Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigríður Guð-björg Johnson fæddist í Reykjavík 3. janúar 1929. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni fimmtudaginn 16. febrúar síðastliðinn. Foreldrar Sigríðar voru Þórhildur Lilja Ólafsdóttir, f. í Hafnarfirði 29. ágúst 1905, d. 28. janúar 1977, og Páll Bjarni Sigfússon togaraskipstjóri, f. á Ísafirði 29. júní 1900, d. 28. októ- ber 1970. Sigríður var elst fjög- urra alsystkina, en bræður hennar þrír eru Þorkell Páll, f. 1932, Sig- fús Ásgeir, f. 1934, d. 1980, og Ólafur Hersir, f. 1936, d. 1997. Sigríður giftist 24.6. 1949 Hann- esi Ó. Johnson, framkvæmda- stjóra Tryggingar hf., f. 12.9. 1923, d. 12.2. 2002. Börn Hannesar og Sigríðar eru: 1) Hildur Elín þjónustufulltrúi, f. 16.2. 1952, bú- sett í Svíþjóð, var gift Magnúsi Guðbjarti Helgasyni verktaka, f. 20.3. 1950, d. 2.8. 2005, þau skildu. Börn þeirra eru: a) Sigríður Ýr sölufulltrúi, f. 27.1. 1972, dóttir hennar er Elín Ebba, f. 16.1. 2003, b) Helgi Þór, stjórnunarfræðingur BA, f. 13.9. 1975, og c) Kristín Lára, afgreiðslustúlka, f. 9.3. 1983. 2) Agnar, rekstrarverkfræð- ingur og fram- kvæmdastjóri Eir- bergs ehf., f. 25.11. 1958, kvæntur Sig- rúnu Gunnarsdóttur hjúkrunarfræðingi, PhD, f. 16.5. 1960. Börn þeirra eru a) Hannes háskóla- nemi, f. 23.7. 1983, b) Kristinn mennta- skólanemi, f. 2.10. 1986, og c) Sigrún menntaskólanemi, f. 7.6. 1989. Sigríður Guðbjörg lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1947. Hún var ein af sex fyrstu flugfreyjum hér á landi og starfaði hjá Loftleiðum og Flugfélagi Ís- lands 1947–1949. Sigríður vann að líknarmálum á vettvangi kven- félagsins Hringsins frá 1956. Hún sat í stjórn félagsins um árabil, þar af sem varaformaður um tíma og var formaður Hringsins frá 1981– 1987. Sigríður var gerð að heið- ursfélaga Hringsins 1994. Sigríð- ur átti fjölmörg áhugamál sem hún sinnti af eljusemi og kappi, hún stundaði m.a. hestamennsku og vann þar til verðlauna. Útför Sigríðar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Það var aldrei lognmolla í kringum Sirrý tengdamóður mína. Hún var sterk kona og hæfileikarík og naut sín best í góðum félagsskap þar sem mikið var um að vera og hún hafði margt fyrir stafni. Áhugamál hennar voru fjölmörg og hún sinnti þeim af krafti og eljusemi. Sirrý var glæsileg og bar með sér reisn og myndugleik. Ung fékk hún tækifæri til að leita á vit ævintýra um ókunnug lönd sem ein af fyrstu flugfreyjum landsins. Ferðalög voru síðar fastur liður í lífi hennar og Hannesar sem hún giftist ung og kvaddi fyrir fjórum árum. Þau könnuðu fjölmargar fjarlægar slóðir með vinum sínum en fyrst og fremst höfðu þau ánægju af því að njóta ís- lenskrar náttúru, einkum hálendis- ferða á hestum. Síðar voru það Þing- vellir sem áttu hug þeirra. Á Þingvöllum var Sirrý í essinu sínu í faðmi fjallanna sem hún þekkti svo vel og hamaðist þar við trjárækt og að fegra landið í kringum bústaðinn þeirra. Bústaðurinn var þeirra para- dís og þar tók Sirrý á móti gestum með glæsibrag og í faðmi einstakrar náttúru. Sirrý var afkastamikil og svo atorkusöm að undrum sætir nú þegar rifjað er upp allt það sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var alla tíð að læra eitthvað nýtt og tileinka sér nýjar að- ferðir, hvort sem það var í hannyrð- um, bókbandi, skrautmálun, jógaiðk- un, tónlist, bókmenntum