Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 45 MENNING Það rifjaðist upp fyrir mér ádögunum, þegar ég frétti afsýningum á leikbrúðum Jóns E. Guðmundssonar í forsal Borg- arleikhússins hversu ofboðslega gaman mér þótti á sýningu hans á Dýrunum í Hálsaskógi hér um árið. Atriðið þar sem Amma mús feyktist í loft upp á regnhlífinni sinni í þann mund sem Patti broddgöltur var að hremma hana, er mér algjörlega ógleymanlegt. Þetta voru sannkall- aðir leikhússtöfrar. Í Tjarnarbíói upplifði ég bæði Síð- asta bæinn í dalnum, og Eldfærin, sem mér fannst alveg mögnuð mynd. Listræn hryllingsmynd fyrir börn. Ég man þetta svosem ekki ná- kvæmlega frá atriði til atriðis, en það skiptir ekki öllu að muna smáat- riðin – mestu máli í dag skiptir að eiga minningar um listræna upp- lifun sem hafði áhrif á mann, og snart mann þótt maður væri bara krakkatetur. Ég var aðeins eldri þegar mér var boðið með vinkonu minni á fullorð- inssýningu í Iðnó. Það var grískur harmleikur, Antígóna eftir Sófókles. Okkur þótti auðvitað bráðfyndið í aðra röndina að vera að fara á svona skrýtið leikrit, en upplifunin, að heyra þessa sérkennilegu og fornu talkóra, og sjá þessa miklu drama- tík, hún situr enn í mér, mun sterkar en mörg önnur leikverk sem ég hef séð síðan. Þá átti ég líka því láni að fagna að eiga athvarf hjá Ingibjörgu og Jóhönnu, konunum á Sólheima- bókasafninu. Þær mötuðu okkur krakkana á bókum, og þegar allar hillur í barnadeildinni voru upp- lesnar, völdu þær fullorðinsbækur oní mann – bækur sem þær héldu að maður hefði gaman af.    Þessi nostalgíska upprifjun erekki skrifuð til þess að verða atriði í minningabók. Henni er hins vegar ætlað að vera einhvers konar áminning um það, að börn geta og vilja njóta lista, ekkert síður en full- orðnir. Það finnst mörgum nauðsyn- legt að börn fái að spreyta sig sjálf í listsköpun, og það er sjálfsagt þar sem áhugi og efni leyfa. En hitt er líka nauðsynlegt að börn fái tæki- færi til að njóta. Það skiptir máli að fullorðnir gefi börnum þessi tæki- færi, og að þau séu fjölbreytt og nái til sem flestra sviða listanna, því hver veit hvað það er sem kemur til með að heilla lítinn krakka og hreyfa við honum. Sú góða frétt spurðist í gær að að- gangur að Listasafni Íslands yrði ókeypis frá og með deginum í dag. Það ætti að hvetja fólk til að fara með börn á safnið og skoða það sem þar er að finna gamalt og nýtt. Vetrarhátíð gefur fjölskyldufólki líka mörg tækifæri til að njóta sam- an alls kyns list- og menningar- viðburða, og flesta þeirra má sækja frítt, hvort sem það er rúntur milli safna borgarinnar í kvöld, skauta- ferð undir dunandi og sprellifandi djassi í Skautahöllinni á sunnudag, eða leiðsögn með trúðstelpunni Bar- böru um Kjarvalssýninguna á Kjar- valsstöðum. Af nógu er að taka sem ekki þarf að kosta mikið – upplifun barnsins getur hins vegar með tíð og tíma orðið margföld að verðmætum. Börnin fái að njóta ’Vetrarhátíð gefur fjöl-skyldufólki líka mörg tækifæri til að njóta sam- an alls kyns list- og menningarviðburða, og flesta þeirra má sækja frítt.