Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jósefína GuðrúnSveinsdóttir fæddist í Reykjavík 3. ágúst 1942. Hún lést á krabbameins- deild Landspítalans í Reykjavík 16. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sveinn Óskar Marteinsson bifvéla- virki, f. 5. desember 1905, d. 3. mars 1996, og Svanhildur Vilhelmína Kristín Einarsdóttir hús- móðir, f. 16. október 1909, d. 3. ágúst 1991. Systkini hennar eru Sigríður Guðrún, f. 8. ágúst 1932, d. 4. júlí 2004, María, f. 3. maí 1937, d. 10. maí 1947, og Marías, f. 30. ágúst 1948. Fyrri maður Guðrúnar er Bent Kingo Andersen, bifreiðastjóri í Kaupmannahöfn, f. 15. október 1937, þau skildu. Sonur þeirra er Friðrik Kingo Andersen, f. 27. september 1963, kvæntur Galinu A.G. Andersen, f. 9. maí 1968. Dóttir þeirra er Aníta Rós Kingo Andersen, f. 16. desember 1999. Börn Friðriks Kingo og fyrrver- andi sambýliskonu hans, Krist- borgar Halldórs- dóttur, f. 24. maí 1963, eru Bent Kingo Andersen, f. 18. janúar 1990, Halldór Aron And- ersen, f. 16. janúar 1992, d. 19. janúar 1992, og Sandra Halldóra Andersen, f. 9. maí 1993. Seinni maður Guðrúnar var Helgi Steinsson, skipstjóri, f. 27. desember 1928, d. 4. ágúst 2000, þau skildu. Dætur þeirra eru María Kristín Steinsson, f. 21. maí 1976, og Eyrún Steinsson, f. 31. mars 1979, unnusti Eyvindur Ívar Guðmundsson, f. 15. janúar 1975. Guðrún var í Húsmæðraskólan- um á Ísafirði á árunum 1959–1960. Hún bjó í Danmörku frá 1961– 1970, þar sem hún starfaði m.a. sem saumakona. Eftir að heim kom vann hún við ýmis störf en var þó lengi vel húsmóðir og var m.a. í verslunarrekstri, sölustörfum og póstútburði. Útför Guðrúnar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku mamma. Hvernig á ég nú að fara að án þín? Þú varst stoð mín og styrkur, sú sem stóð við bakið á mér og hvattir mig. Það er stórt gat í hjarta mínu núna. Þú varst búin að berjast við veik- indin lengi en samt varstu alltaf já- kvæð og bjartsýn. Þú hafðir guð með þér og ég veit að það gaf þér mikið og hjálpaði á erfiðum stundum. Alltaf barðistu eins og hetja og ætlaðir að sigrast á þessu. Þú reyndir að sjá það jákvæða í hlutunum og meira að segja sagðirðu að hefðirðu ekki fengið krabbameinið, hefðirðu aldrei fengið að kynnast öllu þessu yndislega fólki sem þú kynntist, og að guð væri þér svo góður því hann væri alltaf að færa þér eitthvað. Þetta sagðirðu þrátt fyr- ir erfið veikindi og áföll. Ég er þakklát fyrir þær góðu og fallegu minningar sem ég á um þig, fyrir þann tíma sem ég fékk með þér og fyrir það sem við gerðum saman, bæði erfitt og gott. Þú lést ekki veik- indin stoppa þig og í nóvember sl. hélstu í ferðalag til Egyptalands og Ísraels þar sem þú lést draum þinn rætast í annað sinn. Nokkrum vikum seinna lagðirðu aftur land undir fót og heimsóttir mig til London. Þú varst sú sem hvattir mig til að fylgja hjarta mínu og láta draum minn rætast. Þú sagðir mér að það sem þig langaði að sjá áður en þú yf- irgæfir þennan heim væri að ég færi í myndlistarnám. Og það fékkstu að sjá, því þú hvattir mig og studdir á all- an mögulegan hátt. Ein af mínum mörgu dýrmætu minningum núna er þegar þú heimsóttir mig út. Ég var svo glöð að fá þig, að þú skyldir geta séð skólann minn sem þú sagðir að væri í raun það eina sem þig langaði að sjá! Ekki grunaði mig þegar ég kvaddi þig eftir áramótin að það væri í síðasta skipti sem ég sæi þig. Nei, því þú ætlaðir sko ekki að fara strax. Ég trúi því að þú sért á góðum stað í dag og þó svo missirinn sé mikill er ég þakklát því að ekki þurftirðu að berjast eða þjást meir. Lífið verður aldrei samt án þín. Ég elska þig mamma. Guð geymi þig. María Kristín Steinsson. Elsku besta amma mín. Þú veist ekki hvað ég elskaði þig mikið. Mér þykir svo leiðinlegt að þú ert farin frá mér. Ég man svo vel þegar við fórum til Benidorm og við hittum þig þar og þú sóttir mig og Bent á hverjum morgni og fórst með okkur á strönd- ina, það var svo gaman þá. Svo þegar ég og Bent vorum lítil og við komum til þín og horfðum alltaf á strumpana saman heima hjá þér. Ég gæti skrifað svo mikið hérna um þig og allt það góða sem við