Morgunblaðið - 30.03.2006, Side 8

Morgunblaðið - 30.03.2006, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þetta er ekkert mál, strákar, Við kaupum bara pleisið. Matvælaeftirlit fell-ur undir tvöstjórnsýslustig, ríki og sveitarfélög. Þrjú ráðuneyti og stofnanir þeirra hafa með matvæla- eftirlit að gera auk sveit- arstjórna og heilbrigðis- nefnda þeirra. Þetta fyrirkomulag hefur oft í för með sér ósamræmi í verklagi og eftirlitsaðferð- um, ómarkvissa verka- skiptingu, óljósa ábyrgð og flókna stjórnsýslu.“ Þetta er niðurstaða stjórnskipaðrar nefndar sem árið 2001 skilaði skýrslu um framtíðarskipan opinbers mat- vælaeftirlits. Nefndin taldi að þetta skipulag hefði í för með sér að íslensk stjórnvöld ættu í erfið- leikum með að uppfylla kröfur í al- þjóðasamningum, svo sem samn- ingnum um Evrópska efnahags- svæðið og samningnum um Alþjóðaviðskiptastofnunina. Matvælaeftirlit hér á landi heyrir undir þrjú ráðuneyti, land- búnaðarráðuneyti, sjávarútvegs- ráðuneyti og umhverfisráðuneyti. Þrettán sjálfstæðar stofnanir sinna matvælaeftirliti, en þær eru Hollustuvernd, Fiskistofa, Land- búnaðarstofnun og á vegum sveit- arfélaganna sinna tíu heilbrigðis- nefndir eftirliti með matvælum. (Landbúnaðarstofnun er ný stofn- un, en áður var matvælaeftirliti á vegum landbúnaðarráðuneytisins sinnt af Yfirdýralækni og Að- fangaeftirlitinu). Hætt við að sameina eftirlit og rannsóknir í eina stofnun Vorið 2003 lagði forsætisráð- herra fram frumvarp á Alþingi um nýja stofnun, Matvælaeftirlit, sem tæki yfir verkefni á sviði matvæla- eftirlits og rannsókna á matvælum sem sinnt er hjá áðurnefndum stofnunum og heilbrigðisnefndum sveitarfélaganna. Frumvarpið var lagt fram til kynningar en var ekki rætt á þinginu. Skiptar skoðanir voru um ýmsa þætti í frumvarpinu þó flest- ir væru sammála að nauðsynlegt væri að einfalda kerfið. Ágreining- ur var innan ríkisstjórnarinnar um það undir hvaða ráðuneyti Matvælaeftirlitið ætti að heyra. Þá kom talsverð gagnrýni frá sveitarfélögunum og heilbrigðis- nefndunum sem töldu að ekki væri tekið nægilegt tillit til uppbygg- ingar sveitarfélaganna á sviði heil- brigðiseftirlits og skort hefði á samráð við undirbúning málsins. Frumvarpið var því ekki lagt fram að nýju og raunar er fullkom- lega óljóst hvernig það verkefni sem hófst með nefndarskipan 1999 verður leyst. Ástæðan er fyrst og fremst sú að málið er flók- ið og ekki hefur náðst samstaða um tillögur. Landbúnaðarráð- herra tók hins vegar frumkvæðið varðandi sinn þátt málsins og sameinaði eftirlit með landbúnað- arafurðum í eina stofnun, Land- búnaðarstofnun. Nú liggur fyrir Alþingi frum- varp frá forsætisráðherra um stofnun Matvælarannsókna hf. Frumvarpið gerir ráð fyrir að stofnað verði hlutafélag sem sinni rannsóknum og nýsköpun á sviði matvæla í þágu atvinnulífsins. Gert er ráð fyrir að sjávarútvegs- ráðherra skipi stjórn yfir stofn- unina. Lagt er til að Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins, matvæla- rannsóknir Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Iðntæknistofn- unar Íslands (MATRA) og rann- sóknastofa Umhverfisstofnunar renni inn í þessa nýju stofnun. Skilið á milli rannsókna og eftirlits Siv Friðleifsdóttir benti á það í umræðum á þinginu að í frum- varpinu sem kynnt var 2003 hefði verið gert ráð fyrir að matvæla- rannsóknir og matvælaeftirlit yrðu sameinuð í einni stofnun. Nú hefði verið ákveðið að klippa þarna á milli og þetta nýja frum- varp fjallaði eingöngu um mat- vælarannsóknir en ekkert um matvælaeftirlit. Halldór Árnason, skrifstofu- stjóri í forsætisráðuneytinu, sem kom að samningu frumvarps um Matvælarannsóknir hf., segir að innan Evrópusambandsins sé al- mennt sú stefna ríkjandi að skilja að matvælarannsóknir og mat- vælaeftirlit. Þetta frumvarp sé því í samræmi við það sem sé að ger- ast innan ESB. Hann segir að óvíst sé hvaða breytingar verði gerðar varðandi matvælaeftirlit. Ráðgjafanefnd um opinberar eft- irlitsreglur sé að ræða við Sam- band íslenskra sveitarfélaga um leiðir til að einfalda kerfið. Halldór segir að það skorti talsvert á sam- ræmingu í matvælaeftirliti hér á landi og fyrr en síðar verði að taka á því máli líkt og mörg ríki Evr- ópusambandsins hafi verið að gera á síðustu árum. Í umræðum á Alþingi um frum- varp um Matvælarannsóknir hf. var talsvert rætt um hvort skyn- samlegt væri að þessi starfsemi yrði rekin í hlutafélagi. Í greinar- gerð með frumvarpinu er bent á að samkeppni ríki í matvælarann- sóknum hér á landi. Rannsóknar- þjónustan Sýni ehf. hafi um nokk- urra ára skeið starfað á þessu sviði, en hjá fyrirtækinu starfa 15 manns. Ennfremur hafa nýlega verið stofnuð fyrirtæki á þessu sviði á Ísafirði og Akureyri. Fréttaskýring | Matvælaeftirlit hér á landi þykir flókið og samræmingu skortir Ekki eining um breytingar Þrjú ráðuneyti, tvö stjórnsýslustig og þrettán stofnanir sinna matvælaeftirliti Margir aðilar sinna matvælaeftirliti. 11 mánuði tók að afgreiða umsókn bónda um ísgerð  Flókin stjórnsýsla á þátt í því að 11 mánuði tók af afgreiða um- sókn frá bóndanum í Holtsseli í Eyjafjarðarsveit um að setja á stofn ísgerð. Umsókn um málið var send Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra 15. apríl í fyrra. Það sendi málið til Um- hverfisstofnunar sem sendi málið til yfirdýralæknis og Matvæla- ráðs. Umsóknin var síðan af- greidd jákvætt 21. mars sl., 11 mánuðum eftir að hún var send. Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.