Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 51 MINNINGAR Íslenska heitið „Vísindakirkj-an“ er notað sitt á hvað umtvær gjörólíkar hreyfingar,annars vegar þá, sem áensku kallast „Church of Christ, Scientist“ eða „Christian Science“ og var stofnuð 1879 af Mary Baker Eddy (1821–1910), og hins vegar „Church of Sciento- logy“ eða bara „Scientology“, en henni var í orði komið á fót í des- ember 1953, af Lafayette Ronald Hubbard (1911–1986). Báðar eru þær reyndar upprunnar í Banda- ríkjunum. Meiningin var að líta aðeins nánar á þá síðarnefndu; hin er með 150.000–400.000 manns innan sinna vébanda, og hefur líka oft komist í sviðsljós fjölmiðla, eink- um þegar veik börn eiga í hlut, en meðlimirnir hafna yfirleitt lækn- isþjónustu, og treysta fremur á bænina. Ekki ólíkt þessari. L. Ron Hubbard fæddist í Til- den í Nebraska, var sonur flota- foringja og stundaði grunn- skólanám í Montana, Kaliforníu, Washington og Virginíu. Eftir tveggja ára framhaldsskólavist, með æði slakar einkunnir, lagði hann frekara nám á hilluna, gerð- ist rithöfundur, og varð kunnastur fyrir vísindaskáldskap og reyfara. Á árunum 1942–1945 þjónaði hann jafnframt í bandaríska sjóhern- um. Undir lok áratugarins missti hann út úr sér, að það væri eig- inlega algjör bjánaskapur að standa í þessu pennastússi, fyrir smáaura. Til að eignast milljón dollara væri best að stofna eigin trúarbrögð. Eins og gefur að skilja kann- aðist hann ekkert við þessi um- mæli síðar. Árið 1950 kynnti hann les- endum nýjar pælingar sínar í bók- inni „Dianetics: The Modern Science of Mental Health“ („Dianetics: nútíma vísindi og andleg heilsa“). Þær urðu und- anfari trúarhreyfingarinnar, en síðan óaðskiljanlegur partur hennar. Fyrsta kirkjan var byggð í Camden í New Jersey, 1954. „Scientology“ kemur af lat- neska orðinu scio („að vita“) og gríska orðinu logos (í þessu tilviki „nám“). Með því vildi stofnandinn gefa til kynna, að um alvöru fræði væri að ræða, að þetta snerist um djúpa rannsókn og þekkingarleit, en ekki eitthvað annað. Að sögn hugmyndasmiðsins er grundvöllinn, lykilinn að þessu öllu, að finna í Vedaritum Ind- verja; þar liggur frumviskan, sem í árþúsundir hefur verið rangtúlk- uð, en loks um miðja 20. öld skilin til fullnustu og opinberuð, af hon- um sjálfum. Það er sumsé ekki „karma“ sem ákveður örlög mannskepnunnar, heldur svo- nefnd „engröm“, sem eru truflanir eða hnökrar eða ör á undirmeðvit- undinni, nokkurskonar vondar reynslumyndir, sem geta dúkkað upp þegar minnst varir, og komið illu einu til leiðar, m.a. valdið geð- sjúkdómum og öðru fári. Því er um að gera og nauðsynlegt að fjarlægja þessa andskota, til að jafnvægi komist á. Það er gert með nokkurs konar sálkönnun. Þar er viðkomandi spurður í þaula og tæmdur andlega. Er í þessari meðferð notast við ákveð- ið tæki, sem á að geta numið raf- segulviðnám líkamans og þannig sýnt hversu mikil vanlíðanin er. Þetta kallast „E-mælir.