Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 35 MENNING VIRKJUNARSTEFNA íslenskra stjórnvalda hefur löngum verið byggð á þeirri sannfæringu að um aðra kosti sé ekki að ræða í atvinnu- upbyggingu á Íslandi en að virkja sem allra mest, framleiða sem allra mesta raforku. Menn hafa jafnvel gengið svo langt að segja annað vera siðleysi. Andri Snær Magnason ræðst gegn þeirri hugsun að annaðhvort virkjum við eða lifum í frumstæðu fá- tæktarbasli í hinni kraftmiklu bók sinni Draumalandið. Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð. Hann ræðst að þessu viðhorfi frá mörgum hliðum og hann greinir það í fleiru en skoðunum þeirra sem telja að raforkufram- leiðsla og stóriðja sé Íslands eina von. Í þessari merkilegu bók veltir Andri Snær fyrir sér verðmætamati og raunveruleikaskynjun sem birtist í daglegri umræðu hér á landi um virkjana- og stóriðjumál. Hann bend- ir á að hugmyndaleysið og andúðin á nýjum hugmyndum sem gjarnan birtist í málflutningi virkjunarsinna sé eitt einkenni ótta. Það er við kring- umstæður óttans sem menn hætta að sjá möguleika sem við blasa og ímynda sér að eitt og aðeins eitt verði að gera og það strax því annars muni illa fara (sjá 130, 161). Andri Snær skiptir bókinni í þrjá hluta. Í þeim fyrsta sem ber yfir- skriftina „Leitin að raunveruleik- anum“ ræðir hann um verðmætamat og merkingu, í öðrum hluta sem hann nefnir „Terror alert“ er meginvið- fangsefnið hinar mismunandi birting- armyndir ótta sem iðulega stýra vali fólks og koma í veg fyrir að það geti séð langtímahagsmuni sína í réttu ljósi. Þriðji hlutinn sem heitir „Tera- wöttin í almættinu“ fjallar um virkj- anir og stóriðju og er um leið hörð og niðursallandi gagnrýni á stefnu ís- lenskra stjórnvalda í þeim málum. Rauði þráðurinn í bókinni er grein- ing Andra Snæs á þeim gildum sem liggja að baki virkjana- og stór- iðjustefnunni og tilraun hans til að sýna fram á að þessi gildi séu á mis- skilningi byggð, ekki aðeins misskiln- ingi á eigin hagsmunum til lengri tíma, heldur róttækum misskilningi á eigin veruleika og samtíð. Hann hefur bókina á kostulegri frásögn af orða- skiptum við leigubílstjóra sem bendir honum vinsamlegast á að fólk eins og hann „sé ekki í tengslum við raun- veruleikann“ og að baki býr sú bjarg- fasta hugsun að raunveruleikinn sé framleiðslan. Þessi einfalda mynd af samfélaginu er gömul og hún er líf- seig. Að skapa verðmæti er ekki fólg- ið í að fá hugmyndir og hrinda í fram- kvæmd, heldur felst hún í að forðast slíkt eftir mætti. Framleiðsluheims- myndin sér hráefni og afurðir: Vatnið er orka, búfénaðurinn er matur, nátt- úran er smjörfjall sem þarf að skafa af eins mikið og hratt og unnt er. Annað væri leti, dáðleysi – siðleysi. Andri gerir margar atlögur að þessu gildismati og fjallar skemmti- lega um gildi og eðli hugmynda. Það sem eftir stendur er þó ef til vill sú spurning hversvegna framleiðslu- hugsun iðnaðarsamfélagsins ræður enn ferðinni hjá stjórnvöldum, nú þegar það er svo augljóst að auðlindir landsins eru miklu fremur fólgnar í menntun og rækt við frumkvöðuls- hugsun þekkingarsamfélagsins, en í raforku- eða álframleiðslu, að minnsta kosti til lengri tíma litið. Andri svarar þessari spurningu ekki með einhlítum hættir, frekar en ýmsum öðrum spurningum sem bók hans vekur. Um- fjöllun hans kem- ur hinsvegar aftur og aftur að sama atriðinu – gildum og gildismati. Það er merkilegt ein- kenni Andra sem höfundar hve óhræddur hann er við að móralisera – óhræddur við einfaldan siðaboðskap sem oft virðist jafnvel gamaldags. Þetta kemur ekki síst fram í umfjöllun hans um hugtök og merkingu sem er fyrirferðarmikil í fyrsta hluta bókarinnar. Annarsvegar beinir hann sjónum að hugtak- anotkun og hvernig hún birtir gild- ismat. Orðið stóriðja hefur til dæmis almennt jákvæða merkingu sem birt- ist til dæmis í því að orðinu er skeytt við ólíklegustu hugtök til að tjá verð- mæti eða verðmætasköpun (73). Hinsvegar veltir hann fyrir sér til- hneigingu til að mislesa verðmæti og missa þar með af raunverulegri merkingu hluta. Andri tekur fjöl- breytileg dæmi um slíka verðmæta- blindu, sem getur verið allt frá því að sjá ekki markaðslega möguleika ákveðinnar vöru til þess að