Morgunblaðið - 30.03.2006, Page 32

Morgunblaðið - 30.03.2006, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN F yrrverandi sam- starfsfélagi minn hjá Öryggis- og sam- vinnustofnun Evr- ópu (ÖSE) í Kosovo, Hjörtur Bragi Sverrisson, var í viðtali í Morgunblaðinu sl. sunnu- dag. Þar ræddi Hjörtur, sem er mannréttindalögfræðingur og doktor í alþjóðasamskiptum, m.a. um þörfina á því að stofnuð verði sannleiks- og sáttanefnd um mál- efni Kosovo. Byggðist málflutn- ingur Hjartar á reynslu þeirri, sem hann öðlaðist í Kosovo 2001– 2004 sem einn útsendra liðs- manna Íslensku friðargæslunnar (það var hann a.m.k. framan af). Vont er til þess að vita að ef Al- þingi Íslendinga væri búið að samþykkja sem lög fyrirliggjandi frumvarp um íslensku friðargæsl- una og þátttöku hennar í al- þjóðlegri friðargæslu, þýddi við- talið við Hjört að hann væri orðinn margfaldur lögbrjótur! Hér er ég að vísa til þess sem segir í 7. grein laganna um ís- lenska friðargæsluliða: „Þeir skulu gæta þagmælsku um hvað- eina sem þeir verða áskynja um í störfum sínum. Þagnarskyldan helst eftir að þeir láta af störfum.“ Mig rak í rogastans þegar ég sá orðalag þessa ákvæðis lagafrum- varpsins. Hér eru menn ekki með neina hálfvelgju. Friðargæslulið- ar skulu þegja og þegja þannig að ómi í fjöllunum. Engu máli virðist skipta þó að menn séu ekki alltaf að höndla með ríkisleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar, sam- kvæmt orðanna hljóðan þá mega menn ekki tjá sig, punktur, basta. Hér er ekki einu sinni verið að huga að því, að sumir íslensku friðargæsluliðanna erlendis hafa beinlínis atvinnu af því að tjá sig opinberlega um það sem þeir verða áskynja um í störfum sínum (Íslendingar hafa m.a. verið í hlutverki talsmanna norrænna eftirlitssveita á Sri Lanka). Og sannarlega er þetta orðalag afdráttarlausara en orðalag laga um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins, en um skyldur þeirra segir í 18. grein: „Hverjum starfsmanni er skylt að gæta þag- mælsku um atriði er hann fær vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum, fyr- irmælum yfirmanna eða eðli málsins. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“ Þetta orðalag felur augljóslega í sér blæbrigði, sem skipta sköp- um, blæbrigði sem skortir í orða- lagið í lagafrumvarpinu um ís- lensku friðargæsluna. En þetta afdráttarlausa orða- lag í títtnefndu lagafrumvarpi er svo sem eftir öðru; því miður er það þannig að í utanríkisráðu- neytinu hafa menn fundið hjá sér ríka þörf til að reyna að stjórna því nákvæmlega sem sagt er og hvað íslenskir friðargæsluliðar láta ósagt. Allir sem starfa í fjöl- miðlum þekkja að í seinni tíð hafa íslensku friðargæsluliðarnir orðið afar varir um sig, afar tregir til að tala við fjölmiðlamenn, vísa þeir öllum fyrirspurnum jafnan til ráðuneytisins. Ráða hefur mátt, að lína hefur verið gefin út í þess- um efnum, sem menn telja senni- lega heillavænlegast fyrir sig að fylgja til hlítar. Jafnvel þó að þeim kunni að liggja eitthvað á hjarta, hafi t.d. einhverjar at- hugasemdir um aðbúnað sinn eða yfirmenn sem erindi eiga í opin- bera umræðu, sbr. þá óvissu er ríkti um tryggingamál friðar- gæsluliða í Afganistan sem Morg- unblaðið sagði frá sl. vor. Kannski liggur beinast við að rekja þessa þróun (sem í Bret- landi yrði