Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ásta GuðrúnTómasdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 15. nóvember 1970. Hún lést hinn 4. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Gísli Tómas Ív- arsson, f. 3.4. 1949 og Guðrún Þórdís Björgvinsdóttir, f. 16.2. 1949, d. 14.10. 2004. Systur Ástu eru Elva Björk Gísladóttir, f. 25.6. 1973, sambýlismaður Einar Helgi Jónsson og Helena Sif Gísladóttir, f. 14.7. 1976, sambýlismaður Jón Ragnar Magnússon. Sonur Ástu og Arnars Reynissonar er Tómas Freyr, f. 25.9. 1986. Árið 1991 hóf Ásta búskap með Gunnari Þór Jóns- syni í Reykjavík og eignuðust þau þrjú börn: Lilju, f. 17.4. 1993, Brynjar Ægi, f. 30.12. 1994 og Laufeyju Diljá, f. 12.8. 1996. Sambúð Ástu og Gunnars varði í 8 ár. Útför Ástu var gerð frá Foss- vogskirkju í kyrrþey. Núna sit ég og horfi á mynd af þér, mér finnst svo skrýtið að ég muni ekki fá að sjá þig aftur í þessu lífi. Maður rifjar upp ótal minningar og mín síðasta minning er þegar við vorum við jarðarför móður okkar fyrir einu og hálfu ári. Ég man hvað þér leið illa þá og vonaði innilega að þú gætir fundið hamingjuna. Mínar bestu minningar eru þeg- ar ég og þú sátum við eldhúsborðið þitt, oft í marga klukkutíma, í Laufengi 15 og ég var ófrísk af Sig- urjóni Axel. Þú sýndir mér mikinn stuðning og áhuga og ég man hvað mér fannst gott að leita ráða hjá þér enda varstu snillingur með lítil börn á þínum blómatíma. Stundum lágum við líka uppí sófa með krakkana og kysstum þau al- veg í kaf. Þú átt svo falleg og dug- leg börn og mátt vera ákaflega stolt af þeim. Elsku Ásta mín, ég vona svo að þú sért komin með frið og ró í sál- ina þína, það er sorglegt hvað lífið gat verið erfitt og margir þrösk- uldar sem þú þurftir að fara yfir. Ég finn mikinn söknuð og tómleika og vildi óska að þú hefðir getað séð birtuna og einhverja leið út úr myrkrinu. En við munum sjá þig áfram í börnum þínum því þau er ávöxtur þinn sem við eigum eftir að elska alla tíð. Elsku Tómas Freyr, Lilja, Brynjar Ægir og Laufey Diljá, þó að mamma sé farin til Guðs þá geymum við hana í hjarta okkar. Þín systir, Helena Sif. Það er skrítin tilfinning að skrifa hér örlítið kveðjubréf til eldri syst- ur minnar. Ég þekkti þig frá því ég fæddist og í rúm 30 ár og þó varla síðustu 4 árin. Það eru margar minningar sem sækja á hugann frá því við vorum litlar stelpur, t.d. þegar við fórum saman í sumarbúðir (ég 8 ára og þú 11 ára) og fannst ekkert gaman og ákváðum að stinga af og fara til ömmu og afa í Hafnarfirði því þar var gott að vera. Við vorum rétt komnar út á veg eftir mikla fyrirhöfn og skipulagningu þegar við vorum sóttar af starfsfólkinu. Þessu gátum við oft hlegið að mörgum árum seinna. Það var snemma sem þú byrjaðir móðurhlutverkið, tæplega 16 ára, og 26 ára varstu komin með börnin þín fjögur. Það var þinn besti tími og komum ég og Helena systir oft og mikið til þín upp í Grafarvog til að dást að frændsystkinum okkar. Og oft var mikið um að vera með öll litlu stýrin. Það sagði við okkur prestur um daginn að sumt fólk gengi í gegn- um lífið með skóna sína fulla af steinum og því væri sárt að stíga niður. Þetta finnst mér lýsa þínu lífi vel og öll óskuðum við þér stein- lausum skóm. Ég veit að þar sem þú ert núna hefur þú fengið nýja, mjúka og þægilega skó og algjöran frið í sálina þína. Ég vil biðja góðan guð að vaka yfir yndislegu börnunum þínum; þeim Tomma, Lilju, Brynjari og Laufeyju. Einnig styrk til allra þeirra sem standa þeim næst. Ég kveð þig, Ásta mín, með þessu versi. Ó, faðir, gjör mig lítið ljós um lífs míns stutta skeið, til hjálpar hverjum hal og drós, sem hefur villzt af leið. (Matthías Jochumsson.) Þín systir, Elva Björk. Elsku frænka. Mig langar til að kveðja þig með nokkrum línum og þakka þér fyrir samfylgdina í þessu lífi. Þú varst elsta barnabarn for- eldra minna. Þú komst í heiminn ÁSTA GUÐRÚN TÓMASDÓTTIR þremur árum á eftir mér, þannig að þið systurnar þrjár voruð stór hluti af okkar fjölskyldulífi og mik- ill samgangur var á milli heimila okkar. Flest sumur áttum við sam- an, annaðhvort varst þú hjá afa og ömmu eða ég hjá Guðrúnu systur minni að passa ykkur systurnar. Mín besta og dýrmætasta minn- ing um þig er þegar þú fæddir fyrsta barnið þitt, hann Tómas