Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR RÆKJUVERKSMIÐJAN Meleyri á Hvammstanga, ein elsta rækju- verksmiðja landsins, hefur sagt upp öllu starfsfólki sínu, rúmlega tuttugu talsins, með lögbundnum uppsagnar- fresti. Ástæðan eru þeir rekstrarerf- iðleikar sem rækjuiðnaðurinn hefur átt við að glíma síðustu misserin, en rækjuverksmiðjum á landinu hefur fækkað úr 20 í 8 á síðustu sjö árum. Ólafur Bjarni Halldórsson, starf- andi stjórnarformaður fyrirtækisins, sagði að rekstrarskilyrði rækjuiðn- aðarins hefðu versnað það mikið einkum undanfarin tvö ár að óumflýj- anlegt hefði verið að undirbúa rekstrarstöðvun. Þar spili stærstu rulluna lækkandi afurðaverð en það hafi lækkað á síðustu sjö árum í er- lendri mynt um rúmlega þriðjung. Þá skipti hátt gengi íslensku krón- unnar einnig verulegu máli og loks hafi innlendur kostnaður aukist mik- ið síðustu árin, en laun hafi til að mynda hækkað um 57% á þessu tímabili. „Með þessar rekstrarforsendur er næsta undarlegt hvað menn hafa haldið lengi út,“ sagði Ólafur og bætti við að það segði sína sögu að árið 1999 hefðu verið starfandi 20 rækju- verksmiðjur í landinu, en nú væru þær 8 talsins og hann spáði því að að óbreyttu yrðu ekki margar eftir um áramót. „Við héldum fund með okkar fólki í gær (í fyrradag) og útskýrðum kringumstæðurnar og sögðum því að við ættum engan annan kost en að grípa til uppsagna. Við létum það jafnframt fylgja að ef rekstrarskil- yrðin bötnuðu, sem við höfum lengi beðið eftir að gerðist, myndum við tvímælalaust halda rekstrinum áfram,“ sagði Ólafur Bjarni ennfrem- ur. Hann bætti því við að þeir hefðu keypt rækjuverksmiðjuna í apríl 1999 eða fyrir tæpum sjö árum síðan og á þessu tímabili hefði verksmiðjan ekki stöðvast nema í 2-3 mánuði sam- anlagt. Hún hefði verið stofnuð árið 1972 og væri því sennilega elsta rækjuverksmiðja landsins. Meleyri á Hvammstanga segir upp öllu starfsfólki sínu Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is HÓLMFRÍÐUR Bjarnadóttir, starfsmaður stéttarfélagsins Sam- stöðu á Hvammstanga, sagði að ýmsar blikur væru á lofti í atvinnu- málum í héraðinu, en fólk væri samt vongott um að úr rættist. Hún sagði að auk uppsagnanna hjá Meleyri myndu síðustu starfs- mennirnir í saumastofunni hætta eftir rúman mánuð, fimm misstu þar vinnuna auk þess sem skipu- lagsbreytingar stæðu yfir hjá kaup- félaginu. Eigendaskipti hefðu orðið að sláturhúsinu um áramót og end- urskoðun stæði yfir á verslunar- rekstrinum sem myndi þýða ein- hverja fækkun starfa. Þá myndi fækka á skrifstofunni hjá kaup- félaginu og Heilbrigðisstofnunin á staðnum hefði þurft að skera mikið niður undanfarin ár og það væri aldrei að vita hvað það þýddi ef framhald yrði á í þeim efnum. „Fólk hér í Húnaþingi vestra er afskaplega duglegt að finna ýmsar leiðir í atvinnumálum. Hér eru mörg smáfyrirtæki og fólk nokkuð frjótt í þeim efnum,“ sagði Hólm- fríður og benti á að staðurinn væri afskaplega vel í sveit settur miðja vegu milli Reykjavíkur og Akureyr- ar í blómlegu landbúnaðarhéraði sem væri til dæmis mjög hentugt til sauðfjárræktar. Hún bætti því við að þetta væri erfiðasti tíminn í atvinnumálum á svæðinu, frá því í enduðum október og fram á útmánuði. Blikur á lofti Mbl./Karl Ásgeir Sigurgeirsson Morgunblaðið/Ómar ÞAÐ hefur viðrað vel til útivinnu að undanförnu enda verið einmuna tíð. Byggingarnar þjóta upp í nýju hverfunum og ekki ónýtt að leggja á þakdúk eins og viðraði í gær með útsýni til Vífilsfellsins eins og á myndinni sem tekin er við Andarhvarf í Kópavogi. Það er ekkert útlit fyrir að þetta breytist því spáð er hæg- lætisveðri um helgina og hita yfir frostmarki lengst af um mestallt land. Hæglætisveður um helgina BÆJARSTJÓRN Vestmannaeyja fundaði í gær- kvöldi þar sem meðal annars var tekin fyrir af- greiðsla skólamálaráðs um að fresta sameiningu á leikskólum bæjarins. Var