‘ Brúður og sviðsmyndir Jóns E. Guðmundssonar eru í Borgarleikhúsinu. begga@mbl.is AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir Íkvöld heimsfrumsýnir Ís-lenski dansflokkurinn tvöverk eftir tvo af fremstudanshöfundum Evrópu. Ann- ar þeirra er Portúgalinn Rui Horta en hann ætti að vera íslensku dans- áhugafólki að góðu kunnur þar sem þetta er í fjórða skiptið sem hann setur upp sýningu hér á landi. Danshöfundurinn Didy Veldman er aftur að móti að starfa með flokkn- um í fyrsta skipti. Yfirskrift verk- anna tveggja er Talaðu við mig og fjalla þau bæði um margvísleg vandamál mannlegra samskipta en þó með afar ólíkum hætti. Og allir dansa með Verk Didy Veldman ber heitið Súrt og sætt og fjallar á áhugaverð- an hátt um hlutverk kynjanna og allar þær meðvituðu og ómeðvituðu reglur sem kynin hafa tileinkað sér í því sambandi. Þema verksins er „samkvæmisdansar“ en þá notar Veldman til að varpa fram ýktri mynd af þessum hlutverkaleik. „Mér þótti við hæfi og auk þess skemmtilegt að nota tónlist og stemningu samkvæmisdansanna til að fjalla um þetta málefni,“ segir danshöfundurinn Didy Veldman. „Samkvæmisdansar gefa mjög skýra mynd af kynhlutverkunum og á frekar íronískan hátt. Það eru mjög stífar reglur í samkvæmis- dönsum og hlutverkaskipanin er af- ar niðurnegld. Karlinn leiðir t.d. alltaf og konan er alltaf í kjól. Af hverju hafa konur ennþá svona ríka tilhneigingu að líta svo á að karlinn þurfi að sjá fyrir þeim, að hann þurfi vera þessi sterki veiðimaður? Konur eru ennþá að bíða eftir að prinsinn á hvíta hestinum komi þjót- andi hjá og bjargi þeim. Karlmenn, að sama skapi, vilja sjá konurnar í stuttum pilsum, háum hælum og sem einhvers konar kyntákn og á sama tíma gera þeir kröfu um móð- urlega hlið. Ég ræddi þessi atriði við dansarana og í kjölfarið fórum við spinna texta og syngja söngva og gerðum alls konar hluti í tengslum við þetta kven- og karl- mennsku þema. Við vorum sammála um að þessi hlutverk eru ansi yf- irborðskennd en á sama tíma afar raunveruleg. Við göngumst undir þessa hlutverkaskipan á einn eða annan hátt, hvort sem við viljum það eða ekki, og það er þessi skil- yrta þátttaka okkar í þessum „sam- kvæmisdansi“ sem við erum að stilla uppí verkinu.“ Maðurinn er eyland Rui Horta er farinn að þekkja Ís- lenska dansflokkinn vel eftir að hafa unnið með honum núna í fjögur skipti. Hann segir að danshópurinn hafi tekið töluverðum breytingum frá því að hann vann með honum fyrst árið 1999. Að hans mati vex hópnum stöðugt ásmegin og nú sé hann sterkari en nokkru sinni fyrr. Verk Hortis sem frumsýnt verður í kvöld heitir Gleðilegt ár og fjallar það um krísu mannlegra samskipta. „Það er réttara að segja að verkið fjalli um samskiptaleysi mannsins,“ segir Horta. „ Það fjallar um ákveð- inn veruleika sem við stöndum frammi fyrir nú á dögum, hvernig hvert okkar er sem stakt eyland, nánast með eigin þjóðfána og þjóð- söng. Við höfum byggt múra í kringum okkur og orðin einhvern veginn svo rosalega tortryggin gagnvart náunganum. Því meira sem okkur fjölgar á plánetunni og því þrengra sem verður um okkur hér eflast þessi ósýnilegu landa- mæri í kringum okkur. Í verkinu er- um við að varpa fram þeirri spurn- ingu hvort við getum í rauninni lifað í sameiningu? Getum við lifað sam- an sem vinir, hjón, fjölskylda eða sem þjóðríki eða jarðríki?