gerðum saman. Ég sakna þín svo ofboðslega mikið. Ég man þegar við fórum í skála eitthvert upp á fjöll og þú hraust svo mikið að allir vöknuðu og þá kleip pabbi í tána þína og þá hættirðu að hrjóta og sner- ir þér yfir á hina hliðina. Við hlógum alltaf svo mikið að því. Þegar pabbi kom og sagðir mér að þú værir farin þá sagði mamma þegar ég fór að gráta að þú þyrftir ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensunni eins og við gerum. Ég veit að það var gott fyrir þig að þú fórst því þú varst orðin svo veik. Þegar við komum að sjá þig á sunnudeginum, faðmaði ég þig og hélt í höndina þína svo lengi, ég sakna þess svo mikið að tala við þig og faðma þig og ég vildi að þú værir allt- af hjá mér. Mér þótti alltaf svo gaman að koma heim til þín og fá kökur og skoða allar bækurnar þínar og allar myndirnar og steinana sem þú áttir, það var svo gaman. Þegar þú bjóst í Grafarvoginum og ég, þú og Bent fór- um alltaf saman í göngutúr þá man ég þegar ég bað þig að flytja aftur á hinn staðinn því þar er stigi og þú fluttir aftur, og þú áttir ennþá heima þar í dag. Þegar þú varst í sturtu í Grafarvog- inum og ég og Bent vorum að leika okkur inni hjá Eyrúnu og ég mátaði skóna hennar Eyrúnar og Tína hljóp á eftir á mér og ég öskraði svo mikið að þú hoppaðir upp úr sturtunni og skammaðir hana Tínu og spurðir hvað hefði gerst. Ég mun aldrei gleyma þér og vonandi hvílirðu í friði hjá Guði. Ástarkveðja, Sandra Halldóra. Móðir bestu vinkonu minnar er far- in úr þessum heimi. Guðrún var yndisleg manneskja og tók alltaf vel á móti mér þegar ég kom í heimsókn til Maju. Ég kynntist Maju vinkonu þegar ég var aðeins 4 ára gömul. Og við erum búnar að vera góðar vinkonur síðan. Ég hef fylgst með veikindum Guðrúnar í gegnum árin. Hún var alltaf jákvæð og bjart- sýn gagnvart þessum erfiða og þrá- láta sjúkdómi og sem hún barðist svo hetjulega við. Ég trúi því að henni líði betur núna á nýjum stað. Hugur okk- ar mömmu er hjá fjölskyldu hennar, Maju vinkonu minni, Eyrúnu, Ívari, Kingó og fjölskyldu hans. Guð blessi ykkur á þessum erfiðu tímum. Ég vil að lokum þakka Guð- rúnu fyrir samfylgdina. Lilja Kristjánsdóttir. Elsku vinkona ég trúi ekki að þú sért dáin, jú, þú ert farin á landið bjarta. Þar sjáumst við á ný þegar kallið kemur. Þú varst ein af mínum bestu vinkonum til margra ára. Laugarnes- skóli leiddi okkur saman og þá bara aðeins 7 ára gamlar. Leiðir skildu um hríð meðan ég fór í gagnfræðaskóla. Síðar fékk ég sumarvinnu í bæjar- þvottahúsinu og þar stóð þú við strau- borð með reynsluna, að verki. Ég stóð sem staur, bara glápti á þig, þú varst svo flink að strauja karlmannaskyrt- ur, ég sagði alltof hátt hææ – og brosti. Þú komst til mín sagðir, vel- komin. Oft í hádeginu skelltum við okkur í sundhöllina, það var svo þægi- legt, og frítt ofaní, því allt var í sama húsi og í eign borgarinnar. Við ákváðum að safna öllum pen- ingunum okkar og fara á Húsmæðra- skólann Ósk á Ísafirði. Já, við áttum yndislegan tíma í skólanum lærðum margt gagnlegt til heimilishalds og mikinn lærdóm úr góðum bókum. Þú varst með okkur í saumaklúbb í jan- úar síðastliðinn. Æ, æ, elsku Bína, þessar minningar sem við eigum sam- an gleymast aldrei. Alls ekki árinu sem við áttum í Köben við vinnu á spítalanum Sant Jó, við Griffelsgötu 44, og spóka okkur um torg og götur. Svo ég tala nú ekki um alla hjóla- túrana. Svo líða árin við giftingar og barneignir, en alltaf var tími fyrir saumó. Þú varst mikil hetja, við skild- um ekki hvernig þú komst í ferðina til Ísrael og að heimsækja Maríu dóttur þína, sem er við nám í London. Við skólasysturnar áttum engin orð yfir dugnað þinn. Við vissum að þú varst mikið lasin og slöpp, þú barst það samt ekki með þér. Þú varst svo sterk, að geta borið þennan illa sjúk- dóm í 8 ár. Elsku Friðrik, María, Eyrún og fjölskylda, við Björn vottum ykkur dýpstu samúð og megi guð blessa ykkur. Elsku vinkona, ég kveð þig hinsta sinni og þakka þér allt. Sem er slitnu ferðu’ úr fati og færð þér nýtt að ganga í, svo er dauði að mínu mati. Mér finnst gott að trúa því. (Ágúst Böðvarsson.) Guðfríður M. Guðmundsdóttir. Mér