Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Í ÁRSBYRJUN 2006 tók Rúss- land við formennsku í „G8“. Við skiljum vel að því fylgir veruleg vinna og mikil ábyrgð. Okkar bíður ekki aðeins mikil skipulagning, held- ur þarf að taka til umræðu og ákveða sameiginlega helstu for- gangsverkefni þessarar virtu sam- komu, sem hefur verið lykiltæki í samræmingu viðhorfa til lausnar á mikilvægustu málum heimsþróunar í rúmlega þrjá áratugi. Við höfum lagt það til við sam- starfsaðila að einbeita okkur að þremur alvarlegum og aðkallandi viðfangsefnum. Þau eru öryggi á orkusviði á heimsvísu, barátta gegn smitsjúkdómum, og menntun. Þessi þrjú forgangsverkefni miða að ákveðnu takmarki, sem við teljum augljóst fyrir alla samstarfsaðila okkar, það er að bæta velmegun og lífsgæði jarðarbúa, bæði þeirra kyn- slóða sem nú lifa og þeirra sem munu koma á eftir. Öryggi á orkusviði Eitt helsta markmið „G8“ ríkjanna og heimssamfélagsins er að stofna traust allsherjar öryggiskerfi á sviði orkumála. Orkuiðnaður heimsins er í dag mikilvægasta aflið sem knýr samfélags- og efnahags- framfarir. Þess vegna hefur hann bein áhrif á lífskjör milljarða jarð- arbúa. Meðan Rússland er í forsvari fyrir G8 munum við stefna að því að þróa grundvallarlausnir á vanda- málum nútímans og skilgreina sam- eiginlega framtíðarstefnu okkar á þessu sviði. Óstöðugleiki á jarðefnaeldsneyt- ismörkuðum skapar í dag verulegan vanda við að tryggja orkubirgðir á heimsvísu. Gjáin milli framboðs og eftirspurnar eykst. Vaxandi orku- neysla í Asíulöndum stafar ekki ein- ungis af markaðssveiflum heldur einnig af ýmsum þáttum sem tengj- ast stefnumörkun og öryggi. Það þarf samhæfðar aðgerðir alls heims- samfélagsins til að ná jafnvægi á þessu sviði. Orkuiðnaður er orðinn hnattrænn og orkuöryggi er því óumdeilanlegt. Viðurkenning á þessari staðreynd á að vera viðmiðunarpunktur nýrra viðhorfa hjá forysturíkjum heims- ins. Við höfum sameiginleg örlög á sviði orkunnar. Ábyrgð, áhættur og hagnaður eru því líka sameiginleg. Við teljum það sérstaklega mik- ilvægt að móta stefnu með það markmið í huga að öðlast öryggi í orkumálum á heimsvísu. Til grund- vallar þessari stefnu þarf að móta reglur um varanlega, trausta, um- hverfisvæna orku á viðráðanlegu verði bæði fyrir útflutningsríki og neytendur. Auk þess að samræma hagsmuni aðila alþjóðaviðskipta með orku þarf að skilgreina verkleg- ar aðgerðir til að sjá fyrir þörf heimsins á hefðbundnum orkugjöf- um á stöðugum grundvelli. Það þarf líka sérstakt átak til að innleiða í auknum mæli orkusparandi nýjungar og end- urnýjanlega orku- gjafa. Jöfn og hallalaus orkutrygging er án efa eitt lykilatriða heimsöryggis bæði í nútíð og framtíð. Það er skylda okkar að af- henda afkomendum okkar þvílíkt skipulag heimsorkumála sem myndi verja þá gegn deilum og neikvæðri baráttu fyrir orkunni. Þess vegna er það svo mikilvægt að finna sameiginleg við- horf við byggingu virks „orkugrund- vallar“ heimsbyggðar til framtíðar. Í þessu samhengi mælir Rússland með því að samhæfa frekar aðgerðir „G8“ ríkjanna og alls heims- samfélags í þróun nýrrar tækni. Það geti verið fyrsta skref í að skapa tæknilegan grunn fyrir orku- framboði til mannkyns í framtíðinni þegar núverandi orkuforði verður uppurinn. Samhæfð nálgun „G8“ ríkjanna til að bæta nýtingu orku- linda í tengslum við samfélags- og efnahagslega þróun mun líka stuðla að auknu öryggi í orkumálum heimsins. Mikilvæg skref í þessa átt voru stigin