Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ Åbäke er sænska og þýð-ir: eitthvað sem tengirá milli eða eitthvað semer fyrir.Åbäke er líka nafn á hönnunarhópi grafískra hönnuða sem hefur aðsetur í London. Åbäke skipa þau Patrick Lacey, Benjamin Reichen, Kajsa Stahl og Maki Su- zuki og samanlagt hafa þau yfir 25 ára reynslu í faginu. Þau stofnuðu hópinn í júlí árið 2000 eftir útskrift frá Royal College of Arts þar sem þau kynntust. Patrick kemur frá Bretlandi, Benjamín og Maki frá Frakklandi og Kajsa frá Svíþjóð. Til þess að gera öllum löndunum skil hafa þau aðsetur í London, eru með franskt netfang og heita sænsku nafni. Nafnið sem þau gáfu sér segir mikið um hvað þau álíta grafíska hönnun vera eða eiga að vera. Því þeim finnst grafísk hönnun snúast um að tengja á milli þess sem hefur eitthvað að segja og þess sem tek- ur á móti skilaboðunum. Að hjálpa fólki að koma skilaboðum sínum á framfæri. Åbäke hafa verið milliliður fyrir marga og ólíka viðskiptavini. Þau hafa unnið fyrir söngvara, hljóm- sveitir, listamenn, háskóla, arki- tekta, söfn, húsgagnahönnuði, fata- hönnuði, kvikmyndafyrirtæki, listastofnanir og tímarit. Mörg þekkt nöfn koma þar við sögu og má nefna Cardigans, Air, Daft Punk, Martin Margiela, Peter Jensen, Brighton University, Virg- in France, Royal College of Arts, Channel 4, GAS Shop Tokyo og Nigel Coates. Verk þeirra hafa hlotið verð- skuldaða athygli og eru fagmann- leg en í senn vinaleg. Að læra með vinnunni Sú ímynd sem Åbäke hefur skap- að sér er nýstárleg, óvenjuleg og þau eru opin fyrir því óþekkta og framandi. Hönnun þeirra er oft eins og hún sé handgerð og þau nota óreglulegar leturgerðir, ýmis flúr og krúsidúllur sem oft eru flokkaðar sem gervi barokk. Þau gera oft hluti sem hafa persónu- legar tilvísanir eins og útsaumuð merki af feðrum sínum sem þau gerðu fyrir sýningu á vegum GAS Shop í Tokyo. Hönnun þeirra virð- ist vera tilviljanakennd og óreglu- leg en hefur meiningu að baki, þó hana þurfi ekki að taka of alvar- lega. Þrátt fyrir að hafa unnið ýmis verkefni sem flokkast ekki endi- lega í daglegu tali sem grafísk hönnun vilja þau ekki kalla sig neitt annað en grafíska hönnuði. Þau hafa stjórnað námskeiðum og kennt í Royal College of Arts í Bretlandi og Fabrica á Ítalíu og einnig í Lausanne í Sviss. Mottóið þeirra er að læra meðan þau vinna og þau læra mikið þar sem verk- efnin þeirra eru ólík og fjölbreytt. Samstarf einkennir mjög þeirra vinnuaðferðir og verkefni. Þau vinna náið með viðskiptavinum sín- um og eftir stendur oft vinátta og verkefnið verður einskonar minn- isvarði um hvernig þessi vinátta hófst. Þar sem þau vita oftast minna í byrjun en viðskiptavinur- inn gefur það þeim frelsi til að tak- ast á við verkefnin með ferskum hætti. Samstarf er kjarninn í vinnuað- ferðum þeirra og í samstarfi við Simon Basar og Dominik Krem- erskothen gefa þau út tímaritið Sexymachinery. Tímaritið fjallar um arkitektúr og listir og er umræðugrundvöllur fyrir ýmis mál tengd þessu efni. Þau reka einnig fata- og plötuút- gáfu sem heitir Kitsuné ásamt Gil- das Loaec og Masaya Kuroki. Kits- uné gefur út tónlist sem þeim finnst skemmtileg eða áhugaverð og selur einnig föt sem þau hanna og Kitsuné stendur líka fyrir ýms- um uppákomum á sviði tónlistar. Ein ástæðan fyrir því að þau stofn- uðu Kitsuné var sú að þau vildu hanna plötuumslög sem er áhuga- vert fyrir flesta grafíska hönnuði, en þau vildu ekki þurfa að bíða eft- ir að verkefnin kæmu til þeirra heldur gera umslög fyrir tónlist- armenn sem þeim líkar. Mánaðarlegur veitingastaður Þetta er líka hugarfar sem ein- kennir Åbäke en það er að sækja sér verkefni sem þau hafa áhuga á að vinna og hafa samband við fólk sem þau hafa áhuga á að vinna með. Þannig höfðu þau samband við Maison Martin Margiela og sýndu áhuga á að vinna með tísku- húsinu. Eftir 6 mánaða bréfaskipti kallaði tískuhúsið þau til liðs við sig og vann Åbäke að útskýringum á kvenfatalínu Margiela, þar sem hver flík var gerð á þrjá ólíka vegu. Útkoman er falleg ljósmynda- sería með einföldum útskýringum sem sýnir mjög sjónrænt ólíka þætti hverrar flíkur. Núna vinna þau fyrir hverja línu útskýringar sem sýndar eru í verslunum Mai- son Martin Margiela. Samvinna Åbäke við tískuheim- inn er áframhaldandi en þau hafa Útskýringar á fatalínu fyrir Maison Martin Margiela. Hönnunarhópurinn Åbäke. Ísskápsseglamynstur, innsetning unnið fyrir GAS shop í Tókýó. Útsaumað merki af feðrum Åbäke-félaga. Á vit hins óþekkta og framandi Í hlutarins eðli | Hönnunarhópurinn Åbäke hefur skapað sér nýstárlega og óvenjulega ímynd og fjórmenningarnir sem hópinn skipa eru opnir fyrir því óþekkta og framandi. Hönnun þeirra virðist líka oft vera tilviljanakennd og óregluleg en hefur meiningu að baki, þó að hana þurfi ekki að taka of alvarlega. Lóa Auðunsdóttir fjallar um hönnunarhópinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.