Morgunblaðið - 26.03.2006, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 26.03.2006, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TVEIR íslenskir málfræðingar eru höfundar fræðigreinar sem birtist í nýjasta tölublaði hins virta málvís- indatímarits Language. „Það felst auðvitað gífurlegur heiður í því að fá birta eftir sig grein í þessu tímariti, þar sem hér er um að ræða leiðandi tímarit innan málfræðinnar,“ segir Jóhanna Barðdal, málfræðingur og höfundur greinarinnar „Oblique sub- jects: A common Germanic inheri- tance“ (Aukafallsfrumlög: Sameig- inlegur germanskur arfur) ásamt Þórhalli Eyþórssyni málfræðingi. Jó- hanna lauk doktorsprófi í norrænum málvísindum við Háskólann í Lundi og hefur sl. ár verið með rannsókn- arstöðu við Háskólann í Bergen. Þór- hallur lauk doktorsprófi í almennum málvísindum við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum og starfar nú að rannsóknum við Háskóla Íslands. Að sögn Jóhönnu er Language eitt virtasta tímarit heims innan al- mennrar málfræði og af mörgum tal- ið samsvar málfræðinnar við Nature innan raunvísinda. Language er gef- ið út af Linguistic Society of Am- erica, og hefur komið úr síðan 1924. Á þeim tíma hafa aðeins birst fimm greinar eftir fræðimenn starfandi við norræna háskóla, þ.e. einn norskan fræðimann, þrjá sænska og einn ís- lenskan, en árið 1963 birtist grein eftir Hrein heitinn Benediktsson prófessor um hljóðbreytingar í for- sögu norrænna mála. Þess má geta að 24 ár eru liðin síðan síðast kom út fræðigrein eftir norrænan málfræð- ing í Language. Spurð um efni greinarinnar segir Jóhanna þau Þórhall hafa þar fært rök fyrir því að aukafallsfrumlög, sem nú er aðeins að finna í nútíma ís- lensku, færeysku og þýsku, séu í raun germanskur arfur sem horfið hafi úr öðrum germönskum tungu- málum. Sem dæmi um aukafalls- frumlag nefnir hún setninguna „Mér líkar Guðmundur“ þar sem frum- lagið (mér) sé í þágufalli og andlagið (Guðmundur) í nefnifalli. Segir hún slíka setningargerð hafa verið að finna í öllum germönskum og indóevrópskum málum, en horfið með tíð og tíma. Fundu dæmi máli sínu til stuðn- ings í textum Immanúels Kant Að sögn Jóhönnu var það ástralsk- ur fræðimaður, Avery Andrews, sem fyrir rúmum tuttugu árum vakti fyrst athygli á þeirri sérstöðu ís- lenskunnar að í málinu væri að finna aukafallsfrumlög og síðan þá hafi umræðan verið býsna heit innan mál- fræðinnar. Bendir Jóhanna á að al- mennt sé litið þannig á innan mál- fræðinnar að aukafallsfrumlögin í nútímaþýsku væru ekki frumlög heldur andlög sem hegði sér að hluta til eins og frumlög, þ.e. séu einhvers konar frumlagsígildi án þess að vera frumlög. „Hafa menn viljað meina að í forngermönsku hafi þessi liður ver- ið andlag, en við höldum því hins veg- ar fram í greininni að þessi liður hafi ávallt hegðað sér setningarlega eins og frumlag,“ segir Jóhanna og bend- ir á að máli sínu til stuðnings hafi þau Þórhallur fundið dæmi úr þýskum textum allt aftur frá 18. öld. Dæmin sem þau fundu snúa að nafnháttar- setningum á borð við „Hvað fær okk- ur til að líka ekki fólkið í kringum okkur?“ en í slíkri setningu tekur sögnin „líka“ nafnhátt. „Í ákveðnum gerðum af nafnhætti, þegar frumlag nafnháttarins hefur sömu vísun og frumlag aðalsagnarinnar, sleppir maður frumlaginu, þ.e. „okkur“ í þessu tilviki,“ segir Jóhanna og bendir á að það sé talin óyggjandi sönnun þess að umræddur liður sé frumlag að það geti horfið í nafnhátt- arsetningum. „Samkvæmt bæði þýskum og almennum skrifum á ekki að vera hægt að búa til svona dæmi á þýsku. Við fundum hins vegar nokk- ur slík dæmi t.d. í skrifum heimspek- ingsins Immanúels Kant frá árinu 1787, auk þess sem við höfum fundið dæmi úr nýjum þýskum dagblöðum og fræðigreinum.