Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Í
slenski fjölskyldusirkusinn
var frumsýndur um sein-
ustu helgi. Þetta er
skemmtileg sýning, full af
krafti og leikgleði, og fær
áhorfandann til að hugleiða
alvarlega stöðu fjölskyld-
unnar í nútímanum. Á kaffihúsinu
með blaðamanni sitja Sigrún Sól
Ólafsdóttir leikstjóri sýningarinnar
ásamt Árna Grétari Jóhannssyni að-
stoðarleikstjóra og hinum ungu leik-
urum, Guðrúnu Töru Sveinsdóttir,
Freysteini Oddssyni og Elíasi Þórs-
syni.
Íslenski fjölskyldusirkusinn er
öðruvísi en margar framhaldsskóla-
sýningar, þetta er spunaverk, samið
frá grunni af krökkunum sjálfum,
ásamt því að tónlistin er frumsamin
af nemanda í skólanum og öll bún-
ingahönnun og sviðsmynd er líka í
þeirra höndum.
„Leikfélagsstjórnin var með það
að markmiði að setja upp ódýra
sýningu og færa hana meira inn í
skólann. Undanfarin ár hefur ekki
verið lögð mikil áhersla á leikritið
eða leikinn sjálfan heldur aðallega
flotta umgjörð í framhaldsskóla-
sýningum og við vildum gera ná-
kvæmlega öfugt við það. Sigrún Sól
er eina atvinnumanneskjan sem við
réðum og með henni fylgdu Árni og
ljósamaðurinn og það er eina að-
keypta vinnuaflið,“ segir Guðrún
spurð út í hugmyndina að þessari
sýningu.
Aðspurð hvort þeim finnist vanta
metnað í framhaldsskólasýningar
segir Guðrún að það vanti kannski
ekki metnað en hann sé oft á vitlaus-
um stað. Elías tekur undir það og
bætir við að frumleikann skorti oft.
„Það hefur líka snúist mikið um það
hjá MH að hafa sýningarnar eintóma
skemmtun og afþreyingu. Núna vild-
um við hafa þetta meira krefjandi og
það eru allir með útpældar persónur
sem komu út úr spuna á milli okkar
krakkanna og urðu til smátt og
smátt á ferlinum. Það var ekkert
handrit, þannig að hver og ein mann-
eskja er búin að skapa allt leikritið,“
segir Guðrún.
Ævintýri með alvöru
Leikritið hefst í sirkusnum þar
sem sirkusdýrin vilja frelsi til að lifa
venjulegu lífi og setja fram óskir um
að eignast fjölskyldu og vera ham-
ingjusöm. Til að þagga niður þessar
raddir um frelsi lofar sirkusstjórinn
þeim frelsi sem finna eina góða fjöl-
skyldu sem lifir frómu og góðu lífi og
lætur stjórnast af dyggðum fremur
en löstum. Út frá því er skyggnst inn
í líf nokkurra venjulegra íslenskra
fjölskyldna og kannað hvort hið góða
eða illi leiðir líf þeirra.
Sigrún Sól segir þau hafa lagt
upp með það frá upphafi að hafa
þetta spuna. „Hugmyndin var síð-
an samspil. Ákveðið var að vera
með ævintýrablæ yfir sýningunni
en um leið takast á við alvöru mál-
efni. Ég kom með umræðuna um
foreldraábyrgð, en við erum svo
gjörn á að kenna öðrum um þegar
upp koma vandamál hjá börnunum
okkar, og sú hugmynd kveikti í
þeim strax. Þá kom hugmyndin að
vinna með þessar andstæður, fjöl-
skylduna og sirkusinn. Svo í bland
við það velti ég stöðugt fram hug-
myndum um dyggðina, því ég vildi
hafa heimspekilega tengingu í
verkinu.“
Guðrún grípur þarna inn í og seg-
ir dyggð vera meðalveg á milli
tveggja lasta. „Hugrekki er t.d
dyggð en fífldirfska og hugleysi eru
neikvæðar andstæður,“ segir þessi
hugsandi unga kona. Sigrún Sól
segir þau alltaf hafa tekið eina
dyggð og einn löst og unnið út frá en
síðan hafi lestirnir margfaldast þeg-
ar farið var að vinna nánar með fjöl-
skylduhugmyndina, auk þess sem
þau hafi fengið innblástur úr Menon
eftir Plató og Ofviðrinu eftir Shake-
speare.
Sjálfstæð hugsun
Hópurinn fór saman út á land
eina helgi og þar lögðu þau línurn-
ar að verkinu. „Þá helgi byrjuðum
við leikstjórarnir að leggja okkar
inn í verkið og stýra því undir
niðri,“ segir Árni Grétar sem hefur
unnið nokkuð með Sigrúnu Sól í
gegnum tíðina. „Okkur krökkunum
fannst alveg magnað hvernig þau
stjórnuðu okkur, stundum fannst
okkur við vera úti á túni og efuð-
umst um að þetta yrði að leikriti.
En svo er frelsinu, sem þau gáfu
okkur, fyrir að þakka að leikritið
varð okkar,“ segir Guðrún. „Við
reyndum að stýra án þess að nokk-
ur yrði var við það og án þess að
leggja nokkrar sterkar línur. Við
vildum láta þau finna tilfinninguna
inni í sér og leika með hana. Á loka-
sprettinum á æfingatímabilinu
voru leikararnir ennþá að skapa
senur sem smullu inn í verkið.
