Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ Ísland er í senn lítið og stórt – það stórtað maður getur ferðast um það allaævina og sífellt fundið eitthvað nýtt ínáttúrunni.“ Segir svissneski ljós-myndarinn Max Schmid en hann hefur svo sannarlega verið fundvís á ný sjónarhorn á íslenska náttúru, því hann er að senda frá sér fimmtu bókina um Ísland á tveimur ára- tugum. Þetta er glæsileg litmyndabók sem nefnist Íslands óbeisluð öfl og kemur sam- tímis út í Sviss og hér á landi. „Ég hef myndað víða um heim en Ísland er samt alltaf mitt uppáhalds land,“ segir Schmid á kjarnyrtri íslensku. „Það safnast í orðabókina í hvert sinn sem ég kem hingað,“ segir hann hógvær þegar blaðmaður hrósar tökum hans á málinu. „Í hverri heimsókn læri ég eitthvað nýtt – en ég gleymi líka alltaf einhverju. Mér finnst mikilvægt að læra og kunna eitthvað í tungumáli lands sem ég heimsæki svona oft. Mér finnst sjálfsagt að reyna að tala málið.“ Til Íslands í stað Indlands „Ég kom fyrst hingað árið 1968 – já, ég er af þeirri frægu kynslóð,“ segir hann og glott- ir. „Þegar allir voru að fara til Indlands fór ég til Íslands. Ég reyndi að taka einhverjar myndir þá strax,“ segir hann en svipurinn segir að árangurinn hafi ekki verið nægilega góður. En Schmid hélt áfram að mynda á Ís- landi og fyrstu bókina, Exotic North: Ice- land, gaf Iceland Review út árið 1986. Síðan hefur bókunum í höfundarverki Max Schmid fjölgað með hverju árinu. „Ég hef gert bækur um Andesfjöllin, Bandaríkin, Alaska, Kanada, Ástralíu, Nýja- Sjáland, þrjár um Noreg, fjórar um Írland, um Skotland, Finnland, Danmörku og loks um Sviss,“ segir hann og telur á fingrum sér. „Nú er ég að vinna að nýrri bók um Sviss og annarri um Skotland.“ Hann segir ekki allar myndirnar í nýju bókinni vera splunkunýjar, einhverjar hafi safnast upp gegnum árin, en flestar séu þó frá síðustu ferðum hingað. „Ég eyði miklum tíma á hálendinu, gang- andi eða í bíl. Margar myndanna eru teknar úr flugvélum á meðan ég rýni í smáatriði landsins í öðrum. Jörðin lítur allt öðruvísi út úr lofti. Í dag taka margir landslagsmyndir úr lofti – en ég hef verið að gera þetta mjög lengi,“ segir hann glottandi. Vill hafa listræn sjónarhorn Þegar ljósmyndir Max Schmid tóku að birtast hér opinberlega á áttunda áratugnum vöktu þær strax mikla athygli, hvernig hann rýndi í form og byggði myndirnar upp með litatónum náttúrunnar. Óhætt er að fullyrða að sýn hans hafi haft áhrif á marga íslenska náttúruljósmyndara. Schmid er hógvær þeg- ar rætt er um þau áhrif sem hann kunni að hafa haft á aðra en segir það þó líklega enga vitleysu. „Mér fannst svona pínulítið að ég sæi stundum einhverja stælingu á því sem ég hafði verið að gera. En auðvitað er öllum frjálst að mynda eins og þeir vilja, það er bara eðlilegt að hugmyndir berist á milli manna; rétt eins og í tónlist verða menn fyrir áhrifum hver frá öðrum í ljósmyndun.“ Hann segist alltaf hafa haft þörf fyrir að rýna í liti og form í náttúrunni, ekki taka bara upplýsandi ljósmyndir heldur einnig benda á fyrirbæri sem öðrum sjáist oft yfir. „Ég vil hafa listræn sjónarhorn, listrænt efni í landslaginu; láta form og liti vinna saman. Eins og þessi munstur,“ segir hann og bendir á mynd í opinni bókinni þar sem fínleg línuteikning er í sandi í forgrunninum, fjær rísa dimm fjöll. „Ísland er mjög sérstakt land, það er svo ungt jarðfræðilega. Eldfjöll og jöklar eru enn að móta landið. Hér er lítill gróður á hálend- inu og allskyns form blasa við, form sem eru kannski til annars staðar en eru þá iðulega þakin gróðri. Hér sést þetta allt svo vel. Þá mótar veðurfarið hér líka landið og náttúr- una.