Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ ’Það er ekkert pukur í þessu máli. Þegarvið segjum að þetta hafi ekki algjörlega komið okkur á óvart er það vegna þess að lengi hefur legið fyrir að vilji hefur staðið til þess hjá Bandaríkjamönnum að þetta yrði niðurstaðan.‘Halldór Ásgrímsson forsætsiráðherra en Össur Skarphéðinsson spurði hann á Alþingi sl. mánudag hvort íslensk stjórnvöld hefðu vitað af ákvörðun Bandaríkjamanna um að draga stórlega úr starfsemi hersins á Keflavíkurflugvelli fyrr en miðvikudaginn 15. mars. ’Laxness var þekktur í kommúnistaríkj-unum, en hefur nú sumpart fallið í gleymsku. Nú er kominn tími til að kynna hann á nýjan leik því að ritstíll verka hans er svo fjölbreyttur og skírskotun þeirra svo margvísleg.‘Dr. Theodor Paleologu, nýr sendiherra Rúmeníu á Ís- landi, í samtali við Morgunblaðið. ’Komi varnarmálin til kasta NATO og efog þegar það gerist þá tel ég að við eigum hauk í horni þar sem Frakkar eru.‘Geir H. Haarde utanríkisráðherra eftir fund með hin- um franska starfsbróður sínum, Philippe Douste- Blazy, í París sl. þriðjudag. ’Reyndar benda þeir á að þeir hafi ekkifylgst með efnahagsmálum á Íslandi og sýnist engin ástæða til að draga þá full- yrðingu í efa.‘Viðbrögð Vegvísis Landsbankans við skýrslu sér- fræðinga greiningardeildar Danske Bank í vikunni. ’Við lékum vel – það var engu líkara envið skoruðum í hvert sinn sem við fórum fram völlinn.‘Rafa Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir 7:0 sigur liðsins á Birmingham City í Enska bikarnum sl. þriðjudagskvöld. ’Manni líður eins og Hróa hetti, ég ábara ekki orð.‘María Kristjánsdóttir sem fékk góð viðbrögð við hug- mynd sinni um að fylla lestir skips á leið til Namibíu af glaðningi fyrir börn í Afríku. ’Læknarnir sögðu að ég myndi deyja áð-ur en ég næði fjögurra ára aldri. En ég held að þeim hafi nú skjátlast.‘62 ára gamall Dani, Evald Krog, sem þjáist af mikilli vöðvarýrnun og er bundinn í hjólastól, í samtali við Morgunblaðið. Krog leiðir dönsku Vöðvarýrnunar- samtökin. ’Ef hann þvær sér á bak við hægra eyr-að, þá veit það á sérlega gott veður. Og það bregst ekki að hann setur upp gesta- spjót við útidyrnar rétt áður en einhver kemur hingað í heimsókn.‘María Siggadóttir um köttinn sinn, Antonio Banderas. ’Þegar lögreglan ákærði hélt hún þvífram að Rani væri tíu ára gömul, en hún var þá aðeins fjögurra ára. Hvernig gæti fjögurra ára stelpa ráðist á þrjá lög- reglumenn og frelsað mig?‘Faðir indverskrar stúlku sem ákærð var fyrir að hjálpa föður sínum að flýja með því að ráðast á lögreglumenn. Ummæli vikunnar Morgunblaðið/Ásdís Það hefur risið samfélag í hrauninuvið Hafnarfjörð. Og það á sér marg-ar hliðar, álverið í Straumsvík.Hráefnið geymt í stórum tönkumvið höfnina, en framleiðslan fer fram í risastórum kerskálum. Að innan líkjast þeir helst flugstöðvarbyggingum sé litið til lofts, en ef horft er eftir endilöngum skálunum er engu líkara en þar séu flugbrautir. Með- fram þeim raðir af kerum með 960 gráðu heitu áli. Raforkan sem knýr þetta samfélag 335 megavött allan sólarhringinn, en til þess að snúa gangverki Reykjavíkur þarf 100 mega- vött. Þrjár þurrhreinsistöðvar, sem líkjast einna helst geimflaugum á eldflaugapalli NASA, og hver þeirra notar orku á við bæj- arfélag úti á landi. Í stílhreinni og vistlegri skrifstofubyggingu sem stendur utan við framleiðslusvæðið, þar sem hjálmar og hlífðargleraugu eru tekin nið- ur, renna fegurstu fossar