolla fyr- ir sig. Það var list sem mamma hafði lært af mömmu sinni og hafði gaman af. Á áttunda áratugunum óx umfang verslunar þeirra hjóna með kaupum á Friðjónskjöri í Njarðvíkum auk þess sem fiskbúðunum hafði fjölgað. Þau ráku verslanir bæði í Innri og Ytri- Njarðvík og tvær í Keflavík. Um tíma starfræktu þau einnig niðursuðuverk- smiðju og rækjuvinnslu. En jafnvel þó að elstu börnin yxu úr grasi og yfirgæfu hreiðrið eins og verða vill virtist ekkert fækka í heim- ili hjá mömmu. Þegar móðir hennar Sigurborg lést, fluttist faðir hennar Gísli á Hringbrautina og eyddi þar síðustu æviárunum. Börnin sem hún hélt að væru alfarin að heiman sneru stundum aftur um stundarsakir við annan mann. Þrátt fyrir að neðri hæð hússins væri keypt virtust þrengslin ekkert minnka. En um leið og svolítið svigrúm gafst, hóf mamma að skipta sér af fé- lagsstörfum. Hún var meðal stofn- félaga í Gigtarfélagi Suðurnesja og sat í stjórn þess um tíma. Árið 1974 kynntist hún Erlu Guð- mundsdóttur og ásamt nokkrum öðr- um konum stofnuðu þær fyrstu Mál- freyjudeildina á Íslandi. Slíkar deildir starfa nú vítt og breytt um landið og hafa lagt mikið af mörkum til að þjálfa konur í ræðumennsku og opinberri framkomu. Málfar og kveðskapur voru eitt af aðaláhugamálum mömmu og í Málfreyjufélaginu fann hún því góðan stað. Bæði hún og pabbi voru ötulir fé- lagar í Átthagafélagi Snæfellinga og Hnappdæla á Suðurnesjum en þar gegndi hann formennsku um hríð. Allar ræður og ávörp sem hann flutti samdi hún, auk þess sem hún þjálfaði hann í framsögn. Það voru helst ferðalög á vegum þess félags, árshá- tíðir og samkomur sem þau gátu ekki hugsað sér að sleppa, hvernig sem í bólið stóð hjá þeim um þær mundir. Við andlát pabba 1983 lagðist stór hluti af daglegum rekstri verslunar- innar á herðar mömmu. Þó flest börn- in væru uppkomin voru bæði Þorkell og Fjóla enn á unglingsaldri. Og enn fóru í hönd erfiðir tímar hjá mömmu og það fór að bera á heilsubresti að mestu tilkomnum út af vinnusliti og langvarandi álagi. Hún gekkst undir aðgerð og lét setja í sig gervihné og aftur seinna skipti hún út öðrum mjaðmaliðnum fyrir nýjan. Í kjölfarið var hún frá vinnu um tíma og notaði það tækifæri til að láta gamlan draum rætast og heimsækja ókunn lönd. Tvisvar fór hún til Bandaríkjanna og svo nokkru seinna til Noregs. Í öll skiptin var hún að heimsækja börnin sín og hitta barnabörnin. Í þessum ferðum hélt mamma dagbók og skrif- aði niður hugsanir sínar og lýsti því sem fyrir augu bar. Á slíkum stund- um lék allt í lyndi og ekkert fékk hald- ið aftur af frásagnar- og skáldagáf- unni sem alla tíð blundaði innra með henni. Til dótturdóttur sinnar Sonju Hönnu orti hún t.d. þegar hún dvald- ist hjá henni í Bandaríkjunum: Sonja Hanna hleypur á tánum létt í fasi leikur í blænum Örstutt er bilið milli angurs og blíðu yljar hvers hjarta með brosinu þýðu. Hlátur og skríkjur mér hlýja í sinni, heiftarreið stundum sem eldslogi brenni í augunum brúnu um örskamma stund. Aftur þó hýrnar og birtir í lund. Árla að morgni ömmu skal finna því eldsnemma foreldrar störfunum sinna. Ömmunnar háls örmunum vefur ofursmár kroppur við hlið hennar sefur. Þökk fyrir tímann sem áttum við einar örfáa daga er seint mun ég gleyma. Þótt skilji okkur veraldarvafstur um stund við skulum seinna eiga með okkur fund. Þegar loks mamma var orðin ein í kotinu, ákvað hún að fá sér vinnu hjá öðrum en sjálfri sér. Hún