Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 55 ALDARMINNING Hinn 3. október 2005 voru 100 ár liðin frá fæðingu Karls Vigfússonar frá Geir- landi á Síðu. Foreldr- ar hans voru hjónin Halla Helgadóttir frá Fossi á Síðu og Vig- fús Jónsson bóndi á Geirlandi. Þar hafði ættfólk hans búið lengi fyrr á öldum. Móðir hans, Þórunn, fæddist þar 1838. Þá bjó þar afi hennar, Jón Sigurðsson, en hann er fermingardrengurinn sem fylgdi eldprestinum á göngunni löngu til Skálholts og Bessastaða vorið 1784. Kynslóðin sem var í blóma lífsins um aldamótin 1900 var stórhuga og framtakssöm. Menn hugðu á breyt- ingar á híbýlum og búskaparhátt- um. Um þetta leyti reisti Vigfús all- stórt timburhús á jörð sinni og setti upp sveitaverslun. Hefur þá varla verið fáförult þar, en gest- koma aukist, heimafólk, einkum húsfreyja, haft í nógu að snúast. Þessa verslun lagði Vigfús niður 1914, því þá beið þeirra hjóna ann- að hlutverk. Héraðslæknirinn í Síðuhéraði hætti störfum og flutti burt. Við tóku nýútskrifaðir lækna- kandídatar. Læknarnir kusu að hafa aðsetur hjá þeim Geirlands- hjónum. Ekki var þá búið að finna upp heilsugæslustöðvar. Vitjanir gat borið að á hvaða tíma sólar- hringsins sem var, auk þess sem fólk kom sjálft á fund læknis. Hlýt- ur því að hafa verið allmikið um- ferð fólks og gestkoma á bænum. Ekki var þá búið að finna upp komugjöld, en sjálfsagt þótti að veita ferðalöngum hressingu, en ekki tíðkaðist þá þar eystra að taka gjald fyrir kaffisopa eða matarn- urtu. Læknishéraðið var stórt, náði frá Öræfum að Mýrdalssandi. Ekki fer hjá því að aukist hafi annir heimafólks, ekki síst húsmóðurinn- ar. Á þessum tíma fóru börn og ung- lingar fljótt að taka þátt í marg- víslegum bústörfum heimilanna sem voru um flesta hluti sjálfum sér næg eins og verið hafði frá landnámsöld, fjárhirðing á vetrin, voryrkjur, heyannir og smölun af fjalli á haustin. Og smölun stóð yfir hjá Síðumönnum þegar Katla gaus 1918. Eldri bræðurnir, Sigfús og Karl, voru með föður sínum í smalamennsku þegar yfir dundi kolsvart él með ógurlegum þrumum og eldingum. En líklega hefur Katla gamla séð um að spánska veikin barst ekki austur, því Mýrdalssandur var ófær. Þannig liðu árin, en þar kom að unga fólkið leitaði út í heiminn. Þá var samvinnuhreyfingin að eflast í landinu og var talsvert um að ungir menn færu til náms í Samvinnu- skólanum. Það gerði einnig Karl Vigfússon, og til þess að hafa upp í námskostnað brá hann sér eitt sumar á síldarvertíð á Siglufirði. Hann lauk prófi um 1930, vann eft- ir það eitthvað við verslunarstörf á vetrin, en var eystra hjá foreldrum KARL VIGFÚSSON sínum á sumrin. Þannig var einnig sumarið 1932, en þá var sá atburður sem eflaust hefur verið erfiðastur og þung- bærastur á ævi hans, en það var þegar Jón bróðir hans drukkn- aði í Skaftárósi. Þeir bræður höfðu farið þangað til silungs- veiða ásamt bónda af næsta bæ. Þar eru vötnin stríð með straumkasti og sand- bleytum. Jón var tónlistarmaður, hafði verið við nám og var farinn að semja sönglög. Hann lék á orgel Prestbakkakirkju við messur þar. Um hann var sagt í tímaritinu Jörð, að „af honum stafaði næstum dularfullur ljómi.“ Ég efast um að Karl hafi nokkru sinni náð sér til fulls eftir þennan atburð þótt engin sæjust þess merki í fari hans. Hann fór síðan alfarinn til Reykjavíkur, fékk atvinnu við verslunarstörf, var skrifstofumaður og síðar fulltrúi hjá Sláturfélagi Suðurlands. Karl var afar greindur maður, íhugull og gætinn, en þótt hann væri alvöru maður hafði hann gott skopskyn og var launkíminn. Hinn 27. júní árið 1936 gengu þau í hjónaband Karl Vigfússon og Gróa Svava Helgadóttir. Hún var fædd í Reykjavík 3. mars 1913. