Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
AUÐLESIÐ EFNI
Músíktil-raunir, ár-leg
hljóm-sveita-keppni
Tóna-bæjar og Hins
hússins, hefur staðið alla
vikuna í Loft-kastalanum.
51 hljóm-sveit hóf keppni,
en 10 sveitir keppa til
úr-slita á föstu-daginn
næst-komandi.
Úr-slitin verða í beinni
út-sendingu á Rás 2 kl. 19.
Sigur-sveit Músík-tilrauna
fær 20 tíma í hljóð-veri með
hljóð-manni í Sund-lauginni,
hljóð-veri Sigur Rósar.
Einnig verða veitt mörg
auka-verðlaun.
Kepp-endur eru á öllum
aldri allt frá 11–24 ára, og
koma víða að af landinu,
flestir þó af
suð-vestur-horninu.
Músík-tilraunir hafa verið
fastur þáttur í tón-listarlífinu
í næstum aldar-fjórðung.
Til-gangur keppninnar er að
ýta undir til-rauna-mennsku
í tón-list, að vera
hljóm-sveitum hvatning til
að gera nýja hluti.
Músík-til-raunir á fullu
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Gítar-leikari hljóm-sveitarinnar Mute.
Geir H. Haarde
utanríkis-ráðherra hitti
Philippe Douste-Blazy,
utanríkis-ráðherra
Frakk-lands, á vinnu-fundi í
París á þriðju-daginn. Fóru
þeir ítar-lega yfir stöðuna í
varnar-málum á Íslandi og
sagði Douste-Blazy að
Frökkum væri alls ekki
sama um málið, en bauð
þó ekki Íslendingum
að-stoð eftir að
Banda-ríkja-menn fara.
Geir sagði við-ræður
verða fljót-lega um hvað
Banda-ríkja-menn leggja til,
og síðan verða málin rædd
í sam-hengi við aðrar
NATO-þjóðir.
Tals-maður
Douste-Blazy, segir hann
segja að sér-hvert ríki þurfi
á raun-veru-legum vörnum
að halda og að Ís-lendingar
geti verið vissir um hjálp í
öryggis- og varnar-stefnu
Evrópu-sam-bandsins.
Einnig að Frakkar hefðu
mikið fram að færa
varðandi her-gögn og væru
reiðu-búnir að taka upp
við-ræður um þetta efni við
Ís-lendinga.
Ljósmynd/Yo-Jung Chen
Douste-Blasy og Geir í París.
Geir ræðir við Frakka
Að-skilnaðar-sam-tök Baska,
ETA, hafa lýst yfir „varan-legu
vopna-hléi“ eftir nær 40 ára
vopn-aða bar-áttu sem hefur
kostað yfir 800 manns lífið.
Við-brögð spænskra
fjöl-miðla eru var-færin og
bjart-sýn. Dagblaðið El Pais
segir að það væri ó-ábyrgt að
grípa ekki tæki-færið til að
binda enda á ó-friðinn.
Mörg blöð bentu á að
orða-lagið „varan-legt
vopna-hlé“ væri það sama og
írski lýð-veldis-herinn (IRA)
notaði gjarna án þess að
standa við.
Orða-lagið skildi eftir rúm
fyrir ETA-menn að skil-greina
gerðir sínar með öðrum
hætti. Bask-neska blaðið
Gara, sagði að um væri að
ræða „pólit-ískan,
þjóð-félags-legan og
fjöl-miðla-legan jarð-skjálfta
af hrika-legri stærðar-gráðu“.
ETA lýsir yfir vopna-hléi
Fyrir viku fóru fram
forseta-kosningar í
Hvíta-Rúss-landi og sögðu
yfir-völd að sitjandi for-seti,
Alexander Lúkasjenkó, hefði
unnið með yfir-burðum.
Þúsundir manna, þar á
meðal sendi-herrar, hafa
safnast saman í mið-borg
Minsk í vikunni til að
mót-mæla fram-kvæmd
kosn-inganna. Alexander
Milinkevitsj, helsti
keppi-nautur Lúkasjenkós,
krefst nýrra kosninga, enda
hafi þessar verið „full-kominn
skrípa-leikur“. Hann segist
ekki viður-kenna úr-slitin, en
Lúkasjenkó fékk 82,6%
at-kvæða. Sam-kvæmt
yfir-kjör-stjórn landsins tóku
um 93% kjósenda þátt.
Kosninga-eftirlits-menn víða
um heim hafa for-dæmt
kosn-ingarnar og
fram-kvæmd þeirra.
Lúkasjenkó hefur vísað þeirri
gagn-rýni á bug og segir
tölurnar sýna að
„byltingar-tilraun“
stjórnar-and-stöðunnar hafi
mis-tekist. Lúkasjenkó, sem
kallaður hefur verið „síðasti
ein-ræðis-herrann í Evrópu“,
nýtur tals-verðra vin-sælda
meðal lands-manna vegna
viss stöðug-leika. Lík-legt er
þó að margir hafi hikað við að
mót-mæla eftir að yfir-völd
hótuðu að hart yrði tekið á
mót-mælendum. Milinkevitsj
viður-kennir að senni-lega
dugi mót-mælin gegn
Lúkasjenkó ekki til að hann
víki.
Kosningum mót-mælt
Reuters
Alexander Milinkevitsj ávarpar stuðnings-menn sína.
Mikil spenna ríkir í Frakk-landi
vegna frum-varps um ný lög um
aukinn rétt at-vinnu-rekenda til
að segja upp starfs-fólki undir
26 ára aldri. Eiga lögin að auka
sveigjan-leika á
vinnu-markaðnum. Mikil
mót-mæli voru vítt og breitt um
Frakk-land á fimmtu-daginn.
Unnin voru skemmdar-verk og
ofbeldi framið, svo lög-reglan
hand-tók hunduð manna.
Forsætis-ráðherrann Dominique
de Villepin hefur hafnað því að
hvika frá til-lögunum um breyt-ingar á
vinnu-mála-lög-gjöfinni, sem lang-flestir Frakkar eru á
móti. Nicolas Sarkozy innan-ríkis-ráðherra hefur hins
vegar lagt til að lögunum yrði gefið tæki-færi í 6 mánuði
og reynslan síðan metin.
Enn mót-mælt í
Frakk-landi
Dominique de
Villepin