kölluð „control- freakery“) til atburðarins í Chic- ken Street í Kabúl haustið 2004, þegar íslenskir friðargæsluliðar slösuðust (og afganskt barn og bandarískur ríkisborgari týndu lífi) sökum þess að yfirmaður þeirra vildi staldra heldur of lengi við í verslun sem seldi teppi. Sá atburður kom illa við menn í ráðuneytinu, áreiðanlega að hluta til vegna þess að ómögulegt reyndist að stýra því í hvaða far- veg umræðan hér heima fór; en sem vænta mátti varð hún heldur neikvæð. Sömuleiðis mun mönnum hafa fundist heldur slæm sú mynd sem fékkst af íslenskri friðargæslu í Afganistan í bíómynd Kristins Hrafnssonar, Íslenska sveitin, 2004. Efast ég um að þess sé að vænta, að íslenskir fjölmiðlamenn fái viðlíka aðgang að friðar- gæsluliðunum í Afganistan aftur. Samt færi óumdeilanlega lang- best á því að þátttaka okkar í verkefnum NATO í Afganistan væri fyrir opnum tjöldum. Mörgum þykir tónninn í frið- argæslufrumvarpinu raunar al- mennt býsna „hernaðarlegur“ (það má þá kannski sjá ákvæðið um þagnarskylduna í því ljósi; semsé sem lið í því að skapa eins konar „heraga“). Það þarf þó varla að koma á óvart. Eins og Gunnar Páll Baldvinsson stjórn- málafræðingur rekur í gagn- merkri BA-ritgerð sinni frá því í haust um þróun íslensku friðar- gæslunnar þá hafa verkefni á veg- um NATO smám saman orðið of- an á, en staðreyndin mun vera sú að eftir að Íslendingar tóku að sér rekstur flugvallanna í Kosovo og síðan í Kabúl hefur hlutfallið verið á bilinu 70–80%; þ.e. langflestir friðargæsluliðar fara nú hin síðari ár til starfa við verkefni er unnin eru undir fána NATO. Bendir Gunnar Páll á að þetta hafi m.a. þýtt að sú pólitíska samstaða sem var um þróun íslenskrar frið- argæslustarfsemi framan af sé horfin, aukinnar togstreitu gæti nú um stefnumótun á þessu sviði. En í sjálfu sér er þessi NATO- væðing skiljanleg þróun: aukinn þrýstingur hefur verið á Íslend- inga að leggja eitthvað til banda- lagsins og það mun áreiðanlega ekki draga úr þeirri áherslu, sem menn leggja á að gera sig gildandi þar, nú þegar bandaríska varn- arliðið er á förum og Íslendingar leita nýrra leiða til að tryggja eig- in varnir. Að stjórna því sem sagt er Íslenskir friðargæsluliðar skulu gæta þagmælsku um hvaðeina sem þeir verða áskynja um í störfum sínum. Þagnarskyldan helst eftir að þeir láta af störfum. BLOGG: davidlogi.blog.is/ VIÐHORF Davíð Logi Sigurðsson david@mbl.is Frumvarp til laga um íslensku friðargæsluna, þskj. 933 - 634. mál ÞAÐ var fyrir 10 árum, að efnt var til upplestrarkeppni í Hafn- arborg. Keppendur voru nemendur í 7. bekk frá fimm grunnskólum í Hafnarfirði og grunnskólanum á Álftanesi. Áhersla var lögð á vandaðan upp- lestur og framsögn og dómnefnd, skipuð kunnáttufólki, skyldi skera úr um hverjir læsu best. Þetta var alger nýlunda hér á landi, sem lofaði strax góðu. Hugmyndin var komin alla leið frá Sló- vakíu. Þar hafði Bald- ur Sigurðsson, dósent við Kennaraháskóla Íslands, verið á ferð og kynnst þessari hugmynd. Þegar heim til Íslands kom sagði hann áhugafólki um íslenskt mál og ís- lenskukennslu frá hugmyndinni. Nokkur þeirra tóku höndum saman um að gera tilraun með upplestr- arkeppni hér í Hafnarfirði. Til- raunin tóst með þvílíkum ágætum, að í ár eru haldnar 34 slíkar upp- lestrarkeppnir um allt land. Verkefni keppninnar hafa alltaf