Frey. Þá fékk ég þann heiður að fá að vera með þér og styðja þig í fæðingunni. Þá minningu mun ég ávallt geyma í huga mér og var þetta mér ómetanleg reynsla þegar ég gekk í gegnum það að fæða mín börn. Elsku Ásta mín. Líf þitt var ekki alltaf auðvelt og reyndist þér oft erfitt að finna réttu leiðina í því og urðu margar hindranir á vegi þín- um. Þú átt fjögur yndisleg börn sem eiga erfitt með að skilja hvers vegna líf þitt endaði á þennan hátt. Veikindi þín voru þér erfiðari en svo að þú gætir borið þau lengur og verðum við hin að virða þá leið sem þú valdir. Ég veit að Bjöggi afi og mamma þín hafa nú tekið þig í sinn faðm og að þú finnir frið. Þín Lilja. Elsku Ásta, mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér fyrir vináttuna í gegnum tíðina. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ég vil votta Tomma, Lilju, Brynjari og Laufeyju mína dýpstu samúð, Guð styrki ykkur á þessari erfiðu stundu, og óska ég ykkur alls góðs á ókomnum árum. Magna Sveinsdóttir. Elsku Ásta mín, ég man þegar ég kynntist þér fyrst, þá var Tommi 2 ára og þú varst svo stolt móðir. Þá var oft glatt á hjalla, við ung- ar og áhyggjurnar litlar. Svo bættust við þrjú börn. Þú veittir þeim allt sem þú gast. Í nokkur ár höfðum við ekkert samband en svo hittumst við aftur og þá var eins og við hefðum hist síðast í gær. Við rifjuðum upp gamla tíma og hlustuðum á Smokie og Abba en það var ávallt í uppá- haldi hjá okkur. En núna ertu farin til móður þinnar sem þú saknaðir svo mikið. Ég vona að þér líði betur þar sem þú ert núna og að þú sért sátt. Minningin um þig mun lifa í hjarta mínu um ókomin ár. Þín vinkona, Íris G. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG FANNDAL TORFADÓTTIR frá Hvítadal, lést á Landakoti fimmtudaginn 9. mars. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, KJARTAN RÓSINKRANS STEFÁNSSON rafvirkjameistari, lést á líknardeild Landakotsspítala þriðjudaginn 14. mars. Jarðsungið verður frá Háteigskirkju mánudaginn 27. mars. kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknar- og vinafélagið Bergmál. Skúlína Hlíf Kjartansdóttir, Guðrún Anna Kjartansdóttir, Elínborg Kjartansdóttir, Stefán Rósinkrans Kjartansson, Sjöfn Marta Hjörvar, Skúlína Sigurveig Stefánsdóttir, Páll Á.R. Stefánsson, Össur S. Stefánsson, barnabörn og langafabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SESSELJA HELGADÓTTIR HICKS (Dellý), andaðist á heimili okkar, Wylie Texas, miðviku- daginn 15. mars. Útför hennar var gerð frá Texas laugardaginn 18. mars. Fyrir hönd annarra vandamanna, Cullas Mack Hicks, Helga Rósa Þormar, Patrick Corlay og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, vinur og afi, GUÐMUNDUR GEIR ÓLAFSSON, Grænumörk 3, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þriðjudaginn 21. marz. Útförin verður auglýst síðar. Erla Guðmundsdóttir, Gunnar Guðnason, Ólafur Þ. Guðmundsson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Ingunn Guðmundsdóttir, Sigurður Karlsson, Soffía Ólafsdóttir, barnabörn og aðrir afkomendur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, bróðir, tengda- sonur, mágur og vinur, EMIL DUSAN ILIC, lést á Landspítala Hringbraut sunnudaginn 19. mars sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Jóhanna Elsa Axelsdóttir, Olivera Ilic, Slobodanka Jovanovic, Ólöf, Una, Sigurður, Garðar, Prapha, Sigrún, Tom, Milan, Jelka og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengda- móðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR ODDSDÓTTIR, Ásabyggð 17, Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Seli á Akureyri að kvöldi fimmtudagsins 23. mars. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 30. mars kl. 13.30. Ingvar Guðmundsson, Örn Ingvarsson, Svanhvít B. Ragnarsdóttir, Valur Ingvarsson, Filippía Björnsdóttir, Guðmundur Ó. Ingvarsson, Þorgerður Þormóðsdóttir, Oddur Ingvarsson, Linda Iversen, Páll Ingvarsson, Hólmfríður Bragadóttir, Íris Ingvarsdóttir, Karl Óskar Þráinsson, Ásdís Ingvarsdóttir, Kjartan Ingason, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, ÞÓRARINN INGI ÞORSTEINSSON, Faxaskjóli 24, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 23. mars sl. Fjóla Þorvaldsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.