Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
L ýður Guðmundsson, forstjóri Bakka-varar, mun láta af störfum sem for-stjóri félagsins síðar á þessu ári eftirað hafa sinnt því starfi allt frá því aðhann og bróðir hans, Ágúst Guð-
mundsson, sem er stjórnarformaður Bakkavar-
ar, stofnuðu Bakkavör fyrir 20 árum. Þessar
breytingar hjá Bakkavör marka því vissulega
ákveðin þáttaskil. Lýður leggur þó mikla
áherslu á að hann sé ekki að yfirgefa Bakkavör,
hann mun áfram sitja í stjórn félagsins og þar
með koma að allri stefnumarkandi ákvarðana-
töku enda muni þeir bræður áfram vera stærstu
hluthafar félagsins.
Ágúst segir þessar breytingar í samræmi við
það sem Sigurður Einarsson, stjórnarformaður
KB banka, greindi frá á aðalfundi bankans fyrir
skemmstu, um að krosseignartengsl milli
Exista og KB banka yrðu slitin með því að skrá
Exista á hlutabréfamarkað fyrir lok árs. Hlut-
höfum KB banka verður greiddur út arður í
formi hlutabréfa í Exista.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hver tek-
ur við af Lýð. „Við munum gefa okkur góðan
tíma í að finna framtíðarforstjóra, en ég mun
sinna starfi forstjóra þangað til,“ segir Lýður.
Hann mun svo síðar á árinu verða starfandi
stjórnarformaður Exista.
„Exista er í meirihlutaeigu okkar bræðranna
og eru helstu eignir félagsins meðal annars hlut-
urinn í Bakkavör, í KB banka og Símanum. Ég
er stjórnarformaður bæði Exista og Símans.
Exista er orðið umsvifamikið félag með miklar
eignir og það gengur ekki að sinna því í auka-
starfi. Ég mun áfram verða búsettur í London
og Bakkavör mun áfram deila skrifstofum með
Exista bæði hér heima og í London,“ segir Lýð-
ur. Hann segir breytingarnar eðlilega þróun á
samstarfi bræðranna.
„Við höfum alltaf unnið hlið við hlið og hyggj-
umst gera það áfram. Við byrjuðum á því að
salta hrogn í tunnur saman og það er okkar
saga. Í dag eru verkefnin orðin margvísleg og
yfirgripsmikil. Með þessum breytingum er ein-
ungis verið að staðfesta að ábyrgðarsvið mitt
verður í meira mæli aðrar fjárfestingar okkar
en Bakkavör.“
Lýður segir að nýlega hafi tekið til starfa öfl-
ugt fjármálateymi hjá Bakkavör en það svið var
áður á hans snærum. Hildur Árnadóttir, fjár-
málastjóri Bakkavarar, hefur tekið við mörgum
verkefnum af honum og eins hafi mikið af góðu
fólki orðið hluti af Bakkavör við yfirtökuna á
breska matvælaframleiðandanum Geest, en all-
ar framleiðslueiningar félagsins hafa verið sam-
einaðar undir Geest undir stjórn Gareth Voyle,
forstjóra Geest.
„Ég mun koma jafnmikið að öllu sem heitir
stefnumarkandi ákvarðanir hjá Bakkavör en
minna að því sem er daglegur rekstur.“
Aldrei sterkari
Ágúst segir að Bakkavör hafi aldrei verið
sterkari en einmitt nú og aldrei betur í stakk bú-
in til að takast á við breytingar sem þessar. „Það
hefur aldrei verið jafnmikill kraftur og jafn-
mörg tækifæri sem hafa legið fyrir hjá Bakka-
vör eins og núna í dag. Tímasetningin fyrir
svona breytingar er því mjög góð. Við erum fyr-
irtæki sem hefur alltaf verið með skýra framtíð-
arsýn, góð og öflug áform um stækkun og hvar
við viljum sjá fyrirtækið vaxa. Bakkavör nýtur
þess og hefur alltaf gert að vera með öfluga kjöl-
festufjárfesta sem gerir það að verkum að við
sem stærstu fjárfestar félagsins og jafnframt
stjórnendur höfum getað haft langtímamark-
mið að leiðarljósi við rekstur félagsins. Það er
þannig í flestum rekstri að það eru hæðir og
lægðir og þótt það eigi ekki mikið við um Bakka-
vör, þá skiptir það máli að menn séu í þeirri
stöðu að geta fórnað hugsanlegum skammtíma-
hagsmunum fyrir langtímahagsmuni. Þá eru
menn í sérstaklega góðri stöðu til að ná árangri
til langs tíma eins og við erum búin að gera
núna.“
Skylt að auka verðmæti hluthafa
Lýður segir að þegar Exista verði skráð á
markað verði hluthafar yfir 30.000.
„Við höfum skyldum að gegna gagnvart þess-
um nýju hluthöfum Exista og við þurfum að
taka ábyrgð á rekstri þess. Þó ekki hafi verið
hugmyndin að skrá Exista á markað þá teljum
við að það sé hluthöfum Exista og KB banka
fyrir bestu. Við teljum það skyldu okkar að auka
verðmæti hluthafa.“ Í framhaldinu standa fyrir
dyrum breytingar hjá Exista sem greint verður
frá síðar á árinu.