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafía Hjartardóttir og Helgi Guð- mundsson. Þau Karl og Svava bjuggu fyrst á Barónsstíg og þar fæddust synir þeirra þrír. Síðan áttu þau fagurt heimili við Vest- urbrún þar sem sér yfir Laugardal- inn, en eignuðust síðan eigin íbúð í Hlíðunum og bjuggu þar síðan. Karl var mikill ræktunarmaður, e.t.v. arfur frá góðbændunum, for- feðrum hans. Hann varð sér fljótt úti um landskika þar sem hann varði mörgum tómstundum frá að- alstarfi sínu við ræktun garðávaxta og grænmetis. Fékk hann þar marga fallega uppskeru fyrir fjöl- skyldu sína. En „ýmsum skiptir tímunum“ sagði skáldið forðum. Karl Vigfússon lést langt fyrir ald- ur fram, og Svava stóð ein uppi með sonum þeirra ungum, og áttu tveir þeirra ólokið kostnaðarsömu námi. Á þessum árum voru flestar konur heimavinnandi, og auk áfallsins við lát eiginmanns bættust við erfiðleikar og óvissa um af- komu. En Svava lét ekki bugast. Til þess að halda íbúðinni og heim- ili sínu tók hún að sér erfið störf sem hún hafði aldrei vanist. Bræð- urnir studdu vel móður sína og unnu með náminu. Fljótlega bauðst henni starf við umsjón á gæsluvelli í grenndinni, en þeir voru þá víða í borginni og mikið sóttir. Varð hún fljótt vinsæl bæði af foreldrum og börnunum sem áttu þar skjól. Svava Helgadóttir lést 27. maí 2003, níræð að aldri. Skýrri hugsun og minni hélt hún til æviloka. Synir þeirra Karls og Svövu eru Helgi Vigfús, Lárus Jón og Hallur Ólaf- ur. Ragnheiður H. Vigfúsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður og tengdamóður, UNNAR ÞÓRÐARDÓTTUR. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á 2-N, hjúkrunarheimilinu Eir, fyrir frábæra umönnun. Ólafur Steinsson, Gunnhildur Ólafsdóttir, Agnar Árnason, Jóhanna Ólafsdóttir, Pétur Sigurðsson, Steinn G. Ólafsson, Guðrún Sigríður Eiríksdóttir, Símon Ólafsson, Kristrún Sigurðardóttir. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR ERLENDSDÓTTUR, Hæðargarði 33, Reykjavík. Helga Brynjólfsdóttir, Birgir Lúðvíksson, Unnur Jónsdóttir, Lúðvík Birgisson, Ásdís Anna Sverrisdóttir, Sigríður Birgisdóttir, Brynjar Gauti Sveinsson, Guðríður Birgisdóttir, Steingrímur Gautur Pétursson og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RAGNHEIÐAR GÍSLADÓTTUR, Helgamagrastræti 42, Akureyri. Pálmi B. Aðalbergsson, Björk Lind Óskarsdóttir, Andrés V. Aðalbergsson, Ólöf Konráðsdóttir, Stefán Aðalbergsson, Guðmundur Páll Pálmason, Snorri Pálmason, Kristín Sesselja Kristinsdóttir og langömmubörn. Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur vinarhug og hlýju við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EINARS J. GÍSLASONAR bifreiðastjóra, Ásvegi 16, Reykjavík. Guðlaug Sigurjónsdóttir, Ólöf Einarsdóttir, Bogi Þórðarson, Sigurlaug Einarsdóttir, Erna Einarsdóttir, Bergþór Einarsson, Einar Örn Einarsson, Hulda Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Helluhrauni 10, 220 Hf., sími 565 2566, www.englasteinar.is Englasteinar Fallegir legsteinar á góðu verði Þökkum öllum sem sýndu okkur samhug og hlý- hug við andlát MARÍU INGIBJARGAR GUÐNADÓTTUR, Ásgarði 24a, Reykjavík. Útför hennar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ragnar Steingrímsson, Hulda Ragnarsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Ragnar Snorrason, Petra Baumruk, Haukur Snorrason, Atli Snorrason. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU JÓNSDÓTTUR, dvalarheimilinu Hlévangi, Keflavík. Sigríður J. Magnúsdóttir, Jóhannes Guðmundsson, Hilmar Magnússon, Jórunn Garðarsdóttir, Sigurbjörg Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þorlákshafnar og Eyja. Jónas ákvað að létta ankerum og líta á aðstæður og lét ræsa alla um borð og þeir sem voru fram í voru kallaðir aftur í og komu flestir upp í brú. Ég var á vakt og við stýrið þegar haldið var af stað en þar sem þarna voru margir vanari sjómenn en ég þá taldi ég að Jónas myndi setja einhvern þeirra að