Morgunblaðið - 30.03.2006, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 30.03.2006, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÚRSLITIN í þingkosningunum í Ísrael voru aðeins hálfur sigur fyrir Kadima og leiðtoga hans, Ehud Ol- mert, starfandi forsætisráðherra, sem nær víst má heita að fari einnig fyrir næstu stjórn. Fljótlega eftir stofnun flokksins í fyrra var honum spáð 44 sætum af 120 á þinginu, Knesset. Ariel Sharon, stofnandi flokksins og sá sem flestir Ísraelar treystu til að stýra þjóðinni, hefur hins vegar verið fjarri góðu gamni en hann hefur legið í dái síðustu vik- urnar. Sumir kenna Olmert sjálfum um, segja að hann hafi átt sinn þátt í að svæfa menn á verðinum þegar hann sagði fyrir viku að niðurstaðan væri „þegar ráðin“. Eitt er víst að kjör- sókn var sú minnsta sem verið hefur í sögu landsins frá því að ríkið var stofnað 1948, aðeins um 63%. Kadima mun þurfa að leita sam- starfs við nokkra flokka, sennilega um miðju-vinstristjórn. Auk Kadima mun Verkamannaflokkur Amir Pe- retz, sem hlaut mun betri kosningu en lengi hafði verið reiknað með, lík- lega verða í stjórninni. Peretz, sem er fæddur í Marokkó, þótti standa sig vel í kosningabaráttunni. Olmert er líklegur til að reyna að fá í stjórnina lítinn vinstriflokk frið- arsinna, Meretz og rætt er um að tveir flokkar bókstafstrúarmanna gyðinga, Shas og Sameinaðir Torah- gyðingar, muni ef til vill verða með. Gyðingar verði í meirihluta „Á næstunni munum við huga að því að ákveða hver endanleg landa- mæri Ísraelsríkis skuli vera, gyð- ingaríkis með gyðinga í meirihluta,“ sagði Olmert á kjördag. Vill hann að endanleg landamæri verði orðin að veruleika 2010. Í sigurræðunni í gær sagðist hann vilja ræða málið við Palestínumenn og virtist þannig vilja draga nokkuð úr áherslunni á ein- hliða aðgerðir ef ekki semjist, ef til vill með það í huga að blíðka frið- arsinna í flokkum sem hann þarf að semja við. Óljóst er hver afstaða sumra flokka verður til stefnu Kad- ima, þannig segja talsmenn Shas að þeir vilji slaka til og láta land af hendi fyrir frið. En skilyrði Shas er að þá verði friður tryggður. Lífeyrisþegar í lykilstöðu? Afstaða nýs flokks lífeyrisþega, Gil, sem vann óvæntan sigur, hlaut átta sæti, er ekki á hreinu. En leið- togi hans, hinn 79 ára gamli Rafi Eit- an, gefur þó í skyn að flokksmenn vilji enga harðlínustefnu gagnvart Palestínumönnum. Eitan er þjóð- þekktur, var yfirmaður leyniþjón- ustunnar Mossad og stýrði m.a. rán- inu á stríðsglæpamanninum Adolf Eichmann í Argentínu árið 1960. Margir hafa bent á að ekki verði við það unað til lengdar að minnihluti gyðinga ríki með harðri hendi yfir svæði þar sem arabar verði í meiri- hluta. Þannig gæti staðan orðið eftir nokkra áratugi vegna mikillar við- komu Palestínumanna og ísraelskra araba. Þess vegna verði að yfirgefa mestöll hernumdu svæðin. Kadima vill innlima stærstu byggðir land- tökumanna gyðinga á Vesturbakk- anum en leggja aðrar niður. Myndu þá um 70.000 gyðingar í einangruð- um byggðum verða að flytja á brott. Það mun kosta átök. En hafi Kadima sitt fram mun ör- yggisveggurinn, múrinn milli Ísraela og Palestínumanna, krækja langt inn á svæði Palestínumanna. Olmert hefur sagt að reynt verði að fá al- þjóðasamfélagið til að samþykkja þessa ráðagerð. En Palestínumenn benda á að þeir byggi nú aðeins um 22% alls þess svæðis sem nefnt var Palestína áður en Ísrael var stofnað. Þeir spyrja hvað réttlæti að þeir færi enn nýjar fórnir. