Morgunblaðið - 30.03.2006, Side 4

Morgunblaðið - 30.03.2006, Side 4
„VIÐ viljum fá sömu laun fyrir sömu vinnu, svo einfalt er það,“ segir Rannveig Gunnlaugsdóttir, starfsmaður á hjúkrunardeild á Hrafnistu í Reykjavík, þegar Morgunblaðið ræddi við hana og Álfheiði Bjarnadóttur, samstarfskonu hennar, um sólarhringslangt setuverkfall sem þær og aðr- ir ófaglærðir starfsmenn nokkurra hjúkr- unarheimila gripu til í gær. Aðgerðin náði til um 900 starfsmanna á Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði, Vífilsstöðum og Víðinesi og til starfs- fólks á hjúkrunarheimilunum Grund, Ási í Hvera- gerði, Sunnuhlíð og Skógarbæ. Rúmum 30 þús- und krónum munar á byrjunarlaunum hjá þessum starfsmönnum, sem eru félagar í Eflingu og starfsmönnum Reykjavíkurborgar. Samkvæmt kjarasamningum fær ófaglært starfsfólk á þeim vinnustöðum sem gripu til aðgerða um 104 þús- und krónur í byrjunarlaun, en hjá Reykjavík- urborg fær það tæplega 135 þúsund krónur. Þær Rannveig og Álfheiður benda á að þær hafi mun lægri laun en fólk sem vinnur sambærileg störf hjá Reykjavíkurborg og það gangi ekki. Þau laun sem þær fái fyrir sín störf þurfi að vera nægilega há til þess að hægt sé að lifa af þeim, miðað við átta tíma langan vinnudag. „Við viljum ekki þurfa að vinna aukavaktir um helgar, á kvöldin og á nóttunni,“ segir Rannveig. Álfheiður segir að geysilegt álag hafi verið á starfsfólkið undanfarið vegna þess að undirmannað sé á deild- um, en starfsfólkið fái ekkert greitt aukalega þrátt fyrir þetta. Slíkar greiðslur hafi fengist um tíma, en hafi verið aflagðar. „Þegar við erum tvær og þrjár á ganginum og eigum að vera sjö hlýtur það að bitna á heimilisfólkinu,“ segir Rannveig. Í vetur hafi verið allt niður í tveir starfsmenn á deildum sem sjö til átta manns eigi að starfa á og algengt sé að fólk þurfi að vinna 12–16 tíma vakt- ir. „Við höfum séð á eftir fullt af góðu fólki því launin eru svo lág,“ bætir hún við. Rannveig og Álfheiður sögðu aðgerðirnar í gær meðal annars hafa haft þau áhrif að heimilismenn á vinnustað þeirra, Hrafnistu, sem ekki geta klætt sig sjálfir, hafi ekki komist fram úr rúmum, en fólkið sem lagði niður störf í gær vinnur ýmist við umönnun, í eldhúsi, borðsal og þvottahúsi. Aðspurðar hvort þær bindi vonir við að aðgerð- irnar skili árangri, segja þær svo vera. Þær vonist til þess að fá sömu kjarabætur og fólk sem starfar hjá Reykjavíkurborg hefur fengið. Höfum fullan skilning á aðgerðunum „Við höfum fullan skilning á þessu,“ segir Sveinn H. Skúlason, forstjóri Hrafnistu, um að- gerðir starfsfólksins í gær. Undirmannað hafi verið á heimilum Hrafnistu og ekki hjálpi til að sveitarfélögin bjóði hærri laun. „Burðarásar í störfum eru að hverfa frá okkur og fara til sveit- arfélaganna eða út á frjálsa markaðinn,“ segir hann. Starfsmenn til margra ára segi upp um þessar mundir. Sveinn segir að takist ekki að manna í lausar stöður þýði það að fækka verði innlögnum fólks á Hrafnistu. Ekki hafi verið tekið inn fólk í öll laus pláss í vetur. Sveinn sagði að ekki hefði verið neyðarástand á Hrafn- istu í gær þrátt fyrir að ófaglærðir starfsmenn