Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 43 UMRÆÐAN áfram að nota móðurmálið ásamt því að tungumálahópar fá stuðning til að stunda kennslu utan skóla- tíma. Hlutverk kennsluráðgjafa í hol- lensku sem öðru tungumáli er eft- irfarandi: Þróa kennsluskipulag, kennsluað- ferðir og útbúa námsefni Þjálfa nýja kennara Ráðleggja kennurum Í Hollandi fá allir kennarar sem hefja störf í móttökudeildum sér- staka kennslu í kennslufræði, notk- un námsefnisins og kennsluaðferð- um einn eftirmiðdag í mánuði í eitt ár sem bætist við þá menntun sem þeir hafa þegar hlotið í grunnnámi í faginu. Kennsla barna með annað móð- urmál er langtímaverkefni. Strax í 1. bekk hafa börn af erlendum upp- runa að meðaltali 1.000 orð þegar eintyngd börn hafa 3.200 orð. Mun- urinn eykst eftir því sem árum í grunnskóla fjölgar. Ef námsefnið er ekki samið sérstaklega fyrir þau er textinn einfaldlega of þungur. Þau læra því ný orð hægt, 500 orð á ári á meðan eintyngd börn bæta við sig 700 orðum í 2.–3. bekk og 3.000 orðum á ári eftir það. Börn með annað móðurmál en talað er í skólanum þurfa að læra ný orð hratt, 1.500 orð á ári fyrstu 3 árin, 3.000 orð eftir það. Hraðinn eykst ekki fyrr en þau hafa lært 5.000 og til að verða fluglæs þurfa nemendur líklega 10–13.000 orð. Það er óþarfi að fjölyrða um það hversu mikilvægt er að hafa gott námsefni sem tekur tillit til þessara staðreynda og að kennarar hafi kunnáttu til að miðla því. Góður orðaforði er forsenda þess að nem- endur nái fótfestu í námi og um leið lykillinn að velgengni í fram- haldsskóla. ’Börn með annað móð-urmál en talað er í skól- anum þurfa að læra ný orð hratt, 1.500 orð á ári fyrstu 3 árin, 3.000 orð eftir það.‘ Höfundar starfa við móttökudeild í Breiðholtsskóla og Háteigsskóla, og eru höfundar Kötlu námsgagnavefjar í íslensku sem öðru tungumáli. TIL að taka af allan vafa þá er ég ekki í framboði. Mér hefur reyndar verið strítt og ég skráð í pólitískan flokk sem vill ekki losna við mig. Ég fæ bréf bæði frá Sjálf- stæðisflokki og Sam- fylkingu og styð vini mína í öllum flokkum, enda er vináttan ópóli- tísk. Ég hef verið kölluð kommúnisti, rauðsokka og femínisti og er þekkt fyrir að vera sjálfstæð. Ég heyrði ágætt spakmæli um daginn. Það er svona: „Maður byrjar ekki að baka fyrir erfidrykkjuna meðan líkið er ennþá lifandi.“ Spakmælið varð til í um- ræðunni um þá óþægi- legu stöðu sem upp er komin vegna símtalsins frá Washington þess efnis að herinn væri að pakka saman og yfirgefa Ísland. Og því miður eru að koma sveitarstjórn- arkosningar, því nú vilja allir nýta sér þessa óþægilegu stöðu sér til framdráttar. Margar skemmtilegar hugmyndir hafa komið upp á yfir- borðið en mér sýnist fólk gleyma að í þessu málefni getur enginn einn ráðið hvað skuli gera. Ég vildi stundum geta bætt sam- félagið sem ég bý í. Ég get stjórnað því frá mínum bæjardyrum og gefið frekjuhundunum, fýlupokunum og vælukjóunum langt nef en þeim stjórna ég ekki, ég ræð nefnilega ekki ein. Á líkan hátt geta stjórnvöld í Reykjanesbæ, úr hvaða flokki sem völdin koma, ekkert ráðið ein hvað á að gera í þeirri stöðu sem nú er