Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ Í samningaviðræðunum umframtíð Kósóvó leggur MarttiAhtisaari, sem leiðir viðræð-urnar fyrir hönd SÞ, áhersluá að ræða fyrst „praktísk málefni“, eins og fjármál og sam- vinnu sveitarstjórna, áður en fram- tíðarstaða Kósóvó verður rædd. Það eru svo sem skiptar skoðanir um það hvort yfirleitt einhver málefni varðandi svæðisstjórnun Kósóvó séu óviðkomandi framtíðarstöðu héraðsins. En nálgun Ahtisaaris er skiljanleg í ljósi samskipta serb- neskra yfirvalda og heimastjórnar- innar í Kósóvó, því þessir tveir að- ilar eru á öndverðum meiði um framtíðarstöðu héraðsins. Hingað til hafa þeir ekki viljað mætast aug- liti til auglitis til að ræða þetta mál. Stálin tvö hafa verið svo stinn að hið svokallaða alþjóðasamfélag hef- ur forðast að horfast í augu við þessa grundvallarspurningu, enda erfitt að sjá fyrir friðsama lausn. Þau sjónarmið sem erfitt verður að sætta er krafa serbneskra yf- irvalda um að Kósóvó verði hluti af Serbíu, en endurheimti einskonar sjálfstjórn líkt og það hafði til árs- ins 1989. Þá var héraðið svipt sjálf- stjórn og serbnesk yfirvöld hófu ógnarstjórn gegn Kósóvó-Albönum sem leiddi til loftárása NATO á Serbíu. Kósóvó-Albanar taka þessar hugmyndir ekki í mál. – Þeir vilja fá sjálfstæði, punktur, basta. Ósætt- anlegar kröfur, segja sumir, á með- an aðrir færa rök fyrir því að jafn- vel þótt samningar næðust um framtíðarstöðu Kósóvó á pappír, væri enn langt í land með að raun- verulegar sættir og endanlegur friður kæmist á. Meira þurfi að koma til. Í nýjasta hefti vefritsins Peace, Conflict & Development Journal fjallar Hjörtur Bragi Sverrisson, mannréttindalögfræðingur og dokt- or í alþjóðasamskiptum, um hug- myndir sínar um að sett verði á laggirnar einhverskonar sannleiks- og sáttanefnd í Kósóvó. Hjörtur starfaði fyrir Öryggis- og sam- vinnustofnun Evrópu (ÖSE) í Kós- óvó á árunum 2001–2004, þar sem hann kannaði grundvöllinn fyrir því að slík nefnd yrði sett á laggirnar. Þreifingar hans hafa leitt margt áhugavert í ljós varðandi uppbygg- ingarstarfið í Kósóvó og tilraunir til að samþætta ólík sjónarmið. Sjón- armið, sem segja má að séu sprottin upp úr sundurleitum hugmynda- heimum þar sem menn virðast sam- mála um fátt; sjónarmið sem eru ekki endilega byggð á heilögum sannleika. Það eru nefnilega áhöld um það hver sannleikurinn raun- verulega sé. Í greininni, sem ber yf- irskriftina Truth and Reconciliation Commission in Kosovo: A Window of Opportunity? segir Hjörtur þörf- ina fyrir sannleiks- og sáttarnefnd aldrei hafa verið meiri, nú þegar leiða á til lykta samningaviðræður um framtíðarstöðu héraðsins fyrir lok árs. Á forsendum heimamanna Þegar Hjörtur kom til Kósóvó ár- ið 2001 sá hann að lítið hafði verið gert til að leiða sam- an aðila að átökunum og ræða sáttaumleit- anir; tilfinningu fyrir réttlætingu, hefnd, fyrirgefningu, refs- ingu og sátt. „Þegar ég fór að tala um þetta sá ég hins veg- ar fljótlega að ég var ekki einn um að vilja skoða þetta. Ég sá líka að þetta var mjög viðkvæmt mál, alls ekki hent- ugt til opinberrar umræðu.“ Hvað varðar framkvæmd á verk- efninu sagðist Hjörtur sjá fyrir sér að sannleiks- og sáttanefndin yrði hluti af stærra ferli sem nú þegar á sér stað í Kósóvó sem fæli í sér að störf hennar yrðu fléttuð inn í rétt- arhöld yfir grunuðum stríðsglæpa- mönnum, lýðræðisuppbyggingu og fleira. Hann sagði það lykilatriði að Kósóvóbúar (öll þjóðarbrot) stýri ferlinu sjálfir, setji nefndina á lagg- irnar og þrói aðferðafræðina, jafn- vel þótt verkefnið verði ekki „full- komið“ að mati alþjóðlegra stofnana. „Það eru ýmsir möguleikar til staðar þegar svona nefnd er sett á laggirnar. Ákveða þarf hvaða völd hún hefur, hvaða tímabil hún skoð- ar, hvort einhver skilyrt sakarupp- gjöf verði partur af henni og hvort hún geti nefnt nöfn, sem dæmi. Þetta er ekkert sem gerist á einni nóttu, þetta er margra ára vinna. En það er mikilvægt að Kósóvóbúar sjái nefndina sem sína eigin.