Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 65 MENNING KLÁUS kynnir hið frábæra gamanleikrit RÍTA (EDUCATING RITA) e. Willy Russell Leikendur: Valgeir Skagfjörð og Margrét Sverrisdóttir Leikstjórn: Oddur Bjarni Þorkelsson SUN.26. MARS kl. 20.00 - 3. SÝNING FIM. 30. MARS kl. 20.00 - 4. SÝNING SUN. 2. APRÍL kl. 20.00 - 5. SÝNING SÍÐUSTU SÝNINGAR FYRIR PÁSKA Miðapantanir í Iðnó, s. 562 9700 og við innganginn. Einnig á midi.is Miðaverð krónur 2.500 …„hlátursgusurnar létu ekki á sér standa“… E.B. / DV SÍÐASTA SÝNINGARHELGI Pétur Gautur · Hafnarborg · 4. - 27. mars Skemmtilegur þykir mér sáslagur sem nú stendur í dóm-húsi í Lundúnum þar sem menn deila um Da Vinci lykil Dans Browns. Áður hefur verið rætt á þessum vettvangi um hvað málið snýst og verður því ekki rætt frek- ar hér, en angi af þessu máli er sú mynd sem birst hefur af Dan Brown, en hingað til hefur hann ekki verið ýkja gefinn fyrir að tala um sjálfan sig og sín vinnubrögð. Lundúnablaðið The Times birti á dögunum greinargerð Dans Browns sem lögð var fyrir dóminn við upphaf málsins. Í þeirri grein- argerð, sem má nálgast á vef Times (sjá einnig slóðina http://tiny- url.com/epthf), segir Brown ævi- sögu sína og frá því hvað hafi kom- ið honum til að skrifa bækur, metsölubækur. Uppljómunin varð þegar hann las spennubók eftir Sidney Sheldon, en fram af því hafði hann helst lesið alvarlegri og veigameiri bókmenntir, nefnir Faulkner, Steinbeck, Dostojevskí og Shakespeare, og ekki neitt létt- meti frá því hann var barn.    Í greinargerðinni lýsir Brown þvíhvernig hann heillaðist svo af bók Sheldons að hann gat ekki lagt hana frá sér fyrr en hún var búin, „hún minnti mig á hve gaman það getur verið að lesa“ segir Brown í greinargerðinni. Eftir þessa upp- lifun, þegar Brown sá hvað sögu- þráðurinn var einfaldur og textinn léttvægur, eins og hann orðar það, „fór mig að gruna að ég gæti skrif- að slíka spennusögu“. Það gerði hann síðan eftir að hafa reynt um tíma að hasla sér völl sem lagasmið- ur. Annað sem mér fannst skemmti- legt að lesa í þessari ágætu grein- argerð Browns, sem er bæði op- inská og einlæg, er hvernig hann vinnur bækur sínar. Hann byrjar semsagt að skrifa kl. 4.00 á hverj- um morgni, alla daga vikunnar, enda eru þá aðrir í fastasvefni og hann hefur vinnufrið. Á skrifborð- inu er hann með stundaglas og hvert sinn sem tíminn rennur úr, tekur hann sér smá hlé til að gera líkamsæfingar.    Þessi uppljóstrun á væntanlegaekki eftir að draga úr sölu á bókum Browns, enda ekki ástæða til. Ekki geri ég heldur ráð fyrir að fleira það sem fram kemur eigi eft- ir að halda vöku fyrir útgefendum hans um allan heim, sé til að mynda ekki að það skipti máli að hann skrifar allar sínar bækur meira og minna eftir sömu formúlunni: Tak- ið umdeilda staðreynd eða hug- mynd, bætið útí saklausum vegfar- anda og hrærið skammti af fjársjóðsleit saman við. Látið allt síðan gerast á einum sólarhring. Þeir sem lesið hafa Brown geta væntanlega staðfest að þessi form- úla á við um allar bækur hans, en ég get ekki nema staðfest að hún passar við þær sem ég hef lesið, Digital Fortress, Angels & Demons og The Da Vinci Code. Í þeirri fyrstu er starf NSA, þjóðarörygg- isstofnunar Bandaríkjanna, um- deilda staðreyndin, saklausi vegfar- andinn heitir David Becker og fjársjóðurinn gullhringur. Í Angels & Demons er staðreyndin umdeilda átök vísinda og kirkju krydduð með illvígu leynifélagi, vegfarandinn Robert Langdon og fjársjóðurinn andefni. Í þeirri síðastnefndu er síðan sú „staðreynd“ sem tekist er á um fyrir rétti að út frá Jesú og Mar- íu sé mikill ættbogi, vegfarandinn aftur