landsins á sjónvarps- skjá í móttökunni. Blaðamaður fær veskið aft- ur eftir skoðunarferðina, en kreditkort og armbandsúr þola illa segulmagnið í kerskál- unum. Og hann reynir að halda í við Rúnar Pálsson, sem líður áfram eftir gólfinu eins og hann sé á gönguskíðum. Rúnar er nýkominn úr Birkibeinaskíða- göngunni í Noregi, en þangað fer hann árlega og jafnan með fjórum félögum sínum úr ál- verinu. – Við höfum stundað fjallgöngur og göngu- skíði í 25 til 30 ár, segir hann glaðbeittur. Það vinna hátt í 500 manns í álverinu og þegar fjöldinn er svona mikill eru alltaf einhverjir sem geta hópað sig saman. Þessi fimm manna hópur okkar er samtals 300 ára gamall og árin sem við höfum að meðaltali unnið hjá fyrirtæk- inu eru 36 eða alveg frá því álverið fór fyrst í gang árið 1969. Þetta sýnir að heilbrigt fólk getur komið úr álveri, þó að umræðan í sam- félaginu bendi stundum til annars. – Hefur neikvæð umræða í þjóðfélaginu um álver áhrif á starfsfólkið? – Já, þessa dagana erum við til dæmis gjarn- an spurð hvort eigi að loka á okkur. Við vitum auðvitað að það stendur ekki til. En álver sem ekki þróast, það verður einhvern tíma á botn- inum hvað hagkvæmni og framleiðni varðar. Það er lögmál. – Því hefur verið haldið fram að störf í álveri séu fábreytt? – Það er af og frá! segir Rúnar einbeittur. Þetta eru ekki fábreytt störf heldur fjölbreytt, enda hátæknistörf. Að sjálfsögðu hefur eðli starfanna breyst á þrjátíu árum. Áður notuðu menn hamar og skóflu við störf sín. Ég get nefnt sem dæmi að þá framleiddu yfir 700 starfsmenn undir 100 þúsund tonn af áli, en í dag framleiða innan við 500 manns 180 þúsund tonn af áli. Það sýnir hve sjálfvirknin er orðin mikil og að þar er margt sem mannshöndin þarf ekki að koma nálægt. – En hvað finnst útivistarmanni eins og þér um virkjanir í íslenskri náttúru? – Mér finnst virkjanir oft það sem kallar á ferðamenn út í náttúruna. Ég nefni Bláa Lónið sem er heitavatns- og raforkuvirkjun, en um leið mest sótti ferðamannastaður á Íslandi. Mér finnst Landsvirkjun hafa staðið vel að þeim virkjunum sem risið hafa hvað umhverfi og frágang varðar og nefni sem dæmi Búrfells- virkjun og virkjanirnar í Þjórsá, þar sem Landsvirkjun skilaði landinu í betra ásigkomu- lagi en það var áður í. – Og þú ert líka hlynntur fleiri álverum? – Mér finnst æskilegt að hafa fleiri tegundir af stóriðnaði. En það er ekkert slíkt í hendi. Nú stendur til að kjósa um álverið í Hafn- arfirði. Þar búa 250 manns sem vinna hér og þeim tengjast áreiðanlega þúsund manns til viðbótar. Það þarf eitthvað að koma í staðinn ef Vinstri grænir fá að ráða og ekki verður af stækkun. Ég held að almennt séu Hafnfirð- ingar sáttir við álverið. Við höfum verið í far- arbroddi hvað varðar öryggi, umhverfi og að- búnað og varðað veginn fyrir önnur fyrirtæki. Við tókum til dæmis fyrst upp ISO-staðalinn og höfum gert gríðarlegt átak í heilbrigð- ismálum. Ég nefni sem dæmi að ég hef alltaf fengið góðan mat í mötuneytinu og síðustu fjögur árin hefur bæði verið boðið upp á heitan og kaldan mat. Salatbarinn gæti ekki verið betri; hann er eins og á flottustu hótelum í Reykjavík. Rúnar gengur með blaðamann niður í kjall- ara og dregur fram hjól undan stiganum, sem hann fékk að gjöf frá konu sinni, Sif Eiðs- dóttur sjúkraliða, en saman eiga þau fjögur börn og átta barnabörn. – Ég hef hjólað í vinnuna undanfarin tvö til þrjú ár, allt árið um kring. – Hvernig ferðu að því á veturna? – Þó að það