eða trjárækt. Hún vílaði ekki fyrir sér hlutina, var hugmyndarík og einhenti sér í verkefnin, stundum svo mjög að fólki þótti nóg um. Hún saumaði út hvert listaverkið á fætur öðru og gladdi barnabörn sín með fallegum útprjónuðum peysum sem komu frá henni næstum eins og á færibandi. Þannig var líka þegar hún starfaði á vettvangi Hringsins og fékk þar til dæmis hugmyndina að jólakortasölu til fjáröflunar sem varð ein helsta tekjulind félagsins. Hannesi fannst stundum nóg um atorkusemina á heimilinu enda var lundarfar hans annað og hann kaus að vera á rólegu nótunum þegar heimilishaldið var annars vegar. Á heimilinu áttu þau þó sameiginlega aðdáun sína á ís- lenskri myndlist. Þar sameinaðist ást þeirra á náttúru landsins og fegurð listarinnar hjá gömlu meisturunum. Ekkert var Sirrý jafnhugleikið og að tala um landið sitt og verk þessara meistara og allt fram á síðasta dag naut hún þess að vera umkringd feg- urð myndanna sinna. Sirrý sofnaði hinsta sinni í friðsæld og umvafin bænum þeirra sem stóðu henni næst. Að leiðarlokum þökkum við öllum þeim sem studdu hana síð- ustu árin og sýndu henni ástúð og virðingu. Megi góður Guð blessa minningu Sigríðar Guðbjargar og fylgja henni á nýrri lífsbraut. Sigrún. Nú þegar Sirrý er fallin frá líður okkur svolítið eins og vegalausu fólki til fjalla; vörðurnar eru flestar fallnar og leiðin framundan óþekkt. Þegar fólkið sem fylgdi okkur alla okkar æsku og langt fram á fullorðinsár týnir smám saman tölunni verðum við sjálf að taka við forystunni. Og þá vakna loksins spurningarnar sem of seint er að spyrja: Hvert erum við að fara? Hvernig komumst við hingað? Hver erum við eiginlega? Við sumum þeirra fengum við þó svör. Sirrý og Hannes voru hafsjór af fróðleik og minningum um menn og málefni sem gott var að ausa úr. Minningin er lifandi um þau, sitjandi á „kontórnum“ á Skólabrautinni segjandi ævintýralegar sögur af kostulegum uppákomum og ættfær- andi sögupersónurnar jafnóðum inná íslenskt ættfræðinetið. Það var líka eins gott því oftar en ekki báru þær uppnefni eða gælunöfn sem gerðu þær óþekkjanlegar óinnvígðum. Nýj- ustu fregnir af ráðuneytisstjóranum og séranum fylgdu gjarnan með. Síð- an tók við ströng yfirheyrsla um nýj- ustu tíðindi af eigin högum. Og guð mátti vera með manni, ef maður kunni ekki að ættfæra þá sem komu þar við sögu! Þegar sýnt var að sögu- maður kunni engin deili á viðkomandi annað en fornafn og föðurnafn, þá voru það þau sem tóku af manni orðið og röktu langfeðgatal viðkomandi út um allar þorpagrundir og aftur í ald- ir, svo engu skeikaði. Bækurnar, um ættar- og átthagafræði, stóðu í hill- unum í löngum röðum en voru aldrei dregnar fram. Mjög líklega kunnu þau hjónin þær utanað hvort eð er. Aðrar trakteringar voru heldur ekki af verri sortinni, ef undan er skilin skammvinn en söguleg tilraun Sirrýar til hvítvínsgerðar. Einatt var boðið uppá kaffi og kökur, stundum eitthvað sterkara. Og þegar mikið stóð til var gjarnan slegið í að hætti hestamanna, sungið og spilað fram- eftir nóttu. Þar fór Sirrý fremst í flokki, enda bæði stórgóð söngkona og liðtæk á gítarinn. Gamlárskvöldin á Skólabrautinni áratugum saman eru ógleymanleg. Þá var líka sem kokkarnir væru ótelj- andi í eldhúsinu. Þaðan streymdu kræsingarnar í þvílíkum hrönnum að eftir því var tekið. Forréttir og steik- ur, meðlæti