Robert Langdon og fjársjóð- urinn gralið helga. Frásögn Dans Browns af vinnu- siðum hans minnti mig ekki lítið á þá högun sem Antony Trollope hafði á sínum ritstörfum á átjándu öld. Á nítjánda ári, 1934, byrjaði Trollope að vinna hjá enska póst- inum og vann þar næstu 33 árin. Samhliða vinnunni á póstinum skrifaði hann svo 47 skáldsögur, 40 smásögur, 3 ævisögur, 5 ferðabæk- ur og á annað hundrað lengri greina um ýmis málefni, póstleg og listræn. Þessu til viðbótar reið hann til veiða þrisvar í viku á veiðitíma, spilaði vist við hvert tækifæri og var tíður gestur í samkvæmum. Lykillinn að þessum miklu afköst- um var að hann vaknaði kl. hálf sex á hverjum morgni, fékk sér te og settist við skriftir næstu þrjá tím- ana, eða þar til tími var til kominn að halda til vinnu. Trollope skipulagði hverja bók nákvæmlega – áður en haldið var af stað var hann búinn að ákveða söguþráð, helstu persónur, kafla- fjölda og lengd hvers kafla og hve marga daga hann ætlaði að tæki að skrifa hana. Alla jafna skrifaði Trollope 40 blaðsíður á viku, en það fór þó nokkuð eftir önnum; stundum skrif- aði hann ekki nema 20 síður og stundum upp undir 120. Á hverja síðu skammtaði hann sér 250 orð, en hann reyndi að halda þeim hraða að skrifa 250 orð á hverjum stund- arfjórðungi, semsagt fjórar síður á klukkutíma. Eftir hvern dag merkti hann síðan við í kladdanum hvernig hefði miðað með verkið. Ef svo vildi til að hann lauk við skáldsögu en var ekki búinn með tímana þrjá þann daginn byrjaði hann þegar á næsta verki. Sagan segir að þegar útgefendur höfðu samband við Trollope og báðu um skáldsögu, smásögu eða grein spurði hann alltaf fyrst af öllu, hvað þeir vildu mörg orð og síðan; hvenær viltu fá verkið? Hann skilaði víst alltaf á réttum tíma. Vitneskja um þessi vinnubrögð er fengin fá Trollope sjálfum því í ævi- sögu hans, sem kom út að honum látnum, segir hann skilmerkilega frá öllu saman. Heldur varð þessi opinskáa frá- sögn Trollope til nokkurs álits- hnekkis, því í stað hinnar róm- antísku myndar af innblásna snillingnum birtist lúsiðinn embætt- ismaður. Trollope hefur eiginlega ekki borið sitt barr upp frá því og það þótt til sé félagsskapur sem hefur að markmiði að auka veg hans, The Trollope Society (sem ég var reynd- ar félagi í um tíma). Vissulega eru bækur hans mis-merkilegar, marg- ar dægurbókmenntir síns tíma, en aðrar hafa staðist tímans tönn að mínu mati, til að mynda Orley Farm, þar sem réttlæti og störf lög- manna eru undir smásjánni, He Knew He Was Right þar sem Trollope segir frá manni sem geng- ur af vitinu af afbrýðisemi, og svo meistaraverk hans, The Way We Live Now, sem segir meðal annars frá athafnamanninum Auguste Melmotte – ókræsileg persóna sem maður hefur þó vissa samúð með. (Þess má geta að Trollope fór víða um heim í erindum ensku póst- þjónustunnar og kom meðal annars hingað til lands. Gaman væri að komast í heimildir um þá heim- sókn.) Innblásinn iðnaðarmaður ’Takið umdeilda staðreynd, bætið út í saklausum veg-faranda og hrærið skammti af fjársjóðsleit saman við.‘ Anthony Trollope arnim@mbl.is AF LISTUM Árni Matthíasson Dan Brown TÍALDARFJÓRÐUNGSAFMÆLI W.A. Mozarts er rétt hafið, og lagði Kammersveit Reykjavíkur af því tilefni nýjast sitt af mörkum á vel sóttum tónleikum sínum í Salnum á sunnudagskvöld þar sem þrjú af sex verkum dagskrár voru eftir snillinginn frá Salzburg, auk eins í útsetningu Arvo Pärts. Með fullri virðingu fyrir Mozart var meginsegull tónleikanna að þessu sinni síður meistarasmíðar hans, er hæst risu í lokin með K516, en hið sjaldheyrða hljóðfæri gler- harpan. „Glass armonica“ í nafngift Benjamins Franklins, er betr- umbætti eldra vínglasaspilið 1762 með því að raða glerskálum eftir fótknúnum hverfimöndli í vatnsbaði og auðveldaði þannig fjölradda flutning. Þrátt fyrir íslenzka hörp- unafnið (sbr. „steinharpa“) er gler- nikkan m.