réð sig sem símadömu í móttökuna hjá Járn og Skip í Keflavík sem síðar varð að BYKO. Þessu starfi undi hún ákaf- lega vel og sagði þannig frá því að stundum hélt maður að hún væri þarna verslunarstjóri frekar en síma- mær. Eftir árið 2002 fór verulega og í bókstaflegri merkingu að halla undan fæti heilsufarslega hjá mömmu. Helti vegna hnés og mjaðmaaðgerðanna gerðu henni erfitt með gang og hún gekkst undir tvær stórar holaðgerðir. Sú fyrri var hjartalokuaðgerð í þeirri seinni var annað nýrað fjarlægt. Hin- ar djúpu svæfingar urðu til þess að skammtímaminni hennar beið veru- legt tjón. Þó hún færi af og til á hress- ingarhæli eða dveldist um skeið á sjúkrahúsum lá leiðin alltaf heim á Hringbrautina og ekki þýddi að minn- ast á það við hana að hún færi á sjúkra- eða elliheimili til langframa. Hún lét leiðast til þess síðasta árið sem hún lifði að fara í dagvistun sem hún lét mátulega vel af eftir að hafa reynt það. Í byrjun þessa árs fékkst hún til að fara á sjúkraheimili í Grindavík en þar dvaldist hún aðeins í fáeina daga. Við tók banalegan á Sjúkrahúsinu í Keflavík. Mamma var trúuð kona. Hún var sannfærð um að dauðinn væri aðeins íveruskipti og fyrir handan biði stór- kostlegur andlegur heimur sem væru hin sönnu heimkynni sálarinnar. Hún tók á efri árum þátt í bænahring með vinkonum sínum en iðkaði trú sína að öðru leyti mest með sjálfri sér. Þegar hún lá á banasæng kom skýrlega í ljós hversu vitur hún var. Aldrei minntist hún einu orði á við neinn að hún væri að deyja. Allir vissu það og hún líka, en hún lét á engu bera. Ekki skapa neinn óþarfa hugaræsing, drama eða sorg. Æðruleysið og dagsfarsprýðin voru allsráðandi þá sem fyrr. Hún lá á sjúkrahúsinu í fjóra daga og fjórar nætur, tók á móti börnum og barna- börnum og barnabarnabörnum, ætt- ingjum, vinum og kunningjum með bros á vor, kossum og hlýjum orðum. Starfsfólk Sjúkrahússins í Keflavík sá um með sinni framúrskarandi um- hyggju og manngæsku að líðan henn- ar fram á síðasta andartak var sárs- aukalaus og manngöfgi hennar að öllu leyti varðveitt. Því þökkum við öll með mestu virktum. Þig, elsku mamma, kveðjum við um sinn og við þekkjum til þess engin orð betri en þín eigin: Þótt skilji okkur veraldarvafstur um stund við skulum seinna eiga með okkur fund. Börnin þín. Fyrir hönd fjölskyldu minnar vil ég minnast þín í nokkrum orðum, kæra Hansína. Það sem kemur fyrst upp í hugann þegar við hugsum til baka er að þú varst alltaf til staðar fyrir okkur, tilbúin að hlusta og veita góð ráð. Fas þitt einkenndist af styrk og ró sem þú náðir að miðla til þeirra sem kringum þig voru. Þegar dætur okkar voru litl- ar tókstu þær í fangið og raulaðir fyr- ir þær fallegar barnagælur. Alla tíð fannst þeim gott að koma við hjá ömmu sinni í spjall og ávallt var það svo að eitthvað gott væri borið á borð fyrir þær. Þú sýndir þeim ávallt áhuga og þennan áhuga fundu þær í samræðum við þig og hvernig verk þeirra fengu heiðursstað ef þær færðu þér einhverjar gjafir sem þær höfðu útbúið. Síðast og ekki síst í fal- legum orðum og ljóðum sem þú skrif- aðir í afmæliskortin þeirra. Þú fannst alltaf leið til að ýta undir sjálfsmynd þeirra og ef einhver var leiður varð hann fljótlega glaður í kringum þig. Betri gjafir er ekki hægt að gefa barni en að gleðja, styrkja og fræða. Það veganesti halda þær með út í lífið áfram. Með innilegu þakklæti fyrir indæla samleið í lífinu. Við sjáum þig