“ Horta segir að verkið sé pólitískt og á sama tíma er það afar persónu- legt og tilfinningalegt. Verkið inni- heldur margar samtímalegar skír- skotanir og vissulega hefur breytt heimsmynd í kjölfar 11. september mikið með það að gera. Engu að síð- ur er þetta tímalaust verk. Titill verksins, Gleðilegt ár, er íronísk áminning um það að sagan end- urtekur sig stöðugt. Upphaf hvers árs er loforð um nýtt og betra líf en fyrr en varir skellur á nýtt stríð og aðrar mannlegar þjáningar. „Mér finnst það skelfilegt að þjóðfélögin og einstaklingarnir skuli einhvern veginn alltaf enda aftur á byrj- unarreit. Við erum stöðugt að fást við þessu sömu vandamál eins og skort á umburðarlyndi og vanvirð- ingu gagnvart náunganum.“ Sálaróp Verkið inniheldur töluvert af of- beldi en þó er slegið á léttari strengi annað slagið. Horta segir að upp- setningin á þessu verki hafi verið al- gjörlega ný reynsla fyrir hann og að vissu leyti hafi útkoman komið hon- um mjög á óvart. „Það er ekki hægt að stjórna þeirri sköpun sem þú lætur frá þér. Sköpunin er í rauninni óp sem kem- ur frá sálinni og þessu ópi þarf lista- maðurinn að bregðast við, annars verður hann einfaldlega veikur. Ég vil ekki hugsa of mikið um það sem mér býr í brjósti. Ég vil bara koma því út og útfæra það á eins fágaðan máta og ég get þannig að úr því verður listaverk. List er ekki eft- iröpun á raunveruleikanum heldur er að endurspeglun á því sem býr innra með manni. Listaverkið er eins konar framlenging af þessu sál- arópi en á það bætast fleiri fletir og sjónarhorn.“ Samkvæmisdansar og samskiptaleysi Morgunblaðið/Sverrir Íslenski dansflokkurinn á æfingu í Borgarleikhúsinu. Dans | Íslenski dansflokkurinn frumsýnir tvö verk í kvöld Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Danshöfundarnir Didy Veldman og Rui Horta. Danshöfundur: Didy Veldman. Sviðsmynd og búningar: Elín Edda Árnadóttir. Lýsing: Lárus Björnsson. Leikmunasmíði: Egill Ingi- bergsson. Aðstoð við danshöfund: Ólöf G. Söebech. Dansarar: Aðalheiður Hall- dórsdóttir, Brad John Sykes, Emilía Benedikta Gísladóttir, Guðmundur Elías Knudsen, Guðrún Óskarsdóttir, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Itamar Senussi Sahar, Jesús de Vega, Katrín Ingvadóttir, Peter And- erson, Steve Lorenz, Valgerður Runólfsdóttir. Tónlist: Balanescu Quartet: Lullaby Dream, Ethos Percus- sion Group: Apple Blossom, Lerner/Loewe: I Could Have Danced All Night, Manning/ Marchetti: Waltz Fascination, Foxtrot: They Say it’s Wonder- ful, Foxtrot: The Lady is a Tramp, Faniciulla/Misa: Cha Cha Gua Gilone. Danshöfundur: Rui Horta. Sviðsmynd: Rui Horta. Búningar og leikmunir: Elín Edda Árnadóttir. Ljósahönnun: Rui Horta. Aðstoð við sviðs- og ljósahönn- un: Benedikt Axelsson. Aðstoð við danshöfund: Ólöf G. Söebech. Dansarar: Aðalheiður Hall- dórsdóttir/Hjördís Lilja Örn- ólfsdóttir, Emilía Benedikta Gísladóttir, Guðmundur Elías Knudsen, Jesús de Vega, Katr- ín Ingvadóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir/Valgerður Rún- arsdóttir, Peter Anderson, Steve Lorenz. Tónlist: Dead Combo, Yen- s+Yens, Tiago Cerqueira, Victor Joaquim, Aphex Twin. Súrt og sætt Gleðilegt ár L I S T V I N A F É L A G H A L L G R Í M S K I R K J U 24. starfsár MIÐASALA Í HALLGRÍMSKIRKJU s. 510 1000. SUNNUDAGINN 26. febrúar kl.17  Ásgeir H. Steingrímsson, trompet Eiríkur Örn Pálsson, trompet Hörður Áskelsson, orgel Þeir leika verk eftir Scarlatti, Holloway, Dubois, Widor, Vivaldi og Jón Hlöðver Áskelsson Trompetería í Hallgrímskirkju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.