“ Innan þessa ramma sagði Hjörtur stuðn- ing alþjóðasamfélagsins hins vegar nauðsynlegan. „Þetta yrði dýrt fyr- irtæki og krefst sérþekkingar, sem er ekki fyllilega til staðar í Kósóvó.“ Hvaða viðbrögð hefurðu fengið við hugmyndinni? „Þó að svona nefndir hafi verið stofnaðar víða, eru þær ekki það sem menn hugsa fyrst um þegar stríði er nýlokið. Hefndin stendur fólki miklu nær. Það vill líka sjá réttlætinu framgengt í gegnum dómskerfið, réttarhöld. Við rædd- um þessar hugmyndir við fólk í Kósóvó, Serbíu, Bosníu og víðar. Serbar settu til að mynda upp sína eigin nefnd á sínum tíma. Sú nefnd var hins vegar svæfð þegar formað- urinn fór að undirbúa viðræður um hlutverk Serba í Srebrenica, það var nokkuð sem þótti ekki tímabært að ræða í Belgrad.“ Hjörtur sagði við- líka hugmyndir hafa verið uppi meðal ým- issa leiðtoga í Kó- sóvó haustið 1999, en þá hafi einnig verið talið of snemmt að setja þær í fram- kvæmd. „En flestir sem ég talaði við voru jákvæðir, sumir mjög jákvæðir. Umræðan var ekki hvort, heldur hvernig. Sumir Kósóvó-Albanar sáu hins vegar slíka nefnd ekki fyrir sér fyrr en að sjálfstæði Kósóvó væri í augsýn. Einn vel þekktur andófs- maður sagði að eins og staðan væri, vildi hann ekki sættir, það yrði að halda hatrinu við, annars yrðu Kós- óvó-Albanar ekki tilbúnir til að berjast þegar alþjóðasamfélagið gæfi Kósóvó aftur í hendur Serba. Aðrir sögðust ekki telja sannleiks- og sáttanefnd ganga í Kósóvó vegna þess að hatrið væri einfaldlega of mikið. Ég gef ekki mikið fyrir slíkt, í fyrsta lagi held ég að hatrið sé ekki eins djúpstætt og margir halda. Þar fyrir utan er nefnd sem þessi ekki fyrir fólk sem elskar hvert annað, heldur fyrir fólk sem hatar hvert annað.“ Í greininni segir þú sannleiks- og sáttaferli vanta inn í umræður um „Ekki fyrir fólk sem elskar hvert annað“ Þrátt fyrir að tæp sjö ár séu liðin frá því að Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) tóku við yfir- stjórn Kósóvóhéraðs í suður- hluta Serbíu, blasir við að sáttaumleitanir milli stríð- andi fylkinga eru ennþá að miklu leyti í ólestri. Stefnt er að því að í ár verði samið um framtíðarstöðu Kósóvó, en fyrstu beinu viðræðurnar milli leiðtoga Serba og Kós- óvó-Albana hófust í Vínar- borg í febrúar sl. Hjörtur Bragi Sverrisson mannrétt- indalögfræðingur hefur fjallað um kosti þess að stofnuð verði sannleiks- og sáttarnefnd um málefni Kósóvó. Hrund Gunnsteins- dóttir ræddi við hann. Hjörtur Bragi Sverrisson, mannréttindalögfræðingur og doktor í alþjóðasamskiptum, hefur áhuga á að sett verði á laggirnar einhverskonar sannleiks- og sátta- nefnd í Kósóvó. Hjörtur starfaði fyrir Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) í Kósóvó á árunum 2001—2004. ’Það er mikil-vægt að Kós- óvóbúar sjái nefndina sem sína eigin.‘ Háskólinn í Reykjavík boðar til hádegisfundar með Halldóri Ásgrímssyni, forsætisráðherra, mánudaginn 27. mars. Í erindi sínu fjallar forsætisráðherra um þau skilyrði sem eru fyrir hendi hér á landi til að gera Ísland að álitlegum kosti sem alþjóðleg fjármálamiðstöð. Auk þess mun forsætisráðherra m.a. fjalla um: • tækifæri íslenskra fyrirtækja til vaxtar • hvernig hægt sé laða auknar fjárfestingar til landsins • vaxtarbrodda atvinnulífsins • samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs til að koma íslenskri fjármálaþjónustu á heimsmælikvarða Að loknu erindi forsætisráðherra verða opnar umræður og fyrirspurnir. Fundurinn verður haldinn í stofu 101 í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2 og stendur frá klukkan 12 til 13. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. OFANLEITI 2, 103 REYKJAVÍK • HÖFÐABAKKA 9, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 599 6200 www.ru.is HÁDEGISFUNDUR MEÐ HALLDÓRI ÁSGRÍMSSYNI, FORSÆTISRÁÐHERRA „Ísland sem alþjóðleg fjármálamiðstöð”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.