Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 71 sagan í raun meira grípandi þegar ástin milli Tristans og Ísoldar er ekki komin til vegna töfradrykkjar. Það eru miklu meiri galdrar í því hvernig þau laðast hvort að öðru af sjálfsdáðum.“ Vandræðahnéð Kevin segir þetta og margt annað hafa orðið til þess að handritið er raunsærra í framvindu en margar frumútgáfur sögunnar: „Það eru svo margar fantasíukvikmyndir í gangi um þessar mundir, og kannski Hringadróttinssaga mest áberandi af þeim. Þetta eru frábærar sögur, en ég held að þegar vissu marki er náð hætti fólk að trúa því sem gerist á skjánum: Fantasían er svo mikil og af svo allt öðrum heimi, að áhorfand- inn finnur ekki jafnsterkt fyrir spenningi og tilfinningum söguper- sónanna, því þær verða minna raun- verulegar. Þess vegna vildum við láta söguna standa fastari fótum í raunveruleikanum.“ Og afraksturinn er alveg hreint ágæt kvikmynd og áhugaverð frá- sögn af ástartragedíunni sígildu. Handbragð Kevins Reynolds er líka áberandi, og þeir sem kunnu að meta fyrri myndir hans, eins og Robin Hood: Prince of Thieves og Waterworld ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum. James Franco, sem fer með hlutverk Tristans, og hefur hingað til verið mest til hliðar í þeim kvikmyndum sem hann hefur leikið í hingað til, stígur fram í aðahlutverki sem nýjasti hjartaknúsari Holly- wood. En þó James fari í myndinni létt með að snara niður heilu herskarana af berserkjum reyndist leikarinn þó hafa einn akkilesarhæl, eða kannski öllu heldur akkilesarhné, sem reynd- ist mikil hindrun við gerð myndar- innar: „Það er alltaf erfitt að gera kvikmynd, en ég held að þetta sé sú allra erfiðasta sem ég hef gert til þessa. Það tók tvö ár að gera mynd- ina vegna allskonar vandræða, en þó mest vegna þess hve oft aðalleikar- anum tókst að slasa sig. Í hvert skipti þurfum við að hætta tökum og síðan safna saman tökuliðinu á ný, og fljúga á tökustað, hvort sem það var á Írlandi eða í Tékklandi, og byrja aftur þegar hann hafði náð sér, en honum tókst að brjóta á sér hnéð í þrígang. Það var samt ekki í þeim atriðum sem maður hefði helst vænst að hann slasaði sig. Í fyrsta skiptið tók hann bara skref afturábak, og hnéð gaf sig.“ Víkingamynd á teikniborðinu? Eftir mánaðar sjúkralegu hófust tökur á ný, og aftur endurtók sama sagan sig, og eftir aðgerð á hné og nokkurra mánaða hvíld hófust tökur enn aftur, og James slasaði sig enn einu sinni, og það á fyrsta tökudegi. „Það má segja að hafi ekki verið mikil heppni með okkur í framleiðsl- unni. En okkur tókst að endurskipu- leggja tökuferlið á hverjum tíma og gera það sem við gátum. Hlutirnir urðu jafnvel svo flóknir að við íhug- uðum um tíma að fá staðgengil til að leika hlutverk hans og nota síðan tölvutækni til að klippa rétt andlit inn á filmuna, en afréðum frekar að bíða, og reyna bara aftur. Eins og gefur að skilja var síðan heilmikið púsluspil að setja myndina saman.“ Kevin er með ýmis verkefni á prjónunum um þessar mundir, en er ekki búinn að gera upp við sig hvað kemur næst. „Ég segist alltaf vera hættur að gera myndir sem gerast til forna og að ég vil endilega fá að gera nútímamynd næst, en satt best að segja dauðlangar mig að gera vík- ingamynd og taka hana, í það minnsta, að hluta til upp hér á landi.“ Kevin segist vera að melta hug- mynd að efnistökum myndarinnar og tekur undir að langt er síðan að síðast var gerð almennileg mynd um víkinga: „Ég veit ekki hvað veldur. Hitt er víst að það gengur í hringi, hvað fólk vill sjá í bíói, og ég held að áhorfendur séu að þreytast á sögu- legum kvikmyndum, svo kannski að hugmyndin fái að gerjast örlítið lengur. En ég hefði aldeilis gaman af að gera víkingamynd, og ef ekki það þá myndi ég eiginlega vilja gera hvað sem er hérna á Íslandi, þetta er svo einstakur staður.“ asgeiri@mbl.is Nánast óþekkjan- legur: Kevin fékk góðvin sinn Jón Ólafsson til að leika lítið hlutverk í myndinni, og mega les- endur reyna að sjá hvort þeir þekki Jón á þess- ari mynd. Ást án elixíra: James Franco og Sophia Myles í hlutverkum sínum sem Tristan og Ísold. Upplifðu magnaðan söngleikinn! Stútfull af stórkostlegri tónlist! eee L.I.B. - Topp5.is 18 krakkar. Foreldrarnir. Það getur allt farið úrskeiðis. eee S.V. Mbl. 400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu G.E. NFS e e e Ó.H.T Rás 2 2 fyrir 1 fyrir viðskiptavini Gullvild Glitnis kl. 2, 4 og 6 kl. 10 - Allra síðustu sýn. ALLIR EIGA SÉR LEYNDAR- MÁL Rolling Stone Magazine eeee Roger Ebert Empire Magazine ee e Topp5.is eeee GOYA VERÐLAUNIN Besta Evrópska myndin Sýnd kl. 8 Sími - 551 9000 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.15 VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG 200 kr. afsláttur fyrir XY félagawww.xy.is Mamma allra grínmynda er mætt aftur í bíó! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 b.i. 14 ára MATCH POINT -bara lúxus Klassísk og spennandi ástarsaga um forboðið samband ungra elskenda, sem blandast inn í stríð og valdabaráttu kónga og riddara. 400 KR. Í BÍÓ GILDIR Á ALLAR SÝNINGAR MERKTAR MEÐ RAUÐU Sýnd kl. 2 The Producers kl. 8 og 10.45 Big Momma´s House 2 kl. 3 og 5.50 Rent kl. 5.20 B.i. 14 ára Capote kl. 8 B.i. 16 ára Constant Gardener kl. 5.30 B.i. 16 ára Brokeback Mountain kl. 2.40 og 10 Walk the Line kl. 3 og 10.20 Hinsegin bíódagar Bangsalingur kl. 4 Í Gini Rokksins kl. 6 Transamerica kl. 8 eee S.K. - Dv eee Kvikmyndir.com eee Topp5.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.