“ Takist stjórnanda að losa um „engröm- in“, tekur við langt og strangt áframhaldandi ferli, sem hefur það að endanlegu takmarki að „hreinsa“ viðkomandi, gera hon- um kleift að öðlast ódauðleika, verða „tetan“ eða „þetan“ (á ensku skammstafað OT, „operat- ing thetan“), einstaklingur sem hefur náð fullkomnun og getur hafið sig yfir efni og orku, tíma og rúm, m.a. skroppið til annarra reikistjarna, eða þá flust á milli ólíkra tilverustiga; þetta er hið eiginlega sjálf, vitundin. Dianetik er þannig leiðin að hamingjunni, og ef allir legðu stund á þau fræði, myndi ýmislegt breytast, enda ekkert hinum frjálsa anda ómögulegt. Geimveran Xenu er stór hluti þessa kerfis. Í Vísindakirkjunni er prédikað, og bænin ástunduð, en hún er þó ekki samtal við Guð, eins og í öðr- um trúarbrögðum, heldur frekar máttarorð, sem beint er inn á við, til að losa um höftin þar. Upp úr 1970 barst hreyfingin til Evrópu og sigldi eftir fall Berl- ínarmúrsins hraðbyri austur um þar. Er hún sögð við lýði í meira en 150 þjóðlöndum. Mest er aukn- ingin í Rússlandi. Eitthvað eru áhangendatölur á reiki í heim- ildum, allt frá 45.000 og upp í 8 milljónir. Á undanförnum árum hefur Vísindakirkjan náð töluverðri út- breiðslu í bandaríska skemmt- anaiðnaðinum, einkum þó meðal leikara í Hollywood. Eru John Travolta og Tom Cruise þar mest áberandi, en einnig Anne Archer, Giovanni Ribisi, Jason Lee, Jenna Elfman, Juliette Lewis, Katie Holmes, Kelly Preston, Kirstie Alley, Lisa Marie Presley, Mimi Rogers og Patrick Swayze. Er hún iðulega sökuð um að nota vafasamar aðferðir í boðun sinni, m.a. heilaþvott og lygar, og í kjöl- farið véla af fólki óheyrilegar pen- ingaupphæðir. Auk margs ann- ars. Í hópi gagnrýnenda eru fjöl- margir sem áður voru með í lið- inu, en gengu eða stukku frá borði. Þar mætti nefna Emilio Estevez, Gloriu Gaynor, Jerry Seinfeld, Leonard Cohen, Ricky Martin, Van Morrison og Sharon Stone. Heber Jentzsch var forseti eða yfirmaður Vísindakirkjunnar frá 1982–2005, en þá tók Michelle Stith við embættinu og gegnir því enn. Þessi trúarbrögð eru nú bönn- uð víða um heim, þykja æði dul- arfull. Vísindakirkjan sigurdur.aegisson@kirkjan.is Vísindakirkjan er annað slagið í fréttunum, eink- um vegna hinna mjög svo þekktu andlita sem henni tilheyra. Sigurður Ægisson birtir í pistli dagsins fróðleik um þessa trúarhreyfingu, sem margir líta vægast sagt hornauga og er bönnuð í sumum löndum. ✝ Guðbjörg Fann-dal Torfadóttir fæddist á Saurhóli í Dalasýslu 2. ágúst 1929. Hún lést á lungnadeild Landa- kotsspítala 9. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Sigurður Torfi Sigurðsson og Guðrún Valfríður Sigurðardóttir frá Hvítadal. Systkini Guðbjargar eru: Sigvaldi, f. 2.7. 1922, d. 19.11. 1988, Sigurkarl, f. 23.5. 1924, d. 24.1. 1997, Sigurjón, f. 7.2. 1926, d. 22.11. 2000, Sig- urrós, f. 2.8. 1929, d. 2.11. 2003, Svavar, f .25.9. 1933, Sighvatur, f. 25.10. 1936, d. 25.9. 2004. Eiginmaður Guðbjargar var Sigurður Ágústson, f. 9.7. 1923, d. 30.7. 1981. Foreldrar hans voru Ágúst Runólfsson og Þórunn Guð- mundsdóttir. Börn Guðbjargar og Sig- urðar eru; Sigurður Torfi, f. 30.10. 1952, d. 1.10. 1999, kvænt- ur Önnu Árnadótt- ur, þau eiga fjögur börn, Guðrún Val- fríður, f. 6.8.1954, gift Kristni Krist- jánssyni, þau eiga þrjú börn, Sigurður Kristmann, f. 22.10. 1955, Þórunn, f. 16.10. 1958, gift Al- freð Friðgeirssyni, þau eiga þrjú börn, og Sigrún Fanndal, f. 21.6. 