verið upplestur á ljóðum eða sögu- brotum, sumt skammtað af stjórn- endum keppninnar, annað valið af upplesurum úr nokkrum tilteknum ljóðum eða söguköflum. Það hefur verið einstaklega skemmtilegt að sjá og heyra frábæra frammistöðu keppendanna og ekki síður að sjá hvernig þeir hafa hagað vali sínu. Þar hefur komið vel í ljós mismun- andi smekkur þessara nemenda, bæði á bundnu og óbundnu máli. Og frammistaða þeirra hefur verið með slíkum ágætum, að ég hefi ekki öfundað dómnefndina að þurfa að skera úr um hver best hefur les- ið. Já, þeir hafa verið gómsætir ávextirnir, sem á borð hafa verið bornir á upplestrarkeppnum und- anfarinna 10 ára. Og áheyrendur hafa notið þeirra og kunnað að meta þá að verðleikum. En þetta er aðeins önnur hlið málsins. Hin er sú, að í hverjum skóla, sem þátt tekur í keppninni, fer fram mikilvægur og merkur undirbún- ingur. Móðurmáls- kennarar leggja sig fram um að æfa og þjálfa lestrarleikni nemenda sinna, örva næmi þeirra og tilfinn- ingu fyrir tjáningu sagna og ljóða. Síðan fer fram innan hvers skóla keppni um það, hverjir tveir þeirra skuli verða fulltrúar síns skóla í „Stóru upplestrarkeppninni“ í Hafnarborg. Þannig kemur tilvera þessarar keppni eins og sólargeisli inn í ís- lenskunámið, hleypir í það nýju lífi, áhuga og kappi. Það er mikil guðs- gjöf að lesa vel, ná tökum á fram- sögn þannig að ljóð eða saga hrífi áheyrandann. Enn er ótalinn mikilvægur þátt- ur móðurmálskennaranna. Hjá þeim fer ómældur tími og fyrirhöfn í að hvetja og þjálfa bekkinn sinn í upplestrinum. Það yrði engin upp- lestrarkeppni, ef ekki kæmi til óeigingjörn vinna þeirra og vilji til að efla ást og kunnáttu móðurmáls- ins og meðferð þess. Og auðvitað hafa viðtökurnar, sem „Stóra upp- lestrarkeppnin“ hefur fengið, verið þeim mikilvæg hvatning í íslensku- kennslunni. Þökk sé þeim og heið- ur, svo og öllum öðrum sem stutt hafa að framgangi og tilveru „Stóru upplestrarkeppninnar“. Sólargeislinn frá Slóvakíu, „Stóra upplestrarkeppnin, kom eins og vor inn í skólana okkar, vakti þar grósku og græn grös á akri móðurmálskennslunnar. „Stóra upplestrarkeppnin“ er vor- boði sem við fögnum og metum mikils, ekkert síður en blessaða lóuna, sem á hverju vori syngur sig inn í hug og hjarta allra Íslendinga. Nú fer „Stóru upplestrarkeppn- inni“ 2006 senn að ljúka. Ég er viss um, að margir um landið vítt og breitt hafa fagnað þessu góða framtaki og notið ávaxtanna, sem þar hafa verið fram bornir. Ég vil fyrir mína hönd og þeirra koma á framfæri þakklæti fyrir það ómælda starf, sem nemendur, kennarar og aðrir aðstandendur þessarar keppni hafa innt af hendi. Þeir eru starfandi vormenn við ræktun „ástkæra ylhýra málsins“ og svo sannarlega þurfum við á þeim að halda. Hugmynd sem borið hefur ríkulegan ávöxt Hörður Zóphaníasson fjallar um Stóru upplestrarkeppnina ’Nú fer Stóru upplestr-arkeppninni 2006 senn að ljúka. Ég er viss um, að margir um landið vítt og breitt hafa fagnað þessu góða framtaki og notið ávaxtanna, sem þar hafa verið fram bornir.