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, hvatti í gær Ísraela til að grípa ekki til einhliða aðgerða. „Niðurstöðurnar breyta ekki nokkrum hlut nema Olmert breyti stefnu sinni og gefi upp á bátinn hug- myndir sínar um einhliða aðgerðir,“ sagði Abbas. Hafa augastað á Jórdandalnum Ísraelar hafa þegar innlimað Gól- an-hæðir, sem hernumdar voru í sex daga stríðinu 1967 eins og Vestur- bakkinn og Gaza og tilheyrðu Sýr- landi. En Ísraelar íhuga einnig að tryggja sér yfirráð Jórdandalsins á mörkum byggða Palestínumanna og Jórdaníu, austasta hluta Vestur- bakkans. Er þá markmiðið að auka hernaðarlegt öryggi Ísraels en einn- ig skiptir miklu að Jórdanáin er mik- ilvæg fyrir vatnsbúskap Ísraels. Nái þessar hugmyndir fram að ganga er erfitt að sjá fyrir sér að friður og stöðugleiki séu í augsýn, jafnvel þótt við völd í Ísrael verði boðberar afla sem segjast vilja samninga og frið. Flestir virðast hafa í bili sætt sig við að ekki verði á næstunni neinar alvöruviðræður um stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis. Þröskuldurinn er m.a. að Hamas- menn eru í meirihluta á Palestínu- þingi sem lagði blessun sína yfir rík- isstjórn þeirra sama dag og Ísraelar kusu. Hamas neitar sem fyrr að við- urkenna Ísrael og er því þröngt um vik. Ef til vill munu menn þó eiga auðveldara með að finna friðarsmug- ur þegar kosningum er lokið og ekki lengur nauðsynlegt að veifa þjóðfán- um af jafnmiklu kappi. Olmert leggur áherslu á varanleg landamæri Niðurstöður kosninganna í Ísrael voru óvæntar en líklegast er að Kadima, flokkur Ehud Olmerts, myndi næstu stjórn. Kristján Jónsson kynnti sér stöðu mála. kjon@mbl.is                        ! " $ "  " # ! "                              !"!#$%""!                      AP Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels (t.v.), og Shimon Peres, fyrrverandi forsætisráðherra, fagna ásamt félaga þeirra í Kadima eftir að ljóst varð að flokkurinn fékk mest fylgi í kosningunum í fyrradag. Jerúsalem. AFP. | Stuðningsmenn Avigdors Liebermans hafa lýst hon- um sem sterka manninum er Ísrael þurfi nú á að halda en andstæðingar hans segja hann vera kynþáttahat- ara og lýðskrumara. Flokkur Liebermans varð fjórði stærsti flokkur Ísraels, með tólf þingsæti, og stærsti hægriflokkur landsins þar sem Likud galt mikið afhroð í kosning- unum í fyrradag. „Ég gleðst yfir því að við erum nú stærsti flokk- ur þjóðernissinna og ég er viss um að næst verðum við valdaflokk- urinn,“ sagði Lie- berman sem hef- ur einkum notið stuðnings innflytjenda frá fyrrverandi lýðveld- um Sovétríkjanna. „Við sönnuðum að við höfum sameinað fólkið. Okkur tókst að leiða saman innflytjendur og gamalgróna íbúa, veraldlega sinnaða og trúaða, landnema og íbúa Tel Aviv og nágrennis. Þetta er mikilvægasta afrek okkar.