Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 1
Ætla ekki að fullorðnast strax Hljómsveitin Jeff Who? heldur þrenna tónleika í New York | 68 Tímarit og Atvinna í dag Tímarit | Tölva á möguleika á stjórnarsæti  Reynir að lifa áhættu- sömu lífi  Með vöðlur og vaðstaf að vopni  Flugan  Krossgáta Atvinna | Viðmið um góða starfshætti ríkisstarfsmanna 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 AR G U S 06 -0 05 2 Við leggjum áherslu á langtímasamband og sérhæfðar lausnir sem taka mið af sérstökum aðstæðum og starfsumhverfi viðskiptavina okkar. SPH – fyrir þig og fyrirtækið! Vildarþjónusta fyrirtækja STOFNAÐ 1913 84. TBL. 94. ÁRG. SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is FREMSTU skíðamenn landsins hafa síðustu daga tekið þátt í Skíðalandsmóti Íslands. Keppni í göngu hefur farið fram í miðbæ Ólafs- fjarðar þar sem myndin var tekin. Keppni í alpagreinum fer fram á Dalvík og nægur snjór og gott veður léku við keppendur um hádegið í gær. Mikil stemning er ævinlega samfara skíða- landsmóti og hefur ekkert skort upp á það við utanverðan Eyjafjörðinn síðustu daga. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Stemning á skíðalandsmóti við Eyjafjörð ÞRÁTT fyrir nokkurt umrót á ís- lenskum fjármálamarkaði að und- anförnu er staða íslensks efnahags- lífs mjög góð, að sögn Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra, og er sú gengislækkun sem orðið hefur á krónunni tímabær. Halldór segir að búast megi við einhverjum verðbólguáhrifum, en þá beri að hafa í huga að sterk staða krónunnar virðist ekki hafa komið fram nema að litlu leyti í verðlækk- unum. „Ég geri ráð fyrir því að íbúðaverð við þessar aðstæður muni ekki hækka, fremur lækka eitthvað, sem hefur þá jákvæð áhrif á vísitöluna og vegur þannig á móti hugsanlegum áhrifum gengislækk- unar.“ En það ber að taka alvarlega um- ræðuna sem átt hefur sér stað um íslenskt efnahagslíf og íslensku bankana, að mati Halldórs. „Þetta verður til þess að það þrengir að bönkunum. Fjármagnið sem þeir hafa til ráðstöfunar verður dýrara og þeir hafa úr minna fjármagni að spila. Ég lít svo á að þetta verði til þess að það dragi úr viðskiptahall- anum fyrr en gert hafði verið ráð fyrir, sem er auðvitað jákvætt. Og þess vegna muni aðlögunin, sem við gerðum ráð fyrir, eiga sér stað mun fyrr.“ Gagnrýnir Bandaríkjamenn Halldór gagnrýnir Bandaríkja- menn harðlega fyrir einhliða ákvörðun um að kalla varnarliðið heim og segir það mikil vonbrigði sem skapað hafi vantraust og næstu vikur muni leiða í ljós hvort traust geti orðið á nýjan leik. Hann segir að viðræðufundur verði haldinn á föstudag og þar muni Bandaríkja- menn leggja fram sínar hugmyndir um hvað eigi að koma í staðinn. „Þeir munu væntanlega leggja fram sínar hugmyndir um það að hvaða leyti þeirra skuldbindingar muni vera nægilegar gagnvart Ís- landi og Atlantshafsbandalaginu.“ Í máli Halldórs kemur fram að vinna þurfi hratt að úrlausn í björg- unarmálum, því að útlit sé fyrir að þotur og þyrlur varnarliðsins verði kallaðar héðan á næstu vikum. „Við höfðum vænst þess að geta leyst björgunarmálin til lengri tíma litið, en nú þurfum við líklega að fara út í skammtímaráðstafanir. Því að það má aldrei verða að það skapist óör- yggi á hafinu í kringum okkur.