Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þér er óhætt að fella grímuna, bara borga, það er ekkert meira leyndó. Matur getur veriðstórt vandamál ílífi fólks og þeir sem haldnir eru átfíkn af einhverju tagi glíma við ýmsa erfiðleika, eins og þunglyndi, þráhyggju og einmanaleika. OA-samtök- in (overeaters anonymous) hafa verið starfrækt hér á landi í 24 ár en í Bandaríkj- unum hafa þau verið til frá árinu 1960. Á undanförn- um árum hefur starfsemi OA hér á landi styrkst og eflst og eru 17 OA-deildir starf- ræktar á landinu, þar af 12 á höf- uðborgarsvæðinu. OA-samtökin eru ætluð fólki sem vill losna úr viðjum matarfíkn- ar með því að takast á við vanda- málið einn dag í senn, á sama hátt og félagar í AA-samtökunum, sem takast á við áfengis- og vímuefna- fíkn, gera. Innan OA er unnið eftir sama 12 spora kerfi og innan AA, en fyrsta sporið í kerfinu felst í því að fólk viðurkenni vanmátt sinn gagnvart mat og að það geti ekki lengur stjórnað eigin lífi. Lífið snýst um mat Það sem einkennir fólk sem glímir við átfíkn er að það hefur ekki stjórn á því magni fæðu sem það innbyrðir. Líf þess fer að snú- ast um mat, hvað viðkomandi ætli að borða, hvenær og hversu mikið. Smám saman getur þetta ástand leitt til þess að fólk einangrast frá öðrum og það verður þunglynt. Margir þyngjast mikið og fólk skammast sín gjarnan fyrir átið, en gengur illa að hafa stjórn á mat- aræðinu. Það reynir oft að ná tök- um á ástandinu og ráðgerir megr- unarkúra og líkamsræktarátök meðan á ofáti stendur. Slíkar leiðir duga þó yfirleitt skammt og fólk dettur aftur í sama farið að nýju. Dæmi um erfiðar að- stæður sem fólk með matarfíkn lendir í eru veislur og aðrir mann- fagnaðir, þar sem gnægð girnilegs matar er í boði. Viðkomandi verður þá heltekinn af hugsunum um hvort einhver taki eftir því ef hann fer fjórar ferðir að veisluborðinu og á því erfitt með að einbeita sér að samskiptum við annað fólk í boðinu. Þeir sem glíma við matarfíkn og hafa leitað til OA á Íslandi eru á mismunandi aldri og koma úr ólík- um þjóðfélagshópum. Þeir sem sækja fundi samtakanna eru allt frá unglingsaldri og upp í fólk sem komið er á eftirlaun. Marga má skilgreina sem ofætur, þ.e. fólk sem borðar of mikið og er langt yfir kjörþyngd. Í samtökunum er einn- ig fólk sem ekki er of feitt en hefur stundað ofát á köflum, eða neytir sætinda í miklu óhófi og sniðgeng- ur að mestu aðra fæðu. Töluvert margir sem leita til OA hafa þjáðst af átröskunarsjúk- dómnum búlímíu, og aðrir hafa fengið anorexíu. Á endastöð Margir sem leita til OA telja sig komna á endastöð þegar þeir koma þangað. Þeir hafa þá reynt ýmis- legt til að losa sig við matarárátt- una, svo sem megrunarkúra af ýmsu tagi, átaksnámskeið, föstu og fleira. Hjá OA eru haldnir fundir í viku hverri þar sem fólk greinir frá reynslu sinni og nýtir sér 12 spora kerfið til að reyna ná bata. Sam- tökin mæla með því að þeir sem ekki hafa leitað þangað áður mæti á byrjendafundi, en einnig eru starfræktir sérstakir hópar innan samtakanna, svo sem karlahópur, sem hittist reglulega. OA-samtökin líta á matarfíkn sem sjúkdóm, en gefa sig þó ekki út fyrir að vera meðferðaraðilar, heldur er markmið starfseminnar að fólk hjálpi sjálfu sér og öðrum í sömu sporum. Engin félagaskrá er haldin, nafnleynd ríkir út á við og allt sem fram fer á fundunum er trúnaðarmál. Engin þátttökugjöld eru hjá samtökunum og deildir þeirra eru reknar með fé sem fé- lagar leggja sjálfir til. Þau tengjast engum félagsskap öðrum, pólitísk- um, trúarlegum eða hugmynda- fræðilegum, og taka ekki afstöðu til málefna annarra en sinna eigin. Margir gera mataráætlanir Auk þess að starfa samkvæmt 12 spora kerfinu stunda félagar í OA svonefnt fráhald, sem merkir að þeir halda sig frá ofáti. Á heima- síðu OA segir að fyrir marga félaga tákni fráhald miklu meira en það að sleppa því að borða of mikið. Það feli ekki aðeins í sér frelsi frá mat, heldur einnig frá neikvæðum hugs- unarhætti. Mismunandi er hvaða reglur fólk setur sér til þess að ná því markmiði að losa sig undan matarfíkn. Margir gera sérstakar mataráætlanir í upphafi, ýmist fyr- ir matartegundir og matar- skammta. Fyrir aðra er matar- áætlunin breiður rammi sem veitir meiri sveigjanleika í viðleitni við- komandi til að halda sig frá ofáti og stunda fráhald. Á sunnudag, 26. febrúar, verður árlegur kynningarfundur OA- samtakanna. Þar munu fjórir fé- lagar segja frá reynslu sinni af OA og er öllum sem áhuga hafa á starfi samtakanna velkomið að kynna sér það. Fundurinn verður haldinn klukkan 14–16 í Héðinshúsinu á Seljavegi 2 í Reykjavík. Fréttaskýring | OA-samtökin aðstoða fólk sem glímir við matarfíkn Herjar á fólk á öllum aldri Margir sem leita til OA hafa farið ýmsar leiðir til að losna við matarfíknina Sætindi reynast matarfíklum erfið freisting. Borðar þú þótt þú sért ekki svangur/svöng?  Borðar þú þegar þú ert ekki svangur/svöng? Þessa spurningu má finna í sjálfsprófi sem hægt er að taka á vef OA-samtakanna, telji fólk að það kunni að vera haldið matarfíkn. Í prófinu er fólk meðal annars spurt hvort það skipuleggi át sitt leynilega eða eyði miklum tíma og hugsun í mat. Einnig er spurt hvort fólk borði til að flýja áhyggjur og vandræði eða finni til sektar eftir að hafa borðað yfir sig. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is TENGLAR ........................................... oa.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.