Morgunblaðið - 26.03.2006, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Umhverfismál og ábyrgð áhreinsun landsvæða áforræði Varnarliðsins
hérlendis eru í óvissu í tengslum
við hugsanlegt brotthvarf Varnar-
liðsins. Umhverfismálin eru þó
meðal þeirra atriða sem verða
kortlögð og rædd meðal þjóðanna
þegar samstarfið í heild verður
leitt til lykta í ljósi þeirrar stefnu
sem varnarmálin hafa nú tekið.
En utanríkisráðuneytið vonast til
þess að viðunandi samningar náist
um þessi atriði.
Þótt ekki liggi ekki fyrir hver
beri heildarábyrgð á því að
hreinsa til eftir Varnarliðið er hitt
þó víst að aðgerða er þörf á ýms-
um stöðum sem eru mengaðir af
ýmsum efnum, sprengjubrotum,
olíu og jafnvel PCB. Forsætisráð-
herra hefur látið hafa eftir sér, að
krafa verði gerð um að vel verði
skilið við svæði Bandaríkjamanna
við Keflavík. Það væri grundvall-
aratriði.
Langstærsta svæðið sem Varn-
arliðið hefur forræði yfir hér á
landi er vitaskuld í Keflavík, 8.500
hektarar að stærð. Fimm önnur
varnarsvæði hersins úti á landi
eru samtals rúmlega 600 ha. Frá
1960 hafa orðið talsverðar breyt-
ingar á varnarsvæðunum með því
að átta svæðum í öllum landsfjórð-
ungum verið skilað, eða samtals
um 1.000 ha.
Olíumengun í grunnvatni
Það er á hendi utanríkisráðu-
neytisins að taka við umráðum á
þeim landsvæðum sem Varnarlið-
ið hefur ekki lengur not fyrir og til
þessa hefur Varnarliðið tekið þátt
í hreinsun svæða sem hefur verið
skilað, þar sem þess hefur þurft,
að því er sagði í svari Geirs
Haarde utanríkisráðherra í des-
ember sl. á Alþingi við fyrirspurn
Jóns Gunnarssonar þingmanns
Samfylkingar
Meðal þeirra svæða sem nú er
vitað með vissu að eru menguð
eru a.m.k. nokkur á aðalsvæði
Varnarliðsins, þ.e. í nágrenni
Keflavíkurflugvallar. Nefna má að
þótt hið svokallaða Nikkel-svæði í
námunda við byggðina í Keflavík
og Njarðvík, hafi verið hreinsað
niður á klöpp fyrir nokkrum ár-
um, er þar enn mikil olíumengun í
grunnvatni undir klöppinni. Einn-
ig má nefna að Heilbrigðiseftirlit
Suðurnesja hefur áhyggjur af
gömlu skotæfingasvæði hersins á
stóru afgirtu svæði við Hafnir og
nágrenni þar sem eru sprengju-
brot og sprengjukúlur í jarðvegi.
Þetta svæði þarfnast rannsóknar
og hreinsunar. Þá er vitað um
PCB-mengun á ratsjárstöðinni á
Stokksnesi á Hornafirði og olíu-
mengun á Stafnesi. PCB er skylt
klórlífrænum efnum og er svo-
nefnt pólíklórbífenýl-samband.
PCB efnið á Stokksnesi var notað
í spennuolíu á gömlu ratstjárstöð-
inni og fannst í klettadopppum,
litlum sniglum sem lifa í sjó, og
var lagt til að gamall ruslahaugur
hersins sem PCB var rakið til,
yrði byrgður til að hindra gegn-
umstreymi regnvatns. Það var
gert en PCB er samt ennþá þarna.
Haugurinn er þó ekki stór og
mengunin telst ekki mikil.
Auk þess gætu gamlir rusla-
haugar Varnarliðiðsins á Reykja-
nesi verið mengunarvaldar. Sam-
kvæmt upplýsingum frá
heilbrigðiseftirlitinu liggur um-
fang og eðli mengunar af þessum
völdum ekki alveg ljóst fyrir enda
vantar nánari rannsóknir.
Þetta vekur að sjálfsögðu
spurningar um hvernig umhverf-
ismálin eru í raun og veru á Suð-
urnesjum og hvort sett verði t.d.
af stað sameiginleg rannsóknar-
áætlun beggja ríkja um að komast
alveg til botns í þessum efnum og
hvað slíkar athuganir muni kosta.
