Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 39 FRÉTTIR Veitingahúsið Perlan - S: 562 0200 - Fax: 562 0207 Netfang: perlan@perlan.is - Heimasí›a: www.perlan.is Food&Fun matseðill Perlunnar og Michelin Chéf Markus Winkel- mann er með eindæmum vel heppnaður – enda margverðlaunaðir matreiðslumenn á ferð. Áður en gestir gæða sér á kræsingunum býður Ölgerðin upp á vínkynningu á völdum eðalvínum. 9. mars hefst svo hið geysivinsæla Sjávarréttahlaðborð! VÍNKYNNING FYRIR MAT FRAMLENGT TIL 8. MARS! STÓRI háskóladagurinn verður haldinn í annað sinn, laugardaginn 25. febrúar, í Borgarleikhús- inu og gefst þar gestum og gangandi kostur á að kynna sér námsframboð sjö háskóla sem tefla fram 98 námsleiðum. Hægt verður að kynna sér allt frá hrossarækt yfir í kennaranám og að auki verður hægt að fá ráðgjöf um nám erlendis, námslán, stúdentaíbúðir og fleira. Háskólarnir sem standa að kynningunni eru: Háskólinn á Akureyri, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Hólum, Kennaraháskóli Íslands, Landbúnaðarháskóli Íslands, Listaháskóli Ís- lands og Viðskiptaháskólinn Bifröst. Álfrún G. Guðrúnardóttir er kynningastjóri Listaháskóla Íslands og hefur setið í samstarfs- hópi háskólanna um skipulagningu dagsins. Að hennar mati hefur þetta kynningarsamstarf skilað sér með auknum áhuga nemenda á þess- um háskólum. Hún segir að þótt samstarf há- skólanna einkennist af samstöðu, tapist ekki sérstaða hvers háskóla. Í fyrra komu um 2000 gestir og telur Álfrún að margir þeirra hafi sótt um háskólanám við þá skóla sem kynntu námsframboð sitt. Ástæða þess að skólarnir hófu þetta kynningarsamstarf var að þeir vildu veita mikilvæga þjónustu við nemendur og þá sem vilja kynna sér það nám sem háskólar landsins bjóða upp á. Á kynningunni er hægt að tala við kennara, námsráðgjafa og/eða nemendur sem stunda nú nám við þessa háskóla en Álfrún telur það vera sérstaklega mik- ilvægt. Nemendur séu vel til þess fallnir að segja frá sinni sýn á náminu, félagslífinu, veita upplýsingar um umsókn- arferli og hvernig háskólasamfélagið er. Með kynningunni telur Álfrún að fólk hafi aukna mögu- leika til þess að kynna sér ólíkar námsleiðir, fá hugmyndir að námsvali og jafnvel öðlast aukna víðsýni gagnvart námsleiðum. Þetta sé því einstakt tækifæri til þess að fá yfirsýn á námsframboð. Stóri háskóladagurinn í Borgarleikhúsinu á laugardag Frá Stóra háskóladeginum sem haldinn var í fyrsta skipti í fyrra. Sjö háskólar kynna 98 námsleiðir Morgunblaðið/Þorkell ALÞJÓÐLEGUR dagur leiðsögu- manna var á þriðjudag og af því tilefni buðu Félag leiðsögumanna og Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar blindum og sjón- skertum á Veiðisafnið á Stokks- eyri. Í safninu fékk hópurinn, sem taldi um 40 manns, að snerta upp- stoppuð villt dýr frá öllum heims- hornum, m.a. Afríku. Þar hafa eigendur safnsins, Páll Reynisson og Fríða Magnúsdóttir, stundað veiðar á síðustu árum og er afraksturinn fjölbreytt safn dýra. Hópurinn var ánægður með heimsóknina og þær móttökur sem hann fékk á safninu, segir í frétta- tilkynningu. Alþjóðlegur dagur leiðsögumanna var fyrst haldinn á Íslandi árið 1990 og er sérstök áhersla lögð á að gleðja þá sem hafa síður tök á því að ferðast sjálfstætt. Blindir skoðuðu villt dýr Ljósmynd/Guðmundur Karl Páll Reynisson segir gestunum sögu af sebrahaus sem er til sýnis á Veiðisafninu á Stokkseyri. „FERÐAÞJÓNUSTA fyrir alla,“ er yfirskrift námstefnu sem haldin verð- ur á Hótel Sögu í dag frá kl. 13-17. Að námstefnunni standa samgönguráðu- neytið, Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofa og Öryrkjabandalag- ið. Markmiðið er að hvetja þá sem sinna ferðaþjónustu til að líta á að- gengi sem eðlilegt gæðaviðmið. Fötlun er margskonar Erna Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), væntir þess að í framhaldi af námstefnunni verði teknar ákvarðan- ir um hvernig bæta megi upplýsinga- gjöf um aðgengi fatlaðra ferðamanna. Erna sagði að í sumum upplýsinga- bæklingum hefðu gististaðir verið merktir með svonefndu „hjólastóls- merki“ hefðu þeir verið aðgengilegir hreyfihömluðum. Meðan engir aðrir sinntu slíkri útgáfu gáfu hótelsam- tökin út hótelbæklinga og voru þá í samvinnu við Ferlinefnd fatlaðra um úttektir á gististöðum. Enginn fékk hjólastólsmerkið nema Ferlinefndin væri búin að taka staðinn út. „Við höf- um hvatt aðra útgefendur til að gera það sama og ég veit ekki betur en að þeir taki þetta alvarlega,“ sagði Erna. Í nýrri hótelum og gististöðum er tekið tillit til þarfa hreyfihamlaðra, að sögn Ernu. Hún benti á að fötlun gæti verið margs konar og ekki þyrfti allt- af stórtækar aðgerðir til að létta fötl- uðum lífið. „Ég nefni t.d. þá sem eru sjóndaprir. Það er hægt að láta þá fá matseðil með stækkuðu letri. Öryrkj- ar, fatlaðir, margir eldri borgarar sem eru hreyfihamlaðir og aðrir hóp- ar eru gríðarstór markhópur, en þarfir þeirra eru margvíslegar. Lík- lega þarf að vekja alla þjóðina til með- vitundar um það.“ Misbrestur á upplýsingagjöf Sveinn Gústavsson, sem rekur ferðaskrifstofuna Ferðafélagar ehf., þekkir vel til skipulagningar ferða fatlaðra. Bæði hefur hann tekið á móti útlendum hópum fatlaðra og skipulagt ferðir Íslendinga með geð- raskanir og þroskahamlanir til út- landa. Sveinn segir mikið skorta á að upp- lýsingar um aðgengi fyrir fatlaða ferðamenn hér á landi séu í lagi. Að fenginni reynslu segist Sveinn t.d. ekki bóka gistingu fyrir fólk í hjóla- stólum nema að skoða aðstöðuna sjálfur. Hann vann bækling um að- gengi í Reykjavík (Accessible Reykjavik) fyrir Sjálfsbjörgu og Reykjavíkurborg, sem kom út 1997. Hann kveðst ekki vita hvað hafi verið gert síðan á því sviði. „Það er ýmislegt sem ég hef þurft að vinna í varðandi fatlað ferðafólk og það er yfirleitt mjög þungur róður,“ sagði Sveinn. „Þegar rætt er um að- gengi er hjólastóllinn alltaf í huga. En það gleymist t.d. unga fólkið með barnavagnana. Það þarf eins að taka tillit til aðgengis þess.“ Misbrestir á aðgengi fatlaðra ferðamanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.