Morgunblaðið - 30.03.2006, Page 22
V
ið fórum að gæla við
þessa hugmynd fyrir
svona fimm árum,“
segir Þuríður „og þetta
er fjórða sumarið sem
við erum að renna í.“ Þuríður og
eiginmaður hennar Jóel Friðrik
fluttu á Laugarvatn fyrir tæpum
fjórum árum og sjá sannarlega ekki
eftir því. „Okkur hafði lengi langað
til að sameina vinnustað, heimili og
sumarbústað á einn stað.“ Lengi
hafði togast á í þeim hvernig tím-
anum skyldi skipt á milli vinnu-
staðar og heimilis á meðan þau
voru með eigin rekstur í Garðabæ,
en þar ráku þau galleríið Fornný í
10 ár, þar sem Jóel var með bólst-
urverkstæði og Þuríður vann með
járn.
„Á þessum tímapunkti ákváðum
við að prófa að setja íbúðina á sölu
og hún seldist daginn eftir, þá varð
ekki aftur snúið. Þá vissum við að
við áttum að gera þetta.“ Rekst-
urinn sem þau eru með á Laug-
arvatni er minni um sig en sá sem
þau voru með í Garðabæ. „Við er-
um vön að vinna saman,“ segir Jó-
el, „og okkur langaði svo að vera
með allt á einum stað.“
Þau segja að engin hræðsla hafi
fylgt því að kúvenda lífinu á þenn-
an hátt. „Við eigum eina dóttur,“
segir Þuríður, „og hún var að verða
fjórtán ára þá,“ og Jóel skýtur inn
í: „Hún hafði líka áhuga á að koma
hingað í menntaskólann. Það togaði
líka mikið í. Ef hún hefði ekki viljað
þetta hefðum við aldrei farið úr
bænum, það er svo einfalt,“ og bæt-
ir svo við: „Það hefur sko ekki farið
sekúnda í eftirsjá.“
Frí á öðrum tíma
Það er líka annað sem er öðruvísi
við að vera með gallerí á ferða-
mannastað heldur en í bænum. „Nú
er öll traffíkin hjá okkur á sumrin,“
segir Þuríður, „en var fyrir jólin
þar. Það er ákveðinn léttir, það var
alveg rosalegt álag alltaf fyrir jólin
en núna hefur það snúist við og er á
sumrin, þegar aðrir eru að fara í
sumarfrí erum við á kafi. Við reyn-
um að taka okkur frí á öðrum tím-
um og högum þessu svolítið öðru-
vísi.“
Eðli málsins samkvæmt er ró-
legra hjá þeim í galleríinu yfir vetr-
artímann. „Þess vegna þurfum við
að vera tilbúin að stökkva í hvað
sem er og grípa allt sem býðst, það
finnst okkur reyndar bara svolítið
gaman, tilbreyting. Það er líka allt-
af nóg að gera í sveitinni, það vant-
ar alls staðar fólk einhvern veginn
og við höfum aldrei lent í því að
vanta vinnu.“ Þuríður er menntað-
ur tannfræðingur en hafði ekki
unnið við fagið um hríð. „Ég skellti
mér í gamla fagið mitt aftur og
vinn á tannlæknastofu tvo daga í
viku á Selfossi og svo er ég verk-
taki hjá lýðheilsustöð með fræðslu
fyrir grunnskólana.“
Lífið tekur miklum breytingum
hjá fólki sem tekur sig upp á þenn-
an hátt og flytur sig um set. „Það
er öðruvísi líf á manni, miklu
skemmtilegra og afslappaðra, við
lítum á það sem forréttindi að kom-
ast upp með það að búa hér,“ segir
Þuríður. „Maður finnur það meira
að segja á börnunum, þau eru
miklu afslappaðri í skólanum hérna
og stelpan er líka alsæl hér í
menntaskólanum, er núna í öðrum
bekk.“
Jóel tekur til máls. „Það er svo
skrítið að það voru margir sem
héldu að við værum
orðin endanlega vit-
laus, að ég ætlaði að
vinna mína vinnu hér,
það náttúrulega gæti
ekki gengið!“ segir
hann léttilega. „Það
hefur hins vegar heldur
betur gengið upp og
verður alltaf betra og betra eftir
því sem fólk fréttir af mér. Það er
endalaust að gera. Ég er með
sendibíl og sæki og afhendi, hvort
sem það er hér í uppsveitunum,
Reykjavík eða á Selfossi.“ Jóel er
líka lærður smiður og hefur hlaupið
í smíðar meðfram öðru.
Matráðsmaður í íhlaupum
Hann er þó í fremur óvenjulegu
hlutverki þessa dagana. „Nú gef ég
fimmtíu börnum að borða í hádeg-
inu,“ segir hann. „Það er sko eld-
aður matur uppi í menntaskóla og
maður sem vinnur við það hér hjá
sveitarfélaginu, hann er með sendi-
bíl, að sækja matinn og keyra niður
í grunnskóla. Þar tekur kona við
matnum og gefur krökkunum að
borða, vaskar síðan upp og gengur
frá. Kallinn var að fara til Kanarí
og bað mig að leysa sig af af því að
ég er með sendibíl. Ég var alveg til
í það. Nema hvað, konan sem sá um
að gefa krökkunum matinn veiktist
og þá var ekkert annað að gera en
að ég gæfi liðinu að borða líka.