ö.o. fingrastrokið afbrigði af klukkuspili. Hún varð tízkuhljóðfæri rókókó- tímans og entist fram í snemmróm- antík. Eða allt þar til kvisaðist að iðkendur biluðu á sálinni – sem seinna reyndist stafa af eitrun frá blýheldu kristalsgleri; eitrun sem einnig getur hlotizt af drykkju vín- fanga úr kristalskaröfflum. Leiðir það ósjálfrátt hugann að Beethov- en, sem varð síðastur klassískra meistara til að semja fyrir gler- hörpu. Því þó ekki léki hann sjálfur á hljóðfærið, mældist hárlokkur hans fyrir fáeinum árum með marg- falt meira blýhaldi en eðlilegt er. Tvennt vakti dálitla undrun mína við framkomu franska spilarans, er ku aðeins einn af þremur í heimi sem hafa viðurværi af glerhörpu- leik. Nefnilega að ekki var tekið fram að hér bæri lifandi glerhörpu- leik fyrir íslenzk eyru í fyrsta skipti. Svo og hitt að spilarinn skyldi ekki nota vatnsbaðsgerð Franklins heldur væta í staðinn fingurna í vatnsskál. En vera kann að hljómbærar ástæður hafi legið þar að baki. Vel mátti skilja hrifningu rókókómanna af ljósvökrum tónum hörpunnar, er hljómuðu einhvers staðar á milli englasöngs og álfa- flautna úr iðrum klakahallar, enda þótt tjáningarmöguleikar hennar ættu sér greinilega sín takmörk. T.a.m. í lágværu og þröngu styrk- sviði (það upplýstist í hléi að spil- arinn notaði magnara), hættu á ískrum, eða að styztu nótur svöruðu stundum ekki í tæka tíð. Virtist þó ljóst að Bloch hefði flest tilskilin ráð í hendi sér, eins og bezt mátti heyra í fáskipuðustu verkunum – Sónatínu eftir C.P.E. Bach H491 (á móti 2 fiðlum og sellói) og einleiks- verki Mozarts Adagio K356 frá 1791. Þrátt fyrir að Adagio & Rondo Mozarts K617 fyrir glerhörpu, flautu, óbó, víólu og selló frá sama ári tók ýtrasta tillit til viðkvæmni nuddspilsins, var samt með herkj- um að harpan næði þokkalegu sam- vægi. „Weeps and ghosts“ [13’] unga norska tónskáldsins Jans Eriks Mikaelsens, er hér var frum- flutt undir stjórn höfundar, dró full- an lærdóm af því og notaði mest- megnis glerhörpuna sem bakgrunnshljóðfæri, er á hinn bóg- inn gerði sitt til að undirstrika hindurvitnaleg tjábrigði verksins í reimu samræmi við gliss og flautu- tóna strengjakvartettsins. Anna Guðný Guðmundsdóttir lék dáfallega Adagioþátt Mozarts úr Píanósónötunni í F-dúr K280, og síðan sama verk með fiðlu- og selló- viðbótum Arvos Pärts, er gerðu að vísu lítið annað en að ljá þættinum flöktandi aukaskugga nútímans, mest í byrjun og enda. Öllu sterkar stóð eftir meitluð túlkun strengja- leikarafimmu Kammersveitarinnar á meistaralegum Kvintetti Mozarts í g K516, er vísaði m.a. í hrynheimi Menúettsins fram á miðskeið Beethovens. Ekki var síðri dúnfág- aður tregi adagióanna, og stappaði í hinu seinna nærri yfirjarðneskum þokka „Elvíru Madigan“ píanókons- ertsins fræga – nánast eins og í hægkvikmynduðum pírúettum heimsballerínu í listskautahlaupi. Eitraður englasöngur TÓNLIST Salurinn Verk eftir C.P.E. Bach, Mozart, Pärt og Jan Erik Mikaelsen (frumfl.) Thomas Bloch glerharpa ásamt meðlimum úr Kammersveit Reykjavíkur (Rut Ingólfs- dóttur & Sigurlaugu Eðvaldsdóttur fiðla, Þórunni Ósk Marinósdóttur & Söruh Buckley víóla, Sigurði Bjarka Gunn- arssyni selló, Martial Nardeau flauta, Daða Kolbeinssyni óbó og Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanó). Sunnudaginn 19. marz kl. 20. Kammertónleikar Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.