“ Skiptist á landsvæðum Lieberman fæddist í Moldóvu 1958 og flutti búferlum til Ísraels ár- ið 1978. Hann var framkvæmda- stjóri Likud-flokksins á árunum 1993–96 og var hægri hönd Benjam- ins Netanyahus í forsætisráðuneyt- inu 1996–97. Hann var þá kallaður „Raspútín“ þar sem hann þótti mjög valdamikill á bak við tjöldin. Lieberman stofnaði flokkinn Yisrael Beitenu (Heimili okkar Ísr- ael) árið 1999 og var kjörinn á þing sama ár. Hann hefur verið mjög um- deildur vegna þeirrar stefnu sinnar að Ísraelar gefi eftir ísraelsk land- svæði, sem byggð eru aröbum, og fái í staðinn að halda byggðum gyðinga á Vesturbakkanum. „Það kemur ekki til greina að Pal- estínuríki geti losað sig við alla gyð- inga en Ísrael verði tveggja þjóða ríki, þar sem arabar eru um 20% íbúanna,“ sagði Lieberman á kosn- ingafundi. Lieberman býr í Nokdim á Vesturbakkanum og líklegt er að hann þurfi að fara þaðan verði fleiri landtökubyggðir gyðinga lagðar nið- ur eins og Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra, hefur boðað. „Raspútín“ orðinn helsti leiðtogi hægriaflanna Avigdor Lieberman ALMYRKVI á sólu varð í gær og sást á belti í Afríku, Tyrklandi og Mið-Asíu. Deildarmyrkvi á sólu sást á mun stærra svæði, m.a. í mestallri Afríku, meginlandi Evrópu og víða í vestur- og suðurhluta Asíu. Palestínumenn fylgjast hér með deildarmyrkva í borginni Hebron á Vesturbakkanum. Á minni mynd- inni ber hálfmána mosku í Íslama- bad í sólina þegar jörðin gekk inn í skugga tunglsins. Almyrkvar á sólu verða þegar tunglið er fyrir miðju sólarkringl- unnar og skyggir á hana alla. Næsti almyrkvi verður 1. ágúst 2008 og mun þá sjást í Norður- Ameríku, Evrópu og Asíu. Á Íslandi á almyrkvi á sólu að sjást næst árið 2026. Reuters Fylgst með almyrkva á sólu Róm. AFP. | Silvio Berlusconi, for- sætisráðherra Ítalíu, neitaði í gær að biðjast afsökunar á ummælum sínum um að kínverskir kommún- istar, undir stjórn Maós, hefðu „soðið börn“. Hann reyndi þó að róa kínverska ráðamenn, sem mótmæltu ummælunum, og gaf til kynna að þau væru slæmur brandari. „Í umræðum sem stóðu í tvær klukkustundir, þegar ég var ýmist alvarlegur eða hæðinn, viðhafði ég ummæli sem eru að öllum líkind- um ekki fyndin,“ sagði Berlusconi í gær og bætti við að hann hefði vísað til „sagnfræðilegrar stað- reyndar“. Kvöldið áður endurtók Berlusconi ummælin þótt kín- versk stjórnvöld hefðu mótmælt þeim. „Þegar öllu er á botninn hvolft er það ekki ég sem lét þá sjóða börnin,“ sagði Berlusconi við blaðamenn í fyrrakvöld þegar hann var spurður hvort hann hygðist taka orð sín aftur. Kínverjar höfðu þá látið í ljósi óánægju með ummælin. „Við er- um ekki ánægð með slík um- mæli, þau eru algjörlega til- hæfulaus og styðjast ekki við nein rök,“ sagði í yfirlýs- ingu frá utan- ríkisráðuneyt- inu í Kína. Kínverska sendiráðið í Róm sendi einnig frá sér yfirlýsingu þar sem ummæli Berlusconis voru gagnrýnd. Forsætisráðherrann viðhafði þau fyrst á kosningafundi á sunnudag þegar hann talaði um Kína undir stjórn Maós. „Ég hef verið sakaður um að hafa sagt að [kínversku] komm- únistarnir hafi étið börn,“ sagði hann. „En lesið „Svörtu bókina um kommúnisma“ og þá komist þið að raun um að í Kína, undir stjórn Maós, átu þeir ekki börnin, heldur létu þeir sjóða þau og þau voru svo borin sem áburður á akr- ana.“ Ver orð sín um „soðin börn“ í Kína Silvio Berlusconi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.