komin upp á varnarsvæðinu. Bærinn á jú landsvæðið, ásamt Sandgerðisbæ en Bandaríkjamenn eiga mannvirkin og ríkisstjórn Íslands undirritaði varn- arsamninginn fyrir rúmum 50 árum. Reykjanesbær á líka lóðina sem húsið mitt stendur á en ræður engu heima hjá mér. Sá sem hefur verið með yfirgang og frekju hér er Bandaríkja- stjórn og það bætir sennilega ekki ástandið að taka upp þá siði við hagsmunaðila hér á landi þó okkur finnist þeir kannski hafa skellt skollaeyrum við of lengi. Vald er bæði hægt að nota til góðs og ills, og svo ég vitni í spakmælið góða þá bakar maður ekki fyrir erfidrykkjuna meðan líkið er ennþá lifandi! Hins vegar þurfa hags- munaaðilar að ganga í takt svo allir stefni í sömu átt. Eitthvað virðast menn hins veg- ar óöruggir með vald- svið sitt. Þangað til málin hafa skýrst nægilega mikið er fínt að kasta á loft ýmsum hugmyndum. Við Íslend- ingar eru meistarar í reddingum og förum létt með að hoppa í klof- stígvélin og bretta upp ermarnar þegar á þarf að halda, það gerir eðlið. Ég ætla að trúa því og treysta að þessu máli takist að smokra framhjá niðurrifi kosningabaráttu og hægt verði að finna lausn sem margir verða sáttir við. Hvar liggur valdið? Svanhildur Eiríksdóttir fjallar um mannvirki Banda- ríkjahers og hagsmunamál á Suðurnesjum Svanhildur Eiríksdóttir ’Ég ætla að trúaþví og treysta að þessu máli takist að smokra framhjá niðurrifi kosningabaráttu og hægt verði að finna lausn sem margir verða sáttir við.‘ Höfundur er íbúi í Reykjanesbæ. Erindið hefst kl. 3 e.h. og er haldið í fundarsal LbhÍ á Keldnaholti, 3. hæð. Mánudaginn 27. mars flytur Bragi L. Ólafsson erindi: Sérstaða íslenskrar kúamjólkur. Allir velkomnir Fræðsluerindi Landbúnaðar- háskóla Íslands á Keldnaholti FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Tjarnarmýri - Seltjarnarnesi Glæsilegt, 187 fm raðhús á tveimur hæðum með 29 fm innb. bílskúr. Á neðri hæð eru rúmgóð forstofa, endurnýjuð gestasn. með vönduð- um tækjum, hol, þvottaherb., sjón- varpsstofa, borðstofa, skáli fyrir enda borðstofu m. útgangi á verönd með skjólveggjum, rúmgóð og björt stofa með mikilli lofthæð og nýlega endurnýjað eldhús. Uppi eru 3 her- bergi, öll með skápum og flísalagt baðherbergi. Aukin lofthæð á allri efri hæð. Vandaðar innréttingar. Massívt parket, sandsteinn og flísar á gólfum. Ræktuð lóð með lýsingu. Verð 50,0 millj. Hofgarðar-Seltjarnarnesi Glæsilegt, mikið endurnýjað og vel skipulagt 290 fm einbýlishús á tveimur hæðum ásamt 52 fm tvöf. bílskúr. Húsið var nánast allt endur- nýjað fyrir 7-8 árum síðan og skipt- ist m.a. í rúmgóðar og bjartar sam- liggjandi stofur, eldhús með fallegri innréttingu og vönduðum tækjum, sjónvarpsstofu, 5 herb. og flísalagt baðherb. auk gestasn. Mjög vönduð eign sem hefur nánast öll verið end- urnýjuð, t.d. gólfefni, innréttingar og hurðar. Massívt eikarparket og flísar á gólfum. Gott viðhald hið ytra, nýlegur þakkantur. Falleg, ræktuð lóð með nýlegri timburverönd til suðurs. Nánari uppl. á skrifstofu. Garðhús Mjög fallegt 211 fm raðhús á tveimur hæðum auk rislofts með 29 fm inn- byggðum bílskúr í húsahverfi í Grafar- vogi. Stórar