Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umhverfismál og ábyrgð áhreinsun landsvæða áforræði Varnarliðsins hérlendis eru í óvissu í tengslum við hugsanlegt brotthvarf Varnar- liðsins. Umhverfismálin eru þó meðal þeirra atriða sem verða kortlögð og rædd meðal þjóðanna þegar samstarfið í heild verður leitt til lykta í ljósi þeirrar stefnu sem varnarmálin hafa nú tekið. En utanríkisráðuneytið vonast til þess að viðunandi samningar náist um þessi atriði. Þótt ekki liggi ekki fyrir hver beri heildarábyrgð á því að hreinsa til eftir Varnarliðið er hitt þó víst að aðgerða er þörf á ýms- um stöðum sem eru mengaðir af ýmsum efnum, sprengjubrotum, olíu og jafnvel PCB. Forsætisráð- herra hefur látið hafa eftir sér, að krafa verði gerð um að vel verði skilið við svæði Bandaríkjamanna við Keflavík. Það væri grundvall- aratriði. Langstærsta svæðið sem Varn- arliðið hefur forræði yfir hér á landi er vitaskuld í Keflavík, 8.500 hektarar að stærð. Fimm önnur varnarsvæði hersins úti á landi eru samtals rúmlega 600 ha. Frá 1960 hafa orðið talsverðar breyt- ingar á varnarsvæðunum með því að átta svæðum í öllum landsfjórð- ungum verið skilað, eða samtals um 1.000 ha. Olíumengun í grunnvatni Það er á hendi utanríkisráðu- neytisins að taka við umráðum á þeim landsvæðum sem Varnarlið- ið hefur ekki lengur not fyrir og til þessa hefur Varnarliðið tekið þátt í hreinsun svæða sem hefur verið skilað, þar sem þess hefur þurft, að því er sagði í svari Geirs Haarde utanríkisráðherra í des- ember sl. á Alþingi við fyrirspurn Jóns Gunnarssonar þingmanns Samfylkingar Meðal þeirra svæða sem nú er vitað með vissu að eru menguð eru a.m.k. nokkur á aðalsvæði Varnarliðsins, þ.e. í nágrenni Keflavíkurflugvallar. Nefna má að þótt hið svokallaða Nikkel-svæði í námunda við byggðina í Keflavík og Njarðvík, hafi verið hreinsað niður á klöpp fyrir nokkrum ár- um, er þar enn mikil olíumengun í grunnvatni undir klöppinni. Einn- ig má nefna að Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hefur áhyggjur af gömlu skotæfingasvæði hersins á stóru afgirtu svæði við Hafnir og nágrenni þar sem eru sprengju- brot og sprengjukúlur í jarðvegi. Þetta svæði þarfnast rannsóknar og hreinsunar. Þá er vitað um PCB-mengun á ratsjárstöðinni á Stokksnesi á Hornafirði og olíu- mengun á Stafnesi. PCB er skylt klórlífrænum efnum og er svo- nefnt pólíklórbífenýl-samband. PCB efnið á Stokksnesi var notað í spennuolíu á gömlu ratstjárstöð- inni og fannst í klettadopppum, litlum sniglum sem lifa í sjó, og var lagt til að gamall ruslahaugur hersins sem PCB var rakið til, yrði byrgður til að hindra gegn- umstreymi regnvatns. Það var gert en PCB er samt ennþá þarna. Haugurinn er þó ekki stór og mengunin telst ekki mikil. Auk þess gætu gamlir rusla- haugar Varnarliðiðsins á Reykja- nesi verið mengunarvaldar. Sam- kvæmt upplýsingum frá heilbrigðiseftirlitinu liggur um- fang og eðli mengunar af þessum völdum ekki alveg ljóst fyrir enda vantar nánari rannsóknir. Þetta vekur að sjálfsögðu spurningar um hvernig umhverf- ismálin eru í raun og veru á Suð- urnesjum og hvort sett verði t.d. af stað sameiginleg rannsóknar- áætlun beggja ríkja um að komast alveg til botns í þessum efnum og hvað slíkar athuganir muni kosta. Ennfremur hvort