Skólastjórinn sagði að ég yrði bara
að klára dæmið, sletta á diskana og
ganga frá og allt. Þannig að þú sérð
að það er hlaupið í allt hérna og það
er bara gaman að því.“
„Maður er svo virkur í svona
samfélagi,“ segir Þuríður, „það eru
allir með í öllu. Það er svolítið nýtt
fyrir manni en mjög gaman.“
„Þetta er allt öðruvísi líf,“ segir
Jóel, „og það langar örugglega
marga að geta haft þetta svona,“ og
Þuríður tekur við: „Það eru líka
forréttindi að fá að ala upp börn á
svona stað. Góðir skólar og mjög
virkt íþróttalíf og frá-
bær aðstaða,“ og hún
heldur áfram. „Það
sem er svo sérstakt við
Laugarvatn er hvað
hér iðar allt af lífi, skól-
arnir eiga auðvitað sinn
þátt í því.“ Á sumrin
skiptir Laugarvatn al-
veg um ham. „Þá fer skólafólkið en
ferðamennirnir koma í staðinn.“
Laugarvatn var efst á óskalist-
anum þegar þau ákváðu að taka sig
upp. „Trúlega af því að við vorum
búin að tengjast staðnum eftir að
hafa átt sumarbústað í Efstadal í
sjö ár.“
Þuríður hefur haldið námskeið í
tengslum við járnið. „Ég hef boðið
saumaklúbbum eða minni hópum
upp í 8 að koma eina helgi, koma á
laugardagsmorgni og fara heim í
eftirmiðdag á sunnudegi. Þá fer
hver og einn með lampa með sér
heim sem viðkomandi hefur búið til
sjálfur. Þá er ég í samvinnu við
bændagistingu í Efstadal, þar er
hægt að gista, og það verður
skemmtileg helgi úr þessu. Það
þarf síðan auðvitað ekkert að vera
með gistingu í gegnum mig, það er
hægt að gista hvar sem er.“
Flestir þeir sem detta inn um
dyrnar hjá þeim Þuríði og Jóel eru
Íslendingar. Útlendir ferðamenn
stinga líka gjarnan inn nefinu. Þau
eru enn að móta starfsemina og
með margar hugmyndir í kollinum
um reksturinn.
Daglegtlíf
mars
LÍFSSTÍLL | Hjón á Laugarvatni sameina vinnu, heimili og sumarbústað
Ekki sekúnda í eftirsjá
Morgunblaðið/Sigrún
Þuríður og Jóel á verkstæðinu. Þau sitja í sófa sem Jóel hafði nýlokið við að gera upp.
Morgunblaðið/Sigrún
Þennan lampa bjó Þuríður til í sam-
vinnu við Randalín á Egilsstöðum.
„Það voru margir sem
héldu að við værum orðin
endanlega vitlaus,“ er
meðal þess sem Jóel
Friðrik Jónsson sagði
Sigrúnu Ásmundar, en
hann og eiginkona hans,
Þuríður Steinþórsdóttir,
tóku sig upp frá Garðabæ
og fluttu á Laugarvatn.
Þau segja hér frá breyt-
ingunum sem urðu á lífi
þeirra við þessa kúvend-
ingu.
„Við lítum á það
sem forréttindi
að komast upp
með það
að búa hér.“
sia@mbl.is
LENGI hefur verið rökrætt
hvort geislun frá farsímum
hafi skaðleg áhrif á fólk. Ný
rannsókn sýnir að geislunin
örvar heilann þegar við sofum,
að því er fram kemur á frétta-
vef Aftenposten. Geislunin
hefur áhrif á starfsemi heilans
á fyrstu stigum svefnsins, þ.e.
þegar viðkomandi er hættur
að nota símann. Rannsóknin
var gerð í Ástralíu og sýndi
fram á að þegar heili verður
fyrir geislun frá farsíma
minnkar framleiðsla hans á
melatóníni, þ.e. hormóninu
sem m.a. stýrir svefni. Rann-
sóknin fór þannig fram að 55
þátttakendur urðu fyrir far-
símageislun sunnudagskvöld
eitt áður en þeir gengu til
náða. Vísindamennirnir kom-
ust að því að geislunin leiddi
til aukinnar virkni svokallaðra
alfa-bylgna í heilanum en þær
eru tengdar afslöppun og dag-
draumum og hætta venjulega
virkni þegar fólk sofnar.
Þetta getur bent til þess að
fyrsta stig svefnsins, áður en
komið er í djúpan REM-svefn,
sé ekki eins áhrifaríkt og það
ætti að vera. Geislun frá far-
símum gæti þess vegna haft
þau áhrif að fólk sefur hrein-
lega verr og finnst það síður
úthvílt þegar það fer á fætur.
Rannsóknin segir hins vegar
ekkert um áhrif þess ef kveikt
er á farsíma inni í svefn-
herberginu og hann t.d. not-
aður sem vekjaraklukka á
náttborðinu. Geislun frá far-
síma sem er ekki í notkun er
hins vegar mun minni en þeg-
ar verið er að tala í hann.
HEILSA
Geislun
örvar
heilann í
svefni
24
Mikill
verðmunur
á tómötum
Lokað vegna starfsmannaferðar, í tilefni 50 ára afmælis fyrirtækisins,
Opnum hress og kát 4. apríl.
STOFNAÐ 1956
dagana 30.mars – 3.apríl