í Gleneagles á síðastliðnu ári. Hér er fyrst og fremst um að ræða aðgerðaáætlun sem miðar að örvun nýsköpunar, orkusparnaðar og umhverfisverndar. Við teljum nauðsynlegt að tengja þau ríki sem eru utan „G8“, sérstaklega þróun- arlönd í örri framþróun, við þetta frumkvæði og við framkvæmd Gle- neagles áætlunarinnar. Langflestir telja að orkuöryggi sé aðallega tengt hagsmunum iðnríkja heims. En við skulum ekki gleyma því að rúmlega 2 milljarðar jarð- arbúa fá ekki í dag nútíma orkuþjón- ustu. Margir hafa jafnvel ekki möguleika á að nota rafmagn. Þeim er raunverulega meinaður aðgangur að mörgum gæðum og ávinningum mannkyns. Orkuiðnaður í sjálfum sér leysir ekki vandamál fátæktar. En orku- skortur í ýmsum löndum og svæðum kemur samt í veg fyrir efnahags- vöxt. Óskynsamleg notkun þeirra á orkulindum getur leitt til stórfellds umhverfisslyss á heimsvís Sérfræðingar eru nýfar ræða aukningu orkuneyslu arlöndum með notkun óhe inna orkulinda. Aðstoð „G8 ingu og uppsetningu óhefð orkumannvirkja verður hé staklega mik Við ættum gera okkur g því að „orkuf okkar viðkvæ háða heimi er ferð á blindgö vegna er afst lands á sviði o öryggis skýr föst. Við erum sannfærðir u orkudreifing kvæmt hagsm takmarkaðs h aðra ríkja stu að framþróun í heiminum. um sækjast eftir því að ska iskerfi á orkusviði sem tak hagsmuna alls mannkyns. ir að móta jafnvægi í orkuf þess að tryggja stöðugan o straum fyrir öll ríki. Alþjó samstarfið veitir alla mögu þess. Barátta gegn smitsjúk Mannkynið hefur alla tí gegn útbreiðslu smitsjúkd ógnað hafa lífi jarðarbúa. Í baráttu hefur náðst góður bólusótt hefur verið eytt e um allan heim, baráttan ge mænuveiki er komin á loka Samt, jafnvel á okkar dögu um við heimsfaröldrum bæ þekktra sjúkdóma og nýrr hættulegra farsótta eins o is, veiruhitasóttar, blóðvök ingar og fuglaflensu. Smitsjúkdómar eru í dag o þriðja hvers mannfalls í he Að mati sérfræðinga eru s ur á því að heimsfaraldur n inflúensu brjótist út á næs Hann getur tekið líf milljó Rússland leggur það til um þessi málefni verði virk meðal þarf að samþykkja a áætlun „G8“ í baráttu gegn flensu og nýjum inflúensuf mönnum. „G8“ ríkin ættu vera skeytingarlaus gagnv umfangsmiklum vandamá baráttu gegn smitsjúkdóm þróun heilbrigðiskerfa, mi hagsgeta og möguleikar á sóknum til að berjast gegn um leiða til ójafnvægis í dr heimsbirgða til mótspyrnu sjúkdómum. Smitsjúkdómar breiðas Viðfangsefni, tækif Eftir Vladímír Pútín Vladímír Pútín Væntanlegur „G8“ leiðtogafundur í Sankti Pétursborg VERÐLAGNING SÍMAFYRIRTÆKJA Fyrir meira en áratug urðu miklarumræður um allan heim vegna kostnaðar við símtöl milli landa. Brezka dagblaðið Financial Times efndi til viðamikillar rannsóknar á verðlagningu millilandasamtala og komst að þeirri niðurstöðu að um væri að ræða umfangsmikið samsæri fyrirtækja um allan heim til þess að okra á símtölum milli landa. Þessar umræður náðu hingað til Íslands. Niðurstaða þeirra varð sú, að gjöld vegna símtala milli landa lækkuðu mikið. Nú hefur framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins ákveðið að knýja símafyrirtæki til þess að lækka verð fyrir notkun farsíma í útlöndum, svo- kölluð reikisamtöl. Framkvæmda- stjórnin segir að verðlagning á þess- um símtölum sé „óréttlætanleg“. Viviane Reding, sem fer með fjar- skiptamál í framkvæmdastjórninni, segir af þessu tilefni: „Alþjóðlegu reikigjöldin eru ótrúlega há, í engum tengslum við kostnað fyrirtækjanna.