Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ Þegar ég hafði lokið síðastapistli mínum varð mérósjálfrátt hugsað til PablosNerudas og húsa hans íValparaiso, Santiago og Isla Nera. Líkast til legið nærri að víkja að þeim varðandi eðli sjón- mennta og hvernig orð verða til fyrir tilstilli sjóntauganna. Á það allt í senn við húsin sjálf sem skáldið keypti, endurbyggði og jók við, innréttingar og öll þau ósköp sem hann sankaði að sér af hlutum frá Austurlöndum fjær sem og heimaslóðum. Mikið til í starfi sem ræðismaður í Burma á seinni hluta þriðja áratugarins og í upphafi hins fjórða, ferðum til Ceylon, Djakarta, Singapúr og víðar, heim þaðan sneri hann 1932, en var svo aft- ur kallaður til starfa 1935 og þá á Spáni. Hafði verið í París og eignast þar vini og kannski hefur áhugi hans á að viða að sér hlutum í og með vaknað þar, Austurlönd og Afríka ofarlega á baugi meðal núlistamanna tímanna, ekki síst þeirra er hölluðust að hjá- stefnunni. Alveg úr lausu lofti gripið af minni hálfu, en ætli að Neruda hafi ekki runnið blóðið til skyldunnar vitandi um alla þá auðlegð sem Suður-Am- eríka bjó yfir af menningarlegri geymd úr fortíð og hugnast að stunda nokkra samanburðafræði þá hann fékk tækifæri til þess. En skáldið gleymdi hvorki föðurlandinu né róm- önsku álfunni, einkum safnaði hann hlutum sem tengdust siglingum. Allt mögulegt, jafnvel rúmbríkur sóttar í skip, leit á sjálfan sig sem virkan ferðalang um höf og lönd, um leið óvirkan sæfara. Einkum er þetta áberandi á Isla Negra, Svörtueyju, sem í raun er engin eyja heldur stað- arnafn svo stutt var í þykjustuna, skáldskapinn um leið, og hvergi naut sjáandinn sín betur. Vissulega stór- brotið umhverfi þar sem haföldur óravídda brotna hvítfyssandi á ströndinni og ljúka vegferð sinni. Víst höfðum við upplifað sitt-hvað af söfnunarástríðuskáldsins í endurreistumhúsunum La Sebastiana í Valparaiso og La Cascona í Santíago, en það var einungis forsmekkurinn af öllu því sem beið okkar í Isla Negra. Vígamenn Pinochets létu sér nægja að girða staðinn rækilega af, munu ekki hafa hróflað við neinu og veri þeir blessaðir. Þótt nokkuð afskekkt- ur sé og allt að tveggja tíma akstur frá Valparaiso og þetta væri á virkum degi voru gestir allnokkrir og bið á því röðin kæmi að okkar holli, þannig að tími vannst til að fá sér kaffi á ver- öndinni og anda að sér sjávarloftinu. Er skoðunin hófst var hópur rétt á undan og annar á hælunum á okkur sem segir sitt um aðsókn ferðalanga frá öllum heimshornum á staðinn og ekki laust við að rýnt væri vel á hlut- ina, stóra sem smáa og hlustað af stakri athygli á frásögn leiðsögu- manna. En það er nú ekki málið, held- ur hátturinn hvernig skáldið auðgaði orðaforða sinn og andgift með full- tingi sjónheimsins bæði innan og utan dyra. Og þá erum við komin að kjarna málsins sem er þýðing sjónarheims- ins á tilurð tungumála sem stundum virðist hafa gleymst í ákafanum við bóknám og að skilja og skilgreina hlutina. Líkast sem skynjunin verði útundan í þeim leik, hörðu gildin tekin fram yfir þau mjúku, reglustikan yfir blóðflæðið og þótt rúnir, tákn og rit- mál eigi sér ævaforna sögu er prent- listin af langtum yngri toga, hin fræga Gutenbergsbiblía til að mynda prentuð um 1453–55. Og þótt ólæsi væri mikið þróuðust tungumálin vel að merkja fyrir fulltingi sjónarheims- ins og umhverfisins á hverjum stað en eitthvað virðist farið að förlast um þær staðreyndir eins og margan ann- an nytsaman vísdóm úr fortíð. Orðgnótt Nerudas gefur til kynna hve næmur hann var á umhverfið á hverjum stað, að skynjunin og hugar- flugið hafi verið góðu feti framar skilningnum, og er það ekki raunar þannig með alla að þeir skynja fyrst og greina næst? Fólk skynjar tónlist þótt það lesi ekki nóturnar, getur jafnvel sungið eins og næturgalinn og samið lög, lætur einneginn hrífast af svo mörgum fyrirbærum án þess að skilja þau. Hvað með sársaukann, sorgina, ástina og öll skyld fyrirbæri tilfinningasviðsins sem rista í merg og bein þeirra er