Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. frá aðra leið Reykjavík Oslo frá aðra leið Reykjavík Stavanger Kr. 9.500 Kr. 8.000 www.flysas.is Aðrir áfangastaðir í Noregi einnig á frábæru verði! Skattar og flugvallargjöld innifalin. Flug hefst 27. mars. Sími fjarsölu: 588 3600. Tími til kominn! ÞÓ SVO að frostið geti verið leiðigjarnt á tímum, geta margar birtingarmyndir þess verið stórfenglegar eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var við Skógafoss. Auk þess sem snjó hafði lagt yfir landið að undanförnu hafði úðinn af fossinum frosið á plöntum og steinum. Búast má við að frostið herji á landsmenn næstu daga en fari heldur minnkandi. Vænta má að jákvæðar tölur fari að láta kræla á sér í veðurkortum um miðja næstu viku því samkvæmt upplýsingum Veðurstof- unnar er von á að fari að hlýna á ný. Morgunblaðið/RAX Í froststillu við Skógafoss KAUPENDUR skuldabréfa ís- lensku bankanna í Bandaríkjunum hafa ákveðið að framlengja ekki samninga að andvirði samtals rúm- lega 1,5 milljarða Bandaríkjadala, sem samsvarar um 115,7 milljörðum króna á gengi gærdagsins. Kaupendur skuldabréfa Glitnis ákváðu að endurnýja ekki samninga að andvirði 775 milljóna dala, sem samsvarar 56,9 milljörðum króna, segir Ingvar H. Ragnarsson, for- stöðumaður alþjóðlegrar fjármögn- unar hjá Glitni. Þetta eru rúmlega þrír fjórðu hlutar þess konar skulda- bréfa hjá Glitni, sem eru alls um 1 milljarður Bandaríkjadala. Fram kom í Lundúnablaðinu Tim- es í gær að sambærilegar tölur hjá Landsbanka Íslands séu um 200 milljónir dala, og fram hefur komið að hjá KB banka var um að ræða 600 milljóna dala. Samtals var því ákveð- ið að endurnýja ekki samninga við ís- lensku bankana þrjá að andvirði 1.572 milljóna Bandaríkjadala. Ingvar H. Ragnarsson hjá Glitni segir þetta alls ekki koma á óvart. „Það hafa verið svo miklar sveiflur á markaði að þegar þeir gera upp sjóð- ina sína miðað við markaðsvirði þessara bréfa, hefur verið neikvæð ávöxtun á þessum bréfum í söfnun- um þeirra. Þess vegna áttum við ekki von á að þeir [bandarískir kaupend- ur] myndu framlengja,“ segir Ingv- ar. „Þetta breytir ekki neinu um end- urfjármögnun næsta árs. Í öllum okkar áætlunum erum við alltaf með þetta til 13 mánaða í senn og þetta því inni í öllum áætlunum um endur- fjármögnun næsta árs,“ segir Ingv- ar. Hann segir af því leiða að þetta verði ekki til að auka endurfjár- mögnun hjá Glitni, og því rangt sem fram komi í undirfyrirsögn á forsíðu Morgunblaðsins á föstudag að þetta auki endurfjármögnunarþörf ís- lensku bankanna verulega á næsta ári. „Skuldabréfin eru á gjalddaga á næsta ári, eru inni í öllum tölum um endurfjármögnunarþörf, eða þær upphæðir sem þarf að borga til baka á næsta ári. Þessi skuldabréf þarf að borga á gjalddaga eins og önnur skuldabréf, og þess vegna ekki ástæða til að líta þau öðrum augum en önnur skuldabréf,“ segir Ingvar. Ákveðið að framlengja ekki samninga íslenskra banka að andvirði 116 milljarða kr. Ekki framlengt að andvirði 56,9 milljarða kr. hjá Glitni Gert er ráð fyrir uppsögn í öllum áætlunum um endurfjármögnun LEIKSTJÓRINN Kevin Reynolds er staddur hér á landi til að kynna nýjustu kvikmynd sína, stórmynd- ina Tristan og Ísold. Kevin hefur margoft komið hingað til lands og segist í viðtali við Ásgeir Ingv- arsson vera kol- fallinn fyrir landi og þjóð og vera að gæla við þá hugmynd að gera víkingamynd, og taka hana þá upp að hluta á Ís- landi. | 70–71 Dauðlangar að gera víkinga- mynd á Íslandi Kevin Reynolds LEITAÐ verður að lausnum innan heilbrigðisráðuneytisins á þeim vanda sem blasir við Tryggingastofnun ríkisins (TR), en ekki er ljóst hvort hægt verður að veita meira fé til stofnunarinnar fyrr en við gerð fjárlaga fyrir árið 2007, segir Siv Friðleifsdóttir, heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra. Umboðsmaður Alþingis vakti athygli ráð- herra á löngum afgreiðslutíma hjá TR og að ekki hafi fengist fé til að ráða nægt starfsfólk til að afgreiða verkefni stofnunarinnar á skikk- anlegum tíma. Forstjóri TR sagði í Morgun- blaðinu í gær að það verkefni að sjá um end- urútreikning bóta hafi sett stofnunina á hliðina. „Það er alveg ljóst að þetta er staða sem er afar óheppileg og við munum skoða það með Tryggingastofnun hvernig er hægt að bæta úr þessu,“ segir Siv Friðleifsdóttir. Hún segir að TR hafi verið styrkt á undanförnum árum og þrír viðbótarstarfsmenn ráðnir vegna lífeyris- trygginga nýlega. Þarf líklega að fjölga starfsmönnum „Starfsmönnum hefur verið fjölgað, en það þarf líklega að fjölga þeim enn meira, ég tek undir það. Við munum skoða hvernig við getum styrkt Tryggingastofnun til þess að takast á við þetta verkefni,“ segir Siv. Hún sagði ljóst að or- sök vandans sé þær breytingar sem voru gerðar á lögum um almannatryggingar árið 2003. Þá hafi verið ákveðið að reyna að greiða út bætur á sem réttlátastan hátt, þannig að bætur séu hvorki vangreiddar né ofgreiddar, m.a. með því að nýta upplýsingar frá skattayfirvöldum. Siv bendir á að á árinu 2004 hafi um 700–800 milljónir króna verið vangreiddar, en 1.800 milljónir ofgreiddar. Vangreiddar bætur hafi verið greiddar út, en það sem ofgreitt hafi verið þurfi að innheimta. Þar sé þeim einstaklingum sem gerð sé krafa á gefinn kostur á að andmæla og aukið álag á TR skýrist að miklu leyti af þessum andmælum og úrvinnslu á þeim. Innheimtur á ofgreiddum bótum eru eðli málsins samkvæmt viðkvæmar. „Við erum núna að skoða í heilbrigðisráðuneytinu með hvaða hætti sé hægt að innheimta þessar ofgreiddu bætur,“ segir Siv. „Það hljóta allir að átta sig á því að það verður að greiða út réttlátar bætur til þeirra sem eiga rétt á þeim, og ekki til ann- arra.“ Leitað verði lausna á vanda TR Siv Friðleifsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.