og mjöður; þetta ætlaði engan enda að taka. Og þótt bjallan hringdi sýknt og heilagt og nýir gest- ir bættust í hópinn var alltaf til nóg. Loksins þegar sýnt þótti að ekki yrði lengra gengið, þá kom aðaltrompið: ÍSINN! Þótt allt gleymist og týnist og tröllum sýnist þá mun sjerrý-ísinn hennar Sirrýar munast meðan öndin bærist. Þvílíkt lostæti! Það er nota- legt að orna sér við minninguna um Sirrý. Síðast sáum við hana á gaml- árskvöld. Þá höfðu hlutverkin snúist við. Við vorum flutt á Nesið og hún kom í mat til okkar. Enda þótt heils- an væri orðin biluð þá var ennþá sama reisn yfir henni og alltaf. Og í veitingunum átti hún ennþá metið. Þótt við værum ekki færri en 15 við eldamennskuna tókst okkur ekki að slá matreiðslu hennar einnar við. Við kveðjum Sirrý með söknuði og þakklæti fyrir góðar og ánægjulegar stundir. Blessuð sé minning Sigríðar Johnson. Guðrún, Friðþjófur, Gunn- laugur. Ólafur, Helga Guðrún. Stundum kynnumst við fólki á lífs- leiðinni, sem hefur meiri og sterkari áhrif á okkur en aðrir samferðamenn okkar. Oftast er það fólk, sem á ein- hvern hátt sker sig úr hópnum, er sérstakt og litar lífið öðrum og sterk- ari litum en við hin. Þannig var hún Sirrý, sem við kveðjum hér í dag. Hún var ákaflega litríkur og skemmtilegur persónu- leiki. Hispurslaus og ófeimin við að tala tæpitungulaust og hafði oftast aðra sýn á menn og málefni en fólkið í kringum hana. Blíð og góð var hún einnig og mátti ekkert aumt sjá. Mínar fyrstu minningar af Sirrý eru þegar hún, Hannes föðurbróðir minn og Hildur dóttir þeirra bjuggu á Miklubraut 28 en ég og mín fjöl- skyld á númer 64. Mikill samgangur var á milli fjölskyldnanna og vorum við Hildur miklar vinkonur. Í minn- ingunni gekk ég þar út og inn eins og mér þóknaðist og átti þar jafnvel mitt „eigið“ glas og disk sem fannst mikið til koma. Þá var Klambratúnið leik- völlur okkar Hildar sem og krakk- anna í hverfinu. Þeir voru ófáir sunnudagsbíltúrarnir á þessum tíma með þeim. Þá var farið í heimsókn til ömmu Nunnu, til foreldra Sirrýar í Tjarnargötunni og oft á Þingvöll. Ekki minnkaði leiksvæði okkar er þau fluttist upp úr 1960 á Seltjarn- arnesið. Þá var lítið búið að byggja á Nesinu og var Valhúsahæðin heill ævintýraheimur fyrir allan krakka- skarann, sem bjó í þessu nýja hverfi og margt brallað og prakkarastrikin mörg. Aldrei minnist ég þess að Sirrý hafi nokkru sinni skammað okkur stelpurnar fyrir eitt né neitt. Það var helst ef henni fannst eitthvað djúpt á sannleikanum, að hún hvessti á okk- ur augun, þar til hann rann ljúflega upp úr okkur. Þá blikkaði hún kank- vís, kleip okkur í nefbroddinn og sagði brosandi og blíðlega; Skamm. Alltaf þegar við hittumst spurði hún mig frétta og vildi enga hálf- velgju í svörum. Vildi ómengaðan sannleikann og ef henni fannst hún ekki fá hann, hvessti hún á mig aug- unum eins og í gamla daga. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar ég 6 eða 7 ára gömul, og bjó hjá þeim um tíma á Nesinu er foreldrar mínir voru erlendis. Þá vildi eitt sinn til það óhapp að ég gleymdi að skrúfa fyrir vatnslausan krana á baðinu um miðja nótt og þegar vatnið kom á aft- ur, rann það óhindrað um húsið og niður í kjallara. Þegar heimilisfólkið vaknaði um morguninn var hæðin og kjallarinn á floti. Ég var óhuggandi, grét og volaði og vildi fara heim þrátt fyrir að hún og Hannes reyndu allt til að hugga mig. Sirrý leiddist að lokum þetta vol, ákvað að hafa sinn háttinn á málunum, tók mig í fangið og hvíslaði blíðlega í eyra mér að hætti ég ekki að vola myndi hún senda mig vestur. Ekki var ég viss hvar sá staður væri, en taldi fyrir víst að þangað vildi ég ekki fyrir nokkurn mun vera send, þerraði því tárin og lét huggast. Þetta voru miklir umbrotatímar í veröldinni og dag einn sagði Jón Múli frá því í hádegisfréttum að í Afríku hefði Lumumba étið Cassavubu eða kannski var það öfugt. Þetta þótti okkur Hildi alveg magnaðar fréttir og veltum þessu mikið fyrir okkur og spurðum margs. Hannes reyndi eftir bestu getu að útskýra þetta fyrir okkur á þann hátt, sem hann taldi hæfa börnum, en Sirrý hafði sinn háttinn á eins og venjulega. Hún taldi Cassavubu hafa verið vondan á bragðið, nánast óætan, annað gæti bara ekki verið, hann hefði verið svo drepleiðinlegur! Hvernig hún vissi það var mér hulin ráðgáta og var ég sannfærð um að hún að hún sæi í gegnum holt og hæðir og væri jafnvel göldrótt. Eiginleiki sem mér fannst einkar eftirsóknarverður og fékk hún stórt prik fyrir. Ekki fyrir svo löngu rifjuðum við þetta upp og hló hún mikið. Sagði mig „smakkast“ vel og væri langt frá því óæt! Þótti mér það gott hrós. Veislur þeirra hjóna voru stórar í sniðum, mannmargar og afburða skemmtilegar. Oft stóðu þær lengi og var höfðinglega veitt eins og þeirra var von og vísa. Stundum tók hún fram gítarinn, spilaði og söng fyrir okkur en hún hafði mjög fallega söngrödd og kunni ógrynni af lögum. Í sumarbústaðnum þeirra á Þingvöll- um var tekið á móti manni með opn- um faðmi og hlýju eins og alltaf. Ég kveð Sirrý mína með þakklæti og söknuði og óska henni og Hannesi Guðs blessunar og hafi þau þökk fyr- ir allt. Margrét Þorbjörg. Fallin er mikilhæf kona sem hafði sterk og gefandi áhrif á umhverfi sitt. Pálína, kölluð Dolly, og Sirrý, eins og hún var ætíð kölluð af vinum sínum, kynntust og knýttust vináttuböndum fimm ára gamlar, en þá urðu þær ná- grannar í Tjarnargötunni. Báðar urðu þær heimagangar hvor hjá ann- arri. Ljóshærða, bláeygða stúlkan frá Tjarnargötu 34 varð vinsæll gest- ur og naut strax hylli húsráðenda á heimili Pálínu á Tjarnargötu 32. Vin- konurnar sátu í sama bekk í Kvenna- skólanum árin 1944–1947. Þar eign- uðust þær margar góðar vinkonur sem hafa reglubundið hist og rækt vináttubönd, meðan lífið leyfir. Sirrý var einstaklega glaðlynd og lífskrafturinn geislaði af henni. Hún var mjög lagleg og í alla staði heillandi stúlka. Hún bjó yfir skör- ungseðli og það besta í fari hennar var hvað hún var opin, hrein og bein. Eftir að námi lauk hóf hún fljótt störf sem flugfreyja og skyldi engan undra að henni gæfist kostur á því starfi sem var eftirsótt en fáar fengu. Á þeim árum kynntist hún góðum og gegnum manni, Hannesi Ó. John- son, sem starfaði einnig hjá Flug- félagi Íslands. Þau giftu sig árið 1949 og lifðu í hamingjuríku hjónabandi þar til Hannes lést, árið 2002. Heimili þeirra stóð nokkur ár í Reykjavík, en lengst, eða yfir 40 ár, á Seltjarnar- nesi. Þau komu sér þar upp glæsilegu heimili, þar sem menningarandi ríkti. Fjöldi mynda eftir mestu listamenn þjóðarinnar prýddi veggi og margan kjörgripinn var að finna í húsi þeirra. Hjónin voru vinmörg og ræktar- söm við vini sína. Oft var vinum stefnt í hús þeirra á Valhúsahæð og að ýmsu „hlegið hátt og hent að mörgu gaman“. Oft var sungið við undirleik húsmóðurinnar, en allur sá hljómur er horfinn í ómælisvíddir þess sem liðið er en oft er saknað. Sirrý studdi bónda sinn af miklum styrk við störf hans í viðskiptalífi sem starfsævi hans var helguð. Börn þeirra tvö, Hildur og Agnar, ólust upp við ástúð og umhyggju á hinu góða heimili þeirra og reyndust foreldrum sínum styrkar stoðir, þeg- ar aldur og sjúkdómar sóttu að. Hlut- ur Agnars er í þeim efnum frábær, en hann bætti á sig að nokkru hlut syst- urinnar, þar sem hún er búsett er- lendis. Sirrý og Hannes gáfu sig að hesta- mennsku til ómældrar gleði vina þeirra sem áttu sama áhugamál. Margar og miklar ferðir voru farnar á hestum um byggðir og óbyggðir Ís- lands. Slíkar ferðir reyna oft á þrek og þolgæði. Aldrei brást Sirrý í þeim efnum. Hún átti alltaf nóg af léttu og ljúfu viðmóti þó að erfiðleikar og basl steðjaði að og hressti þannig ferða- félaga sem þess þurftu með. Mátti þá oft greina garpskap þann sem hún bjó yfir. Sirrý sætti sig ekki við annað en mikilhæfa og glæsilega hesta. Það var því reisn yfir því að sjá hana ríða snillingum á hestamótum. Stoltust var hún og minnisstæðust á gæðingi sínum Gauta. Á þeim snillingi vann hún til gæðingaverðlauna á lands- móti á Hólum 1966, en þá var enn næsta fátítt að konur kepptu á mót- um til verðlauna. Sirrý og Hannes voru öflugir félagar í Hestamanna- félaginu Fáki um langa hríð. Sirrý starfaði vel og lengi í þágu barnaspítalasjóðs Hringsins og var formaður þess félags í sex ár. Við sem stýrum hér penna komum okkur upp sumarbústað í Rauðukus- unesi við Þingvallavatn árið 1967 og höfum alla tíð síðan notið þar góðra stunda. Fögnuður okkar var einlæg- ur þegar Sirrý og Hannes keyptu nokkrum árum síðar bústað í kallfæri við okkar hús. Þær voru samtaka æskuvinkonurnar um heiti húsanna, Kot skyldu þau kallast, Neskot hjá Sirrý og Kusukot hjá Dolly. Samgangur varð mikill milli kot- anna, oft margsinnis dag hvern. Ráp- símar nútímans voru þá ekki komnir í hvers manns vasa, en kallast á með skilaboð í veðurkyrrð, að öðrum kosti voru veifur uppi, eftir því hver skila- boð voru. Sirrý hvatti mjög til göngu- ferða, stundum um næsta nágrenni, til að huga að hvað nágrannar hefð- ust að, en oftar til að kanna fornar leiðir í Þingvallasveit og þjóðgarðin- um. Trúlega náðum við að ganga alla stíga sem þekktir eru í þjóðgarðinum og þess var gætt að kynnast jafn- framt sögu mannlífs og merkra stunda í þessari fögru, söguríku en harðbýlu sveit. Hún stóð oft við eld- húsgluggann sinn snemma að morgni, þá heiðskírt var til að sjá sól- ina sigla norðan Ármannsfells upp á morgunhimininn og vekja lífið í hinu fagra umhverfi. Hún fékk einnig svo oft að njóta þess að horfa á festingu himinsins í kvöldhúmi, sjá „drottn- anna hásal í rafurloga“ og tunglið stíga upp af Hrafnabjörgum og Reyðarbarmi upp á kvöldhimininn og geisla þess endurspeglast í logn- kyrru vatninu. Himbriminn söng síð- an vatnsbakkabúana í ró, en vakti þá einnig að morgni. Sirrý fagnaði öllu sem hin dýrðlega náttúra veitti henni og hún reyndi í sumu að bæta þar um, hún hafði „græna fingur“ og hlúði að gróðri. Löngum mátti sjá til hennar þar sem hún gekk milli trjáa, klippti og lag- færði og hún vílaði ekki fyrir sér að SIGRÍÐUR G. JOHNSON REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.