stýr- inu þegar nær kæmi Faxasundi og inn með Heimakletti þar sem straumur, sjógangur og öldulag var afleitt. En Jónas hélt ferðinni áfram, stjórnaði gangi vélarinnar og gaf mér fyrirmæli um stefnu og áfram var haldið og gekk allt farsællega og var lagst að bryggju inni í Friðarhöfn. Þar var samankomið talsvert af fólki sem tók okkur fagnandi og var greinilegt að það þótti vel af sér vikið hjá Jónasi að koma inn í höfnina við þessar aðstæður. Það er af minni líð- an að segja að ég einbeitti mér að því að fylgja fyrirmælum Jónasar og fylgjast með sjólaginu til að hafa stjórn á skipinu. Helst óttaðist ég að stýrið kæmi upp úr sjónum þegar skipið stakkst ofan í öldudalina og Gunnar myndi því ekki láta að stjórn en sá ótti var ástæðulaus. Það sem ég upplifði þarna var að þegar verið var að binda skipið og mínu hlutverki lok- ið sem „stýrimanns“ skalf ég í hnjá- liðunum og hélt mig um stund fyrir aftan stýrið því ég óttaðist að einhver myndi taka eftir þessu. Um haustið var fiskað á línu og beitt um borð eins og á vetrarvertíð- inni. Fórum við þá eftirminnlega sigl- ingu með afla til Cuxhaven í Þýska- landi. Á leiðinni fengum við brælu í Norðursjónum og siglingaljósið fór í frammastrinu. Þótti Jónasi slæmt að hafa ekki siglingaljósin í lagi á svo fjölfarinni siglingaleið en jafnframt að aðstæður væru erfiðar til fara upp í mastur og skipta um peru. Okkur Jónasi talaðist svo til að þetta ætti að vera vel framkvæmanlegt með því að slá af og halda skipinu upp í öldurnar og gekk þetta eftir ég fór upp í mast- ur en Jónas var úti í glugga á stýr- ishúsinu og fylgdist með. Tel ég að það hafi ekki endilega verið fyrir þær sakir að Jónas teldi minni skaða af því að senda mig en einhvern annan úr áhöfninni, ef illa færi, heldur frek- ar hitt að hann treysti mér til verks- ins og það þótti mér vænt um. Á þessu eina ári sem ég var til sjós með Jónasi kom það einu sinni fyrir að honum mislíkaði framkoma mín við sig. Þetta var eftir þorrablótið á Reyðarfirði, sem hér er að framan getið, farið út daginn eftir, línan lögð upp í harða landi vegna veðurs og lít- ið fiskirí, 2–3 tonn, lélegasti róðurinn á vertíðinni. Ég var niðri í matsal og Jónas vatt sér inn, fékk sér kaffi og var greinilega ekkert í sérlega góðu skapi þegar ég ávarpa hann og segi. „Hvernig er það með þig, frændi, ert þú hættur að fiska?“ Það stóð ekki á svari: „Þú lætur mig bara vita þegar þú vilt fara í land og finna þér betra skipspláss,“ og snaraðist út með það sama með kaffikönnu sína. Ætlaði greinilega ekki að deila tíma sínum með mér við að drekka kaffið. Mér var brugðið og margar hugsanir flugu í gegnum huga minn. Jónas hafði tekið mig á skip sitt fram yfir vana sjómenn og fengið bágt fyrir. Minna en tveimur sólarhringum áður hafði ég af tilviljun orðið vitni að því að góðborgari einn á Reyðarfirði hafði í hótunum við Jónas, utandyra Félagslundar þar sem þorrablótið fór fram, vegna þess að hann væri að ráða til sín utanbæjarmenn á skip sitt. Mér leið skelfilega illa og fannst þarna sannast máltækið að „sjaldan launar kálfur ofeldi“. Við fyrsta tæki- færi fór ég á fund Jónasar og bað hann afsökunar á framkomu minni. Viðbrögð hans eru mér eftirminnileg og mikils virði, hann var síður en svo að erfa þetta við mig. Það sannaðist þarna að það skiptir ekki endilega mestu máli í hverju menn lenda held- ur hitt á hvern hátt unnið er úr því sem menn lenda í. „Hin gömlu kynni gleymast ei,“ segir í kunnum söngtexta Árna Páls- sonar. Þetta á við um kynni mín af Jónasi frænda, ég met þau mikils og er þakklátur fyrir ánægjulega sam- fylgd og vinsemd sem hann alltaf sýndi mér. Við fráfall Jónasar bið ég góðan Guð að styrkja Fríðu, börn, af- komendur og fjölskyldur þeirra. Hilmar F. Thorarensen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.