“ Til marks um þennan kostnað er nefnt dæmi af finnskum farsímanot- anda, sem greiðir rúmlega 17 krónur fyrir fjögurra mínútna samtal heim til sín frá Svíþjóð en farsímanotandi frá Möltu, sem hringir þangað frá Lettlandi borgar 1100 krónur fyrir sama samtal. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir í samtali við Morgunblaðið í gær um þetta framtak Evrópusambandsins: „Þetta er mjög mikilvægt skref fyrir neytendur enda æskilegt að verðlagning á farsímaþjónustu færist í átt til raunkostnaðar.“ Það er augljóst að hér eru efnis- lega sömu umræður á ferðinni og um millilandasamtölin á sínum tíma. Sum símafyrirtækjanna eru augljóslega að taka alltof háa þóknun fyrir far- símasamtöl í útlöndum. Hrafnkell V. Gíslason segir að verði settar reglur um þetta mál í Evrópusambandinu, sem fái sam- þykki EES-ríkjanna nái þessar að- gerðir ESB til íslenzku símafyrir- tækjanna. Það kemur íslenzkum farsímanotendum til góða. Nú er farsímanotkun mikil hér á landi. Símafyrirtækin hér birta verð á reikisamtölum erlendis á heimasíð- um sínum og verða því ekki sökuð um að koma aftan að neytendum eins og sum erlend fyrirtæki í greininni. Gjaldtakan er heldur ekki eins svaka- leg og í ýmsum þeim dæmum, sem ESB nefnir. Eftir stendur hins vegar sú spurning, hvort verðlagningin sé í samræmi við raunkostnað fyrirtækj- anna af því að veita þjónustuna. Og það er raunar spurning, sem ástæða er til að spyrja um verðskrá fyrir far- símaþjónustu í heild sinni. ÓEÐLILEGT er að fjalla um frumvarp þess efnis að hlutafélagavæða Ríkisútvarpið án tengsla þess við starfsumhverfi fjölmiðla- markaðarins í heild. Þó svo að frumvarpið eigi eingöngu að snúa að RÚV hf. þá er aug- ljóst að það hefur gríðarleg áhrif á starfsum- hverfið, sagði Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, á fundi Heimdallar um frumvarp til nýrra laga um Ríkisútvarpið sem haldinn var í gærdag. Þeir Páll Magnússon, útvarpsstjóri, og Ari Edwald héldu stutt framsöguerindi og sátu síðan fyrir svörum. Páll sagði Ríkisútvarpið betur í stakk búið til að sinna skylduhlut- verkum sínum ef frumvarpið yrði að lögum. Hann ítrekaði jafnframt að breytingarnar sem standa til væru aðallega til að auka skil- virkni innan RÚV og tryggja betri rekstur. „Í sjálfu sér, eins og ég lít á þetta, er ekki sérstaklega mikið að gerast með þessu nýja frumvarpi að öðru leyti en því að það tryggir að það sé hægt að standa við meginmarkmið RÚV. Það er ekki verið að búa betur í haginn fyrir RÚV en áður. Það er yfirlýst markmið í frumvarpinu að RÚV eigi ekki að vera betur sett að því samþykktu en það var áður, held- ur ekki verr sett,“ sagði Páll og bætti við að það sem vægi á móti væri að RÚV yrði gert kleift að reka sjálft sig betur en nú er gert. Hann segir stjórnskipulagið úr sér gengið og ekki sé lengur hægt að reka stofnunina undir sömu formerkjum. Páll segir megin- breytinguna og aðalávinninginn með lögun- um vera þann að hægt sé að láta fjármagnið þangað sem það er ætlað, í dagskrána. Tekj- urnar muni hins vegar ekki aukast hjá RÚV. Skattgreiðendur ættu að fá hlutdeild í aukinni skilvirkni Ari Edwald tók undir með Páli að ef menn ætluðu á annað borð að reka ríkisútvarp þá yrðu stjórnendur að hafa svigrúm til þess að laga reksturinn að kalli tímans og auka skil- virkni í sínum rekstri. Hins vegar væri ljóst að þó ekki væri verið að efla RÚV beint með frumvarpinu væri það vitað mál að með meiri skilvirkni í starfseminni sparaðist þó nokkur rekstrarkostnaður sem hlyti að verða til þess að RÚV yrði sterkari aðili á samkeppnis- markaði. „Það er því ekki hægt að halda því fram að það sé verið að bæta reksturinn en ekkert verið að bæta neitt við þann styrk sem stofnunin hafi. Það er þá spurning hvort skattgreiðendur ættu að fá hlutdeild í þessari auknu skilvirkni.