1961, gift Páli Sigmundssyni, þau eiga þrjú börn. Guðbjörg ólst upp hjá foreldr- um sínum í Hvítadal í Dölunum en lengst af bjó hún ásamt eigin- manni sínum í Kópavogi. Útför Guðbjargar var gerð frá Fossvogskapellu 17. mars, í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. Til elsku mömmu. Nú kveð ég þig mamma, með klökkva í róm það kemur í huga minn tregi. En Guð hefur kallað, hann dæmir sinn dóm þann dóm sem ég skilið fæ eigi. Þú kallinu hlýddir. Því ástvinir enn í óvissu, sorgbúnir standa. Þó trúi ég mamma, við sjáumst senn í sólbirtu himneskra landa. Þó viti ég, að Guð muni geyma þín spor og gefa að minningar lifa. Já verði þar styrkur og staðfesta vor sem straumar frá hjartanu, ei bifi. Og mildina þína, sem munum við öll þitt mildasta og hlýjasta hjarta. Já heima var bjart, þó ei byggjum í höll því bernskunnar minningar skarta. Þar skín eins og perlur, þin umhyggja öll þín elska, þín hlýja og mildi. Þín ást var svo sterk, að hún flaug yfir fjöll og mig faðmar hvar, sem ég vildi. Að endingu mamma, ég óska þess vil í alföður landinu nýja. Að verndi þig englar og vefji þig yl að veitist þér ástúð og hlýja. (S.F.T.) Þín dóttir Guðrún. Elsku amma mín. Ég kveð þig með sárt hjarta og miklum söknuði, þú varst mín hetja og fyrirmynd. Minningar mínar um þig eru miklar og sterkar, frá því ég var tveggja vikna hef ég verið hjá þér, ég var svo heppin að eiga þig að. Ég veit að þér líður betur í dag og ert komin þangað sem þú talaðir um, í ljósið og þar hefur verið tekið vel á móti þér. Það er svo margt sem þú skilur eftir þig, ég lofa því að ég skal segja Viktori Torfa frá því að amma Bubba hafi kallað hann stranda- manninn sterka og að þú átt eftir að vaka yfir honum líkt og pabbi gerir. Jæja amma mín, ég segi við þig eins og ég sagði á hverju kvöldi við þig, góða nótt og ég sé þig seinna. Sakna þín. Þín Guðbjörg Fanndal. GUÐBJÖRG FANNDAL TORFADÓTTIR Elsku mamma. Ást. Gleði. Hjálpsemi. Viljastyrkur. Hreinskilni. Dugnaður. Þolinmæði. Sársauki. Hvíld. Takk fyrir allt. Þín dóttir Sigrún Fanndal. HINSTA KVEÐJA Það hafa verið kyrr- látir dagar og sólin sent geisla sína yfir sveitina okkar nú í byrjun góu. Við þessa ytri umgjörð kvaddi vinkona okkar Þorbjörg í Huppahlíð þetta jarðlíf. Undanfarin ár hefur hún sýnt mikla þrautseigju í baráttu við krabbameinið, þennan ÞORBJÖRG SVEIN- BJARNARDÓTTIR ✝ Þorbjörg Svein-bjarnardóttir fæddist í Reykjavík 18. ágúst 1946. Hún lést á krabbameins- deild Landspítalans við Hringbraut sunnudaginn 19. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Staðar- bakkakirkju í Mið- firði 4. mars. sjúkdóm sem leggur allt of marga að velli unga sem aldna. Hún var ein af okkar traustu félögum í kvenfélaginu Iðju, gjaldkeri félagsins um margra ára skeið og alltaf tilbúin að sinna hinum ýmsu verkefn- um sem fylgja þátt- töku í slíkum fé- lagsskap. Vandvirkni var henni í blóð borin og einnig að leggja al- úð í hvert starf hvort sem það var handverk, bakstur eða annað er laut að heimilishaldi, eða hún var að vinna fyrir félagið okkar. Margar skemmtilegar stundir áttum við saman kvenfélagskonurnar, í skemmtiferðum af ýmsu tagi, hinum og þessum