Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 27 þeim tilgangi að skapa sameiginlegt samviskubit, heldur til að forðast sameiginlegt sakleysi.“ Hvaða þýð- ingu hefur þessi staðhæfing fyrir sáttarferlið í Kósóvó? „Ef ég er fórnarlambið þá get ég ekki verið sekur, það eru „hinir“, og ef ég hefni, þá er það réttlætanlegt, því ég er fórnarlambið. Það er þessi röksemdafærsla fyrir sakleysi sem er ekki sérlega hjálpleg, sérstak- lega þegar allar hliðar átakana nota hana. Á stríðstímum, þá eru hlutir sem ég og þú myndum gera til vernda okkar fjölskyldur sem aðrir myndu sjá sem illvirki. Þegar rykið sest reynum við síðan að réttlæta það, þó svo að það hljómi óréttlæt- anlegt og of langt gengið fyrir þann sem sér hlutina úr fjarlægð. Þessi röksemdafærsla á ekki bara við um einstaklinga, heldur líka þjóðarleið- toga og hermenn. Það er þessi rétt- læting sem þarf að skoða og oft að brjóta niður. Svo koma auðvitað hlutir í ljós sem henta ekki ein- hverri þjóð eða stofnun.“ Ef þú berð hugmyndir þínar saman við uppbyggingarstarfið í Írak og Afganistan, telurðu þörf fyrir svipað ferli þar? Er verið að endurtaka mistök frá Kósóvó eða er verið að læra af reynslunni? „Við lærum bæði seint og illa og eigum það til að endurtaka sömu mistökin. Alþjóðastofnanir hafa gengið í gegnum nógu mikla nafla- skoðun til að vita hvað þarf en virð- ast eiga erfitt með að færa þá þekk- ingu í framkvæmd. Ég hins vegar þekki Afganistan og Írak ekki nógu vel til að geta sagt hvort sannleiks- og sáttanefnd væri hentug þar. Þeim stríðum er heldur ekki lokið að mínu viti.“ Í lokin fórum við Hjörtur yfir víðan völl. Ræddum söguna, hvern- ig hún heldur áfram að svífa yfir vötnum og endurtaka sig eins og líf Bill Murrays í myndinni Ground- hog Day. Og Hjörtur las fyrir mig brot úr grein sem Edith Durham, sérfræðingur í málefnum Balkan- skagans, skrifaði í byrjun síðustu aldar um albönsku þjóðina sem hún sagði lengst allra þjóða hafa barist fyrir frelsi sínu frá hinum ýmsu stórveldum. Hún ferðaðist víða um Balkanskagann og fylgdist með þróun mála í Balkanstríðunum og fyrri heimsstyrjöldinni. Durham taldi víst að Albanar kæmu aldrei til með að gefa frelsi sitt eftir. Hún hafði mikla samúð með Albönum og segir m.a. í einni af greinum sínum eitthvað á þessa leið: „Við skulum vona að í þetta skiptið þurfi framtíð Albana ekki að velta á miskunnsemi „alþjóðlegs yfirráðs“, sem hefur í för með sér að hver þjóð sem á í hlut, berst fyrir eigin skinni á kostnað hins hrjáða skjólstæðings.“ En svo er þetta ef til vill bara eitt sjónarmið af mörgum. Ein útgáfa af sannleikanum. Magnum Photos Paris Barn af albönskum ættum leikur sér í rústum húss sem var í eigu Serba en Albanar eyðilögðu eftir að þeir sneru aftur. ’Ef ég er fórnarlamb-ið þá get ég ekki verið sekur, það eru „hinir“, og ef ég hefni þá er það réttlætanlegt, því ég er fórnarlambið.‘ m húsið! afsláttur 6. TM - HÚSGÖGN - Síðumúla 30 - Sími 568 6822 - tmhusgogn.is TM - HÚSGÖGN Síðumúla 30 - Sími 568 6822 Ótrúlegt verð Kr. 42.995 á mann M.v. Hjón með 2 börn á California íbúðahóteli. 18. maí, 5 dagar. Netverð með 10.000 kr. afslætti. Kr. 49.990 á mann M.v. tvíbýli á California Garden m/morguverði, 18. maí, 5 dagar. Netverð með 10.000 kr. afslætti. 10.000 kr. afsláttur ef þú bókar strax. Tryggðu þér lægsta verðið. Salou Löng helgi eða fullvaxið frí 5 dagar – notaleg endurhleðsla í sólinni 12 dagar - fullvaxið frí ... og lengur ef þú vilt Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík Sími: 591 9000 · www.terranova.is Akureyri Sími: 461 1099 MasterCard Mundu ferðaávísunina! Stórar og rúmgóðar íbúðir í boði fyrir barnafjölskyldur E N N E M M / S IA / N M 15 3 62 Bókaðu beint á netinu á www.ter ranova.is – sólarperlan suður af Barcelona Salou er fallegur bær á Costa Dorada ströndinni, um 100 km sunnan við Barcelona. Þar er Port Aventura, stærsti og glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Bærinn skartar stórkostlegum ströndum, fjölbreyttri aðstöðu og einstöku veðurfari. Ströndin er breið og aðgrunn með fínum gylltum sandi og því tilvalin fyrir barna- fjölskyldur. Menning, verslanir og litríkt næturlíf taka síðan við þegar sólböðum líkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.