Ennfremur hvort og hvernig ríkin
muni skipta þeim kostnaði á milli
sín.
Að sjálfsögðu hljóta menn líka
að velta fyrir sér umhverfismálum
og hugsanlegri mengun varnar-
svæða á landsbyggðinni. Gamall
ruslahaugur á gömlu svæði hers-
ins á Heiðarfjalli á Langanesi er
órannsakaður og því gætir óvissu
um hvort hann gæti hugsanlega
verið mengunarvaldur samkvæmt
heilbrigðiseftirlitinu. Nefna skal
að núverandi stöð á Gunnólfsvík-
urfjalli á nesinu var hins vegar
reist samkvæmt ströngustu
mengunarstöðlum, sömuleiðis
nýja stöðin á Stokksnesi og sú á
Bolafjalli. Þar varð þó mikið
mengunarslys 1989 þegar 25.000
lítrar af gasolíu láku frá stöðinni.
Fréttaskýring | Óvissa í umhverfis- og
mengunarmálum á varnarsvæðunum
Hver hreinsar
olíu og PCB?
Olía, PCB, klóretelyn, sprengjubrot og
sorphaugar á efnisskrá hers og lands
!
"
#$
%& '
(#
& ) $
!"
#$
% "*
+,!
#$
& ' '
($ $
%
) & '
'* +
,- ! & !+
&
$(
!
($
!"#$%
Er nóg að byrgja PCB-
mengaðan hersorphaug?
Það vantar heildarúttekt á
umhverfismálum við varn-
arsvæði hersins hér á landi til að
eyða óvissu í þessum efnum.
Hver ber umhverfisábyrgð þeg-
ar svæðum verður skilað? Utan-
ríkisráðuneytið vonast til þess að
viðunandi samningar náist um
umhverfismál og forsætisráð-
herra hefur uppi kröfur um að
herinn taki til eftir sig. En fyrst
þarf væntanlega að telja sprengi-
kúlur í jarðvegi og mæla olíu í
grunnvatni.
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
Berlín er sannköllu› heimsborg og
er næturlífi› í borginni afar fjörlegt.
Uppgangurinn er mikill, n‡byggingar
rísa út um alla borg og vi›skiptalífi›
me› blómlegasta móti. En fla› sem
breytist aldrei í Berlín er frjálslyndur
og stórborgarlegur hugsunarháttur.
*A›ra lei› me› sköttum. Gildir fyrir börn 12 ára og yngri í fylgd me› fullor›num
Verð frá:
Barnaverð:
www.icelandexpress.is, Grímsbæ, Efstalandi 26, Sími 5 500 600
www.icelandexpress.is/berlin
Berlín er ein af mest spennandi
borgum heims. fia› vita fleir sem
flanga› hafa komi›. Í seinni tí›
hefur hún aftur ö›last sinn gamla
sess sem einn af mi›punktum
listsköpunar, hvort sem um ræ›ir
bókmenntir, tónlist e›a leikhús.
Blómleg og spennandi
Við færum þér HM á SÝN og við
getum líka fært þig á HM í Þýskalandi.
Það verða margir leikir í Berlín og því
frábær stemning um alla borg!
25.– 30. maí / 27. júlí –1. ágúst
Heimsborgin Berlín, íslensk farar-
stjórn, skoðunarferðir, sigling, djass
og spennandi veitingahús.
Nánar á www.expressferdir.is
Sími: 5 900 100
MEÐ EXPRESS FERÐUM:
LISTADAGAR barna og ungmenna í Garðabæ hafa
verið haldnir undanfarna daga. Þema listadaga í ár er
Ævintýri og hefur verið boðið upp á margt sem tengist
þessu hugtaki á einn eða annan hátt. Börn í Barnaskóla
Hjallastefnunnar fóru í skrúðgöngu út í „Ævintýra-
skóg“ síðastliðinn föstudag þar sem m.a. leikþáttur úr
sögunni Skilaboðaskjóðan var unninn. Listadagar eru
haldnir í annað skipti í ár og er stefnt að því að halda
þá á tveggja til þriggja ára fresti. Lokahátíð Listadaga
verður haldin í dag, sunnudag, í Íþróttamiðstöðinni Ás-
garði þar sem fjölbreytt atriði frá skólum bæjarins
verða á dagskrá.
Morgunblaðið/ÞÖK
Ævintýralegir listadagar