hlotnaðist sá heiður að kynn- ast henni Guðrúnu í nóvember síðast- liðnum er hún skráði sig í ferð á mín- um vegum á slóðir Biblíunnar í Mið-Austurlöndum. Hún gerði mér strax grein fyrir því að hún væri lík- lega að fara sitt síðasta ferðalag hér í heimi og hvað væri þá betra en að fá að líta í annað sinn Landið helga, landið þar sem frelsarinn hennar hafði lifað og starfað og gefið líf sitt fyrir hana. Hún þráði að endurlifa það að koma til Ísraels en þangað hafði hún farið fyrir nokkrum árum með öðrum hópi. Við vorum rúmlega tutt- ugu sem fórum héðan og ferðuðumst í fótspor Móse og Ísraelsmanna frá Gósenlandi (Kaíró) um Sínaískagann og Jórdaníu inn í Ísrael þar sem við dvöldum nokkra daga í Jerúsalem. Hún Guðrún, sem heillaði okkur öll með lífsvilja sínum og lifandi trú á Drottin, fór með okkur um allt, lagði mikið á sig til að missa ekki af neinu. Ég held að það eina sem hún ekki lagði í var að fara í sex klukkustunda fjallgöngu um miðja nótt. Hún Guð- rún var hetja í augum okkar allra. Oft var hún þreytt og þreklítil en aldrei gafst hún upp. Hún gladdist yfir því að koma á þessa staði sem tengjast frásögnum Biblíunnar. Ég held það sé ekki ofsagt að segja að sjaldan hafi myndast eins sterk tengsl milli ferðafélaga og milli Guð- rúnar og okkar hinna tuttugu. Síð- ustu vikur hitti ég hana nokkrum sinnum og alltaf var hún glöð í Guði sínum, þakklát og glöð þó hún vissi að hún væri á leið heim, vildi standa sína vakt þangað til Jesús kæmi og veitti henni hvíld frá erli veraldarvafsturs- ins. Og nú er hún heima hjá vini sín- um, bróður og frelsara, Jesú. Blessuð sé minning hennar. Ég er þakklátur Guði fyrir að hafa fengið að kynnast Guðrúnu og veit að minningin um kjarkmikla, lítilláta konu sem treysti Guði algjörlega og lagði líf sitt og dauða í hans hendur, mun fylgja mér héðan í frá. Megi okkar kæri Guð, faðir og frelsari og heilagur andi, styrkja og umvefja ykkur ástvini hennar og minningin um hetjuna Guðrúnu ylja um ókomin ár. Friðrik Zimsen Hilmarsson. J. GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um J. Guðrúnu Sveinsdóttur bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Anna Hulda. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HÖGNI KLEMENSSON, Sunnubraut 9, Vík í Mýrdal, verður jarðsunginn frá Víkurkirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 11.00. Þeir, sem vilja minnast hans, láti Hjallatún njóta þess. Málfríður Eggertsdóttir, Páll Heiðar Högnason, Ása Birgisdóttir, Ragnheiður Högnadóttir, Eiríkur Tryggvi Ástþórsson, barnabörn og fjölskyldur. Hjartans þakkir sendum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okk- ar elskulega PÁLS JÓHANNESSONAR frá Herjólfsstöðum í Álftaveri, Mánatúni 2, Reykjavík. Guðlaug Jóhannsdóttir, Sigrún Björnsdóttir, Þuríður Pálsdóttir, Páll Kjartansson, Már Grétar Pálsson, Sólveig Sveinsdóttir, barnabörn og langafastrákur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar föður okkar, tengda- föður, ástkærs vinar, afa og bróður, STEFÁNS KARLS ÞORSTEINSSONAR, Einholti 8a, Akureyri. Hrafn Stefánsson, Vala Stefánsdóttir, Viðar Sigurjónsson, Svala Lárusdóttir, afabörn og systkini. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, TÓMASÍNA ELÍN OLSEN, Hraunbæ 103, sem lést á líknardeild Landakotsspítala mánu- daginn 20. febrúar, verður jarðsungin frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 25. febrúar kl. 14.00. Hreinn Aðalsteinsson, Hildur Halldórsdóttir, Edda Aðalsteinsdóttir, Atli Aðalsteinsson, Lilja Hanna Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auð- sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og út- för elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MÁLFRÍÐAR AGNESAR DANÍELSDÓTTUR, Háteigi 19, Keflavík. Guð blessi ykkur öll. Magnús Jónsson, Sigríður Magnúsdóttir, Einar Haukur Helgason, Ingibjörg G. Magnúsdóttir, Kristbjörg J. Magnúsdóttir, Árni Ingimundarson, Sjöfn Magnúsdóttir, Óskar Gunnarsson, Elísabet Magnúsdóttir, Hafþór Óskarsson, Pétur Magnússon, Valerie J. Harris, Sigurborg Magnúsdóttir, Ásgrímur S. Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.