núna fyrir okkur í mikilli birtu umlukta kærleika og friði hjá ástvinum sem horfnir eru á braut. Ingibjörg Guðmundsdóttir. Þú ert nú farin frá okkur, elsku Hansína. Tilfinningar og tjáning er nokkuð sem ég kem til með að eiga við í einhvern tíma, því ekki var ég undir það búinn að þurfa að kveðja þig. Þú varst alltaf eins og mín önnur móðir. Ég kom fyrst til Keflavíkur í 5. bekk barnaskóla og lenti þá í bekk með Palla syni þínum og var í bekk með honum allan grunnskólann. Ég man alltaf á þessum tíma hvað mér þótti systkini Palla vera dugleg, þau voru alltaf að hjálpa til við þann rekstur sem þú og Þorkell heitinn voruð í. Þetta segir allt um þig, því dugnaður þinn og sá eiginleiki að geta látið hlut- ina ganga þótt oft hafi verið hama- gangur í kringum þig var einstakur. Þegar ég svo fer að vera með dóttur þinni henni Þuríði og við eignuðumst okkar fyrstu börn þá varst þú sú stoð sem við gátum leitað til þegar eitt- hvað bjátaði á. Þolinmæði þín gagn- vart umhverfi þínu var einstök, ef ekki voru börn þín kringum þig dróg- ust barnabörnin að þér því þar leið þeim alltaf vel. Því amma varst þú eins og ömmur eiga að vera. Þú gafst þeim hluta af þér og þínu uppeldi þeg- ar þau voru í kringum þig. Það var ósjaldan sem ég kom á Hringbrautina og eitt eða fleiri barnabörn voru í pössun. Hvað þau náðu að una sér á gólfinu í eldhúsinu með potta, sleifar og annan þann búnað sem þú varst búin að kenna þeim að nota þegar þú söngst fyrir þau. Þegar ég kom frá Bandaríkjunum eftir stutta dvöl, en var þó einn þar sem mín nánasta fjöl- skylda bjó áfram í Bandaríkjunum, gat ég alltaf leitað til þín þegar ég var ekki sáttur við lífið og tilveruna. Þú gafst mér svo mikið og mótaðist ég af þér og þinni fjölskyldu. Veit ég að góður Guð tekur þig í faðm sinn sem og Þorkell heitinn og pabbi. Ég þakka þér fyrir allt sem þú hef- ur gefið mér og mínum, elsku Hans- ína. Góður Guð blessi og varðveiti minningu þína. Þinn tengdasonur Þórður Þorbjörnsson. Við systkinin göngum inn í húsið á Hringbrautinni. Um leið og dyrnar opnast streymir til okkar ilmurinn af pönnukökum. Notaleg tilfinning fær- ist yfir okkur. Á móti okkur kemur amma brosandi. Faðmar okkur og við finnum hvernig okkur hlýnar um hjartarætur. Hlýjan streymir úr eld- húsinu og við fáum okkur sæti og hámum í okkur pönnukökur sem við skolum niður með nýmjólkinni. Sögu- stundin tekur við þar sem við hlustum af eftirvæntingu á ævintýrin úr sveit- inni. Við tökum saman lagið og hljóm- sveitin spilar undir. Hver með sitt hljóðfæri, pottar og pönnur úti allt. Við berjum svo í takt. Spurningarnar streyma frá okkur og amma veit svör- in við þeim öllum. Aðdáunin skín úr augum okkar. Eftir allt fjörið færist ró yfir mannskapinn. Í faðmi ömmu, sem ruggar okkur til og frá, líðum við inn í draumalandið. Amma, þú ert hetjan okkar. Dugn- aðurinn og eljan í þér var óbilandi. Þegar upp komu vandamál þá gat maður alltaf leitað til þín og alltaf varstu með svörin á reiðum höndum. Þú varst alltaf til í að gantast og hlæja, sama hversu ástandið var slæmt. Við dáumst að þessum mikla krafti þínum og hve ljúf þú varst. Með tilveru þinni settir þú mark á okkur öll. Þessi orð lýsa þér best, elsku amma, og með þeim viljum við kveðja þig. Þú munt ætíð vera í hjörtum okk- ar. Kveðja. Guðný Petrína, Björg Ásta, Þorbjörn Þór og Árdís Inga. HANSÍNA ÞÓRA GÍSLADÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.