verkefnum, og margs kon- ar námskeiðum, þar á meðal fatastíls- og förðunarnámskeið sem tók tvo daga og mæting sérlega góð. Ýmis- legt broslegt bar við svo hlátrasköll kváðu við frá okkur þátttakendunum. Þetta var hollt og gott veganesti í dagsins önn fyrir okkur allar. Heimili þeirra Þorbjargar og Helga var rómað fyrir gestrisni. Við- mót þeirra og glaðværð er minnis- stæð þeim sem bar þar að garði svo og allar þær veitingar er voru á borð bornar. Hugur okkar leitar til fjöl- skyldunnar í Huppahlíð. Þar er nú stórt skarð sem ekki verður fyllt en minningin er sterk og dýrmæt. Börn- in þeirra fimm bera öll þess vitni að mikil alúð og umhyggja hefur verið lögð í uppeldi þeirra og jafnframt hafa þau nýtt sér möguleikana til framhaldsnáms eins og best gerist. Kæra fjölskylda, Guð gefi ykkur öllum styrk til að takast á við erfiðar stundir. Minningin um ástríka móður og eiginkonu verði ykkur ljósgeisli morgundagsins. Kvenfélagskonur í Iðju. Mig langar með nokkrum orðum að kveðja föðurbróður minn, Böðvar Bald- ursson, sem ég reynd- ar þekkti aldrei sem annan en Bóbó. Af bræðrunum var Bóbó sá sem manni fannst alltaf heimsborgara- legastur. Ekki aðeins var hann sá eini sem bjó í stóru Reykjavík, held- ur vann hann einnig hjá bílaumboði sem mér sem landsbyggðarbarni hlaut að þykja með eindæmum BÖÐVAR G. BALDURSSON ✝ Böðvar Guð-mundur Bald- ursson fæddist í Reykjavík 25. júní 1948. Hann lést á heimili sínu 8. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grafarvogskirkju 17. mars. merkilegt. Um tíma sendi hann okkur vid- eómyndir til Stykkis- hólms sem sýndar voru í kapalkerfi hverfisins. Þetta voru Betaspólur sem þá töldust framtíðin. Of- an á allt saman var hann síðan hærri og grennri en hinir bræð- urnir og eflaust hefði Bóbó hér botnað setn- inguna með orðunum „og myndarlegri líka!“ Samverustundir fjöl- skyldna okkar og frændsystkina voru í sveitinni. Á Akurtröðum vor- um við krakkarnir alltaf hluta af sumri, ég oftast með Grétari frænda. Síðustu árin hafa þessar samverustundir tekið sig upp aftur, í þetta sinn þó ekki í heyskap heldur útilegu og skemmtun barna sem fullorðna. Ég man sérstaklega eftir mynd sem tekin var af þeim bræðr- um öllum í hitteðfyrra. Allir voru þeir rjóðir í kinnum og sællegir, tal- andi og hlæjandi í senn og því finnst mér þessi mynd lýsandi þeirri stemningu sem ávallt myndaðist þegar þeir bræður hittust. Þá var alltaf stutt í hlátur og alls kyns stríðni. Allt frá barnæsku hefur mín hugsun tengt fjölskyldu Bóbó sam- an í eitt. Ef Bóbó var nefndur á nafn, hugsaði maður til Gerðar og krakkanna. Ef eitthvert barnanna er nefnt á nafn, hugsar maður til Bóbó og Gerðar. Ég veit að á síð- ustu dögum höfum við systkinin hugsað stíft til frændsystkyna og jafnaldra okkar því við vitum að sorg þeirra er svo mikil. Gerði og elsku ömmu okkar Maddý vottum við líka okkar dýpstu samúð með bænir um að góður Guð styrki ykk- ur, börn og barnabörn í þeirri sorg sem fráfalli Böðvars fylgir. Ég kveð frænda minn með hugheilum kveðj- um hjartans og veit að minning hans verður ávallt í heiðri höfð. Rakel Sveins Másdóttir. HUGVEKJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.