fyrir verða, skiptir þá vísindaleg skilgreining um þau við- komandi einhverju máli? Hvers virði er þeim til að mynda vísindaleg skil- greining á ástinni sem altekinn er henni, hún gerir sjaldan boð á undan sér en þótt óáþreifanleg sé hreyfir hún við öllu taugakerfi þolandans, sál og líkama. Þetta eru almennar stað- reyndir sem allir þykjast skilja en þó er svo komið að menn rembast eins og rjúpan við staurinn við að hafa enda- skipti á þeim, skilningurinn skal koma fyrst en skynjunin mæta af- gangi, hörðu gildunum lyft á stall á kostnað hinna mjúku. En skynjun og skilningur eru tvær greinar á skyld- um meiði, grunnur og undirstaða allra framfara í mannheimi og eins gott að hér sé eitthvað jafnræði á milli. Og eins og hægt er að auka við skilning einstaklingsins á hlutina má þroska skynjun hans á þeim sem og öllum fyrirbærum mannlífsins þótt síður verði gert með bóknámi. Hér eru ýmsir listamenn ogþá ekki síst Pablo Nerudafrábært dæmi, hann varvíðförull heimsborgari en fyrst og fremst rödd þjóðar sinnar hvar sem hann kom, drakk í sig aðra menningarheima en varð um leið meiri og stærri fulltrúi rómönsku heimsálfunnar, eins og Gabriela Mistral. Bæði voru þau ákafir tals- menn alþýðunnar og hvað annað var hægt í þessari heimsálfu þar sem kjörunum var svo neyðarlega mis- skipt og mannslífin lítils metin. Kommúnismi listamanna þó yfirleitt af manneskjulegra taginu, en meira ber á niðurrifsmönnum sem hátt láta og sést ekki fyrir í þeim leik, með skelfilegum afleiðingum í austrinu þar sem mjúku gildin áttu ekki upp á pallborðið nema í handstýrðri mynd. Bæði Neruda og Mistral náðu að hreyfa við innstu kviku þjóðar sinnar sem er vel sýnilegt enn í dag hvoru- tveggja í veglegum minnisvörðum sem og minjagripum til sölu á götu úti, einkum ljósmyndum og þrykkt- um lágmyndum á koparþynnur. Afar viturlegt að ráða þau í utan- ríkisþjónustuna og hér voru umsvif Nerudas meiri og sýnilegri, en sumar þjóðir virðast eiga langt í að skilja hér að fleira en stjórnmál og viðskipta- gildi skuli ráða málum. Ljóð Nerudas mettuð drama-tískum sjónrænum tjákrafti,hugarflugi og ástríðumásamt einlægni og tilfinn- ingahita eiga vissulega erindi til okk- ar á norðurslóðum þar sem hörð gildi, prjál og yfirborð eru farin að ein- kenna lífsstíl þjóðarinnar í háskalega ríkum mæli. Heim kominn frá Chile fékk ég að vita að drjúgur áhugi væri á kveðskap Nerudas og hefur Guðrún H. Tulinus þýtt bókina „Tuttugu ljóð um ást og einn örvæntingarsöngur“, sem út kom í Chile 1924, en Karl Jóhann Guðmundsson annaðist bragþýðing- ar. Um að ræða eina vinsælustu ljóða- bók sem komið hefur út á spænsku, en í henni er þó ekki að finna tuttugu stök ástarljóð heldur samsett safn ljóða sem kallast á með ýmsum hætti. Hér kom bókin út á vegum Háskóla- útgáfunnar 1997 og var endurútgefin og virðist í báðum tilvikum hafa verið rifin út, í öllu falli eru bæði upplögin löngu uppseld. Ástæða til að gefa hana út í þriðja sinn og þá í eitthvað veglegri umbúðum, hér hæfir þó hvorki skraut né tildur. Þá hefur Guðrún þýtt aðra nafn- kennda bók Nerudas um ferð hans til týndu Inkaborgarinnar Machu Picchu í hálendi Perú og ljóðin hluti af frægasta ljóðabálki hans, Canto gen- eral. Hæsti staður mannanna í árdaga hæsta ker sem geymdi þögnina líf úr steini eftir allt þetta líf. Bókin sem út kom í desember 2005 er tileinkuð Karli Jóhanni Guð- mundssyni, vini og kennara, og veg- lega að henni staðið. Myndríkt mál og ástríðuþrungin orðgnótt Pablos Nerudas hvalreki hingað á norðlægar slóðir, líf hans og atferli sannverðugt dæmi þess hvern- ig kjarnmikið mál verður til – hlutur verður orð … Hlutur verður orð Svífandi stafnlíkön í einni stofunni á Isla Negra, daman til hægri sem rýnir út um gluggann virðist upptendruð af sjónsviði og ómælisvíddum Kyrrahafsins. Ein myndræn hlið á draumahúsi skáldsins á Isla Negra. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson Allt um íþróttir helgarinnar... á morgun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.