hefðu lagt niður störf. Öllum grunnþörfum heim- ilisfólks hefði verið sinnt, fólk hefði fengið að borða og verið hjálpað á snyrtingu. Ekki hefðu þó allir fengið aðstoð við að klæða sig og við ýmislegt annað sem margir þurfa hjálp við. Starfsfólkið á að vera ánægt Hjónin Herbert Guðbrandsson og Málfríður Einarsdóttir hafa búið á Hrafnistu í Reykjavík frá árinu 2002. Þegar blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við þau um hádegisbilið í gær kváðust þau lítið hafa fundið fyrir aðgerðum starfs- fólksins, enda væru þau sjálfbjarga um margt. Spurður um álit sitt á aðgerð- unum svaraði Herbert því til að hann teldi að þær ættu nokkurn rétt á sér. Hann teldi mikilvægt að starfsfólkið væri ánægt með sín kjör því það sinnti nauðsynlegum störfum fyrir heimilisfólk. Guðrún Stefánsdóttir, hefur búið á Hrafnistu í sjö ár. Hún sagði við blaðamann í gær að hún hefði sjálf ekki fundið fyrir aðgerðum starfsfólks- ins. „Þetta hefur ekki komið við mig því ég er það hress, en það hefur bitnað á fólki sem ekki er jafn- hresst,“ segir Guðrún. „Ég styð starfsfólkið af öllum mætti,“ bætir hún við. Það sé óréttlátt að starfsfólk Hrafnistu hafi mun lægri mánaðarlaun en það sem vinnur hjá borginni. „Sömu laun fyrir sömu vinnu“ Álfheiður Bjarnadóttir og Rannveig Gunnlaugs- dóttir vinna á hjúkrunardeild á Hrafnistu. Morgunblaðið/Eyþór Hjónin Málfríður Einarsdóttir og Herbert Guð- brandsson eru íbúar á Hrafnistu í Reykjavík. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is Sveinn H. Skúlason Guðrún Stefánsdóttir 4 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.urvalutsyn.is Fararstjórar: Þóra Valsteinsdóttir, Sigmundur Andrésson og Ragnheiður Gyða Jónsdóttir 99.440 kr. í tvíbýli á hótel le Meridien. *Innifalið: Beint leiguflug, flugvallarskattar, gisting með morgunverði í 10 nætur, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Örfá sætilaus vegna forfallaBókaðu strax! Fáðu ferðatilh ögun og nána ri upplýsingar hjá Úrval-Úts ýn, Lágmúla 4 , sími 585 40 00 Verð: * Ferð til Egyptalands er ógleymanlegt ævintýri þar sem þú upplifir stórkostlegar fornminjar í töfrandi umhverfi og nýtur alls þess besta í gistingu og veitingum. HARPA Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjaramála hjá Eflingu – stétt- arfélagi, segir félagið hafa gert kjarasamning við ríkið ár- ið 2004 en samningurinn gildi til ársins 2008. Í 11. grein kjarasamningsins sé kveðið á um stofnanasamning en í hon- um sé farið í innröðun starfa í launatöflu, starfslýsingar og fleira hjá hverri stofnun fyrir sig. „Í stofnanasamningnum er kveðið á um það að ef að- stæður breytast væri hægt að taka þetta ákvæði upp aftur,“ segir hún. „Við höfum bæði leitað ítrekað til heilbrigð- isráðuneytisins og fjár- málaráðuneytisins, en alltaf fengið neikvæð svör,“ segir Harpa. Hafi viðbrögðin verið á þá lund að ekki væru til pen- ingar til þess að endurskoða samningana. Harpa segir að Efling hafi haft samband við ráðuneytin vegna kjaramála félagsmanna sinna strax í fyrravor. Þá hafi félagið skynjað óánægju hjá þeim með kaup og kjör, enda þensla í þjóðfélaginu. „IMG Gallup