‘ Hörður Zóphaníasson Höfundur er fyrrverandi skólastjóri Víðistaðaskóla. AÐ UNDANFÖRNU hefur verið mikil umfjöllun um heilbrigðismál og málefni aldraðra í Hafnarfirði. Hafnarfjörður hefur löngum verið framarlega hvað slíka þjónustu varðar og verður hér farið nokkrum orðum um félagasamtök sem starfað hafa í Hafn- arfirði sérstaklega að málefnum aldraðra og þau sem nú er verið að stofna. Styrktarfélag aldr- aðra stofnað 1968 Hafnfirðingar voru framsýnir þegar boðað var til stofnfundar Styrktarfélags aldr- aðra 26. mars 1968. Það var fv. forstjóri Sólvangs, Jó- hann Þorsteinsson, sem var frum- kvöðullinn og fékk í lið með sér vaska sveit kvenna og karla til að stofna félagið sem var hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Til- gangur þess var að vinna að vel- ferðarmálum aldraðs fólks í Hafn- arfirði, m.a. með því að vekja athygli og auka skilning almenn- ings og forráðamanna bæjar og rík- is á þörfum fyrir aukna þjónustu við aldrað fólk og stuðla að því, að slík þjónusta væri veitt. Félag eldri borgara í Hafnarfirði Styrktarfélag aldraðra starfaði mjög blómlega, þokaði réttinda- málum fram og hafði frumkvæði að félagsstarfi, m.a. opnu húsi og or- lofsferðum í samvinnu við bæjaryf- irvöld og félagasamtök í bænum. Á næstu árum varð hreyfing víða um land um stofnun félaga eldri borg- ara og árið 1989 var Landssam- band eldri borgara stofnað og um sama leyti tók Félag eldri borgara í Hafnarfirði við starfsemi Styrkt- arfélags aldraðra og heldur uppi blómlegu starfi með um 800 félagsmenn. AFA – Aðstand- endafélag aldraðra Sl. sunnudag, 26. mars, var haldinn glæsilegur stofnfundur nýrra samtaka, Að- standendafélags aldr- aðra – AFA, sem hef- ur beina skírskotun til hins merka frum- kvæðis um stofnun Styrktarfélags aldr- aðra fyrir réttum 38 árum á sama degi og hin nýju sam- tök voru stofnuð. Enda þótt frum- kvæðið komi frá Hafnarfirði er fé- lagsaðild í AFA ekki bundin við Hafnarfjörð og ef marka má feiknagóðar undirtektir á stofn- fundinum má búast við mikilli hreyfingu um allt land meðal að- standenda aldraðra. Stofnun AFA er því mikið fagnaðarefni. Öldungaþing Hafnarfjarðar Vorið 2004 var haldið í Hafn- arfirði unglingaþing sem leiddi til stofnunar Ungmennaráðs Hafn- arfjarðar (UMH) vorið 2005. Á haustdögum 2005 vakti ég opin- berlega máls á þeirri hugmynd að nú væri komið að eldri borgurum og benti m.a. á að í Danmörku eru ákvæði í lögum um stjórnsýslu á félagssviði sem kveða á um að kos- ið sé á fjögurra ára fresti í „öld- ungaráð“ (ældreråd) hvers sveitar- félags, þar sem allir 60 ára og eldri hafa kosningarétt og kjörgengi. Þetta ráð starfar sjálfstætt en hef- ur beina ráðgjafarstöðu gagnvart bæjarstjórn. Hugmynd þessi fékk mjög góðar viðtökur og er nú boðað til öld- ungaþings í Hraunseli, félags- miðstöð eldri borgara fimmtudag- inn 30. mars og hefst þingið kl. 10:30. Þar verða kynntar tillögur nefndar heilbrigðisráðherra um framtíðarskipan öldrunarþjónustu í Hafnarfirði og greint frá nið- urstöðum viðhorfskönnunar um hagi aldraðra og þjónustu. Lýst verður skipulagi Hafnarfjarðar til framtíðar og lögð fram drög að starfsreglum fyrir Öldungaráð Hafnarfjarðar sem lagðar verða væntanlega fyrir bæjarstjórn innan tíðar. AFA og Öldungaráð Hafnarfjarðar Almar Grímsson fjallar um málefni aldraðra ’Enda þótt frumkvæðiðkomi frá Hafnarfirði er félagsaðild í AFA ekki bundin við Hafnarfjörð og ef marka má feikna- góðar undirtektir á stofn- fundinum má búast við mikilli hreyfingu um allt land meðal aðstandenda aldraðra.‘ Almar Grímsson Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.