“ Virkjanaframkvæmdirnar eru skammsýni Í formála Íslands óbeislaðra afla vitnar Max Schmid í bandaríska hugsuðinn Thoreau sem sagði veröldina eiga sína framtíðarheill undir hinni villtu náttúru, og hann gagnrýnir byggingu Kárahnjúkavirkjunar á hálendinu norðan Vatnajökuls. „Ég er ekki beint ánægður með þetta,“ segir hann hægt og velur vandlega orðin þeg- ar hann er spurður um virkjanaframkvæmd- irnar. „Ég veit að fólk verður að gera eitt- hvað til að geta lifað í landinu, en er þetta rétta leiðin? Ég set stórt spurningarmerki við þessa framkvæmd. Ísland er svo lítið byggt, hér er svo mikið af ósnortinni náttúru – náttúran er sú perla sem Íslendingar eiga. Þið eruð nú að fara sömu leið og svo marg- ar þjóðir hafa farið áður, en á síðustu árum hafa menn víða verið að viðurkenna að þeir hafi gert mistök þegar náttúrunni var fórnað – hér hefur ekki verið hlustað á þær raddir. Auðvitað er þessi eftirsókn eftir nýjum leið- um mannleg – en ég skil ekki þennan hugs- unarhátt á Íslandi í dag, hér er verið að ganga á þá auðlind sem náttúran er. Ferða- menn koma ekki til Íslands til að fara í sólbað eða synda í sjónum, heldur til að upplifa stór- kostlega náttúru landsins. Það þekki ég vel af eigin raun og af kynnum af öðrum ferðalöng- um. Þessar framkvæmdir fyrir austan eru mikil skammsýni.“ Torfajökulssvæðið þarf að vernda Þegar Schmid er spurður um sitt eftirlæt- issvæði á Íslandi hugsar hann sig um en segir síðan: „Torfajökulssvæðið, hugsa ég. Það liggur hátt, þar er mjög lítill gróður og þar sést svo vel hvernig landið hefur myndast. Þar er fullt af hverum, litum og formum; mér finnst ævintýralegt að fara þar um. Þar ætti að vera þjóðgarður. Auðvitað ætti að stöðva allar hugmyndir um virkjun þar, því þótt það sé gott og hagkvæmt að virkja jarðhita, þá verður að meta hvert svæði eftir náttúrulegu mikilvægi þess. Torfajökulssvæðið verður að vernda.“ Í þessari stóru bók eru margar myndir frá svæðinu í nágrenni Landmannalauga, frá Dettifossi og Mývatni, svo einhverjir staðir séu nefndir. Schmid segist þó enn eiga eftir að rannsaka ákveðin landsvæði enn betur, eins og Lónsöræfin, en þau finnast honum mjög spennandi. „Ég vildi hafa þessa bók svona stóra,“ segir hann, „með mörgum myndum – en samt er fullt af myndum sem urðu að bíða og komust ekki að. En þær verða bara með í næstu bók,“ segir hann og brosir. Ísland alltaf mitt uppáhaldsland Í nærfellt þrjá áratugi hefur sviss- neski ljósmyndarinn Max Schmid verið að sækja Ísland heim og í vikunni kemur út fimmta bók hans um landið. Einar Falur Ingólfsson ræddi við Schmid um ferilinn, sýn hans á landið og virkjana- framkvæmdir á hálendinu. Morgunblaðið/Einar Falur „Ísland er svo lítið byggt, hér er svo mikið af ósnortinni náttúru — náttúran er sú perla sem Íslendingar eiga,“ segir svissneski ljósmyndarinn Max Schmid sem hefur tekið myndir á Íslandi frá því árið 1968. Ljósmynd/Max Schmid Schmid segist hafa mikla þörf fyrir að rýna í liti og form landsins. Ljósmynd/Max Schmid „Ég vil hafa listræn sjónarhorn, listrænt efni í landslaginu,“ segir Schmid. efi@mbl.is ’Auðvitað er þessieftirsókn eftir nýj- um leiðum mannleg – en ég skil ekki þennan hugsunar- hátt á Íslandi í dag, hér er verið að ganga á þá auðlind sem náttúran er.‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.