Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 39 á skuldabréfum Glitnis í Bandaríkjunum. En það verður að segja Kaupþingi banka til hróss, að það stendur ekki á staðfestingu frá bank- anum ef spurt er um mál, sem eru efnislega rétt. Vonandi eru þessi sérkennilegu viðbrögð sem hér hefur verið lýst við fréttaflutningi Morgunblaðsins til marks um að bæði banka- kerfið og aðrir, sem gagnrýnt hafa fréttir blaðsins séu að fóta sig í nýrri veröld. Fréttir af þessu tagi þykja sjálfsagðar í öðrum löndum og enginn, sem gerir athugasemdir við að þær komi fram. Þekking eða vanþekking Hitt er svo annað mál, að hinir erlendu greiningaraðilar eru ekki fullkomnir og umfjöllun þeirra er ekki hafin yfir gagnrýni. Íslenzku bankarnir og raunar íslenzk stjórn- völd eru byrjuð að berja frá sér með því m.a. að sýna fram á alvarlegar vitleysur í umræddum álitsgerðum. Harðasta gagnrýnin hefur beinzt að álitsgerð Danske Bank. Það er auðvitað sjálfsagt fyrir íslenzku bank- ana að svara fullum hálsi, þegar þeir telja, að rangt sé farið með. Og það er áreiðanlega rétt að þeir þurfa að stórauka upplýsingamiðlun til þeirra aðila, sem málið skipta. Það er líka ástæða til að taka undir þau sjónarmið að ekki sé endilega allt með felldu í sumum tilvikum. Að því var vikið hér á þessum vettvangi fyrir skömmu, að í sumum tilvikum gætu erlendir aðilar verið í þeirri stöðu að ná saman miklum hagnaði með því að koma íslenzku bönkunum á kné. Sterkar vísbendingar eru um, að það eigi t.d. við um norska olíusjóðinn, sem er sjóður sem Norðmenn safna í til erfiðari ára. Það er óneitanlega athyglisvert að hann skuli hafa orðið einna fyrstur til að reka rýtinginn í bakið á Íslendingum og sýnir að enginn er annars bróðir í leik. Í þessum umræðum hefur komið fram það sjónarmið, að Morgunblaðið – og þess vegna aðrir fjölmiðlar – eigi að kanna fyrst hvort er- lendu greiningadeildirnar fari rétt með stað- reyndir áður en sagt er frá álitsgerðum þeirra. Er þetta nú ekki til full mikils mælzt? Sumar þessara álitsgerða koma frá heims- þekktum fjármálafyrirtækjum, Merril Lynch, J.P. Morgan o.sv.frv. Er það raunhæf krafa að íslenzkur fjölmiðill fari ofan í saumana á hverri staðhæfingu áður en sagt er frá því, sem haldið er fram af heimsþekktum fjármálafyrirtækj- um? Tæpast. Hins vegar er það eðlileg krafa til bankanna sjálfra, sem gagnrýnin og athuga- semdirnar beinast að, að þeir geri athugasemd- ir um það, sem að þeim snýr. Krafan um að fjölmiðlar kanni fyrst hvort einhver viðmælandi þeirra fari með rétt mál áður en orð hans eru birt hefur farið vaxandi. Hún kom fyrst fram að ráði gagnvart Morg- unblaðinu, þegar Steingrímur Hermannsson var forsætisráðherra. Sumum viðmælendum blaðsins fannst hann á þeim tíma fara frjáls- lega með staðreyndir og spurðu hvernig Morg- unblaðið gæti verið þekkt fyrir að birta svona vitleysu. Svarið var að sjálfsögðu, að þáverandi forsætisráðherra væri ábyrgur orða sinna og hlyti að standa við þau sjálfur, ekki væri hægt að krefjast ritskoðunar af hálfu Morgunblaðs- ins á því, sem Steingrímur væri að segja. Hið sama á við um þekkta erlenda banka. Þeir hljóta að vera ábyrgir orða sinna og standa þá fyrir því sjálfir ef þeir eru staðnir að því að fara rangt með. Skin og skúrir Það skiptist á skin og skúrir í lífi allra manna og allra þjóða. Íslendingar geta ekki búizt við því, að þær æv- intýralegu hækkanir, sem við höfum búið við á hlutabréfamarkaði undanfarin ár haldi áfram til eilífðarnóns. Það er fáránlegt að láta sér detta það í hug. Hitt er umhugsunarvert að flest af því fólki, sem nú er í forystu fyrir fjármálafyrirtækj- unum á Íslandi er kornungt og hefur ekki kynnzt alvarlegri kreppu af eigin raun. Raunar engu öðru en velgengni. Þau hörðu viðbrögð, sem orðið hafa við sjálf- sögðum fréttaflutningi Morgunblaðsins á und- anförnum dögum og vikum og sem á köflum hafa nánast einkennzt af móðursýki, vekja upp spurningar um, hvernig þessi nýja kynslóð tek- ur alvarlegu mótlæti ef til þess kemur. Það er ekki komið að því. Það hefur ekkert gerzt í efnahagslífi okkar Íslendinga, sem gefur tilefni til þess. Það hefur ekkert gerzt enn sem komið er á erlendum fjármálamörkuðum, sem gefur tilefni til þess. Við ráðum við margt sem að okkur snýr en við ráðum ekki við þróunina í hinum alþjóðlega fjármálaheimi. Mesta hættan, sem að okkur steðjar er óvænt þróun út í heimi. Ef aðgengi að fjár- magni takmarkast mjög. Ef vextir hækka mik- ið. Ef sviptingar verða á gengi erlendra gjald- miðla, sem skipta okkur máli. Ef olíuverð rýkur upp úr öllu valdi o.sv.frv. Ef nýr Georg Soros kemur fram á sjónarsviðið og ákveður að seilast ofan í vasa íslenzks almennings eins og hann gerði á sínum tíma gagnvart Bretum og kannski öðrum líka. Engin íslenzk ríkisstjórn ræður við slíka þróun. Íslenzka bankakerfið ekki heldur. Einn af viðmælendum Morgunblaðsins sagði fyrir nokkrum dögum: ætlið þið að bera ábyrgð á því, að unga fólkið gangi út úr íbúðunum sín- um, sem það hefur eignazt á undanförnum ár- um og missi þær? Svarið var: það hefur gerzt áður án þess að Morgunblaðið ætti nokkurn hlut að máli. Það gerðist 1967–1969. Það gerðist upp úr miðjum níunda áratugnum. Það gerðist snemma á tí- unda áratugnum. Og það getur gerzt aftur. Sagt er að hver kynslóð verði að læra af eigin raun og þýði lítið að veifa framan í þær lífs- reynslu þeirra, sem á undan hafa gengið. Og kannski er það svo nú. Umræðurnar um stöðu íslenzku bankanna í útlöndum eru ekki fjár- málakreppa. Þær eru hins vegar viðvörunar- merki. Og það ánægjulega er að bankarnir hafa tekið þessar umræður sem slíkar og hafa þegar hafizt handa við að lagfæra það, sem mestar at- hugasemdir eru gerðar við. Morgunblaið/RAX Þótt starfsmenn Morgunblaðsins telji sig vera að gefa út gott dagblað líta þeir þó ekki það stórum augum á blað sitt að það geti með fréttaflutningi lækkað gengi krón- unnar og verð á hlutabréfum. Hér er augljóslega verið að hengja bakara fyrir smið eins og algengt er. Laugardagur 25. mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.