“ Forsætisráðherra segir að gengislækkun krónunnar hafi verið tímabær Góð staða efnahags- lífs þrátt fyrir umrót Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is  Ekkert nýtt | 10 FRAM kemur í gögnum sem banda- rískir hermenn fundu í Bagdad 2003 að Rússar hafi veitt Írökum upplýsingar um áætlanir bandamanna eftir að inn- rásin hófst 20. mars. Varnarmálaráðu- neytið í Washington hefur birt hluta skjalanna og segja menn þar á bæ að líklegast sé að Rússar hafi viljað reyna að tryggja fjárhagslega hagsmuni sína í Írak. Breska blaðið The Guardian rifjar upp að Rússar hafi verið harðir and- stæðingar þess að Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna samþykkti innrásina 2003. Írakar hafi skuldað Rússum um sjö milljarða dollara vegna vopnakaupa og einnig hafi Rússar gert sér vonir um hagstæða olíusamninga. Nokkrir rúss- neskir embættismenn hafi tengst mút- um í sambandi við olíusölu Íraka fyrir innrásina. Vísa ásökunum á bug Í fréttum AP-fréttastofunnar segir að rússneski sendiherrann í Írak, Vladímír Títorenko, hafi haft milli- göngu í málinu. María Zakharova, tals- maður sendinefndar Rússlands hjá SÞ, vísaði þessum ásökunum á bug í gær. „Ég tel að þetta sé algert bull og fárán- legt.“ Bætti Zakharova við að engar sannanir hefðu verið lagðar fram. Útsendarar Rússa í aðalstöðvum herja bandamanna í Katar munu hafa klófest upplýsingarnar. En fram kemur að sumt af því sem Rússar sögðu Írök- um hafi líklega átt rætur að rekja til markvissra blekkinga bandamanna. Var því meðal annars lekið að herförin frá Kúveit ætti að leiða athyglina frá meginárásinni og einnig að beðið yrði með að ráðast á Bagdad fram yfir 15. apríl. Í reynd féll borgin 9. apríl. Reuters Saddam Hussein ávarpar dómara við réttarhöldin yfir honum í Bagdad. Njósnuðu Rússar fyrir Saddam? Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is EINN af sjö hryðjuverkamönnum úr röðum íslamista, sem nú er réttað yfir í Bretlandi, hafði uppi ráðagerðir um að eitra bjór og hamborgara er síðan átti að selja gestum á knattspyrnuleikjum. Hefur þetta komið fram í vitnisburði Mohammed Babars, bandarísks múslíma, sem sendur var til Bretlands til að bera vitni um sam- skipti sín við umræddan mann, Waheed Mahmood. Sjömenningarnir, sem talið er að hafi tengst al- Qaeda, eru ákærðir fyrir að hafa ætlað að efna til sprengjutilræða og Babar hefur þegar viðurkennt að- ild að málinu. Dagblaðið The Guardian segir hann hafa lýst samtölum á fundum í Pakistan þar sem rætt var um hryðjuverk í Bretlandi. Mahmood, sem starfaði hjá símafyrirtækinu British Telecom, hafði mikinn hug á að vinna þar skemmd- arverk sem hann sagði geta valdið miklu efnahagslegu tjóni. En hægt væri að heyja „heilagt stríð“ með ýmsum aðferðum. „Hann sagði að maður gæti bara fengið sér vinnu á knattspyrnuleikvangi, til dæmis við bjórsölu, hellt eitri í dósirnar … og dreift síðan dósunum,“ sagði Babar. Átti að hylja verksummerki á dósunum með límmiðum. Einnig mætti selja eitraða hamborgara á götunum og loks mætti auglýsa með dreifimiðum heimsending- arþjónustu fyrir skyndibita sem að sjálfsögðu yrðu eitr- aðir. Hugðust eitra fyrir fótboltafíkla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.