og hvernig ríkin muni skipta þeim kostnaði á milli sín. Að sjálfsögðu hljóta menn líka að velta fyrir sér umhverfismálum og hugsanlegri mengun varnar- svæða á landsbyggðinni. Gamall ruslahaugur á gömlu svæði hers- ins á Heiðarfjalli á Langanesi er órannsakaður og því gætir óvissu um hvort hann gæti hugsanlega verið mengunarvaldur samkvæmt heilbrigðiseftirlitinu. Nefna skal að núverandi stöð á Gunnólfsvík- urfjalli á nesinu var hins vegar reist samkvæmt ströngustu mengunarstöðlum, sömuleiðis nýja stöðin á Stokksnesi og sú á Bolafjalli. Þar varð þó mikið mengunarslys 1989 þegar 25.000 lítrar af gasolíu láku frá stöðinni. Fréttaskýring | Óvissa í umhverfis- og mengunarmálum á varnarsvæðunum Hver hreinsar olíu og PCB? Olía, PCB, klóretelyn, sprengjubrot og sorphaugar á efnisskrá hers og lands                              !   "    #$                  %& ' (#    & )  $           !"  #$  %  "*  +,! #$   & ' '  ($ $ % ) & ' '* +  ,- ! &  !+ &     $ (     !   ($   !"#$% Er nóg að byrgja PCB- mengaðan hersorphaug?  Það vantar heildarúttekt á umhverfismálum við varn- arsvæði hersins hér á landi til að eyða óvissu í þessum efnum. Hver ber umhverfisábyrgð þeg- ar svæðum verður skilað? Utan- ríkisráðuneytið vonast til þess að viðunandi samningar náist um umhverfismál og forsætisráð- herra hefur uppi kröfur um að herinn taki til eftir sig. En fyrst þarf væntanlega að telja sprengi- kúlur í jarðvegi og mæla olíu í grunnvatni. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Berlín er sannköllu› heimsborg og er næturlífi› í borginni afar fjörlegt. Uppgangurinn er mikill, n‡byggingar rísa út um alla borg og vi›skiptalífi› me› blómlegasta móti. En fla› sem breytist aldrei í Berlín er frjálslyndur og stórborgarlegur hugsunarháttur. *A›ra lei› me› sköttum. Gildir fyrir börn 12 ára og yngri í fylgd me› fullor›num Verð frá: Barnaverð: www.icelandexpress.is, Grímsbæ, Efstalandi 26, Sími 5 500 600 www.icelandexpress.is/berlin Berlín er ein af mest spennandi borgum heims. fia› vita fleir sem flanga› hafa komi›. Í seinni tí› hefur hún aftur ö›last sinn gamla sess sem einn af mi›punktum listsköpunar, hvort sem um ræ›ir bókmenntir, tónlist e›a leikhús. Blómleg og spennandi Við færum þér HM á SÝN og við getum líka fært þig á HM í Þýskalandi. Það verða margir leikir í Berlín og því frábær stemning um alla borg! 25.– 30. maí / 27. júlí –1. ágúst Heimsborgin Berlín, íslensk farar- stjórn, skoðunarferðir, sigling, djass og spennandi veitingahús. Nánar á www.expressferdir.is Sími: 5 900 100 MEÐ EXPRESS FERÐUM: LISTADAGAR barna og ungmenna í Garðabæ hafa verið haldnir undanfarna daga. Þema listadaga í ár er Ævintýri og hefur verið boðið upp á margt sem tengist þessu hugtaki á einn eða annan hátt. Börn í Barnaskóla Hjallastefnunnar fóru í skrúðgöngu út í „Ævintýra- skóg“ síðastliðinn föstudag þar sem m.a. leikþáttur úr sögunni Skilaboðaskjóðan var unninn. Listadagar eru haldnir í annað skipti í ár og er stefnt að því að halda þá á tveggja til þriggja ára fresti. Lokahátíð Listadaga verður haldin í dag, sunnudag, í Íþróttamiðstöðinni Ás- garði þar sem fjölbreytt atriði frá skólum bæjarins verða á dagskrá. Morgunblaðið/ÞÖK Ævintýralegir listadagar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.