vann könnun fyrir okk- ur í fyrravor en þar var farið yfir launaþáttinn, orlofsmál og fleira. Þá voru félagsmenn spurðir hvort þeir væru sáttir við launin,“ segir Harpa. Hún segir að könnunin hafi leitt í ljós að 74% þess hóps sem sinnti umönnunarstörfum voru ósátt við laun sín, en í heildina reyndust 44% félagsmanna í Eflingu ósátt við kjör sín. Harpa segir að Efling muni áfram knýja á um að laun fé- lagsmanna verði hækkuð. Fé- lagið skilji að félagsmenn grípi til aðgerða líkt og gerðist á hjúkrunarheimilum í gær. Komi ekki til launahækkana blasi uppsagnir við. Neikvæð viðbrögð ERLENDIR svikahrappar herja í síauknum mæli á hér- lend ferðaþjónustufyrirtæki. Þeir reyna að hafa út úr fyr- irtækjunum fé með því að panta þjónustu, greiða með er- lendum ávísunum, og fara svo fram á endurgreiðslu áður en í ljós kemur að ávísunin er fölsuð. Högni Einarsson, lögreglufulltrúi á efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, segir að svo virðist sem þrjótarnir leiti að ferðaþjónustufyrirtækjum á netinu, því þeir herji langmest á þau fyrirtæki og einstaklinga sem kynna starf- semi sína þar. Ekkert bendi til þess að íslenskir aðilar séu í samvinnu við svikahrappana. Hann segir að á annan tug einstaklinga hafi sett sig í samband við Ríkislögreglustjóra og sagst hafa orðið fyrir tjóni vegna svindls af þessu tagi, og sé um tugi- eða hundr- uð þúsunda króna tjón að ræða í hvert skipti. Aðferðin sem svikahrapparnir beita er yfirleitt svipuð. Þeir hafa samband í gegnum tölvupóst eða síma, og panta þjónustu, t.d. gistingu fyrir hóp, leigu á svæði í laxveiðiá eða jeppaferð. Þegar samið hefur verið um verð er send ávísun. Högni segir að um þrjár vikur geti tekið að skipta erlendum ávísunum, og á þeim tíma hafi svo svikahrapp- arnir samband og segja babb komið í bátinn, og biðja um endurgreiðslu að hluta, eða öllu leyti. Einnig er þekkt að send sé ávísun fyrir hærri upphæð en gert var ráð fyrir, og viðtakandi beðinn um að senda mismuninn á ákveðinn bankareikning. Í örfáum tilvikum sé svo gefið upp stolið kortanúmer í stað þess að senda ávísun. Högni brýnir fyrir fólki sem tekur við greiðslu með er- lendum ávísunum að endurgreiða ekkert þar til búið sé að fá banka til að kanna hvort um ófalsaða ávísun sé að ræða, og hvort innistæða sé fyrir henni. „Það þarf að segja við viðskiptavinina að hér gildi þær reglur að svona ávísunum sé ekki skipt fyrr en búið sé að ganga úr skugga um að þær séu í lagi og það sé innistæða fyrir þeim. Ekkert verði end- urgreitt fyrr en fyrir liggur hvort ávísunin sé í lagi.“ Í öllum tilvikum sem komið hafa á borð Ríkislögreglu- stjóra var um falsaðar ávísanir að ræða, segir Högni. Hann segir svikahrappana ganga mjög hart eftir því að fá pen- ingana út úr fórnarlömbum sínum, þeir komi gjarnan með nýjar sögur og greiði jafnvel meira með annarri ávísun til þess að reyna að fá einhverja fyrirgreiðslu. Senda falsaðar ávísanir og fá endurgreiðslu Erlendir svikahrappar herja á íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Erlendir ferðamenn skoða landakort.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.