misskilja fullkomlega hvað varðveitir söguleg verðmæti (sjá til dæmis kafla um rat- sjárstöðina á Stokksnesi). Andri Snær á það skylt með sum- um þeirra heimspekinga sem á und- anförnum áratugum hafa þróað svo- kallaða samfélagshyggju, að hann virðist líta svo á að siðferðilegt rof eða hamfarir hafi orðið í vestrænu nú- tímasamfélagi. Verðmætablindan og merkingarskriðið sem hún hefur í för með sér er afleiðing þess að eitthvað hefur gerst sem veldur því að við stöndum frammi fyrir harmleik og eina leiðin til að bregðast við honum felst í að taka gildi til róttækrar end- urskoðunar. Svar Andra við heims- sýn framleiðslunnar er að benda á hugmyndir: Á meðan menn neita sér um að þróa hugmyndir og fylgja þeim eftir og kalla slíkt jafnvel raunveru- leikafirringu, er hætt við að við séum föst í hugmyndasnauðri martröð stór- iðjunnar. Þessi martröð gerir fólk blint á verðmæti, möguleika og merk- ingu sem þó ættu að blasa við. Hvað sem manni kann að finnast um virkjanir og stóriðju almennt, þá er málflutningur stjórnvalda og stór- iðjusinna byggður á hinni niðurlægj- andi og furðulegu hefð íslenskrar stjórnmálaumræðu að leggja höf- uðáherslu á að gera lítið úr andstæð- ingnum. Andri birtir mörg kostuleg (eða grátleg) dæmi um þetta. Öm- urlegust er sú venja að lýsa andstæð- ingum virkjana og álvera sem ójarð- bundnum rómantíkerum án „tengsla við raunveruleikann“. Andri Snær sýnir það í þessari bók, sem hann og margir fleiri hafa raunar gert áður líka, að deila virkjanasinna og and- stæðinga virkjana er ekki deila um hvort rétt sé að nýta auðlindirnar eða sleppa því, heldur um hagsmunina sem í húfi eru og kostnaðinn sem af því hlýst að velja leið virkjana. Jakob Björnsson, fyrrum orkumálastjóri, sá þetta alveg skýrt fyrir 35 árum: Í hans huga var engin spurning að náttúrunni þyrfti að fórna fyrir fram- farir (160). Andri Snær bendir á að við ættum að hafa vitkast síðan: Við ættum að vita að möguleikarnir á því að byggja upp og þróa atvinnuvegi eru miklu fjölbreyttari og auðugri en sjávarútvegur og orkuframleiðsla fyrir stóriðju. Í huga Jakobs skiptist landið hinsvegar eftir þessum tveim- ur meginatvinnuvegum. Bók Andra Snæs hlýtur að vekja til umhugsunar og það er aðeins hægt að vona að þeir sem sitja og taka ákvarðanir um framtíð landsins lesi hana og geri það vandlega. Bókin endar á bjartsýnisorðum, sem þó virðist engan veginn eiga við. Þriðji hlutinn fjallar að mestu um hættur og ókosti virkjana og stóriðju. Þessi um- fjöllun skapar litla bjartsýni með les- andanum um afleiðingar þeirrar stefnu sem stjórnvöld fylgja svo stað- fastlega. Bókin hlýtur þó að vekja einfalda spurningu: Hvernig getur það samræmst öllum fagurgalanum um þekkingarsamfélag – vísindi og rannsóknir, að engin tilraun sé gerð til að auka kraft, uppbyggingu og nýj- ungar á því sviði? Þegar fólki er talin trú um að landsbyggðin – Austurland eða Norðurland – verði að fá stóriðju vegna þess að annars verði fólksflótti og hrun, gleymist sá augljósi þáttur að fjárfesting í þekkingu á náttúru þessara staða kynni að vera miklu betri fjárfestingarkostur þegar til lengri tíma er litið og líklegri til að skapa smátt og smátt þær aðstæður sem gera það í raun eftirsóknarvert fyrir fólk að vera þar sem það er. En það er ekki eftirspurn eftir hugmyndum sem hér ræður ríkjum heldur hugmyndafælni. Andra tekst á sinn mælska og eilítið móralska hátt að veita okkur hrollvekjandi innsýn í martröð hugmyndaleysisins og benda á að hvílíkt ábyrgðarleysi það er að leyfa pólitík óttans að ráða ferðinni. Bókin er skemmtileg í broti og að allri gerð, fyrir utan að vera læsileg og skýr. Það hefur að vísu augljóslega legið mikið á að koma henni út og for- lagið hefur ekki treyst sér til að láta gera atriðisorðaskrá, sem er pirrandi, en of algengt hér á landi til að maður fari að gera veður útaf því. En útgef- andinn hefði nú getað veitt lesand- anum þá lágmarkshjálp að setja efn- isyfirlit í bókina. Martröð hugmyndaleysisinsBækurSamtímagagnrýni Andri Snær Magnason, 266 bls., Mál og menning, 2006. Draumalandið. Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð. Jón Ólafsson Andri Snær Magnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.