“ Ari sag enn ósvara hentar að starfsumh hvaða lögm að lúta. Þa þ.e. ef það Ólíkt mat á nýju Eftir Andra Karl andri@mbl.is Fjölmenn LANDSBYGGÐIN OG LÁNVEITINGAR Valgerður Sverrisdóttir, iðnað-ar- og viðskiptaráðherra,greindi frá því á blaðamanna- fundi á mánudag að sameina ætti starfsemi Byggðastofnunar, Iðn- tæknistofnunar og Rannsóknarstofn- unar byggingariðnaðarins í nýrri Ný- sköpunarmiðstöð Íslands. Fyrirhugað er að bækistöðvar hinnar nýju miðstöðvar verði á Sauðárkróki og taki hún formlega til starfa um næstu áramót. Í máli Valgerðar kom fram að svo örar breytingar og víðtækar hefðu átt sér stað að undanförnu að þau tæki, sem ríkið hefði haft til að styðja við bakið á atvinnulífinu væru orðin úrelt. Því yrði þjónusta við atvinnu- lífið nú samræmd. Eins og fram kom hjá Valgerði og Páli Magnússyni, að- stoðarmanni hennar, á fundinum eru þessar breytingar ekki síst gerðar vegna vanda Byggðastofnunar. Páll sagði að hlutfall eigin fjár stofnunar- innar hefði farið mjög lækkandi og lánastarfsemi hennar hefði ekki lengur verið sjálfbær eins og kveðið væri á um í lögum. Það eru orð að sönnu. Árið 2001 var hlutfall eigin fjár stofnunarinnar rúm 16%, en árið 2004 var það komið niður fyrir 10%. Lánsloforð árið 2004 voru upp á 1,5 milljarða króna og útistandandi skuldir 12,1 milljarður. Lánveiting- um hefur fækkað verulega, eða úr 160 árið 2003 í tæplega 40 í fyrra. Á sama tíma hefur upphæð meðalláns frá Byggðastofnun hækkað úr 15 í 40 milljónir. Á heimasíðu stofnunarinn- ar er að finna ársskýrslu hennar frá árinu 2004. Þar kemur fram að tap af rekstri stofnunarinnar það ár var rúmar 385 milljónir króna. Í áranna rás hafa milljarðar króna verið af- skrifaðir. Nú verður Byggðastofnun lögð niður og í stað hennar kemur nýr Byggðasjóður, sem Valgerður sagði að myndi veita fyrirtækjum á lands- byggðinni ábyrgðir vegna lána, upp á allt að 75%. Ráðgert er að Byggða- sjóður standi undir starfsemi sinni með tekjum af ábyrgðargjöldum og fjármagnstekjum af eigin fé og fái ekki bein fjárframlög úr ríkissjóði. Það er ástæða til að setja spurn- ingarmerki við þessar fyrirætlanir og velta fyrir sér hvort þær byggist ekki á úreltum hugsunarhætti. Hvort ekki sé tímabært að hætta að veita sérstök lán, sem byggist á byggða- forsendum og horfa þess í stað ein- göngu til verðleika þess verkefnis, sem sótt er um lán fyrir. Morgun- blaðið hefur ávallt haldið því fram að Byggðastofnun væri óþörf. Það hefur sýnt sig á undanförnum árum eftir því sem bankarnir hafa í kjölfar einkavæðingar tekið til að bjóða bet- ur en hún. Þær tilfæringar, sem nú standa fyrir dyrum, helgast af vanda stofnunar, sem ekki er ástæða til að bjarga heldur ber að leggja niður. Fyrir ári sagði Valgerður Sverris- dóttir að leggja ætti Byggðastofnun niður og koma þeim verkefnum henn- ar, sem einhverja þýðingu hefðu, í fóstur annars staðar. Hefði ekki ver- ið einfaldast að láta Nýsköpunarsjóð einan um að gegna því hlutverki að veita áhættufjármagn til sprotafyr- irtækja, þótt svo óheppilega vilji til að hann sé við Borgartún í Reykja- vík, en ekki á Sauðárkróki?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.