Þetta er það sem við vildum, sjálf-
stæð vinnubrögð og að fólk hugsaði
fyrir sig sjálft,“ segir Árni Grétar
og krakkarnir segja í framhaldi að
þau hafi verið hvött til mikils sjálf-
stæðis. „Að vera þjálfuð í sjálf-
stæðri hugsun er reynsla sem við
metum mikils og eigum alltaf eftir
að búa að,“ segir Guðrún.
Sigrún Sól hefur unnið tvær stór-
ar framhaldsskólasýningar áður, og
önnur þeirra var líka spunasýning.
En hvað er það sem heillar hana við
spunann? „Leikhús er spuni, ef fólk
er ekki að spinna þegar það er að
vinna leikrit þá er leikhúsið dautt
fyrir mér. Ég leikstýri ekkert öðru-
vísi þó ég sé með skrifuð handrit því
ég vil ekki setja neitt í fyrirframgefið
form.“
Sigrún Sól segir það hafa verið
mjög gefandi, skemmtilegt og lær-
dómsríkt að vinna að þessu verki.
„Krakkarnir höfðu svo mikið að gefa
mér og mér finnst leikhúsvinna snú-
ast um það. Við vorum ekki að vinna
með mötun, ég var alltaf að henda
spurningum á loft og koma með
svörin eftir óljósum leiðum. Því
kraftur sköpunarinnar felst í óviss-
unni. Það var svo gaman þegar
krakkarnir komu okkur á óvart með
hugmyndum sínum“
Yfirborðskennt samfélag
Það er mikil ádeila á íslenskt fjöl-
skyldulíf í leikritinu og því er vert að
spyrja hvort þeim finnist íslenskar
fjölskyldur yfir höfuð brenglaðar?
„Þetta eru mjög ýkt dæmi sem við
tökum, en þegar við vorum að skapa
fjölskyldurnar reyndum við að taka
eitthvað sem við höfðum orðið vör
við í umræðunni,“ segir Freysteinn,
hin kinka kolli til samþykkis og
Elías segir fjölskyldusköpunina
mest vera gagnrýni á hið yfirborðs-
kennda sem ríkir í samfélaginu.
„Það eru svo margir að reyna að fela
vandamálin með því að vera í lagi
útávið,“ segir Elías sem leikur
heimilisföður af gamla skólanum,
sem vill ekki að dóttirin giftist út-
lendingi og að konan vinni utan
heimilisins.
Árni Grétar segir þetta líka vera
ádeilu á sjónvarpskynslóðina og
tölvuleikjabörnin. „Það er oft mikill
tvískinnungur í gangi í þjóðfélaginu
eins og ofurmamman sem er á fullu
allstaðar nema heima og með
stjórnina á öllu nema á fjölskyld-
unni, hún vanrækir fjölskylduna til
að bjarga einhverju fyrir næstu
kynslóðir í staðinn fyrir að varð-
veita og huga að eigin arfleifð. Ég
held að það geti allar fjölskyldur
tengt sig við að það er ekki það
sama í gangi útávið og inni á heim-
ilinu. Þó það sé ekki eins öfgakennt
og í dæmunum okkar þá geta allir
tengt við þetta.“
Margar fjölskyldusenurnar ger-
ast fyrir framan sjónvarpið og svo
virðist sem í hugum höfunda verks-
ins eigi fjölskyldur eingöngu sínar
stundir saman þar. „Það er sorg-
legt þegar foreldrar og börn geta
ekki átt stund saman nema fyrir
framan sjónvarp eða tölvu, og á
fjölskyldustundum er tekin vídeó-
spóla í staðinn fyrir að gera eitt-
hvað skapandi saman,“ segja
krakkarnir og augljóst er að eldri
kynslóðin þarf ekki að hafa áhyggj-
ur af framtíðinni ef þetta unga fólk
tekur við landinu.
Freysteinn segir þau vera að
skjóta vítt og breitt með þessu
verki, og klámkynslóðin fái líka sína
umfjöllun. Elías segir aðalhugs-
unina á bak við verkið vera að fá fólk
til að hugsa. „Fjölskyldurnar eiga
Kraftur
sköpunar
felst í
óvissunni
Íslenskur fjölskyldusirkus er kominn í bæinn. Það
eru nemendur við Menntaskólann í Hamrahlíð
sem færa okkur hann og ekki eingöngu til skemmt-
unar. Ingveldur Geirsdóttir dreif sig á sýningu,
hrópaði margsinnis húrra og gekk hugsandi út
ásamt nokkrum aðstandendum sýningarinnar sem
hún fékk með sér á kaffihús til að ræða sirkuslífið.
Morgunblaðið/Ómar
Sigrún Sól, Árni Grétar, Elías, Guðrún og Freysteinn koma öll að spunaverki MH, Íslenski fjölskyldusirkusinn.
Ljósmynd/Jón Svavarsson
Sirkusstjórinn stjórnar sínu fólki með harðri hendi og gerir þeim grein fyrir að
grasið er ekki grænna hinum megin.
Ýmiskonar fjölskylduleyndarmál
koma upp á yfirborðið.