Bakkavör er nú stærsti framleiðandi ferskra
tilbúinna matvæla í Bretlandi. Stefna og lang-
tímamarkmið félagsins er að vera leiðandi í
framleiðslu á ferskum tilbúnum matvælum á
heimsvísu. Bakkavör er með leiðandi stöðu í lyk-
ilvöruflokkum sínum, er með starfsemi í sex
löndum, starfrækir yfir 40 verksmiðjur og er
með um 14.000 manns í vinnu. Höfuðstöðvar fé-
lagsins eru í Reykjavík og þar starfa 8 manns. Á
hinn bóginn fer engin framleiðsla lengur fram á
Íslandi.
Á síðasta ári nam hagnaður Bakkavarar um
32 milljónum breskra punda, sem samsvarar
um 3,5 milljörðum króna, eftir skatta og jókst
um 144% milli ára. Heildartekjur námu 78,6
milljörðum króna og jukust um 380%. Arðsemi
eigin fjár var 30% samanborið við 16,4% á árinu
2004.
Ágúst segir útlit fyrir að þetta ár, 20. starfsár
Bakkavarar, verði besta starfsár í rekstri fé-
lagsins.
„Við munum koma til með að eiga enn eitt
metár árið 2006 gangi áætlanir okkar eftir.“
Gríðarlegur vöxtur með útrás
En snúum okkur að sögu Bakkavarar.
Bakkavör er meðal stærstu fyrirtækja á Ís-
landi. Langtímasjónarmið hafa alltaf verið höfð
að leiðarljósi og stefnumótun innan félagsins
hefur markað stóran þátt í þeim vexti sem félag-
ið hefur náð á liðnum árum. Bakkavör hefur
verið rekin með hagnaði síðan 1991 og jafnframt
hefur félagið skilað meiri hagnaði hvert einasta
ár frá því.
Bakkavör var stofnuð árið 1986 af þeim
bræðrum. Tilgangurinn með stofnun félagsins
var að framleiða og flytja út hrogn til Skandin-
avíu og var starfseminni fundinn staður í lítilli
verksmiðju í Garðinum. Starfsmenn voru til að
byrja með þrír og unnu þeir Ágúst og Lýður
jöfnum höndum við reksturinn og að salta
hrogn. Bræðurnir unnu þá jöfnum höndum að
rekstri fyrirtækisins og því að salta hrogn í
tunnur.
Tíu árum síðar, árið 1996, var félagið orðið
meðalstórt íslenskt fyrirtæki, með 65 manns í
vinnu og nam veltan 500 milljónum íslenskra
króna. Á þeim tímapunkti var stefnan tekin á
stækkun á alþjóðlega vísu og tókst það með af-
brigðum vel. Árið 1998 var félagið endurfjár-
magnað með aðstoð KB banka. Þetta var upp-
hafið að löngu og farsælu samstarfi sem hefur
styrkst ár frá ári. KB banki spilaði lykilhlutverk
í útrás Bakkavarar.
Árið 2000 var Bakkavör skráð í Kauphöll Ís-
lands og sama ár var stefnu fyrirtækisins
breytt, frá sjávarafurðum til framleiðslu á
ferskum tilbúnum matvælum. Óhætt er að segja
að þeir fjárfestar sem fylgt hafa Bakkavör frá
upphafi hafi þar stigið gæfuspor en verð bréfa
félagsins hefur tæplega tífaldast frá skráningu.
Sama ár var fyrirtækið Wine & Dine í Bretlandi
keypt, lítið fyrirtæki í Birmingham sem fram-
leiðir ídýfur og sósur. Í framhaldi af því var
stefnan sett á Bretlandsmarkað, enda var Bret-
land, og er enn, með heimsins þróaðasta markað
fyrir ferskar tilbúnar matvörur.
Ári seinna var fyrirtækið Katsouris Fresh
Foods keypt, en það framleiðir hágæða tilbúnar
máltíðir ásamt ídýfum og sósum. Á þessum tíma
var Bakkavör með starfsemi í sjö löndum, velt-
an nam 14,5 milljörðum
króna og starfsmennirnir
voru orðnir 2.200.
Árið 2003 markaði ákveð-
in tímamót þar sem sjávar-
útvegsstarfsemi félagsins
var seld til þess að félagið
gæti einbeitt sér eingöngu
að framleiðslu á ferskum til-
búnum matvælum.
Á ársfundi Bakkavarar árið 2004 voru mark-
mið félagsins til ársins 2013 kynnt. Áætlunin var
að auka veltu töluvert, eða í 165 milljarða króna,
og ráða til starfa yfir 12.000 manns. Markmið
sem á þeim tíma virtust ef til vill full djörf.
Í maí á síðasta ári tók Bakkavör yfir breska
matvælaframleiðandann Geest sem var leiðandi
á breska markaðnum, með gott orðspor og um-
talsverða markaðshlutdeild í lykilvöruflokkum
sínum. Með yfirtökunni styrkti Bakkavör stöðu
sína á breska markaðnum. Enn fremur náði
Bakkavör fótfestu í þremur löndum Evrópu;
Belgíu, Frakklandi og Spáni, og í Suður-Afríku.