“ Íslenskir málfræðingar hafa fengið birta fræðigrein í vísindatímaritinu Language „Gífurlegur heiður“ Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Þórhallur Eyþórsson Jóhanna Barðdal STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra hefur lagt til í ríkisstjórn að heimiluð verði stofnun hlutafélags um flugleiðsöguþjónustu og flugvall- arekstur Flugmálastjórnar Íslands og að til félagsins verði lagðar eignir, réttindi, skuldir og skuldbindingar sem tilheyra flugleiðsöguþjónust- unni og flugvallarekstrinum. Hagkvæm verkaskipting Jafnframt er lagt til að sérstök lög verði sett um Flugmálastjórn Ís- lands, sem styrki stofnunina í breyttu umhverfi og skilgreini betur hlutverk hennar og starfsemi en gert er í núgildandi loftferðalögum. Fram kemur að rætur þessa máls megi rekja til þess að skipaður var sérstakur stýrihópur til þess að fara yfir framtíðarskipan flugmála á liðnu vori. Átti hópurinn meðal annars að huga að aðskilnaði eftirlits- og þjón- ustustarfsemi Flugmálastjórnar í samræmi við það sem tíðkaðist er- lendis, að auka gagnsæi stjórnsýslu á þessu sviði og að auka skilvirkni þjónustustarfsemi og samkeppnis- hæfni flugþjónustunnar. Í tillögum sínum mælti stýrihóp- urinn með að þjónustustarfsemin yrði færð til hlutafélags og eftirlits- hlutverk flugmálastjórnar fundinn staður í B-hluta stofnun. Kostir þessa eru taldir skýr lögfræðileg og hagkvæm verkaskipting, sambæri- leg rekstrarform og verkaskipting og í nágrannalöndunum, betri sveigjanleiki til að veita góða og hag- kvæma þjónustu, skilvirk stjórn- sýsla og að alþjóðlegar kröfur í þess- um efnum séu uppfylltar. Auka samkeppnishæfni Fram kemur einnig að við undir- búning frumvarpa vegna þessara breytinga hafi verið leitað eftir at- hugasemdum frá hagsmunaaðilum, flugrekendum, stéttarfélögum og Flugmálastjórn auk þess sem frum- varpsdrögin hafi verið kynnt á net- inu. Þá hafi verið haldnir nokkrir fundir með starfsmönnum, stéttar- félögum og fulltrúum lífeyrissjóða starfsmanna ríkisins þar sem þessi mál hafa verið kynnt. Flugráð hafi einnig fylgst með framvindu málsins og fagni þessum breytingum og telji þær til bóta, auk þess sem tillögurn- ar séu til þess fallnar að auka á sveigjanleika og samkeppnishæfni í þjónustustarfsemi flugmálayfir- valda. Þjónustustarfsemi í flugi í hlutafélag ELDSNEYTISVERÐ hefur hækkað í vikunni sem er að líða og er mjög nálægt sögulegu hámarki, en verð á 95 oktana bensíni náði um 117,70 krónum í kjölfar fellibylsins Katrín- ar sem reið yfir Bandaríkin síðasta sumar. Af stóru olíufélögunum þremur er hæsta útsöluverð á eldsneyti, miðað við sjálfsafgreiðslu á þjónustustöð, hjá Esso, lítrinn af 95 oktana bensíni kostar 117,40 krónur en lítrinn af dísilolíu 114,50 krónur. Næst kemur Shell með lítrann af 95 oktana bens- íni á 116,70 krónur, og lítrann af dís- ilolíu á 114,00 krónur. Olís er með lægsta verð á dísilolíu, lítraverð er 113,90 krónur en lítrinn af 95 oktana bensíni á 116,70 krónur. Bensínverð nálægt sögulegu hámarki GUÐMUNDUR Pétursson, starfsmaður Hveragerðisbæjar, vann að því að binda niður þessa stærðar kúlu við verslun- armiðstöðina í Hveragerði þeg- ar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði á dögunum. Spurður um kúluna sagðist Guðmundur ekki vita hvaðan hún kæmi en hún hefði verið að fjúka um bæinn og hann verið fenginn til að fjarlægja hana. Örlög kúlunnar, sem er úr trefjaplasti, eru óljós, en líkast til mun ekki líða langur tími þangað til henni verður fargað, nema einhver gefi sig fram og slái eign sinni á hana. Kúla fýkur um bæinn Morgunblaðið/Ásdís JEPPABIFREIÐ valt á Rangár- vallavegi við Stokkalæk um eitt- leytið aðfaranótt laugardags. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli var einn maður í bílnum og voru meiðsl hans minniháttar. Hann fór til skoðunar hjá lækni en var sendur heim að því loknu. Tildrög slyssins eru óljós en talið er að ökumað- urinn hafi misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að bíllinn fór útaf og valt en Rangárvallavegur er malarvegur. Bílvelta á Suðurlandi RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum fyrir helgi að veita eina og hálfri milljón af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til að breyta for- riti Þjóðskrárinnar svo hægt verði að skrá þar fólk af sama kyni í sam- búð. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskránni býður óbreytt forrit ekki upp á slíka möguleika. Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um bætta réttarstöðu samkyn- hneigðra, sem nú er til meðferðar á Alþingi, er m.a. kveðið á um rétt samkynhneigðra til að skrá sig í óvígða sambúð. Samkvæmt upplýs- ingum frá Þjóðskránni er með breytingunum á forritinu verið að mæta þeim ákvæðum frumvarpsins. Forriti Þjóðskrár breytt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.