sé föl og tíu sentímetra hár snjór, þá er ekkert að því. Ég er á mjög góðu hjóli og hef tvo ganga, sumar- og nagladekk. Í hálku hef ég nagladekkin undir. – En verður þér ekki kalt? – Mér er aldrei kalt. Maður klæðir sig bara eftir veðri. Ég hjóla sjö kílómetra í vinnuna og alls eru þetta 14 kílómetrar á dag. Það er trimmið mitt. Með því er ég tilbúinn að fara á hæstu fjöll hvenær sem er og ganga langar vegalengdir á skíðum. – Hvað ertu gamall?! – 61 árs, svarar Rúnar og hlær. – Háir aldurinn þér ekkert? – Nei, raunar finn ég að ég er að verða sterkari og sterkari. Ég verð aldrei veikur. Það er gott fyrir heilsuna að hreyfa sig svona og styrkja sig. Maður verður duglegri, fyllist eldmóði og tekst á léttari hátt við erfiðari verk- efni. Til að byrja með hjólaði Rúnar eftir Reykja- nesbrautinni, en nú hjólar hann eftir göngu- og hjólreiðastíg sem lagður var í fyrra frá Hafn- arfirði að álverinu í samstarfi Alcan og Hafn- arfjarðarbæjar. – Við höfum alltaf unnið til verðlauna í átak- inu Hjólað í vinnuna sem ÍSÍ hefur staðið fyr- ir. Sumir láta það ekki aftra sér að hjóla tugi kílómetra. Og nú mega önnur fyrirtæki vara sig! Þetta er ekki eina reglulega hreyfingin sem Rúnar stundar, því hann gengur á hverjum sunnudegi með elstu dóttur sinni á Helgafell. Þar sér hann um gestabókina, sem gefin var af starfsmannafélagi Alcan árið 1998. – Ég reyni að komast á hverjum sunnudegi. Þá hjóla ég 12 kílómetra leið og geng síðan á fjallið. Þeim hefur fjölgað töluvert sem ganga á Helgafell. Nú eru það yfir 4 þúsund á ári, en fyrsta árið voru það rúmlega tvö þúsund. Enda er þetta flottasta líkamsræktarstöð í heimi, að ganga á flatlendi, fara yfir hraun, upp á fjall og niður. Það jafnast ekkert á við það. – En hvernig kemstu að fjallinu, hjólarðu yf- ir hraunið? – Já, ég er á fjallahjóli með góðum demp- urum, segir hann og hlær. En þetta er illfært hjólum og ekki fyrir hvern sem er. Ég er svo- lítið villtur, bætir þessi hægláti skrif- stofumaður við. – Þú hefur þá spilað á línunni í gamla daga? – Nei, ég var á kantinum reyndar; það voru minni slagsmál, svarar Rúnar, sem keppti í handbolta fyrir FH og er gamall unglinga- landsliðsmaður. Og handboltinn veitti ungum og fátækum rafvirkjanema tækifæri til að ferðast til út- landa, meðal annars austur fyrir járntjald á miðjum sjöunda áratugnum. – Ég fór til Tékkóslóvakíu og Ungverja- lands, sem þá voru lokuð lönd. Það fylgdist frakki með okkur hvert sem við fórum. – Í merkingunni yfirfrakki? – Já, maður í frakka. Ég man að Hjalti Ein- arsson ætlaði að taka með sér kókflösku inn í landið, en hún var tekin af honum í gæslunni. Það var bannvara á þessum árum. Og það er eftirminnilegt að þegar við komum á rútum til móts við Honved frá Ungverjalandi, þá mættu þeir á herbílum í herbúningum. Þeir voru mjög sterkir og slógu menn óþyrmilega niður. Prag var ekki eins falleg á þessum tíma, en þó voru til staðar öll þessi fallegu listaverk og við eig- um myndir af okkur á Karlsbrúnni. Fólkið var líka sérlega vingjarnlegt. Það er sunnudagsmorgunn. Á meðan flestir landsmenn eru að sötra kaffið sitt og lesa blað- ið eru feðgin að leggja af stað í göngu upp á Helgafell. Hvaða nöfn skyldu verða í gestabók- inni? Af heilbrigðu fólki í álveri VIÐMANNINNMÆLT Pétur Blöndal ræðir við Rúnar Pálsson Morgunblaðið/Kristinn RÚNAR PÁLSSON VERKEFNASTJÓRI „Þeir mættu til leiks á herbílum í herbúningum“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.