Félagið keypti svo Hitchen Foods síðar á
árinu og jók þar með markaðshlutdeild sína á
sviði fersks niðurskorins grænmetis, sem er ört
vaxandi markaður.
Eftir kaupin á Geest og Hitchen Foods var
höfuðáhersla lögð á samþættingu félaganna og í
kjölfarið voru allar framleiðslueiningar Bakka-
varar í Bretlandi sameinaðar Geest til þess að
hámarka samlegðaráhrif og nýta tiltæka sér-
fræðiþekkingu. Endurskipulagningin er nú
þegar farin að skila árangri og hefur Bakkavör
meðal annars dregið verulega úr kostnaði og
mun halda áfram að nýta stærðarhagkvæmni
sína til frekari sóknar.
Bakkavör tók á síðasta ári þátt í hlutafjár-
útboði Fram Foods. Fram Foods er orðinn einn
stærsti framleiðandi síldarafurða á Norðurlönd-
um eftir kaupin á finnska síldarframleiðandan-
um Boyfoods Oy á árinu. Auk þess að taka þátt í
hlutafjárútboðinu, nýtti Bakkavör heimild sína
til að auka hlut sinn í félaginu með því að breyta
láni til félagsins í hlutafé. Hlutur Bakkavarar í
Fram Foods jókst við þetta úr 19% í 30,5%.
Markmiðunum til ársins 2013, sem kynnt
voru á ársfundi félagsins fyrir um ári síðan, hef-
ur að mörgu leyti verið náð, aðeins ári síðar.
Bretland stærsti markaðurinn
Bretland er stærsti markaður Bakkavarar og
nam sala þar 103,1 milljarði króna árið 2005,
sem er 92% af heildarsölu félagsins. Bakkavör
selur fersk tilbúin matvæli í Bretlandi, t.d. til-
búna rétti, salöt og pitsur, en
einnig óskorið grænmeti svo
sem kál, tómata og gúrkur.
Markmið félagsins er að
vaxa hraðar en breski mark-
aðurinn á hverjum tíma.
Þessu markmiði var náð í sölu
ferskra tilbúinna matvæla á
árinu 2005 þar sem markaður-
inn jókst um 4,7% en sala
Bakkavarar um 6,2%. Enn fremur jókst sala fé-
lagsins á óskornu grænmeti umfram markaðinn
á árinu þar sem markaðurinn óx um 7,1% en
sala Bakkavarar um 8,7%. Í Bretlandi jókst sala
á matvöru í heild um 3,8% og frosin tilbúin mat-
væli drógust saman um 4,5% á breska mark-
aðnum. Bakkavör selur ekki frosin tilbúin mat-
væli og minni sala á þeim markaði hafði því ekki
áhrif á afkomu félagsins.
Ágúst segist sjá fyrir sér áframhaldandi vaxt-
armöguleika fyrir Bakkavör.
„Árið 2006 hefur farið vel af stað og við erum
að fullu búin að taka yfir og samþætta rekstur
Geest og Bakkavarar og erum þegar farin að sjá
samlegðaráhrif á milli félaganna. Síðan sjáum
við fyrir okkur áframhaldandi vaxtarmöguleika
fyrir Bakkavör, við erum á markaði sem er gríð-
arlega spennandi og er í miklum vexti. Neyslu-
mynstrið er að breytast, það er neyslubylting að
eiga sér stað á markaðnum í dag.“ Ágúst segir
félagið standa mjög vel gagnvart breyttum
markaði í Bretlandi.
„Tækifærin okkar liggja annars vegar í því
hversu veikir okkar helstu samkeppnisaðilar
eru í Bretlandi, t.d. Northern Foods og Uniq,
hitt að það eru enn 44% af markaðnum í hönd-
um á smærri aðilum. Þannig að það eru mikil
tækifæri fyrir okkur og við erum svo mikið bet-
ur í sveit sett til að aðlaga okkur þessum breyttu
aðstæðum heldur en stærstu keppinautar okkar
sem eru veikir fyrir og hafa verið að ganga í
gegnum stjórnendakrísur.“
Stefnir í enn
eitt metárið
hjá Bakkavör
Tuttugu ár eru liðin frá því að Bakkavör Group hóf starfsemi sína í litlu
verksmiðjuhúsnæði í Garðinum. Á aðalfundi félagsins síðastliðinn
föstudag gerði Lýður Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, grein fyrir
því að hann myndi á árinu láta af störfum sem forstjóri félagsins. Hann
mun þó áfram sitja í stjórn félagsins en sinna stjórnarformennsku hjá
Exista í fullu starfi. Sigurhanna Kristinsdóttir ræddi við Lýð og Ágúst
bróður hans um stöðu félagsins og kynnti sér sögu þess.
Lýður Guðmundsson og Ágúst Guðmundsson, stofnendur Bakkavarar. Frá því hlutabréf félagsins
voru skráð í Kauphöll Íslands árið 2000 hefur virði þeirra nærri tífaldast.