tillagan samþykkt og klofnaði meirihluti Sjálfstæðisflokks og Vest- mannaeyjalista í málinu. Þrátt fyrir það lýstu fulltrúar beggja yfir að samstarfið héldi áfram. Mikil vinna hefur farið í það undanfarna mánuði að vinna að sameiningu grunn- og leikskóla bæj- arins og átti að afgreiða málið á fundinum. Var sam- þykkt að sameina grunnskóla bæjarins undir eina yfirstjórn en sameiningu leikskólana frestað. Þrír leikskólar eru starfandi í Eyjum. Sjálfstæðisflokkur og Vestmannaeyjalisti mynda meirihluta í bæjar- stjórn. Hafa framboðin sex fulltrúa af sjö. Sjálf- stæðisflokkur vildi fresta sameiningunni og leita annarra leiða til að ná fram hagræðingu. Ásamt fulltrúum Sjálfstæðisflokks greiddi Andrés Sig- mundsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, at- kvæði með tillögunni. Lúðvík Bergvinsson, oddviti Vestmannaeyjalistans, las upp bókun þar sem kom m.a. fram að tillagan skapaði mikla óvissu um leik- skólamál í bænum og að þarna hefði hagsmunum heildarinnar verið fórnað fyrir sérhagsmuni. Sjálfstæðismenn furðuðu sig á afstöðu Vest- mannaeyjalistans að ganga gegn afstöðu skóla- málaráðs og vísuðu því á bug að tillagan mundi koma niður á þjónustu leikskólanna. Andrés Sigmundsson sagði eftir atkvæðagreiðsl- una að þetta væri staðfesting á því að núverandi meirihlutasamstarf væri í upplausn og það væri stóralvarlegt mál fyrir Vestmannaeyjar. Lúðvík Bergvinsson og Elliði Vignisson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, fóru báðir í pontu og lýstu því yfir að samstarfið héldi þrátt fyrir ágreining í þessu máli. Lúðvík sagði að meirihlutinn hefði náð miklum árangri og ætlaði að halda því starfi áfram. Á kjörtímabilinu hafa þrír meirihlutar starfað í bæjarstjórn Vestmannaeyja. Fyrst Framsóknar- flokkur og Sjálfstæðisflokkur, síðan Vestmanna- eyjalisti og Framsóknarflokkur og loks Sjálfstæð- isflokkur og Vestmannaeyjalisti. Meirihlutinn klofnaði en heldur enn Sameiningu leikskóla Vestmannaeyjabæjar frestað á fundi bæjarstjórnar HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Vestfjarða yfir karlmanni á fertugsaldri fyrir að hafa haft samræði við tvítuga stúlku á meðan hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Maðurinn var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar og til að greiða fórnarlambi sínu 800 þús- und krónur í miskabætur. Hann var jafnframt dæmdur til greiðslu sak- arkostnaðar, rúmlega 1,1 milljónar króna. Málsatvik voru þau að í júní árið 2004 hélt stúlkan samkvæmi á heim- ili sínu þar sem ákærði var gestkom- andi. Undir morgun sofnaði stúlkan í svefnherbergi sínu með karlmanni á svipuðum aldri en þegar hún vaknaði lá hins vegar ákærði ofan á henni og kom vilja sínum fram. Í dómnum kom fram að framburð- ur stúlkunnar hefði verið afar trú- verðugur og hún sjálfri sér sam- kvæm. Ráða mátti af framburði læknis og sálfræðings að brotið hefði haft andlegar afleiðingar fyrir hana og við ákvörðun refsingar ákærða er litið til þess að hann var sakfelldur fyrir alvarlegt brot sem hefur beinst gegn persónu- og kynfrelsi ungrar stúlku. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Gunnlaugur Claessen, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Hrafn Bragason og Markús Sigur- björnsson. Brynjar Níelsson hrl. varði manninn en sækjandi var Sig- ríður J. Friðjónsdóttir saksóknari ríkissaksóknara. 18 mánaða fangelsi fyr- ir nauðgun RÍKISKAUP hafa valið sex skipa- smíðastöðvar til áframhaldandi þátt- töku í forvali um hönnun og smíði á nýju varðskipi fyrir Landhelgisgæslu Íslands. Upphaflega tóku 15 fyrirtæki þátt í forvalinu, öll erlend. Fyrirtækin sem uppfylltu settar kröfur eru Aker í Noregi, Asmar í Chile, Bergen í Nor- egi, Damen í Hollandi, Peene – Werft í Þýskalandi og SIMEK í Noregi. Sex skipasmíða- stöðvar í forvali ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.