samliggjandi stofur með mikilli lofthæð, flísalagður sólskáli, eld- hús með eyju og innréttingum úr eik, 2 baðherbergi, flísalögð í hólf og gólf, 4 herbergi og sjónvarpsstofa. Ræktuð lóð. Verð 44,9 millj. Laugalækur Mjög gott 174 fm raðhús, tvær hæðir og kjallari. Á neðri hæð eru hol/borðstofa, eldhús, flísalögð gestasnyrting og parketlögð stofa. Á efri hæð eru sjónvarpshol, þrjú góð herbergi, öll parketlögð og skápar í öllum og nýlega endurnýjað baðherbergi auk rislofts og í kj. eru eitt herb., snyrting, þvottaherb. og góð geymsla. Tvennar svalir, til suð- vesturs út af stofu og til norðausturs af stigapalli. Ræktuð lóð með stórum sólpalli og skjólveggjum. Nýtt þak. Verð 39,5 millj. Suðurgata - Hafnarfirði Fallegt 232 fm einbýlishús sem er kjallari og tvær hæðir ásamt 22,0 fm sérstæðum bílskúr. Eignin skiptist m.a. í eldhús með góðum innrétting- um, borðstofu og setustofu með arni, flísalagt baðherb. auk gestasn. og fjölda herbergja. Geymsluris. Gler og gluggar endurnýjað að mestu. Vel staðsett eign, mikil veð- ursæld. Gott útsýni af efri hæð yfir höfnina. Falleg, afgirt ræktuð lóð. Stutt í skóla, sundlaug og þjónustu. Arkitekt: Einar Sveinsson. Verð 53,0 millj. Áland 165 fm einlyft einbýlishús á þessum eftirsótta stað í Fossvogi. Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús með eikarinnréttingu og borðaðstöðu, parketlagða stofu með fallegu útsýni yfir Fossvoginn, 3 parketlögð herb. og flísalagt baðherb. auk þvotta- herb./geymslu. Falleg ræktuð lóð með hávöxnum trjám. Verð 56,0 millj. Glæsileg og vel staðsett 350 fm húseign á tveimur hæð- um rétt ofan við Hveragerði. Eignin hefur verið í útleigu undanfarið til traustra aðila, en möguleiki er að breyta því í glæsilegt einbýlishús. Eignin er endurnýjuð bæði að utan sem innan á vandað- an og smekklegan hátt. Alls eru vel útbúin sex tveggja manna herbergi, öll með sérbaði, borðstofa og fundar- salur auk forstofu, eldhúss, tveggja snyrtinga, þvottaher- bergis og geymslu. Teikningar liggja fyrir að 65 fm baðhúsi á lóðinni. Timb- urverönd með heitum potti og stórt bílaplan með 10 bíla- stæðum. Leyfi er fyrir byggingu bílskúrs. Um er að ræða afar vel staðsetta eign á 2.000 fm rækt- aðri leigulóð í fallegu umhverfi með víðáttumiklu útsýni til vesturs yfir Hveragerðisbæ, Ölfusið og yfir ströndina. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Axelshús á Reykjum, Ölfusi Laugarnesvegur - á efstu hæð m/bílskýli. Glæsileg 87,6 fm íbúð á 5. hæð og efstu hæð í nýlegu álklæddu fjölbýlis- húsi byggðu af ÍAV ásamt stæði í bíl- skýli. Sér inngangur af svölum. Íbúðin skiptist í stofu, borðstofu, eldhús, svefnherbergi, baðherbergi og sér þvottahús í íbúð. Húsið er byggt 2002. Laus við kaupsamning. V. 28,5 m. 5571 Marteinn Karlsson: „Vegna óbilgjarnrar gjaldtöku bæjar- stjórnar Snæfellsbæjar af okk- ur smábátaeigendum, þar sem ekkert tillit er tekið til þess hvort við megum veiða 10 eða 500 tonn, ákvað ég að selja bát- inn og flytja í burtu.“ Sigríður Halldórsdóttir skrif- ar um bækur Lizu Marklund sem lýsa heimilisofbeldi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.